Morgunblaðið - 03.03.1967, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1967.
Vesturlandsvegur verði
olíumalborinn
— þar sem umferð er mest
— sagði Axel Jónsson á Alþingi
AXEL Jónsson talaði á mið-
miðvikudag fyrir þingsályktun-
artillögu, er hann flytur um að
Alþingi álykti að skora á ríkis-
stjórnina að láta gera ýtarlegar
tilraunir með lagningu olíumalar
á fjölfarnasta kafla Vesturlands-
vegar, þ. e. frá Ártúnshöfða að
vegamótum Þingvallavegar.
Lagði Axel á það ríka áherzlu,
að gera þyrfti einhverjar ráð-
stafanir til að bæta ástand Vest-
urlandsvegarins, þvi að núver-
andi ástand vegarins væri óvið-
unandi. Þessi ráðstöfun er hann
færi hér fram á, væri aðeins til
bráðabirgða. Hún væri gerð
vegna þess að nokkurn tíma
■ftiyndi taka að gera hinn nýja
Vesturlandsveg.
Axel sagði í ræðu sinni að
mjög mikill umferðaþungi væri
á vegunum í nágrenni Reykja-
víkur og færi hann vaxandi.
Væri ástand veganna víða mjög
slæmt. Væri það eðlilegt, að mal-
arvegirnir þyldu ekki hina miklu
umferð, sem um þá færi óg ekki
sizt væri það mikið að kenna
hinum mikla öxulþunga. Væri
það of algengt að menn brytu
ákvæði um hámarksöxulþunga
Og þyrfti að herða eftirlit með
honum. Einnig gæti það verið
að, þungaskattur á bifreiðum
væri óeðlilega lágur miðað við
þann skaða, er þungar bifreiðar
yllu á veginum.
Axel sagði að miklar fram-
kvæmdir í vegamálum ættu sér
atað á Suð-Vesturlandi. Lokið
væri lagningu Keflavíkurvegar-
ms, og væri lagning hans þátta-
skil í vegmálum hérlendis. Það
-JTæri ein glæsilegasta fram-
kvæmd í vegagerð hérlendis og
Þingmál í gær
Efri deiid:
Frumvarp rí'kisstjórnarinnar
um breyting á lögum um al-
mannavarnir var samþykkt við
þriðju umræðu og sent forseta
neðri deildar til frekari með-
ferðar. Við umræðu sagði Frið-
jón Skarphéðinsson (A) að um-
sögn hefði borizt frá Rauða
krossi íslands og mælti hann
með samþykkt frv. og fagnaði
væntanlegri samvinnu við Al-
mannavarnir.
* Frumvarp um samþykkt rikis-
rei'kningsins fyrir árið 1965 var
ttt annarrar umræðu. Mælti Ól-
afur Bjömsson (S) fyrir nefnd-
aráliti fjárhagsnefndar og mælir
nefndin með samþykkt frum-
varps. Var það samþykkt og vís-
að til þriðju umræðu.
Neðri deild:
Birgir Finnsson (A) mælti
fyrir nefndaráliti sjávarútvegs-
nefndar um frv. um verðlagsráð
sjávarútvegsins. Mælti nefndin
einróma með samþykkt frv. og
var það samþykkt og vísað til
þriðju umræðu.
Atkvæðagreiðsla var um frv.
, Lúðvíks Jósefssonar (K) um L
Olíuverzlun íslands. Var frv. vís
að til annarrar umræðu og fjár-
hagsnefndar.
Björn Páisson (F) mælti fyrir
frv. sínu um breyting á lögum
um bann við botnvörpuveiðum.
Einnig tók til máls Guðlaugur
Gíslason (S). Var frv. vísað til
annarrar umræðu og sjávarút-
vegsnefndar. Umræðna verður
getið í blaðinu á morgun
hefði kostað um 270 milljónir við
síðustu áramót. Þess væri ekki
að vænta, að allir vegir væru
endurbyggðir jafn glæsilega og
Keflavíkurvegurinn í einu, en
nú væri verið að endurbyggja
Hafnarfjarðarveginn, er muni
kosta um 70 milljónir, og eins
væri hafin framkvæmd við
Reykjanesbraut frá Elliðaám og
byggingu nýrrar brúar á árnar.
Það væri mjög fjárfrek fram-
kvæmd.
Þá sagði Axel að unnið væri
að vegarstæði fyrir Vesturlands-
Axel Jónsson
veg að Hvalfirði og kostaði það
mikið fé. Vesturlandsvegurinn
væri fjölfarnasti þjóðvegur
landsins og þótt miklar fram-
kvæmdir væru í vegamálum á
Suð-Vesturlandi, þá yrði að gera
einhverjar ráðstafanir til að
bæta ástand vegarins. Það þyrfti
að koma eitthvað til úrbóta.
Axel lagði á það áherzlu að
reyna þyrfti að nýta olíumölina
til úrbóta. Lagning olíumalar
væri ekki mjög kostnaðarsöm og
þótt þarna væri aðeins um
bráðabirgðalausn að ræða, þyrfti
að gera þessa tilraun. Olíumöl
hefði gefið góða raun hér á landi,
þar sem umferð væri mimni en
á Vesturlandsveginum. Væri þvi
reynandi að leggja olíumöl á veg
inn, og bæta hann þannig, með-
an unnið væri áð byggingu hins
nýja vegar.
Svíar hefðu mesta reynslu 1
lagningu olíumalar. Endur-
byggðu þeir ekki sína malarvegi,
er þeir legðu olíumöl á þá. En
ef í ljós kæmu gallar á vegin-
um væri endurbyggt þar sem
gallinn væri. Eins mætti gera
á Vesturlandsveginum.
Jónas Pétursson
Bæta þarf vegasamband
við Seyiisfjörð
— mikilvægi sta&arins krefst þess
— sagði Jónas Pétursson i jb/ngræðu
Jónas Pétursson talaffi á miff-
vikudag fyrir þingsályktunartil-
lögu er aff flytur, aff Alþingi
álykti að skora á samgöngumála
ráffherra aff láta nú þegar full-
naffarmælingar og áætlanir fara
fram um nýja vegarlagningu yf-
ir Fjarffarheiffi milli Seyffisfjarff
ar og Héraffs, og sé gerff vegar-
ins viff þaff miffuff, aff bifreiffa-
samgöngum megi halda uppi á
þeirri leiff hindrunarlítiff á með-
alvetrum um snjóalög.
Lagði Jónas á það áherzlu, aff
mikilvægi Seyffisfjarffar, sem
eins stærsta útgerffarbæjar á
landinu, krefffist þess, aff góðar
samgöngur væru viff staffinn.
Því bæri brýna nauffsyn aff bæta
vegasambandið viff Seyffisfjörff
hið fyrsta.
Jónas Pétursson sagði í ræðu
sinni, að Fjarðarheiði tengdi
Seyðisfjörð við akvegakerfi lands
ins og þá sérstaklega við Egil-
staði og flugvöllinn þar. Hins veg
ar væri vegurinn ófullkominn og
oft að vetrarlagi lítt fær vegna
snjóa. Vegamálaskrifstofan hefði
framkvæmt athuganir á snjólög-
um á heiðinni og siðast liðið sum
ar hefðu farið fram rannsóknir
á nýju vegarstæði.
Það væri brýn nauðsyn að
bæta vegasamgöngur við Seyðis
fjörð. Það væri ekki að vísu
mjög fjölmennt þar, en staður-
inn væri orðinn einn mesti fram
leiðslustaður á landinu næmi
verðmæti útflutningsvara þaðan
um fimm til sex hundruð millj-
ónum króna árlega.
Jónas sagði að reynt hefði ver-
ið að halda uppi vegasamgöng-
um við Seyðisfjörð með snjóbíl
að vetrarlagi. En það væri óhag
kvæmt og ekki beint heppilegt.
að væri hins vegar hægt að finna
snjóléttari leið yfir heiðina og
þyrfti að vinda bráðan bug að
því að kanna snijólög á heiðinni.
Jónas taldi að mestur vandi við
byggingu vegarins yrði efst 1
dalnum, þar sem komið væri upp
á heiðarbrún.
Ræðumaður lagði S það
áherzlu að fyrsta skilyrðið til
þessarar framkvæmdar væri, að
fram færi meiriháttar rannsókn
á vegarlagningu og að gerð yrði
kostnaðaráætlun.
r
A&gerðir til endurskipulagningar
hraðfrystii&naðarins
MEÐ frv. ríkisstjórnarinn-
ar um ráðstafanir vegna
sjávarútvegsins er birt
fylgisskjal um fyrirhugað-
ar aðgerðir til endurskipu-
lagningar hraðfrystiiðnað-
arins. Mbl. birtir hér í
heild fylgiskjal þetta:
Tilgangur.
Vandamál hraðfrystiiðnað-
arins eru öðrum þræði fólg-
in í skorti á samræmi á milli
afkastagetu á hverjum stað
og þesS1 hráefnis, sem fyrir
bendi er á staðnum mikinn
hluta ársins ,og jafnvel á öll-
um árstímum. Lagfæringar á
þessu eru hugsanlegar annars
vegar með aðgerðum, sem
stuðla að auknu og jafnara
framiboði hráefnis, hins veg-
ar með aðgerðum sem miða
að breytmgu á uppbyggingu
iðnaðarins, þ.e. sameiningu
frystihúsa eða verkaskipt-
ingu á milli þeirra. Þýðingar
mikið er, að samhliða slíkum
aðgerðum sé stuðlað að tækni
legum og rekstrarlegum um-
bótuim innan fyrirtækjanna.
Jafnframt þarf að gera ráð-
stafanir til þess að tryggja
heilbrigðari fjárhagslega upp
byggingu iðnaðarins en nú er,
þar sem óeðlilega mikiar
skuldir, skortur á eigin fé og
lánsfé til langis tíma háir
rekstri margra fyrirtækja,
þrátt fyrir hagstæða afkomu
á árunum 1964—1965.
Undirbúningur tillagna
Fyrsta skrefið til þess að
framkvæma lagfæringar af
því tagi, sem hér að ofan er
lýst, hlýtur að felast í ræki-
legri athugun á uppbyggingu
og fjárhagsaðstæðum iðnað-
arins . Þessi athugum ætti
jafnframt að ná til ráðstaf-
ana til að auka framboð hrá-
efnis og gera það jafnara, að
svo miklu leyti sem sérstak-
ar athuganir á þessu sviði,
svo sem um endurnýjun tog-
araflotans, hefðu ekki bein-
línis verið faldar öðrum. At-
huguninni ætti að ljúka með
undirbúningi tillagna um
æskilegar skipulags'breyting-
ar. Sérfræðingar á sviði
tækni, rekstrar og fjármála,
sem sérstaka reynslu hafa 1
fiskiðnaði, ættu að hafa fram
kvæmd athugunarinnar með
höndum. Myndu þeir að sjálf
sögðu njóta allrar tiltækrar
sérfræðilegrar aðstoðar frá
Fiskifélaginu, rannsóknar-
stofnunum sjávarútvegsins.
Efnahagsstofnuninni o.s.frv,
Þeir aðilar, sem að athugun-
inni stæðu, og endanlega mót
uðu tillögur um endurskipu-
lagninguna, þyrftu hins veg-
ar að vera samtök hraðfrysti
húsaeigenda sjálfra og þær
lánastofnanir, sem einkum
skipta við sjávarútveginn, svo
sem Fiskveiðasjóðpr, Fram-
kvæmdasjóður, Atvinnujöfn-
unarsjóður, Landsbankinn og
Útvegsbankinn, svo og Ríkis-
ábyrgðasjóður og fulltrúar
ríkisvaldsins.
Frantkvæmd
Þegar þeirri athugun, sem
að ofan er lýst, verður lokið,
er komið að erfiðasta þættin-
um, framkvæmdinni. Til þess
að af framkvæmid tillagna af
þessu tagi geti orðið, þarf
ýmsum skilyrðum að vera
fullnægt. í fyrsta lagi þurfa
þau fyrirtæki, sem hlut. eiga
að máli, að hafa sannfærzt
um, að framkvæmd tillagn-
anna stuðli að öflugum og
fjárhagslegum traustum
frystiihúsaiðnaði i landinu og
sé jafnframt eðlileg og sann-
gjörn lausn á vandamálum
einstakra fyrirtækja. í öðru
lagi þarf að vera séð fyrir all
verulegu nýju fjármagni til
þess að framkvæma þær
breytingar á fyrirkomulagi
og rekstri, sem nauðsynlegar
reyndust. í þriðja lagi þarf
að vera kleift fyrir Rikis-
ábyrgðasjóð, og e.t.v. einnig
Atvinnujöfnunansjóð og Fiski
málasjóð, að gefa eftir skuld-
ir, sem óhjákvæmilegt. verður
að afskriifa i sambandi við
nauðsynlega skipulagsbreyt-
ingu. Viðskiptabankar og fjár
festingarlánasjóðir þyrftu
jafnframt að geta lengt lán,
fellt niður afborganir eða
samið um lán að nýju að því
leyti, sem þetta reyndist óhjá
kvæmilegur liður í þessum
aðgerðum. Um leið og sMk
skuldauppgjöf eða lenging
lána færi fram af hálfu opin-
berra sjóða og viðskipta-
banka, þyrftu einkaaðilar,
sem fyrirtækin skulda, einnig
undir vissum kringumstæðum
að gefa eftir skuldir, eða
breyta þeim í hlutafé. Önnur
hlutafjársaukning gæti einn-
ið verið nauðsynleg og eðli-
leg.
Tímasetning
Erfitt er um það að segja,
hversu langan tíma sú at-
hugun og sá undirbúningur
tillagna, sem að framan er
lýst, myndi taka, og enn erfið
ara er að tíma>setja fram-
kvæmd tillagnanna. Nauð-
synlegt er þó að setja sér
ákveðin markmið i þessu
efni. Athugunin ætti að hefj-
ast sem allra fyrst, og henni
ætti að Ijúka innan nokkurra
mánaða. Ætti þá að reynast
unnt að ganga frá heildartil-
lögum á grundvelli athugun-
arinnar fyrir lok þessa árs
og hefja um leið framkvæmd
tillagnanna. Á hinn bóginn
er þýðingarmikið, að lánasjóð
ir og viðskiptabankar fari
sem allra fyrst að miða að-
gerðir sinar við þau mark-
mið, sem athugunin beinist
að, og hafi samráð við þá,
sem að athuguninni standa,
um lánaveitingar sínar á
þessu ári. Mætti í þessu skyni
hraða sumum þáttum athug-
imarinnar og einnig beina
henni i fyrstu að sérstökum
stöðum, þar sem skjótra að-
gerða er þörf. Með þessu
móti gætu þær ráðstafanir,
sem hér eru til umræðu, þeg-
ar farið að hafa nokkur áíhrif
á yfirstandandi ári, þótt
þeirra gætti ekki að fullu
fyrr en á árinu 1968 eða síð-
ar. Þeim tilmælum verði
beint, tii aft
ekki verði gripið til inn-
heimtuaðgerða gegn fyrir-
tækjum, á meðan athugun á
fjárhag þeirra fer fram, enda
séu ekki fyrir hendi sérstak-
«r aðstæður, er geri slíkar að-
gerðir nauðsynlegar.