Morgunblaðið - 26.02.1967, Side 10

Morgunblaðið - 26.02.1967, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1967. Sigurður A. Magnússon: Sólskinsferð með Cullfossi I Til Azoreyja Hafið var úfið fyrstu dagana. I»AÐ var sundurleitur hundrað manna hópur sem lagði frá bryggju í Reykjavík með Gull- fossi 17. janúar síðastliðinn í blíð skaparveðrL Þar voru konur og karlar á öllum aldri, úr öllum landshornum og af furðumörg- um stéttum: sjómenn og kennar- ar, verkamenn og forstjórar, smiðir og verkfræðingar, útgerð- armenn og tollþjónar, listamenn og lyfjafræðingar, að ógleymd- um eiginkonum, ekkjum og ólof- uðum blómarósum. Þessi mislita hjörð átti samt eitt sameiginlegt: hún var á leið suður í sólríkari lönd staðráðin í að skemmta sér og njóta hverrar andrár ferða- lagsins eins og kraftarmir fram- ast leyfðu. Og við þá fyrirætl- un. var sannarlega staðið. Veðrið sem fylgdi hópnum úr hlaði var þó einungis til einn- ar nætur. Næsta dag tók Ægir konungur að yggla sig og brátt var skollið á stólparok, sem komst upp í ein ellefu eða tólf vindstig og entist okkur látlít- ið í heila fjóra sólarhringa, Við höfðum vindinn á vangann, þannig . að skipið tók djúpar hliðarveltur, en hjó ekki, og var það að spakra manna sögn skárra að skömminni til. Þrátt fyrir úfnar öldur voru ferða- langarnir furðubrattir og héldu gleði hátt á loft; góður helming- ur þeirra mætti til allra máltíða, gamnaði sér við spil og leiki á daginn, söng og dans á kvöldin, en afgangurinn hélt kyrru fyrir í klefum sínum og beið betri daga. Tónsnillingar hópsins létu ekki sitt eftir liggja. Aage Lorange lék á píanóið frammi í músíksal þar sem dansað var á kvöldin þegar stætt var, en öðr- um stundum var sungið í reyk- salnum við gitarundirleik óþreytandi listakonu, Heiðrúnar frá Akureyri, sem ha'fði einstakt lag á að örva og viðhalda söng- gfleði hópsins. Þessi dæmalausa söngelska leiddi síðar meir til þess að allmargir í hópnum of- buðu raddböndunum og gengu um þegjandi hásir dögum saman, og varð af því talsvert- grín, ekki sízt þegar í hlut áttu vel mælt- ar eiginkonur. Þannig liðu óveð- ursdagarnir við glaum og glens; hópurinn hristist saman og varð að einni stórri, samlyndri „fjöl- skyldu“. Ponta Delgada Að kvöldi sunnudagsins 20. janúar tókum við fyrst land í Ponta Delgada, höfuðborg Azor- eyja, sem liggur á ey heilags Mikjáls (Sao Miguel) austast í eyjaklasanum, og eru það víst engar ýkjur að menn urðu lend- ingunni fegnir, enda var veður milt og kvöldið hið fegursta. Þegar lagzt var að bryggju stóð hópurinn við borðstokkinn og söng af hjartans lyst hvern söng- inn á fætur öðrum, og þóttust eyjarskeggjar ekki í annan tíma hafa verið sóttir heim af glað- værari eða fjöimeiri ferðalöng- um. Að loknum kvöldverði drifu flestir sig í land og leituðu uppi einasta næturklúbb borgarinnar, gamalt hús með stórum sal sem girtur var breiðum svölum allt um kring. Var þar fyrir margt þarlendra karlmanna, en fátt kvenna, þannig að koma íslend- inganna þótti auðsæilega 'hinn mesti hvalreki. Upphófst nú gleðskapur, og var dansað af einlægum og áköfum fögnuði fram eftir nóttu. Það var sem margra daga innibyrgð eftir- vænting fengi langþráða útrás. Heimamenn höfðu margir orð á því við ýmsa úr hópnum, að þeir hefðu sjaldan eða aldrei orðið vitni að jafnákafri kæti án nokkurra árekstra eða illinda. Þetta sunnudagskvöld má segja að sólskinsævintýrið hæfist í fullri alvöru. Azoreyjar Azoreyjar eru níu taílsins og heyra undir Portúgal, enda að langmestu leyti byggðar Portú- gölum. Þær eru samtals rúmir 2000 ferkílómetrar og íbúatalan um 350.000. Eyjarnar liggja í þremur aðgreindum klösum. Austast eru eyjar heilags Mikjáls og heilagrar Maríu (Santa Maria). Um 150 kílómetr- um vestar liggja fimm eyjar í hvirfingu, og síðan koma tvær litlar eyjar, kenndar við hrafn (Corvo) og blóm (Flores), um 200 kílómetrum fyrir vestan miðhvirfinguna. Stærst og fjöl- býlust eyjanna er Sao Miguel, 747 ferkílómetrar og íbúar um 180.000. í höfuðborginni, Ponta Delgada, þar sem við vorum stödd, búa um 35.000 manns. Azoreyjar eru eldfjallalönd eins og ísland, enda liggja þær í sprungunni frægu í Atlantshafi sem mestu ku valda um eldsum- brot hérlendis. Á eyjunum er sægur útbrunnir.na eldgíga og heitra lauga, en goshvera heyrði ég ekki getið. Eldgos hafa orðið nokkrum sinnum síðan eyjarn- ar byggðust. Azoreyjar fundust nokkrum öldum síðar en ísland. Portú- galar komu þangað fyrst ánð 1427, en tvær vestustu eyjarnar fundust ekki fyrr en 1452. Land- nám hófst árið 1439 undir for- ust manns að nafni Frei Con- galo Veliho Cabral, sem varð síðar fyrsti landstjóri eyjanna. Flæmskar fjölskyldur fluttust þangað 1 allstórum stíl, en runnu saman við Portúgala þeg- ar stundir liðu. Kólmubus kom við á ey heilagrar Maríu árið 1493 á heimleið frá Vestur-Ind- íum. Mesti blómatími Azoreyja var á síðustu öld þegar Bret.ar keyptu þaðan appelsínur í stór- um stíl, en um aldamótin kom ailvarlegur afturkippur sem leiddi af sér fólksílótta til Banda- ríkjanna og Brasilíu. Nú búa eyjaskeggjar við fátækt og ákaf- lega frumstæða atvinnuhætti, stunda landbúnað og fiskveiðar. Helztu útflutningsvörur eru ana- nas, mjólkurafurðir, sykur og te. Meðalhiti á sumrin er "21—25 gráður á Celsius, en á veturna 12—14 gráður. í báðum heims- styrjöldum voru Azoreyjar mik- ilvægar flota- og flugbækistöðv- ar bandamanna. „Borgirnar sjö“ Árla morguninn eftir að við lentum í Ponta Delgada var far- ið með okkur í heldur hrörleg- um langferðabílum vestur með suðurströnd eyjarinnar, 20 kíló- metra vegalengd, að geysimikl- um eldgíg sem er tæpir 15 kiló- metrar að ummáli og eftir því djúpur. í botni hans liggja tvö undurfögur stöðuvötn, annað djúpblátt, hitt mosagrænt, sem kennd eru við „Borgirnar sjö“ (Sete Cidades). Eru þau umleik- in gróðursælum hlíðum og blóm- legri byggð. Þetta er tvímæla- laust einhver fegursti staður sem ég hef augum leitt. Samkvæmt fornri sögn voru „Borgirnar sjö“ þungamiðja voldugs ríkis í hinu sagnfræga Atlantis, og vötnin tvö erú leifarnar af táraflóði tveggja elskenda sem ekki var skapað nema skilja, kóngsdóttur og hjarðsveins. Af þessum fagra stað ganga margar og sundur- leitar fornar sagnir, enda er hann ákaflega vel til þess fallinn að vekja ímyndunarafl- ið. Það var unaðslegt að aka um eyna þennan janúarmorgun, þó sólar nyti ekki. Loftið var tært og veðrið milt, kvikfénaður hvarvetna á beit. Á Azoreyjum ganga kýrnar sjálfala vetur sem sumar. Þær eru gjarna tjóðraðar við ákveðna bletti og síðan flutt- ar til eftir þörfum. Þannig ná beitilöndin að gróa upp aftur áður en þau eru beitt á nýjan- leik. Ui>pskerur eru þrjár á ári hverju. Landslag á eynni er mjög sérkennilegt — dæmigert eldfj allalandslag, hvassar brún- ir, djúp bil og skorningar, en hver þverþumlungur gróðri vax- inm. Eyjan er bókstaflega algræn frá fjöru til efstu tinda. Fátækt og vingjarnleik! Ponta Delgada hefur á sér ís- lenzkan smábæjarbrag frá því fyrir stríð. Fátæktin blasir við hvert sem litið er. Fjöldi fólks Heitar laugar á Sao MigueL Strandgata í Fonta Deigada. Gata við höfnina i Ponta Delgada og GuUfoss i baksýn. Horft yfir hluta gróðurhúsanna í Fonta Delgada.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.