Morgunblaðið - 03.03.1967, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1967.
19
- SÉRA SIGURÐUR
Framhald af bls 14
t
Dagarnir koma,
dagarnir líða.
Einum fylgir regn
og öðrum sól og blíða.
Hver ókominn er eilífð,
hver augnablik að kveldL
í>ví leynist ávallt söknuður
í sólarlagsins eldi.
Svo kvað Sigurður Einarsson,
tvítugur að aldri, í kvaeðL sem
að öðru leyti er týnt og aldrei
▼ar prentað. f>á var ævin fram-
tindan, með ókomnum dögum,
eilífðarlöngum og fullum af
▼onum og fyrirheitum. Þá var
óralangt til æviloka. Og svo
toomu dagarnir í Mfi hans með
regn og sól. En nú eru dagarnir
liðnir, og þeir eru stuttir í minn-
ingunum, ævi Sigurðar er lokið,
og það er söknuður í sólarlagsins
eldi.
f>að var dag einn, seint i febr-
éar árið 1918, nokkru eftir að
frosthörkunum linnti. Við geng-
um þrfr bekkjarbræður í 4.
bekk til Hafnarfjarðar til þess
•ð fara á skemmtisamkomu í
Flensborgarskólanum. Fátt man
ég af því, sem til skemmtunar
var á þessari samkomu, annað
en það, að ungur maður með
gleraugu gekk upp á sviðið og
flutti þar kvæði með hvellri
röddu og skýrum framburði og
all gustmikill í framkiomu. í>að
▼ar auðséð á öllu, að hann var
▼anur að vekja athygli og um
hann var talað. Þá sá ég Sigurð
Einarsson í fyrsta sinni. Þá voru
langir ókomnir dagar framund-
an. Nii, eftir 49 ár eru dagarnir
orðnir að liðnum augnablikum,
og ég er að rita fáein minningar-
orð urn Sigurð látinn, ekki datt
mér þá í hug, að það ætti fyrir
mér að liggja.
Ég gekk úr samkomuhúsmu
með kunningja mínum, sem var
í Flensborg út í lygna, hlýja
hafnfirzka nóttina, upp á Ham-
arinn. Það var tunglsljós. Við
aettumst á stein og ræddum um
Sigurð. Félagi minn sagði mér,
að hann væri 19 ára, úr Fljóts-
hlíðinni, bláfátækur, og hefði
▼erið til sjós í mörg ár í Vest-
mannaeyjum og á Austfjörðum,
sem þá voru fjarlægt ævintýra-
land; hefði ratað þar í ýmsar
mannraunir og mörg ævintýri,
og væri, mikið skáld, og kvæði
eftir hann hefðu verið prentuð í
blöðum. Allt þetfca man ég glöggt
eftir nærri hálfa öld, þó að flest
sé gleymt. En svona var Sigurð-
ur, hann vakti alltaf athygli og
Jlorvitni.
Um vorið tók hann gagn-
fræðapróf utanskóla upp í 4.
bekk Menntaskólans með mjög
hárri einkunn, sérstaklega í ís-
lenzku og var efstur í þeim ár-
gangi. Næsta vetur 1918—19.
▼ar hann í 16 skáldabekkn-
um^ vann fyrir sér með
bennslu, orti og var mikið um-
talaðuir í skólanum og féll um
vorið með núll í stærðfræði.
Um sumarið vorum við saman
á 30 tonna sfldarbát, ég sjó'veik-
ur landkrabbi, sem ekkert kunni
til verka, en hann langsjóaður
og kunni allt í sjómennsku, og
naut ég þess. Eina rigningarnótt
aigldum við vestur Skagafjörð,
og vorum tveir í brúnni, hinir
aváfu. Sigurður var við stýrið
og sagði*mér sögur af svaðilför-
t*m á sjó og ljúfum ævintýrum
af Austfjörðum, og sparaði ekki
lý’singarorð í efsta stigi. Ég, 19
ára barnalegur heimaalningur
úr Reykjavík hlustaði heillaður
á hina kynngimögnuðu, spenn-
andi frásögn, fornyrfca orðgnótt-
ina og hvella seiðandi röddina
▼ið taktföst slög mótorsins, og
ondraðist öll ævintýrin og hina
furðulegu lífsreynslu þessa unga
félaga míns, sem aðeins var lið-
lega ári eldri en ég, og ég fcrúði
hverju orðL
Frásagnarlist Sigurður var frá-
bær. Hál'fum fimmta áratug síð-
ar heyrði ég sumar af þessum
aögum aftur í úfcvarpinu, að visu
I hófsamana búningL og ég vissL
að þær voru sannar.
Síðla sumars lentum við i roki
og rigningu við Rit. Nótabátarn-
ir voru í eftirdragi og gekk sjór
í þá og var hætta á, að þeir
sykkju. Þeir voru dregnir að
hekkinu og skipstjóri spurðL
hverjir vildu fara út í þá að ausa.
Sigurður brá við strax og annar
með honum og stukku út í bát-
ana. Sjóhatturinn fauk af Sig-
urði og þarna sat hann og jós,
berhöfðaður og gleraugnalaus,
þar til við komum inn á fsa-
fjörð. Svona var Sigurður, skjót-
ráður, áræðinn og ósérhlífinn og
sást lítt fyrir um áhættu, ef hon-
u*m þóttL að nauðsynjaverk
þyrfti að vinna.
Svo skildu leiðir um stund.
Þremur árum síðar, snemma vors
1922, mætti ég Sigurði í sólskini
á Laugaveginum. Hann var orð-
inn settari en áður, en þó gust-
mikill nokkuð. Hann var þá að
taka sfcúdentspróf utanskóla,
hafði unnið fyrir sér hér og þar
með kennslu á veturna árin á
undan. Hann tók gott stúdents-
próf, því að námsgáfurnar voru
ágætar, skilningurinn skarpur
og afkastagetan ó'hemjuleg.
En hann hafði ekki aðeins
lært hinar venjulegu skólanáms-
greinar. Hann var þá langtum
menntaðri og víðlesnari en við
flestir jafnal'drar hans. Hann
h'afði drukkið í sig fornbók-
menntirnar, og þaðan hafði hann
orðkynngina og hið meitlaða
málfar, sem hann alla ævi lagði
stund á.
Æskan var liðin. Sigurður
lauk guðfræðiprófi og tók til við
sitt margháttaða lifsstarf. Hann
lét sig þá starx margt skipta;
réðst í ræðu og riti á margt það,
er honum þótti fúið og feykið,
og gat þá verið ærið hornóttur
á stundum í sannleiksást sinni.
Það fylgdi honum alla ævL þó að
hornin yrðu slípaðri eftir því
sem árin liðu. Slíkt er ekki væn-
legt til vinsælda en entist Sig-
urði til umtals alla ævi. Hann
var um áratugi einhver mál-
snjallasti maður á landinu og
talaði ævinlega blaðalaust. Hið
talaða orð lá honum svo leikandi
á tungu, að hann hélt élheyrend-
um sínum heilluðum. Ég minn-
ist eins slíks abviks fyrir 10-12
árum. Það var á skemmtisam-
kornu Sbúdentafélags Reykja-
víkur f Sjálfstæðishúsinu síðasta
vetrardag. Sigurður átti að halda
þar ræðu um miðnætti til að
fagna nýju sumri. Mikill fjöldi
glaðra veizlugesta var þar sam-
an kominn og glaumur og hávaði
mikill. Mér þótti því ekki
árennilegt fyrir Sigurð að fá þar
hljóð til ræðuhalds. Sigurður
gekk upp á sviðið og skimaði
um húsið með sínu sérkenhilega
augnaráði gegnum sterk gler-
augun, en ysinn hélt áfram. Síð-
an ræskti hann sig og sagði eina
setningu með þeim hætti, að
sfceinhljóð varð í salnum á einu
augabragðL og síðar hélt hann
álheyrendum töfrabundnum, svo
að heyra mátti flugu anda, þar
til hann hafði lokið máli sínu.
Slíkt hefði enginn getað þá,
nema Sigurður Einarsson. Hvað
hann sagðL man ég lenguir, en
'hið meitlaða íslenzka mál og
seiðandi silfurhljómur raddar
hans ómar mér enn í eyrum. Það
var unaðsleg stund.
Orðsnilld Sigurðar og seið-
magn raddar harns naut sín lika
vel í útvarpL sem annars staðar,
þó að þess mætti reyndar kenna,
að ’honum væri nokkuð brugðið
hina síðustu mánuði. En nú í
janúar, eftir að Sigurður hafði
tekið sína banasótt og lá á spít-
ala, flutti útvarpið það síðasta,
sem hann hafði lesið þar inn á
segulband. Það var smásaga,
Systir Helena. Flutningur Sig-
urðar á þessari gullfallegu frá-
sögu var svo fagur, að hann verð-
ur mér sífelldlega minnisstæður.
Þetta var hans svanasöngur.
Og sögunni lauk eifcthvað á
þessa leið: ,,Þú getur ekki
vænzt bænheyrslu, ef þú tímir
ekki að gefa það, sem þér þykir
vænt um“.
Og nú er rödd hans hljóðnuð.
En í öllu sínu lífi og starfi fyrir
þjóð sína og tungu sýndi Sig-
urðuc, að hann tímdi að gefa
það, sem honum þótti vænt um.
Þess vegna mun hann sjálfur
öðlast bænheyrslu og þjóðin
minnast hans.
Einar Magnússon.
t
Á LESTAFERÐ lífsins verður
nr.argt um manninn þegar við
lítum yfir farinn veg og skammt
er í áningarstað Þegar frá eru
taldir nánir og stöðugir samferða
menn, þá hverfur fjöldinn •allur
í jóreyk óljósra minninga.
Samt verða alltaf nokkrir,
sem ber hátt yfir hópinn, fara
mikinn, þeysa framihjá endrum
og eins með mikilúðlegu fasi og
ið sópar af þeim.
Dynurinn af þeirri för berg-
málar í huganum langa lengi.
Séra Sigurður Einarsson var
slíkur maður. Öll þjóðin þekkti
hann. Ævi hans var á engan
hátt hversdagleg, enda maður-
inn mikillar gerðar. Þegar á
unga aldri vakti hann meiri eftir
tekt en við mátti búast um bl'á-
snauðan skólapilt í ókunnum
stað.
Fyrstu endurminningar mínar
um séra Sigurð eru frá árunum
fyrir 1918. Þá stundaði hann
nám við Flenzborgarskólann í
Hafnarfirði. Tvennt var það, se*m
mér er í barnsminni úr tali fólks
um séra Sigurð a þessum tíma.
Hvað hann væri fátækur, og hve
feikna gáfaður hann væri. Lárus
Bjarnason, síðar skólastjóri í
Flenzborg, var kennari séra Sig-
urðar um þetta leyti. Heyrði ég
hann dásama hæfileika þessa
unga pilts, og það svo mjög, að
séra Sigurður varð mér þaðan
af minnisstæður.
Árin liðu, og séra Sigurður
gerðist brátt áberandi maður I
þjóðlifinu. Hvar sem hann fór,
vakti hann athygli og sneimma
stóð um hann mikil'l styr. Það
var því með þó nokkurri eftir-
væntingu, þegar ég mætti í
fyrstu kennslustund hjá séra Sig
urði í Kennaraskóla fslands
veturinn 1933-34. Hann var asf-
burða kennarL réttlátur, gerði
sér engan mannamun og var í
senn félagi og leiðtogi nemenda
sinna. Hann hafði einstakt lag á
að hvetja þá til átaka, seim hik-
andi voru vegna vanmats á eigin
getu. En á þessum árum var
slíkrar hvatningar mikil þörf, því
að langflestir necnendur voru
sárfátækir, og þurfti í rauninni
mikinn kjark fyrir þá, sem lítið
áttu, til þess að fara að leggja
út í nokkurt skólanám. Kreppan
var í algleymingi, atvinnleysi al-
mennt og landsfólkið barðist í
'bökkum. Séra Sigurðuc var alltaf
gunnreifur, fullur af þrótti og
trú á lífið.
Það var enginn kreppubragur
kringum séra Sigurð. Hann vakti
eldmóð hjá nemendum sinum,
hvort 'heldur sem var á vettvangi
stjórnmála, trúmála eða al-
mennrar menntunar.
Sjálfuc var hann þá vinstri
sinnaður í stjórnmálum, og
flestir nemendur hans voru
mjög vinstri sinnaðir.
Um þetta leyti stóð hann í
miklu/m ritdeilum og háði snarp-
ar orrustur um dagsins brenn-
andi spursmál. Vér nemendur
■hans fylgdumst með öllu þessu
af hinum mesta álhuga, og fjöl-
menntum þegar séra Sigurður
hélt ræður opinberlega. Einkum
mun mörgum minnistætt erindi,
sem hann flutti í Iðnó, og kall-
aði: Farið heflar, flornu dyggðir.
Húsið var fullt út úr dyrum, og
margir þurftu að sfcanda. Séra
Sigurður hélt þarna eins af sín-
um miklu ræðum, þar sem slegið
var á flesta strengi orðsins list-
ar. Röddin römm og snjöll,
ísmeygileg glettni, ádeiluþungL
gáskL rökfimi, sem hlóð velkesti
úr orðum andstæðinganna.
Áheyrendur hlustuðu sem berg-
numdir af funamælsku þessa ein-
stæða manns.
Margir nemendur voru sem
heillaðir af honum, litu á hann
sem foringja, sem fylgja bæri til
hins ýtrasta á þeirri skoðna-
braut, sem sr. Sigurður virtist þá
marka.
Það eru engar ýkjur að hann
var stórgáfaður og hámenntaður
maður. En einmitt þess vegna
var hann enginn einstefnumaður
í lífi sinu eða skoðunum. Þegar
séra Sigurður taldi sig finna
ágalla á einhverri hugmynda-
fræði það stóran, að hann taldi
sér ekki lengur stætt á aS fylgja
fram því málefni — þá söðlaði
hann um, skipti um stefnu. Einu
sinni sagði hann við okkur nem-
ur sína: „Stærsta syndin á ís-
landi í dag, er að skipta um
skoðun“. Þá þegar mun séra Sig-
urður hafa verið farinn að kenna
á þeim afleiðingum sem það hef-
ir að fylgja sannfæringu sinnL
hvað sem hver segir. Sumir
hinna mörgu aðdáenda séra Sig-
urðar áttu bágt með að fylgja
honum eftir, þegar hann þeysti
úr leið og stefndi á brattann,
alveg öfugt við það 9e mvið
mátti búast, samkvæmt venjuleg
um lestagangi hversdagsmanna.
Gerðist nú ærið stormasamt
í kringum hann, enda mikil ólga
í þjóðlífinu. En sr. Sigurður var
það fjöl'hæfur maður, að enda
þótt stjórnmálin yrðu honum að
harðri hríð, þá ávann hann sér
almenna hylli með starfisemi
sinni við Ríkisútvarpið. Þar
nutu menn góðs af mælsku hans,
frábærlega skýrum flutningi og
þeirri andagift, sem á stundum
einkenndi ræðu hans alla.
Þá gerði séra Sigurður breyt-
ingu á 'högum sínum og fluttist
austur að Holti — þar sem
„hinir voldugu fjalldrekar skríða
fram með fannýrða mön sem
kembir af gnæfandi brúnum" —
Skáldgáfa 'hans virtist fé nýjan
•ótt, og nú gaf hann út hverja
ljóðabókina á fætur annarri.
Þrætukliður dægurmiálanna
fjarlægðist skáldklerkinn í Holti,
og nú sat hann á friðarstóli í
náð hjá guði og mönnum. —
Séra Sigurði var alla tíð annt um
þá sem minna máttu sín eða
voru á annan hátt hjálparþurfi.
Þannig studdi hann ýmsan þjóð-
hollan félagsskap, eins og t.d.
Slysavarnafélag íslands.
Það var á þeim vettvangi, sem
ég hitti sr. Sigurð á ný eftir
mörg ár.
Á landsþingum Slysavarnafé-
lagsins er alltaf samankomið
mi'kið mannval úr öllum lanis-
hluturn, og á þessum þingum
naut sr. Sigurður sín ágætlega.
Þar vann hann Slysavarnafélag-
inu mikið og gott starf, með
viturlegum tillögum og þeirri
reynslu, sem hann hafði í öllu er
að félagsmálum laut.
Við þessi tækifæri varð þing-
heimur stundum aðnjótandi
þeirrar fágætu reynslu að hlýða
á roann, sem talaði af innblæstrj,
guðmóði. Þegar séra Sigurður
var í þeim ham, þá virtist hann
ummyndast. Orð hans féllu með
þrumugný og fólk stóð florviða.
Ekki þurfti þó til heilt þing,
til þess að andinn kæmi yfir séra
Sigurð. Þannig er mér í ævar-
andi minni sá dagur á einu
SlysavarnaþingL þegar hlé varð
á milli funda, og ég var af til-
viljun stödd með séra Sigurði
inni í stjórnarherbergi félagsins.
Hvernig sem á því stóð, þá upp-
hóf hann ræðu um helgi skrifta-
sakramentisins. Þá var sem séra
Sigurður talaði með tungu hinna
fornu kirkjufeðra um dulvís-
indi Heilagrar Kirkju. Andinn
hreif hann, og skáldskyggn hug-
ur hans sá yfir allar aldir, allt
að upprunans glóð, l'eyndardómi
trúarinnar, mysterium fidei.
Á þeirri stundu varð mér ljóst,
að hér talaði einn sá mesti guðs
maður, sem uppi hefir verið á
þessari öld. Og eins það, að séra
Sigurður samlíktist fremur
kynngiklerkum fyrri tíða heldur
en sinni eigin samfcið í trúarvið-
horfum sínum. —
Svo hafa kunnugir haft fyrir
satt, að 'hann hafi verið í námu
andlegu sambandi við sóknar-
börn sin. f ljóðum hans má finna
myndir, sem hann dregur upp
af hinum mikla skriftaföður.
Þessar myndir gætu alveg eins
átt við um sr. Sigurð sjálfan:
Og því var fylkingin þétt urn
hans skriftastól,
að þar var sjálfgert að lúta
drottins valdi,
hver fólginn uggur, hver
freisting, sem hjartað 61,
hvert falið afbrot, 'hver hrösun,
sem brjóstið kvaldL
hér fékk það mál, hið minnsta,
jafnt sem hið stærsta,
var metið og vegið fyrir áisýnd
hins hæsta,
og viljinn elfdur til alls, sem vair
með dáð,
en ofviða tökin falin drottins
náð.
Holt undir Eyjafjöllum hefir
verið höfuðból að fornu og nýju,
og þar hafa margir merkismenn
gert garðinn frægan. En hvort
mun nokkur þeirra hafa verið
samtið sinni jafn hugstæður og
séra Sigurður Einarsson var
sinni tíð?
Um þetta var ég að hugsa á
leiðinni heim að Holti fyrir fá-
um árum. Þá var séra Sigurður
hress og glaður heim að sækja.
Frú Hanna Karlsdóttir, kona
hans, bjó honum gott og virðu-
legt heimilL jafnframt þvi, sem
hún var ljóðadís hans og bezti
gagnrýnandi, eins og hann sjálf-
ur sagði við gestinn.
Þá las hann fyrir mig úr hand-
riti að nýrri bók sinnL sem fjall-
aði uim ein fcólf Wæði eftir Einar
Benediktsson.
Þessi bók hefir enn ekki verið
gefin út, og er það mikill skaði
ef ekki verður af, því að svo
mun mörgum hafá fundizt, sem
heyrt hafa þessar ritgerðir sr.
Sigurður, að þar sé brugðið upp
alveg nýrri birtu yfir skáldskap
Einars Benediktssonar.
Við ræddum um fyrri tíðar
menn á þessum slóðum, og sr.
Sigurður sagði, bæði í gamni og
alvöru, að stundum fyndist sér
sem einn hinna fornu kirkjuböfð-
ingja stæði sér nærrL þegar
hann væri einn við að yrkja.
Séra Sigurður sagðist reyndar
hafa orkt kvæði um þennan
dulda vin sinn, og kallaði kvæðið
Sæmund fróða.
Þegar skáldið las kvæðið, þá
fann ég að þarna var hann
ómeðvitað að lýsa sjálfum sér
þótt undir dul væri.
Og með einu stefi þessa Ijóðs
Weð ég þennan hjartfólgna læri-
föður og vin, með innilegri hlut-
tekningu til frú Hönnu og barna
hans.
Hans fas var mótað af Suður-
heirns lærdómi og list
er ljómi vökullar skyggni yfir
augum og hvarmi.
Og þrátt fyrir klerksins búnað
sem bar hann yzt,
stóð bjóðándi máttur af návist
hans einni — og varmL
Hann átti dulræðan seið
í tilliti og svörum,
bar sólfar af kyrrlátu brosi
á harðlegum vörum.
Það var, sem hann skildi mein
og fcorrek hvers manns,
og mönnum fannst rakna hver
vandi við tilkomu hanfe.
Sigurveig Guðmundsdótti*,
Hafnarfirði.
t
Það hetja fallið hefur
á helgri dýrðarbraut,
er samtíð sinni gefur
vel sigurkraft í þraut
með verkum, sem að ver#a
það vitaljós á jörð,
af gáfum list þá gerða
sem geymist i Guðs hjörðL
Hans listaverk þau lifa
og líka hirðisstarf,
Guðs andi oft fékk skrifa
það efast um ei þarf,
í Ijóðum störf hans ljóma
og líka ræðustóL
vér heyrum helga óma
frá himnaríkissól.
Það sannir vinir sakna
oft sárt að kveða er
og viða strengir vakna
sem viðkvæm mál með fer,
þó ástvinir þeir eiga
það erfiðasta mál
og góðir gráta mega
þó Guð hann styðji sál.
En heim til dýrðarhæða
er harn kominn af jörð,
Framhald á bls. 22.