Morgunblaðið - 03.03.1967, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.03.1967, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1967. Séra Sigurður Einarsson í Holti i. BÉRA Sigurður Einarsson skáld og prestur í Holti undir Eyjafjöll um lézt eftir nokkurra vikna *tranga sjúkdómslegu í Lands- •pítalanum í Reykjavík j>an,n 23. íebrúar sl. á 69. aldursári. Féll þar fyrir aldur fram einn af svip mestu mönnum á íslandi um okkar daga, atgerfismaður að gáfum, skáld gott og mælsku- snillingur meiri en aðrir menn, sem ég hef haft kynni af. n. Séra Sigurður fæddist 29. október 1898 á Arngeirstöðum í Fljótshlíð. Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson bóndi á Arn- geirsstöðum, ættaður úr Land- eyjum, og María Jónsdóttir kona hans, ættuð úr Fljótshlíð. Sigurð ur ólst upp hjá foreldrum sínum. Hann vann hörðum höndum til »jós og lands í æsku, en brauzrt síðan til mennta af eigin ramleik og tók stúdentspróf utan skóla 1 Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1922. Guðfræðiprófi frá Háskóla íslands lauk hann 1926. Fór til framhaldsnáms við Kaup- mannahafnarháskóla 1928 og dvaldi þá erlendis um nærri tveggja ára skeið. Hann fór fjöl- margar aðrar námsferðir til út- landa, sem of langt yrði upp að telja. því að hann settist aldrei 1 helgan stein, heldur hélt áfram að nema og ferðast meðan hon- um entist aldur til, meðal ann- ars fór hann tvær ferðir til Landsins helga á síðustu árum. Séra Sigurður Einarsson var «lla ævi frá því hann lauk guð- fræðiprófi 1926 embættismaður ríkisins og stofnana þess. Hann gerðist prestur í Flatey á Breiða- íirði strax að loknu embættis- prófi og gegndi því starfi í tvö ár. Hamn starfaði sem eftirlits- maður með kennslu í æðri skól- um 1929—30. Árið 1930 varð séra Sigurður fastráðinn kennari við Kennaraskóla fslands og hélt því Starfi þar til hann varð dósent i guðfræði við Háskóla íslands 1937. Hann lét af kennslustörf- um í Háskólanum 1944 og gerðist ■5 uæstu tvö árin skrifstofustjóri Fræðslumálaskrifstofunnar. Árið 1946 fluttist hann búferlum úr höfuðstaðnum og gerðist sóknar- prestur að Holti undir Eyjafjöll- um. Því embætti gegndi hann til dauðadags. Jafnframt þeim störfum, sem þegar eru talin, gegndi séra Sig- ttrður öðrum veigamiklum störf- um á vegum ríkisins. Hann var tíðindamaður útvarpsins frá 1931 fil 1937, fréttastjóri sömu stofn- nnar frá 1937 til 1941 og átti sæti í útvarpsráði frá 1943 til 1947. Enn eru ótalin stjómmála- *törf hans, en hann var lands- kjörinn þingmaður fyrir Alþýðu flokkinin árin 1934 til 1937. Séra Sigurður Einarsson var ®inn af fjölhaefustu og afkasta- , mestu rithöfundum þjóðarinnar. Liggja eftir hann að minnsta feosti 14 frumsamdar bækur, þar af fimm ljóðasöfn: Hamar og *igð 1930, Yndi unaðsstunda 1952, Undir stjömum og sól 1953, Yfir blikandi höf 1957 og Kvæði frá Holti 1961. Leikritið Fyrir kóngsins mekt, kom út 1954, og tók Þjóðleikhúsið það síðar til flutnings. önnur frumsamin rit Sigurðar eru kennslubækur, rit- gerðasöfn, ævisögur og ferða- bækur. Sextán erlendar bækur komu út í íslenzkri þýðingu séra Sig- urðar, flestar þeirra skáldverk eftir heimskunna höfunda. einnig ævisögur. Eftir séra Sigurð liggur ara- grúi greina og ritgerða í blöðum og tímaritum. Margar þeirra skrifaði hann fyrir erlend blöð. Hann flutti og oft útvarpserindi erlendis. Auk þeirra prentuðu ritverka, sem nú hefur verið drepið á, tel ég mig hafa fulia vissu fyrir, að Sigurður hafi látið eftir sig all- mikið af óprentuðum handritum, bæði skáldverk og rit af öðru tagi, er skemmst að minnast skáldsögu og nokkurra smá- sagna, sem hann flutti í útvarp- ið skömmu fyrir andlát sitt. Séra Sigurður Einarsson var tvíkvæntur. Hann kvæntist hið fyrra sinn 1925 Guðnýju Jóns- dóttur hjúkrunarkonu í Reykja- vík. Þau skildu. Börn þeirra þrjú eru Hjördís Braga, Gunnvör Braga og Sigurður Örn. Sigurð- ur kvæntist hið síðara sinn 1944 Hönnu Karlsdóttur kennara. Þau eignuðust eitt barn, Stein Her- mann. HI. Á einum stað í hinni merki- legu bók sinni, „Hugleiðingar og viðtöl“, beinir höfundurinn, Matthías Johannessen skáld og ritstjóri, athygli sinni að mál- snilld Sigurðar Einarssonar, þeim manni, „sem einna fegurst talar íslenzkt mál“, og innir hann eftir hvernig hann hafi farið að því að ná slíkum tökum _ á málfari sínu og tungutaki. Ósagt skal látið hvort Sigurður lætur hon- um í té viðhlítandi skýringu, en í greinargerðinni, sem fylgir, hefur Matthías þetta orðrétt- eft- ir Sigurði: „Annars var ég orðinn sextán ára, þegar ég setti mér þau þrjú takmörk, sem ég hugðist ná í lífinu. Ég er ekki frá því, að ég hafi goldið þess að einhverju leyti, að þau skyldu vera þrjú, og ég skuli ekki hafa haft harð- neskju i mér til að svíkja eitt þeirra eða jafnvel tvö: í fyrsta lagi langaði mig til að verða eins vel máli farinn og hæfileikar mínir leyfðu. í öðru lagi ásetti ég mér að verða skáld. Og í þriðja lagi einsetti ég mér í einhvers konar storkun við ytri aðstæður þess umhverfis, sem ég ólst upp í, að komast gegnum menntaskólann og ljúka háskólaprófi. Ef ég hefði látið málsnilldar- drauminn fara veg allrar ver- aldar og ekki hugsað um að verða skáld, hefði ég orðið lærð- ur maður og getað helgað mig fræðum og vísindum, og gert það. En ef ég hefði ekki eytt dýrmætum árum ævinnar í nám- ið. þá hefði mér betur tekizt að verða kunnandi skáld. Ekki ætla ég að íara að tala um lærdóm minn við þig, því síður skáldskap. Árin, sem ég tók verulegan þátt í félagsmál- um og barðist harðri baráttu fyrir heimili mínu, sat ég á Al- þingi og snerist í tímafrekum athafnastörfum, leið mér oftast illa. Ástæðan var sú, að ég hafði ekkert tóm eða næði til að sinna þrá minni til skáldskapar. Þess- ar ástæður áttu svo drjúgan þátt í því, að ég tók þá ákvörðun að flytjast úr Reykjavík austur í Holt. — — — En hvernig sem allt hefur velzt, hef ég ávallt kostað kapps um eitt: að vanda málfar mitt eftir föngum------“. Þag verður ekki í efa dregið, að í þessari játningu séra Sig- urðar, hafi hann með sannindum lýst yfir þremur mestu hugðar- efnuih sínum í lífinu, því að öll ævi hans sannaði þessi orð. En hann var einnig trúmaður og baráttumaður, og umsvif hans slík, að undir tók í þjóðfélaginu. Á þeim feikilegu byltinga- og siðaskiptatímum, sem yfir þjóð okkar og mannkynið í heild hafa gengið síðustu áratugina, stóð séra Sigurður jafnan þar á þingi, sem harðast var barizt og heitast trúað. Það verður ekki um hann sagt. að hann hafi í lífi sínu þrætt hinn gullna meðalveg, siglt milli skers og báru, borið kápuna á báðum öxlum. Engin hlutleysisstefna átti í honum málsvara sinn, því að hann gekkst við trú sinni af fyllstu djörfung alla tíð, og lét ekki þar við sitja, heldur boðaði hana af eldmóði, hvort sem hún var kennd við Karl Marx eða lýð- ræði Vesturlanda og frjálsa menningu. Við vitum líka, að séra Sigurður Einarsson varð fyrir þeirri reynslu, ásamt fjöl- mörgum mönnum fyrr og síðar og þó allra flestum hin síðari ár, að sjá átrúnaðargoð sín steypast af stalli og vé þeirra afhelgast og trúarjátninguna verða að guð lasti. Mörgum verður slík reynsla harla þungbær og láta þögnina skýla vonbrigðum sínum og at- hvarfsleysi, en fáeinir eru búnir slíku hugrekki og þreki að geta aftur reist hús sitt úr rústunum í krafti nýrrar trúar og haldið á- Sigurðar Einarssonar, og man ég nú ekki úr því nema tvasr ljóð- línur, en þær eru svona: Dauðþögn við þínar ræður þráfalt sló á Breiðaflóa. Svo að nokkuð virðist hafa kveðið að séra Sigurði í ræðu- stóli meðan hann var klerkur Flateyinga — að Jóhannes skáld úr Kötlum skyldi binda honum þennan sveig. fram að vera boðberar stórra hugsjóna og þeirra vísinda, sem þeir á hverjum tíma vita sönn- ust, þó að í margra óþökk sé. Til þess þarf geiglaust hjarta og karl mennskuhuga. Til þess þarf hetju. Mér virðist sem séra Sig- urður hafi löngum svarið sig í þá ætt. Fundum okkar séra Sigurðar bar fyrst saman fyrir 34 árum. Harrn var þá kennari við Kenn- araskóla íslands og ég nemandi hans þar. Þá þegar var hinn breiði þjóðvegur fjöldans haettur að vera gangvegur hans. Hann hafði brotizt inn á fámennisgötur í slóð spámanna, stórskálda og byltingarleiðtoga. Þaðan glumdi nú rödd hans í eyrurn þjóðar- innar, snjallari en flestra ann- arra, í senn hvöss og blíð, oft. ó- vægin, gálaus, jafnvel ofstopa- fuU, en nálega alltaf gædd hríf- andi tungutaki snillingsins, í ætt við Amos og Jesaja. Og við unglingar þeirra daga litum upp til Sigurðar Einarssonar og tign- uðum hann svikalaust. Þegar hann sté í ræðustólinn and- spænis okkur, þá fannst mér heilagur andi koma yfir hann og ræða hans verða kraftaverk. Ég man einu sinni að hann talaði við okkur um Pál postula, fyrst af blöðum, svo fleygði hann blöð unum og talaði blaðalaust, og smátt og smátt lækkaði hann röddina, svo sté hann ofan úr ræðustólnum og kom nær okk- ur, og röddin var orðin mjög lág, hún varð að hvísli, og við á bekkjunum reyndum að anda. sem lægst, halda niðri í okkur andanum, við störðum á hann, hölluðum okkur áfram. berg- numin, furðu lostin. Og aldrei hefur Páll frá Tarsus komið mér svo í hug síðan, að ég minnist ekki um leið séra Sigurðar. Því að á þessu kvöldi vitraðist okk- ur gegnum Sigurð þessi andlega hamhleypa, eins og hann stæði mitt á meðal okkar, svo að mér finnst æ síðan, að ég hafi séð Pál postula með eigin augum og að ég hafi heyrt hann tala. Slík ræðumennska af hendi Sigurðar var ekkert einsdæmi. Ég heyrði hann oft tala áheyr- endur sína í rot, ef svo mætti að orði komast, með sefjandi mætti tungutaks og andríkis. Þó þekkti ég af eigin raun nálega ekkert til prédikana hans í kirkjuíhús- um og við guðsþjónustur, en heyrði mikið af látið, og eitt sinn las ég á prenti kvæði eftir Jó- hannes skáld úr Kötlum, ort til rv. Tveimur árum fyrr en ég kynntist séra Siguri hafði hann sent frá sér ljóðabókina Harnar og sigð. En hann hafði varpað henni frá sér, eins og ég get hugsað mér að soldán í landi morgunroðans varpi handfylli silfurpeninga af þaki hallar sinn- ar niður til lýðsins, eða eins og lúðurþeytari, sem leikur her- göngulög sín á torginu. stráir þeim út í veður og vind án þess að hirða um hver á hlustar. Það var sagt að öll kvæðin væru samin á fáeinum vikum og höf- undurinn léti sér í léttu rúmi Hggja. hvort hann hreppti skálda titil að launum. Hann hafði lagt meiri áherzlu á efnið en formið og boðaði jafnaðarstefniu og nýj- an dag, þar sem vélin létti erfið- inu af hinni lúnu vinnuhönd og skilaði henni þeim arði, sem henni bar. Þetta gerðist árið 1930. En nú brá svo við, að í rúm- lega tuttugu ár hafði séra Sig- urður tiltölulega hægt um sig á ritvellinum. Þó kom út eftir hann eitthvað af þýddum skáld- verkum og tvö frumsamin rit- gerðasöfn 1938: Miklir menn og Líðandi stund. í Líðandi stund birtist meðal annars ritgerð, sem feikilegt umtal vakti og harðar deilur um Sigurð, ritgerðin Farið heilar fornu dyggðir. Áður hafði ritgerðin Nesjamennska, sem fyrst kom út í tímaritinu Iðunni, vakið álíka storm um séra Sig- urð. Fyrsta Ijóðabók séra Sigurðar Einarssonar, eftir Hamar og sigð, er Yndi unaðsstunda og kom út 1952. Þar kom höfundurinn fram sem þroskaður listamaður, jafn- vígur á form ljóðsins sem efni þess og tókst víðast að samræma hvort tveggja þannig, að árang- urinn varð heilsteypt og göfug list. Grunntónn þessarair bókar er minningin um það sem var, ljóðrænn og dálítið tregabland- inn, samofinn karlmannlegum hugarstyrk og stundum gaman- semi gagnvart líðandi stund og geiglausri ró andspænis óvissu framtíðarinnar. Eitt ágætasta dæmi þess skáldskapar er ljóðið Kveðjustund til æsku minnar, s.em hefst á þessu erindi: Ég sé þig líða dag hvem fjær og fjær með fjaðurléttum skrefum. æska mín, en finn þó jafnan hrynja hjarta nær í heitum straumum gleði þinnar vín. Lítt ber á vili i kvæðum þessar- ar bókar, og ef harmsaga er sögð, þá af slíku æðruleysi, að minnir á Halldór Snorrason, er hann batt skóþveng sinn í stað þess að flýja sem aðrir menn hins sigraða hers: Undur var lífið endur, ör lund og hyggja snör, spor létt og heilar hendur. Muna má ég, að hlynur meir stóð með greinum fleiri fyrir haustviðra hrinur. Skeflir ævisköflum, skör gránar, hélar vör. — Hann er kaldur á köflum. Ekki hefði Jón biskup Arason betur kveðið en þetta, þó var hann mesta skáld sinnar tíðar. Aðeins eitt ár leið þangað til séra Sigurður sendi frá sér næstu bók: Undir stjörnum og sól. Þar kvað ljóðharpa Sigurðar enn við nýjan tón. Saknaðar- og minn- ingarljóðin voru mun færri en í Yndi unaðsstunda, skáldið hafði nálgazt uppruna sinn, fólk sitt og föðurland, og uppgötvað þar mörg ómetanleg verðmæti. í ýmsum kvæðum þessarar bókar kafaði séra Sigurður djúpsævi mannlegs vitsmunasviðs og víða tókst honum að opna lesandan- um mikla útsýn. Fágætt er það í seinni tíð, að íslenzk skáld megni að lyfta eft- irmælum um látna vini sina nafn greinda upp í hæðir mikils skáld skapar. en þetta auðnaðist þó séra Sigurði Einarssyni og næg- ir að benda á minningakvæðin um þau Jón Baldvinsson og Guð- nýju Hagalín. Ljóðrænum ástarkvæðum er stráð hér og þar um bækur Sig- urðar. Þau beztu þeirra eru gædd harmrænni fegurð og snjóhvít- um hreinleika, svo sem Þrjú ljóð um látna konu og Ilma Laita- kari. En ef til vill er Kom innar og heim fegursta kvæðið í bók- um Sigurðar. Þar hrópar skáldið til samferðamanna sinna ____ til allra þeirra, sem eru í þann veg- inn að týna sjálfum sér í mold- viðri og harki veraldarvafsturs og umsvifa — að snúa heim áður en það er um seinan. Kom innar og heim! Síðasta kvæðið, sem mér er kunnugt um, að séra Sigurður hafi ort, er prentað í tímaritinu Menntamál, desemberhefti 1966. Það er ástaróður til móðurmáls- ins, mjög athyglisvert og vel kveðið ljóð, lögeggjan til fslend- inga að geyma vel og ávaxta fjársjóð tungunnar. Hæfir vel að slikur skyldi verða svanasöngur skáldsins frá Holti. Ég drap áðan á hinn almenna og augljósa boðskap kvæðisins „Kom innar og heim“. En kvæð- ið gæti einnig vísað inn á við til skáldsins sjálfs og tjáð lífs- stefnu þess og framkvæmd í allt að því bókstaflegri merkingu: heimför þess til átthaganna í Rangárþingi. Þeirri skoðun til stuðnings ætla ég nú í niðurlagi þessara minningarorða að vitna í viðtal, _sem við áttum eitt sinn saman. Ég spurði: Hvers vegna fórst þú, Sigurð- ur Einarsson, sem hafðir gegnt haum embættum syðra, austur undir Eyjafjöll og gerðist sókn- arprestur þar? Af eintómri eigingirni, svaraði séra Sigurður. Mig langaði til að vita hvort mér gæfist ekki tóm til að gera upp sakir við sjálfam mig, girða svolítið og rækta, eins og forfeður mínir höfðu gert, og fá tóm til að berjast við að læra mitt eigið móðurmál. Segðu mér þá eitt að lokum, sagði ég. Hvernig er kirkjusókm- in hjá þér? Séra Sigurður svaraði: Ég veit það ekki. Ég undirbý ræður mínar með aðeins einn á- heyranda vísan: Guð, sem yrkir betur en við og þiggur alla okkar þjónustu. Séra Sigurður Einarsson skáld í Holti er genginn brott héðan og kominm heim, og við sökmum hans mjög. Ég votta eftirlifandi eiginkonu hans og bömum mina dýpstu samúð. Guðmundur Danielsson. Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.