Morgunblaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1«67.
23
- STJÓRNARFRV.
Framhald af bls. 1.
nm ársins 1967 um 10%. Enn-
fremur er rikisstjórninni heimilt
að lækka grreiðslur til Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga fyrir árið
1966 um 24 milljónir króna.
• Ríkisstjórninni er heimilt á
árinu 1967 að verja 20 milljón-
um króna til þess að greiða fisk
seljendum verðbætur á línu- og
handfærafisk. Koma þessar
greiðslur til skipta á miHi sjó-
manna og útgerðarmanna skv.
samningum um hlutaskipti.
• Heimilt er að greiða viðbótar
bætur á línufisk veiddan á tíma
bilinu 1. okt. til 31. des. 1966
umfram þá 25 aura á kíló, sem
þegar hefur verið ákveðið með
lögum að greiða skuli. Heildar-
verðbætur á línu- og handfæra-
fisk 1966 skulu þó ekki fara
fram úr 20 millj. kr.
• Stofna skal sjóð, sem greiði
verðbætur vegna verðfalls á
frystum fiskafurðum, framleidd-
um á árinu 1967 öðrum en sildar
og loðnuafurðum. Ríkissjóður
greiði til sjóðsins 130 millj. kr.
af greiðsluafgangi 1966. Verði
innistæða í sjóðnum eftir reikn-
ingslok skal henni ráðstafað til
Verðjöfunarsjóðs fiskiðnaðarins.
• Sjóður þessi greiði verðbætur
á frystar fiskafurðir framleidd-
ar á árinu 1967 aðrar en síldar-
og loðnuafurðir. Skulu þær nema
55% af verðlækkun, er verða
kann miðað við verðlag, er
fékkst fyrir sömu framleiðslu á
árinu 1966. Verði verðfall á ár-
inu 1967 er nemi meiru en 5%
miðað við verðlag 1966 skulu
verðbætur hækka til viðbótar
um 2% af heildarverðlækkuninni
fyrir hvert 1%, sem verðlag
lækkar umfram 5%. Greiðsla
verðbóta skal þó aldrei vera
hærri en 75% af verðlækkun.
• Ríkissjóður leggur fram 50
milljónir kr. 1967 er.verja skal
til framleiðniaukningar frysti-
húsa.
• 1967 er heimilað að greiða úr
ríkissjóði 10 millj. til verðbóta á
útfluttar afurðir af öðrum fiski
en síld og loðnu.
• Aflatryggingasjóði er heim-
ilt að ákveða að bætur til tog-
ara vegna aflabrests 1966 skuli
miðast við úthaldstíma þeirra á
því ári.
Það hefur verið Ijóst síðan á
s.l. hausti, að mjög alvarleg við-
horf væru að skapazt í sjávar-
útvegi landsmanna, og þá ekki
sízt í freðfiskframleiðslunni,
vegna mikils verðfalls á erlend-
um mörkuðum. A vegum yfir-
nefndar verðlagsráðs sjávarút-
vegsins hafa verið gerðar ýtar-
legar athuganir á afkomu frysti-
húsanna og afkomuhorfum
þeirra. Þessar athuganir sýna, að
afkoma frystihúsanna var tiltölu
lega góð á árunum 1964 og 1965,
einkum þó síðara árið, og miklu
betri en hún hafði verið á ár-
unum þar á undan. Stafaði þessi
bætta afkoma bæði af hækkandi
verðlagi erlendis og umbótum í
rekstri. Áætlanir fyrir árið 1966
sýna hins vegar, að afkoman hef-
ur versnað mikið á því ári. Kem-
ur þar til hin mikla hækkun á
fiskverði í ársbyrjun 1966, sem
fiskiðnaðurinn tók á sig að um
það bil tveimur þriðju hlutum,
og aukinn tilkostnaður vegna
launahækkana á árinu. Fyrir
áhrifum fiskverðshækkunarinnar
hafði að sjálfsögðu verið gert
ráð, þegar fiskverð var ákveðið
með samþykki fiskkaupenda í
janúar 1966. Nú bætist það hins
vegar við, að þorskafli minnkaði
á árinu 1966, og frystihúsin
fengu af þeim sökum minna hrá-
efni en áður, og enn fremur að
hin hagstæða verðlagsþróun
snerist til hins verra, þegar kom
fram á mitt árið. Um áramótin
var talið, að verðið á frystum
fiskafurðum væri orðið um 11%
lægra en meðalverð ársins 1966
og frekari verðlækkanir væru
framundan. Þessar niðurstöður
sýndu, að frystiiðnaðurinn var
ekki fær um að greiða hærra
fiskverð á árinu 1967 en hann
hafði gert á árinu 1966. Þær
sýndu einnig, að frystiiðnaður-
inn mundi ekki vera fær um
að standa af eigin rammleik
undir verðfallinu. Var því ljóst,
aö ekki yrði komist hjá víðtæk-
mn ráðstöfunum af hálfu ríkis-
valdsins, bæði til þess að tryggja
eðlilega útgerð vélbáta til þorsk-
veiða og einnig til þess að
tryggja rekstur frystihúsanna.
Frá því að fiskverð var ákveð-
ið í byrjun árs 1966 og þar til
fiskverð var ákveðið nú í árs-
byrjun 1967, hafði útgerðar-
kostnaður aukizt nokkuð og kjör
sjómanna á þorskveiðum versn-
að í samanburði við aðrar sam-
bærilegar starfsgreinar, þar sem
þeir höfðu ekki notið verðlags-
bóta á laun. Nauðsyn bar til,
að fiskverð gæti hækkað til þess
að jafna þann mismun, sem
þannig hafði orðið á kjörum sjó-
manna á þorskveiðum og annarra
starfsgreina, og einnig til þess
að draga úr áhrifum hækkunar
útgerðarkostnaðar. Áður en til
ákvörðunar fiskverðsins kom gaf
ríkisstjórnin yfirnefnd verðlags-
ráðs til kynna, að hún væri
reiðubúin að beita sér fyrir því,
að greidd yrði á árinu 1967 8%
viðbót á verð landaðs fisk, ann-
ars en síldar og loðnu. Með til-
liti til þessarar yfirlýsingar
ákvað yfirnefndin, að fiskverð
skyldi standa óbreytt frá því,
sem verið hafði á á*inu 1966.
Sú viðbót, sem ríkisstjórnin vildi
beita sér fyrir að greidd yrði,
svarar um það bil til hækkunar
kaupgreiðsluvísitölu frá því fisk-
verð var ákveðið í upphafi árs
1966, þar til það var ákveðið nú.
Ætlunin er, að þessi viðbótar-
greiðsla skiptist þannig, að 5%
viðbót verði greidd mánuðina
marz og apríl, en 11% aðra mán-
uði ársins. í þessu framvarpi er
farið fram á heimild Alþingis til
þess að inna þessar greiðslur af
hendi.
Eftir að fiskverð hafði verið
ákveðið tók ríkisstjórnin upp við
ræður við fulltrúa frystihúsaeig-
enda um aðgerðir til stuðnings
frystihúsunum. Ríkisstjórnin
taldi frá upphafi, að leita ætti
lausnar á vandamálum frystihús
anna ánnars vegar í bættri upp-
byggingu iðnaðarins og fjárhags-
legri endurskipulagningu hans,
en hins vegar í því, að byrð-
inni af verðfallinu væri að
nokkru létt af frystihúsunum.
Um þessi tvö atriði hafa viðræð-
ur ríkisstjórnarinnar og frystihús
anna snúizt að undanförnu, og
hefur í þeim viðræðum náðst
samkomulag um þær aðgerðir,
sem þetta frumvarp felur í sér.
Það samkomulag hafa Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna og frysti-
hús á vegum Sambands ísl. sam-
vinnufélaga síðan staðfest.
í sérstöku fylgiskjali er nánari
grein gerð fyrir hugmyndunum
um endurskipulagningu hrað-
frystiiðnaðarins, en í 10. gr. þessa
frv. eru fyrirmæli um þær ráð-
stafanir, sem gerðar yrðu í þessu
skyni. Felur sú grein í sér fyrir-
mæli um þær athuganir, sem
fram þurfa að fara, og nauðsyn-
lega heimild fyrir ríkisábyrgða-
sjóð til eftirgjafar á kröfum á
frystihúsin með viðhlítandi skil-
yrðum.
Ákvæðin um aðstoð til frysti
húsanna vegna verðfallsins er að
finna í 6. og 7. gr. frumvarps-
ins. Er þar gert ráð fyrir, að
stofnaður verði sérstakur sjóður
í því skyni, að bæta frystihúsun-
um áhrif verðfallsins að veruleg-
um hluta. Ætlazt er til, að sá
sjóður, sem þannig yrði stofnað-
ur, og fengi 130 m. kr. af tekju-
afgangi ársins 1966 til ráðstöfun-
ar, gæti orðið vísir að almennum
verðj öfunarsjóði f iskiðnaðarins.
Sveiflur á verðlagi erlendis hafa
á undanförnum árum valdið fisk
iðnaðinum og þjóðarbúinu í heild
ýmsum erfiðleikum. Örar verð-
hækkanir hafa ýtt undir hækk-
anir á kaupgjaldi og hráefnis-
verði, en þessir útgjaldaliðir
lækka ekki aftur nema að litlu
leyti, þótt verðlækkanir eigi sér
stað erlendis. Jöfnun þessara
verðsveiflna er því mikið hags-
munamál fyrir fiskiðnaðinn, sem
mundi bæta þjóðfélagslega að-
stöðu hans og gera rekstur hans
og skipulagningu framávið örugg
ari og betri. Augljóst er, að skipu
lag og starfsreglur sjóðs er
hefði það hlutverk að jafna slík-
ar sveiflur, verði ekki ákveðnar
itema að undanfarinni rækilegri
athugun og rannsókn, þar sem
bæði yrði kannað eðli þess
vandamáls. sem hér er við að
etja, og sú reynsla, sem fengizt
hefur af sams konar starfsemi
annars staðar í heiminum. Það
er því ekki lagt til, að ákvörð-
un verði tekin um stofnun verð-
jöfnunarsjóðs með þessu frum-
varpi. Aftur á móti er gert ráð
fyrir að sá sjóður, sem settur
verði á laggirnar vegna verð-
falls á frystum afurðum, geti orð
ið visir að slíkum sjóði fram-
vegis, ef ákveðið yrði að stofna
hann að undangenginni ná-
kvæmri athugun. Væri hægt að
ljúka þeirri athugun fyrir haust-
ið og setja löggjöf um sjóðinn á
næsta þingi.
Meginlínurnar í starfsemi
verðjöfnunarsjóðs myndu verða
þær, að með innheimtum í hann
og greiðslum úr honum yrðu að
nokkru jafnaðar þær sveiflur,
sem verða á heildarverðlagi
þýðingarmikilla afurðaflokka á
milli framleiðsluára. Við mat á
verðbreytingum yrði miðað við
meðaltalsverð sömu afurða á
nokkrum undanförnum árum.
Sé verð á ákveðnu ári fyrir ofan
þetta meðaltal sé innheimt í sjóð
inn, en greitt úr honum ef það
er fyrir neðan. Verðjöfnunar-
greiðslurnar myndu að sjálf-
sögðu ekki geta orðið nema hluti
af heildarverðbreytingunni og
væntanlega ekki meira en um
það bil helmingur hennar. Þetta
mundi þýða, að verðlagsbreyt-
ingar fyrir fiskiðnaðinn sjálfan
yrðu helmingi minni en nú á
sér stað. Verðsveifluvandamálið
er að sjálfsögðu ekki einskorðað
við frystiiðnaðinn. Öll rök mæla
með því, að starfsemi verðjöfn-
unarsjóðs yrði miklu víðtækari
og næði bæði til frystingar, salt-
fiskverkunar og skreiðarverkun-
ar og einnig til síldariðnaðarins.
Einkum er það mikið hagsmuna-
mál fyrir aðrar greinar sjávar-
útvegsins, að dregið sé úr þeim
miklu sveiflum, sem verðlags-
breytingar á sildarafurðum
valda. Á hinn bóginn er sjálf-
sagt, að sjóðurinn starfi í að-
greindum deildum fyrir hverja
meginafurð.
Áætlað er, að þær ráðstafanir
vegna sjávarútvegsins, sem hér
hefur verið gerð grein fyrir,
funi krefjast greiðsln.a, er nemi
130 m.kr. vegna framlags til verð
jöfnunar frystra fiskafurða og
100 m.kr. vegna 8% viðbótar við
fiskverðið. Ríkisstjórnin telur
eðlilegt, að framlagið til verð-
jöfnunar verði greitt af tekjuaf-
gangi ársins 1966, enda er þar
um að ræða ráðstöfun á fé til
stofnunar varanlegs sjóðs, svo
framarlega sem um þetta verða
sett lög síðar. Á hinn bóginn er
nauðsynlegt að gera sérstakar
ráðstafanir til að standa straum
af greiðslum viðbótarinnar við
fiskverðið, þar sem ekki er gert
ráð fyrir þeim greiðslum á fjár-
lögum ársins 1967. Augljóst er, að
hækkun skatta í þessu skyni
myndi ekki samræmast þeirri
verðstöðvunarstefnu, sem fylgt
hefur verið að undanförnu, og
sem miklu máli skiptir, að beri
sem fyllstan árangur. Er því
nauðsynlegt, að útgjöld séu lækk
uð sem hinum nýju greiðslum
svarar. Er í þessu frumvarpi far-
ið fram á heimild til að lækka
greiðslur til verklegra fram-
kvæmda og framlaga til verk-
legra framkvæmda annarra að-
ila á fjárlögum ársins 1967 um
10%. Er áætlaður sparnaður af
þessu 65 m.kr. Þá er jafnframt
farið fram á heimild til þess að
lækka greiðslur til Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga fyrir árið
1966 um 20 m.kr., en talið er, að
greiðslur til sveitarfélaganna
ættu á árinu 1966 að nema um
23 m.kr. hærri upphæð heldur
en gert hafði verið ráð fyrir í
fjárlögum ársins 1966. Þar sem
svejtarfélögin njóta mjög góðs af
árangri verðstöðvunarinnar í
lækkun útgjalda frá því sem ella
hefði orðið, telur ríkisstjórnin
sanngiarnt, að þau taki nokkum
þátt í þeim ráðstöfunum, sem
nauðsynlegar eru til þess að
tryggja framgang þessarar
stefnu. Er því hér gert ráð fyrir,
að þau leggi í þessu skyni fram
20 m.kr. af þeim umframtekj-
um, sem þau ella hefðu fengið
fyrir árið 1966. Þá er loks gert
ráð fyrir, að í reynd muni fram-
lag til ríkisábyrðarsjóðs á árinu
1967 reynast 15 m.kr. lægra en
gert var ráð fyrir í fjárlögum
ársins. Samtals nema þessar
upphæðir 100 m.kr.
Undanfarin 3 ár hefur ríkis-
sjóður greitt framlag til fram-
leiðniaukningar og annarra end-
urbóta í framleiðslu frystra fisk-
afurða, er nam 3 m.kr. árið 1964,
33 m.kr. árið 1965 og 50 m.kr.
árið 1966. Einnig hefur ríkissjóð-
ur ráðstafað 22 m.kr. á árinu
1965, og 20 m.kr á árinu 1966,
til þess að greiða fiskseljendum
viðbót á hvert kíló línu- og hand
færafisks. Þá hefur tvö sl. ár
verið heimild í lögum til þess að
greiða 10 m.kr. til verðbóta á út-
flutta skreiðarframleiðslu. Aug-
ljóst er, að ekki muni fært að
fella þessar greiðslur niður eins
og aðstæður eru nú í sjávarút-
veginum. Var þetta þegar ljóst,
þegar fjárlög voru undirbúin,
og var í þeim gert ráð fyrir 80
m.kr. fjárveitingu til aðstoðar
við sjávarútveginn, (16. gr. B.
15), án þess að nánar væri kveð
ið á um það, hvernig þessi upp-
hæð skyldi skiptast. Með frum-
varpi því, sem hér er lagt fram,
er m.a. ætlúnin að setja nánari
fyrirmæli um notkun þessa fjár.
Er gert ráð fyrir, að upphæð-
in skiptist í aðalatriðum á sama
hátt og á sl. ári. Munu 50 m.kr.
ganga til framleiðniaukningar
frystihúsanna og annarra endur
bóta i framleiðslu frystra fisk-_
afurða. Þá er ætlunin að ráð-
stafa 20 m.kr. til greiðslu viðbót
ar við verð línu- og handfæra-
fisks. Á hinn bóginn hefur ekki
þótt rétt, eins og nú horfir við
að takmarka notkun 10 m.kr. af
fjárveitingunni við skreiðarfram
leiðsluna eina. í þess stað er lagt
til, að heimilt sé að nota þessa
upphæð til greiðslu verðbóta á
útfluttar afurðir af öðrum fiski
en síld og loðnu eftir reglum,
sem ráðherra setur. Myndi þá
vera unnt að nota þessa upphæð
til lausnar aðkallandi vanda-
mála. sem upp kunna að koma I
sambandi við einstakar afurðir.
BRIDGE
Heim.smeistarakeppnin i bridga
fyrir árið 1967 fer að þessu
sinni fram í maí og verður 1
Miami Beaoh í Bandaríkjunum.
Þátttakendur að þessu sinni
verða 5 eða sami fjöldi og sL
ár þrátt fyrir mikla óánægju
bridgespilara í Afríku, sem telja
að þeir. eigi að hafa sama rétt
til þátttöku og Asía og S-Ame-
ríka.
Þátttökuþjóðix eru þessar:
ftalía, Frakkland, N-A.meríku,
Venuzela og Thailand. Ítalía
keppir sem núverandi heims-
meistari, Frakkland keppir sem
Evrópumeistari, Venezuela sem
sigurvegari í S-Ameríkukeppn-
inni og Thailand, sem sigurvegari
í Asíu.
Keppnin í Asíu var ekki stór-
brotin, aðeins 3 þjóðir kepptu
um þátttökuréttin. þ.e sveitir frá
Thailandi, Kína og Filippseyjum.
Spilararnir frá Tailandi unnu
með töluverðuin yfirburðum og
taka nú þátt í keppninni í ann-
að sinn, en þeir kepptu einnig
sl. ár.
Venezuela keppir f.h. S-Ame-
ríku, en þar var keppnin afar
hörð og spennandi. Að lokinni
árlegri keppni voru sveitirnar
frá Venezuela og Brasilíu efstar
og jafnar og fór fram auka-
keppni milli, þessara sveita og
sigraði Venezueia mjög naum-
lega. Sveitin er þannig skipuð:
Benaim, Berah, Loynaz, Roman-
elli, Rossignol og Vernon.
f Frakklandi stendur nú yfir
umfangsmikil keppni um hvaða
spilarar eigi að skipa sveitina.
Mlkla athygli vekur að hinir
kunnu spilarar Jais og Trezel
taka ekki þátt í keppni þessart
Framh. á bls. 31
OSTA-eldhús
eru þekkt fyrir gæði.
___ Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar.
|^j II Sjón er sögu ríkari! — Komið og skoðið!
>4
cssda msta osta rwu ne.t.n m=.ij
SKORRI H.F
SuSurlandsbrout 10 (gegnt íþróttohötll sími 38585