Morgunblaðið - 03.03.1967, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.03.1967, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1967. HRÁSALAT ALLT ÁRIÐ SILD ER GODUR MATUR Það má eiginlega furðulegt heita, hve lítið við íslendingar borðum af síld, því að fyrir utan að vera mjög góður matur, er síld einnig mjög holl fyrir unga sem aldna. Algengast er að borða síldina með lauk, heitum kart- öflum og rúgbrauði, en hana má einnig framreiða á marga aðra vegu. Hér erum við með nokkra síldarrétti, sem eru ýmist heit- ir eða kaldir, allir búnir til úr reyktri síld eða kryddsíld. Krydd síldin og reykta síldin eru lagðar í bleyti í a.m.k. 12 klst. í blöndu hf mjólk og vatni, í 1. og 3. upp skrift eru beinin og roðið höfð á, en í hinum réttunum eru bein in og roðið tekið af. I 1. Steikt reykt síld. Veljið ekki of stóra síld í þenn an rétt. Þegar síldin er tekin úr mjólkurblöndunni, er hún þerr- nð vel, velt upp úr hveiti, dyfið í egg og þar næst í rasp og hveiti, sem blandað hefur verið saman. Síldin steikist mjög fljótt, það er nauðsynlegt, því að ann- ars fer hún í sundur. Borin fram á pönnunni með steiktum lauk og er síðan borðuð heit með soðn um kartöflum. 2. Síld í ofni. Reykt síldarflök skorin í bita. V2 kg. af kartöflum eru afhýdd- ar og skornar í mjög þunnar sneiðar. 2. laukar saxaðir. Eld- fast mót smurt og þar í er sett í lögum kartöflur, síld, laukur og kartöflur. 3. heil egg eru þeytt saman við V2 1. af mjólk og þessu hellt yfir. Mótið sett í ofninn og bakað við meðahita, þar til kartöflurnar eru orðnar meyrar. 3. Síld í glasi Þessi réttur er búinn til úr reyktri síld, sem er hreinsuð vel og skorin í 2 cm. skábita og skol- uð mjög vel úr köldu vatni. Síld in er sett í hátt glas og þar í eru settar 2 saxaðir laukar. 1 gul rót smáttskorin og piparrót. Það að auki 2-3 lárberjalauf. 1 matsk. gul piparkorn og engifer. Lögur er soðinn úr 1 dl. ediki, lVi dl. vatni og IV2 dl. sykri. Leginum er síðan hellt yfir, þegar hann er orðinn kaldur og lok sett yfir. Þessi síld er bezt, þegar hún hef ur staðið í nokkra daga. 4. Marineruð síld með rauðlauk Lögur úr IV2 dl. ediki, 200 gr. sykri, einum lauk og nokkrum heilum piparkornum, hvítum og svörtum, 3 lárberjalaufum, 2 tsk. gulum sinnepskornum og ofur- litlu af engifer. Látinn kólna. Dá lítið af leginum hellt yfir heil, reykt síldarflök og látið standa til næsta dags. Þá eru flökin skorin í bita, sem lagðir eru í lög ásamt rauðlaukshrintnum í Því miður er ekki mikið úrval grænmetlá hér að vetri tll og því ekki margra kosta völ við tilbúning hrásalats. En sjáifsagt er að nota það, sem fáanlegt er á hverjum tíma, og mætti þá reyna saman t.d.: Smátt skorið hvítkái, litla eplahita, appelsínur, vínber, rúsínur og ef til vill hnetubjarna. Sítrónusafa, sem í er sett ssykur eða hunang er hell t yfir. Salatið er gott með kjöti eða fiski. skál og því sem eftir er af leg- inum hellt yfir. 5. Kryddsíd með eggjum Kryddsílarflök sett í nokkrar klst. í kaldan lög úr % ediki og % vatni, dálítið af sykri og hvít um pipar. Síldarnar teknar úr leginum og skornar á ská og lagðar í fat. í raðir milli síld- anna er settur laukur, asíur og agúrkur, sem allt er saxað gróft og er fallegt að skreyta með smátt saxaðri púrru. Soðin egg, skorin í tvennt, lögð í kringum síldina. Með þessum rétti eru borðaðar heitar kartöflur og mayonnaise hrærð með rjóma. Bökuð egg á brauði 4 franskbrauðsneiðar 4 aðskilin egg, salt, smjör. Eggjahvíturnar eru þeytta settar á smurðar sneiðarnar, d lítil hola erð í hvíturnar, þ sem rauðunum er komið fyr Salti stráð yfir eggin, sneiðai ar síðan bakaðar í ofni í 15 míi bar til hvítan brúnast aðeina GOÐUR DAGUR BYRJAR AÐ MORGNi 'fÆÍÍ ÞAÐ ER mun mikilvægara en við kunnum að halda, að borða fjölbreyttan morgunverð í friði og ró. Morgunverðurinn er víða á heimilum sú máltíð dagsins, sem minnst er haft fyrir, enda þótt það eigi auðvitað ekki við alls staðar. Þetta kann að hafa ýmsar orsakir, ef til vill er erfitt að koma öllum á fætur í tæka tíð, svo að fjölskyldan geti setið að sameiginlegum morgunverði, en trúlega er það viða hara ósið- ’ ur. En það er áreiðanlega ekki gott fyrir neinn að byrja daginn með því að neyta í flýti lélegs morgunverðar, t.d. einna bolli af svörtu kaffi og ein brauðsneið, en sá morgunverður trúum við að sé ekki óalgengur á íslenzk- um heimilum. En hvað er þá hollur morgun- verður? Hann á fyrst og fremst að innihalda eggjahvítuefni og c- vítamín. Það virðist vera víð- ar en hér á landi, sem morgun- verðurinn er vanræktur. í dönsk um skrifum sáum við nýlega lista yfir nokkrar fæðutegundir, sem taldar eru algengar þar á morgunverðarborðinu, en það er kaffi, te eða kakó með fransk- brauði eða marmelaði, hunangi, sírópi púðursykri eða öðru sætu áleggi, léttvæg morgunmáltíð, sem inniheldur margar hitaein- ingar (kaloríur) en aðeins lítið eitt af næringarefnum og auk þess ekki gott fyrir tennurnar. Hollur morgunverður á samkv. því að vera samansettur af eftir farandi fæðutegundum; og á flest, ai því við okkar staðhætti. Stórt mjólkurglas, ostur, rúg- brauð og ávöxtur. Það að auki linsoðið egg, lifrarkæfa, og fyr- ir börnin annaðhvort haframjöl, V2 — 1 dl. eftir aldri (barnanna) \ ce 3 s-M eða grautur, sem stráð er S ofur- litlu af sykri. Ferskur Svöxtur, lítið glas af ávaxtasafa, sem er mjög vítamínríkt, sólberjamauk sem inniheldur mikið af c-víta- míni. Gott er að ljúka máltíð- inni með því að borða hráa gul- rót eða epli, það hreinsar tenn- urnar. þó að jafnframt sé nauð- synlegt að bursta ávallt tennurn ar að lokinni morgunmáltíðinni. Ef við gerum morgunmáltíðina að næringarríkri og jafnframt ánægjulegri máltíð, sem fjöl- skyldan neytir sameiginlega, byrj um við daginn vel. Hinir full- orðnu verða betur búnir að mæta önnum dagsins, og þreyta og van líðan, sem oftast orsakast af röngu mataræði barna, hverfur. En hér — eins og á svo mörgu öðru sviði — kemur til kasta húsmóðurinnar. Það kemur í hennar hlut að breyta morgun- verðinum, það krefst aukinnar vinnu, en hún sér áreiðanlega fljótlega árangur erfiðis síns, því að eins og gamla máltækið segir: Góður dagur byrjar með morgni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.