Morgunblaðið - 03.03.1967, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.03.1967, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1967. 17 Fyrirlestur um íslenzka textíla Altarisklæði frá Reykjum í Tungusveit frá fyrri hluta 16. aldar með útskurðarsaumi. — Ljósm. Gísli Gestsson, safnv. í FYRRAKVÖLD flu'tti frú Elsa E. Guðjónsson, M.A., safnvörður f Þjóðminjasafni íslands, fyrri fyrirlestur sinn á vegum Stú- dentafélags Háskóla fslandj um íslenzka textíla. Fyrirlesturinn var fluttur í I. kennslust jf : Há- skólans. Var hvert sæti skipað, og urðu margir að standa. í uppihafi fyrirlesturs síns gerði frú Elsa grein fyrir vefn- aði í kljásteinavefstaðnum gamla og lýsti m.a., hvernig of- ið var í honum einskefta og vað mál. Jafnframt skýrði hún frá ýmsum útvefnaði, svo sem glit- vefnaði, salúnsvefnaði, kross- vefnaði, spjaldvefnaði og fót- vefnaði. í síðari hluta fyrirlesturs síns lýsti frúin íslenzkum útsaum fyrri alda, svo sem refilsaumi, glitsaumi, fléttusaumi, augna- saumi og blómstursaumi. Til skýringar máli sínu sýndi frú Elsa litskuggamyndir af ýmsum vefnaði og útsaumi, sem finna má hér í Þjóðminjasafninu og einnig í erlendum söfnum. Naesti fyrirlestur frú Elsu fjallar um islenzka kvenbúninga og verður þriðjudaginn 14. marz kl. 8.30 á sama stað. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM Bæjarbíó Þreyttur eiginmaður (Le Lit Conjugal) Aðalhlutverk: Marina Vlady Ugo Tognazzi Fröns- Itölsk mynd Leikstjóri: Marco Ferrerl Bæjarbíó hefur nú um skeið «ýnt allsérstæða fransk- ítalska gamanmynd, sem i islenzkri skirn hefur hlotið nafnið „Þreytt ur eiginmaður,,. Fjallar hún um fertugan, ítalskan kaupsýslu- mann, sem gengur að eiga unga, blóðheita heimasætu af góðum ættum. Þótt Alfonso (Ugo Togn- •zzi sé yfir sig ástfanginn af hinni ungu eiginkonu sinni (leik ln af Marina Vlady allt til ioka, þá kemur fljótlega í ljós, að hann hefur færzt fullmikið í fang með tilliti til líkamsorku og þols til ástarathafna. Kemur að því einn góðan veðurdag, að hjarta manns ins fer í hangsverkfall, til að mót mæla hinum hömlulausu ástarat- lotum, og finnst manni þó mót- mæli koma úr hörðustu átt. Alfonso er sendur á hressing- arhæli og er styrktur með hor- mónasprautum og neyzlu kraft- mikilla matartegunda. En eigin- konan unga er hörð i bissnissn- um, heimsækir han» á hælið og verður barnshafandi. Eftir það er eins og Alfonso sé í rauninni búinn að vera, hlutverki hans lokið. Konan sýn- ir honum að vísu jafna ást og fyrr, en eftir þetta er eins og yfir honum hvíli skuggi nöturs- legt tilgangsleysis. Það er líkt og hann hverfi inn í afkvæmi sitt sem einfat en sígilt dæmi um lífsframvinduna. Danir hafa nefnt mynd þessa „Ægbesengen", og er það ekki [ illa til fundið, þegar þess er gætt, að mörg merkustu atriði mynd- arinnar fara fram í hjónarúm- inu. Þó er ástarsenum valinn stað ur miklu víðar, svo sem á legu- bekkjum, í skrifstofuherbergjum og svo að sjálfsögðu úti í guðs- grænni náttúrunni við aðskiljan- legar aðstæður. Mætti um það nota orð skáldsins: „Enginn stað- ur svo afskekktur var.......“ og s. frv. Mynd þessi er í gamanstíl, en annað slagið fannst mér ég greina nið þungrar lífsalvöru á bak við grínið. Kannski það hafi verið misheyrn. Alla vega er þetta ekki hávaða- eða ærzlafull gamanmynd. Ýmsir kátlegir þjóð siðir eru sýndir þarna, sem flestir hérlendir menn munu kunna skil á. Ég er ekki sammála einu dag- blaðanna, sem hélt því fram á dögunum að vinsældir ástárlífs- mynda færu síþverrandi. Raun- ar kunna hugtökin ástarlífsmynd ir eða kynlífsmyndir að vera svo lítið á reiki. Grófar eða mjög klúrar kynlífsmyndir sjást hér mjög sjaldan, enda munu slíkar myndir njóta hér lítilla vinsæda. En þær ástarlífsmyndir, sem helzt eru sýndar hér, ná yfirleitt ekki þeim „s^yrkleika", að á- stæða sé til að merkja þær með þriggja krossa eiturmerki í dag- blöðunum. — Hitt er annað mál, að slíkar myndir eru allmisjafn- ar að gæðum í listrænu tilliti, eins og raunar fleiri myndir. Marina Vlady, sem leikur eigin konuna ungu, var kjörin bezta leikkona ársins á kvikmyndaihá- tíðinni í Cannes fyrir leik sinn í þessari mynd. Og mér finnst Ugo Tognazzi einnig fara mjög vel með sitt erfiða hlutverk í myndinni Haukur Hauks- son skrifar um sjónvarp FYRSTU vikurnar, sem íslenzka sjónvarpið starfaði, og sending- ardagar þess voru aðeins tveir dagar í viku, var að vonum mik- ið skrifað um það í blöðum. Mjög bar þá á þeirri skoðun, að um- fram allt yrði að gæta þess, áð fjölga ekki sendingardögum, því augljóslega yrði slíkt til þess að rýra dagsskrárgæðin. Þessi skoðun kom fram bæði meðal leiðandi stjórnmálamanna og al- mennings. Nú hefur sendingardögum ver ið fjölgað um hélming, og eru þeir alls fjórir í viku og hafa verið um nokkurt skeið. Að mínum dómi sannar reynslan af þessum sendingarviðauka, að svartsýnismennirnir í hópi stjórnmálamanna og annarra höfðu á röngu að standa. Dag- skrá sjónvarpsins í dag, ef litið er yfir vikuna, hefur aukizt að gæðum og fjölbreytni fremur en hitt. Það vita raunar allir, að nóg er til af góðu sjónvarpsefni — en ef hins vegar fer svo, að til þess að koma þessu efni á framfæri, dregur úr gæðum dag sjónvarpið hefur ekki mannafla til þess að koma þessu efni á framfæri, dregur úr gæðum dagskrár, ef litið er á heildina. í þessu, eins og svo mörgu öðru, eru það stjórnmálamennirnir, sem hafa úrslitavaldið, því þeirra er að ákveða fjárveiting- ar til sjónvarpsins, en af þeim markast aftur ráðningar starfs- krafta o.fl., sem að sjálfsögðu héfur áhrif á dagskrána. — Nú, enda þótt vel gangi að halda úti 4 daga dagskrá í viku, er hins vegar fráleitt að halda því fram, að sjónvarpið sé kom- ið af hinu svonefnda tilrauna- stigi, og hafa uppi tillögur um slíkt á útvarpsráðsfundum og verður manni á að hugsa til þess, hvort þeir, sem slíkar til- lögur flytja, séu ekki sjálfir á eins konar tilraunastigi. í öllu falli eru þeir naumast komnir á það stig, að þeir beri mikið skyn bragð á sjónvarpsmál yfirleitt, og sjálfsagt hefur eitthvað ann að en raunverulegur áhugi á mál efnum sjónvarpsins sem slíks valdið þessum tillöguflutningi. Af mörgu því, sem fyrir augu hefur borið á sjónvarpsskermin- um undanfarnar vikur, minnist ég helzt þáttar dr. Kristján Eld- járns, Þjóðminjavarðar, „Mun- ir og Minjar". Ég held, að eng- inn sé móðgaður, þótt ég vilji telja, að dr. Kristján Eldjárn sé einn albezti innlendi „sjón- varpstalent", sem við höfum séð til þessa. Þáttur hans um fjöl- ina sem fannst í Eyjafirði var mjög skemmtilegur, og ber þá einnig að geta þess, að ákaf- lega er einfalt að gera þætti um efni sem fornleifar, þurra og leiðinlega. Þjóðminjaverði tókst hins vegar að gera þennan þátt mjög lífrænan og skemmti- legan. Á föstudagskvöld eigum við þess kost að sjá og heyra dr. Kristján Eldjárn aftur. I framhaldi af þessu vildi ég minnast lítillega á annað atriði. Innan skamms er Vínlandskort- ið fræga væntanlegt til Reykja- vikur. Ég hygg að margur myndi vilja að fá að sjá í sjónvarpinu heilega samantekt á „Vínlands- málinu“ öllu, ekki aðeins varð- andi kortið sjálft, heldur yfir- lít um hvað vitað er og hvað ekki í þessum efnum o.s.frv. Slík an þátt væri hægt að gera ákaf- lega lifándi og skemmtilegan, með myndum, kortum o.s.frv. Ég man ekki betur en að dr. Kristj- én Eldjárn og prófessor Þórhall- ur Vilmundarson hafi báðir ver- ið á Nýfundnalandi með Helge Ingstad, og fylgst með upp- greftri hans þar. Báðir eru þeir kunnugir á Grænlandi og mann fróðastir um Vínlandsferðirnar og allt það, sem að þeim lýtur. Erfitt á ég með að trúa því, að sjónvarpinu tækist ekki að gera skemmtilegan þátt um þessi mál með liðveizlu þessara tveggja manna. Af öðru innlendu efni, sem flutt hefur verið að undanförnu, minnist ég einnig kvikmynda- þáttar Magnúsar Jóhannssonar. Fremur þótti lítið koma til lands- lagslýsingarinnar, en vel má vera að sú kvikmynd taki sig ágætlega út á kvikmyndatjaldi. En oft er svo að kvikmyndir, þótt góðar kunni að vera sem slíkar, eru heldur lélegt sjón- varpsefni. Hinsvegar var síðari mynd Magnúsar um örninn mjög fróðleg, og hentaði mun betur til sjónvarpssýningar. Texti sá, sem Magnús flutti með myndinni, vár einkar skemmtilegur, og hefur hann vonandi vakið menn til umhugs- unar. Hörmulegt væri til þess að vita, að örninn yrði útdauður hér, en meðan hann á vini á borð við Magnús Jóhannson, er kannske einhver von til þess að svo verði ekki. Haukur Hauksson. Ekkert framtak eins fiskiræktin að auka fjölbreytni í búskap — segir Þór Guðjónsson, veiði- málastjóri, á Búnaðarþingi Á ÞESSU árl verða til ráðstöf- unar frá klakstöðvunum 120— 130 þús. gönguseiði. Hver 100 þús. seiði gefa 8—10 þús. laxa. Og nú er árleg veiði ca. 25 þús. laxar hér á landi. Þetta gefur nokkra hugimynd um möguleikana á þessu sviði og það var því engin furða þótt Búnaðarþingsfulltrúar og aðrir áheyrendur hlustuðu með at- hygli á erindi veiðimélas'tjóra, þegar hann í mjög greinargóðu erindi gaf yfirlit yfir það helzta, sem gert hefur verið og er að gerast í veiðimálum landsins í dag. Hér eiga bændur landsins vissulega mikilla hagsmuna að gæta og eðlileg tengsl eru milli veiðimálastofnunarinnar og Bún aðarfélagsins þar sem búnaðar- málastjóri á sæti í veiðimála- nefnd. Stuðningur ríkisins við veiði- málin hefur vaxið mjög á und- anförnum árum, sérstaklega með því að kaupa Kollafjörð og stofna þar og reka laxeldistöð- ina. Verkefnin eru mi'kil en starfskraftar ónógir, svo að mik- il þörf væri á að fjölga fólki, sem við þetta vinnur á næstu ár um. Starf Veiðimálastofnunar- innar er margþætt og tímafrekt ekki sízt á því að safna öllum mögulegum upplýsingum um veiðiár og veiðivötn svo hægt sé að gefa sem gleggsta vitneskju þegar verið er að leigja veiði- réttinn. Hér er margs að gæta bæði í því að viðhalda sfcofninum og auka hann með því að bæta lífs- skilyrðin, auðvelda fiskinum að ganga í árnar og opna ný svæði með fiskastigum. Fiskeldi er á algjöru byrjunar stigi hér á landi. Það mun hafa verið 1941, sem tveir bændur í Kelduhverfi hófust handa á því sviði. Hafa þeir sýnf í því mikla þrautseigju. Laxinn er mjög erfið ur í eldi sérstaklega meðan seið- in eru smá, en þar er til mikils að vinna því þetta er dýr mat- ur og v*'l seljanleg vara hvar sem er. En þar sem svo mikið er í húfi er réttara að byrja á dýrari tegundum þar sem þær gefa betri arð. — Nú eru einir 12 aðilar, sem stofnað hafa til fiskeldis, flfestir við Faxaflóa, en einnig norðanlands, á Sauðár- króki, Akureyri, Húsavík og víðar. Víðast hvar er þetta I smá um stíl, allt niður í örfáa fer- metra og upp í 7000 ferm. tjarn- ir eins og í Kollafirði. Á þessum stöðvum er fiskiræktun stunduð NÍU lögregluþjónar áttu í gær 30 ára starfsafmæli. Komu þeir allir saman á lögreglustöðinni í tilefni af deginum, drukku kaffi saman og borðuðu rjómatertu, sem samstarfsmenn þeirra höfðu siegið saman í handa þeim. Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn ávarpaði þá. og þakkaði þeim vel unnin störf á löngum ferli. Lögreglumennimir hófu allir störf 1. marz 1937, og voru þeir þá 18 að tölu, og voru þá stærsti I hópur, sem ráðinn hafði verið líklegt og á öllum stigum — hrogn — smá seiði — stærri seiði og sumsstað- ar eldi neyslufisks. Að lokum drap veiðimála- sfcjóri á möguleika fyrir einstaka bændur að stofna til fiskeldis á jörðum sínum með litlum stofn- kostnaði. En afchuga þyrfti vel allar aðstæður þar sem reynsla væri lítil og margar hæbtur á veginum, t.d. þegar lækir þorna upp, flóð myndast o.s.frv. Þess vegna þarf bóndinn að gera sín- ar undirbúningsafchuganir og fylgjast vel með hvernig vatnið hagar sér eftir tíðarfari áður en hafist er handa. Nú er í fjárlögum áætlaðar 700 þús. kr. til styrktar fiskirækt og er það helmingi hærri uppúæð en í fyrra. Þetta þyrfti að auk- ast, sagði veiiðmálastjóri, helzt upp í 2—3 millj. kr. Væri í at- hugun að stofna fiskiræktarsjóð og mætti hugsa sér gð hann hefði tekjur af sölu veiðileyfa, fengi stuðning frá raforkuverun um og e.t.v. víðar að. Þetta er stórinál, sagði veiði- málastjóri, og ekkert framtak er eins líklegt og fiskiræktin til að auka fjölbreytnina í búskapnum. Hér er mikið verkefni, en við skulum flýta okkur hægt svo að við spillum ekki merku máli með fljótfærni og mistökum." í einu til lögreglustarfa. Er því helmingur þessa hóps enn starf- andi. Lögreglumennirnir níu eru: Guðmundur Jónsson, varðstjóri, Hafsteinn Hjartarson, flokks- stjóri, Hermundur Tómasson, lögreglumaður, Jóhann Ólafsson, varðstjóri, Jakob Jónsson, flokks stjóri, Ingólfur Sveinsson, flokks stjóri, Ólafur Guðmundsson, varð stjóri, Ólafur Símonarson. flolcks stjóri og Þórður Benediktsson, lögreglumaður 9 lögreglumenn áttu 30 ára starfsafmæli ■ gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.