Morgunblaðið - 03.03.1967, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1967.
7
Akstur eftir umferðarreglum
Akstur eftir umferðarljósum
í»RÁTT fyrir það, að um-
ferðarljós stjórni umferð á
fjölförnustu gatnamótum
borgarinnar, verða þar árlega
mjög margir árekstrar —
jafnvel stórslys.
Aðalástæðan fyrir þessum
árekstrum og slysum er sú,
að ökumenn aka alls ekki rétt
á gatnamótunum og fylgja
ekki þeim reglum, sem gilda
um umferðarljós, og sumir
virðast misskilja gula ljósið.
Þegar GULT LJÓS, kemur
á eftir eða samtímis rauðu
ljósi merkir það, að grænt
ljós sé að koma. Það er al-
gjört brot og stórvítavert að
fara af stað á gulu ljósi, enda
hefur það þegar orsakað
marga stór-árekstra á gatna-
mótum, þar sem umferðarljós
eru.
Þegar GULT LJÓS kemur
á eftir grænu ljósi og á und-
an rauðu ljósi, er það stöðv-
unarmerki, en það táknar
jafnframt að rýma beri ak-
brautina, áður en skipt er
um akstursstefnu, ef öku-
tækið er komið á eða yfir
stöðvunarlínu. Þar, sem ekki
er stöðvunarlína, skal miða
við Ijósmerkið. GULA
LJÓSIÐ logar yfirleitt 2—3
sek. og á sá tími að nægja
ökumanninum til að rýma
gatnamótin.
Mikilvægt er, að ökumenn
meti rétt umferðaraðstæður
og aki ekki of hratt að gatna
mótunum, þó svo, að grænt
ljós sé framundan. Ef skiptir
um ljós, áður en ökumaður-
inn kemur að stöðvarlínu, á
hann að geta dregið úr hraða
og stöðvað, án þess að valda
annarri umferð hættu eða ó-
þægindum.
Þá er það ekki óalgeng sjón,
að sjá óþolinmóða bifreiða-
stjóra renna bifreiðinni áfram,
meðan þeir bíða á rauðu
ljósi og aka síðan strax af
stað og gula ljósið kemur, en
slíkur akstursmáti getjar or-
sakað árekstur eða slys.
FRETTIR
K.F.U.M. og K. Hafnarfirði.
Almenn samkoma sunnudags-
kvöldið 5. marz kl. 8:30. Sigur-
björn Guðmundsson verkfræð-
ingur talar. Allir velkomnir.
Unglingadeildin mánudagskvöld-
ið fyrir 13—16 ára pilta.
Kristileg samkoma verður
í samkomusalnum Mjóluhlíð
16. sunnudagskvöld 5. marz
kl. 8. Sunnudagskólinn kl.
10:30 árdegis. Verið hjartan-
lega velkomin.
Elliheimilið Grund
Föstuguðsþjónusta í kvöld
kl. 6:30. Þórhallur Höskulds-
son, stud. theol. prédikar. —
Heimilisprestur.
Froskmannafélagið Syndaselir.
Aðalfundur verður haldinn
*unnudaginn 26. marz, hjá Gunn
ari Ásgeirssyni. Stjórnárkjör og
fleira á dagskrá.
Kvenfélag Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði heldur spilakvöld í
Alþýðuhúsinu þriðjudaginn 7.
marz kl. 8:30. Góð verðlaun. All-
ar Fríkirkjukonur velkomnar.
Stjórnin.
Kvenfélag Kópavogs hefur
spilakvöld með bögglauppboði og
dansi á eftir í Félagsheimili
Kópavogs uppi sunnudaginn 5.
marz kl. 8:30. Ágóðinn rennur
til byggingar sumardvalarheim-
ilis barna í Kópavogi. Allir vel-
komnir. Styrkið gott málefni.
Stjórnin.
Áfengisvarnanefnd kvenna
i Reykjavík og Hafnarfirði. Von-
arstræti 8. B. Viðtalstími þriðju-
daga og föstudaga kl. 3—5 s.d.
sími 19282.
ÆSKULÝÐSVIKA
í Laugameskirkju
dagana 26.febr» - 4. marz
19 6 7
Æskulýðsvika K.F.U.M. og K.
Á samkomunni í kvöid talar
Gísli Arnkelsson kristniboði um
efnið: Vald til að reisa á fætur.
Nokkur orð flytja: Narfi Hjör-
leifsson og Gunnar M. Sand-
holt. Mikill söngur. Allir vel-
komnir.
Fíladelfía, Reykjavík
Sunnudaginn 5. marz verður
bænadagur í Fíladelfíusöfnuðin-
um. Samkoma fyrir söfnuðinn kl.
2. Almenn samkoma kl. 8. Ræðu-
menn: Ásmundur Eiríksson og
Ólafur Sveinbjörnsson. Fjöl-
breyttur söngur. Fórn tekin
vegna kirkjubyggingarinnar.
Kirkjunefnd kvenna Dóm-
kirkjunnar.
Aðalfundur verður þriðjudag-
inn 7. marz í Skátasal Hallveig-
arstaða. Mætið stundlvíslega.
Stjórnin.
Kvenfélag Ásprestakalls held-
ur fund í safnaðarheimilinu Sól-
heimum 13 mánudagskvöldið 6.
marz kl. 8. Athugið breyttan
fundartíma. Matreiðslumenn
sýna glóðarsteikinigu (grill) og
meðferð slíkra ofna. Stjórnin.
Kvenfélagskonur, Keflavík
Aðalfundur félagsins verður
þriðjudaginn 7. marz kl. 9. í
Tjarnarlundi. Stjórnin.
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur fund í kirkjukjallaranum
mánudaginn 6. marz kl. 8;30.
Stjórnin.
Austfirðingamótið hefst með
borðhaldi kl. 7:30 hinn 4. marz.
Miðar afhentir í Sigtúni fimmtu-
dag og föstudag frá kl. 5—7. Borð
tekin frá um leið.
Skagfirðingamótið 1967 verður
haldið í Sigtúni laugardaginn 11.
marz og hefst með borðhaldi kl.
7 stundvíslega. Nánar auglýst síð-
ar. Stjórnin.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
Fundur verður í Tjarnarbúð
mánudaginn 6. marz kl. 8:30.
Fundarefni. Ýmis mál. Sýndar
verða hárkollur og lausir topp-
ar og kynnt meðferð þeirra.
Kvikmyndasýning.
Skaftfellingafélagið í Reykja-
vík og nágrenni efnir til Skaft-
fellingamóts að Hótel Borg laug-
ardaginn 4. marz. Mótið hefst
með borðhaldi kl. 7 stundvíslega.
Aðgöngumiðar að Hótel Borg,
miðvikudag, fimmtudag og föstu
dag kl. 5-7.
Úr Passíusálmum
Ónytjuhjal og mælgin mín
mér til falls koma ætti,
' en Jesú, blessuð þögnin þín
í það allt fyrir mig bætti.
Skylda mín aftur er
eftir að breyta þér,
1 þegjandi í þýðri trú
I þola, nær líð ég nú,
þörf er ég þess vel gætti.
20. sálmur, 6. vers.
MÁLSHÁTTUR^
Svengdin gerir síldina sæta.
Munið eftir að gefa smáfugl-
unum, strax og bjart er orðið.
Fuglafóður Sólskríkjusjóðsins
fæst vonandi í næstu búð.
Málaravinna önnumst alla málaravinnu. Jón og Róbert, simi 15667 og 21893. DYROTAL Hamrað lakk, fæst í átta litum. Málarabúðin sími 21600.
Þvottur — Þvottur Þvoum allan þvott s. s. skyrtur, soppa og vinnu- fatnað. Einnig stykkjaþvott og blautþvott. Sækjum — sendum Vogaþvottahúsið, Gnoðavogi 72. Sími 33460. Millivegg j aplötur fyrirliggjandi í 5, 7 og 10 cm þykktum. Vönduð og ódýr framleiðsla. Sendum. Hellu og steinsteypan sf. Bústaðabletti við Breið- holtsveg. Sími 30322.
Rúskinshreinsun Hreinsum rúskinnskápur, jakka og vesti. Sér stök meðhöndlun. Efnalaugin Björg, Háaleitisbr. 58—60. Sími 31380, útibúið Barma hlíð 3, sími 23337.
Málmar Kaupi alla málma, nema járn, hæsta verði. Opið kl. 9—17, laugard. kl. 9—12. Staðgreiðsla. Arinco, Skúla götu 55 (Rauðarárport). Símar 12806 og 33821.
Trabant árgangur 1964 til 1965 ósk- ast. Upplýsingar eftir kl. 7 í kvöld, sími 33084.
Sendibílastöð óskar eftir að kaupa hluta- bréf ásamt stöðvarleyfi á sendibílastöð. Tilb. leggist inn á afgr. Mbl., merkt „Leyfi 8861“ fyrir 10. þ.m.
Kemisk-hreinsiun stein, við, olíu, kísilmynd- un í gufukötlum, kælivatns rásum, í dísilvélum og mið stöðvarkerfum, ásamt véla- hlutum. Uppl. í síma 33349.
Notað mótatimbur til sölu. Upplýsingar í síma 41869 eftir kl. 6.
Málverk Til sölu olíumálverk, lands lagsmynd frá Hornafirði, 56x65 cm eftir Jón Þorleifs son. Verð kr. 8000,00 eða tilboð. Uppl. í síma 18193.
Kenni frönsku og ítölsku Get bætt við nokkrum nemendum 2—3 saman. — Sími 16989.
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu
Keflavík Pedegree b-rn nvagn til sölu. Uppl. í síma 2484.
Afgreiðslustúlka
Rösk stúlka óskast til afgreiðslustarfa í bókaverzl-
un.
Málakunnátta nauðsynleg.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf
sendist í pósthólf 124. '
Atvinnurekendur - Verktakar
Reglusaman mann um þrítugt vantar góða fram-
tíðaratvinnu. Er vanur jarðýtustörfum og viðgerð-
um traktorsgröfu og lyfturum. Hef réttindi á stóra
vörubíla. Þeir sem háfa áhuga á þessu hringi í
síma 42594.
Vandaðar bifreiðir
Sportmenn, Willys jeep, árg. 1967, óvenju
vandaður og glæsilegur, Crusedo park V6
til sölu, Buick Skylark ’65, stórglæsilegur
einkabíll. Uppl. í síma 14743 í dag og á
morgun.
ÚTSALA - ÚTSALA
Nýir hattar á útsölunni teknir fram dag-
lega. Kuldahúfur á 200 kr.
Hattabúðin Huld
Kirkjuhvoli.