Morgunblaðið - 03.03.1967, Page 30
30
MÖRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUK 3. MARZ 1967.
4,5 millj. kr. skíða
lyfta á Akureyri
700 kr. velta til stuðnings hugmyndinni
ALMENN fjársöfnun er nú hafin
með sérstöku „veltusniði" til
byggingar skíðalyftu við skíða-
hótelið í HIíðarf.ialli, skammt frá
Akureyri. Fjársöfnun þessi fer
Körfuknutt-
leikur í kvöld
íslandsmeistaraTnótinu í körfu-
knattleik verður haldið áfram
í kvöld, föstudagskvöld, 3. marz.
Verða leiknir tveir leikir í 1.
deiid. Leikirnir eru:
ÍS—KFR og Á—ÍKF.
Leikirnir verða í Laugardals-
höllinni og hefst keppnin kl.
20:15.
Á mánudagskvöld verða svo
leiknir nokkrir leikir í yngri
flokkunum og verður þá leikið
á Hálogalandi. Leiknir verða
eftirtaldir leikir:
4. fl. karla: ÍR—KR
4. fl. karla: ÍKF—Á
3. fl. karla: ÍKF—ÍR
3. fl. karla: Á—KR
fram að frumkvæði Lionsklúbbs
ins Huginn á Akureyri, en hann
hafði einnig forgöngu um fjár-
söfnun er skíðahótelið var byggt.
Geta þeir Reykvíkingar, sem
hafa áhuga á að styrkja þessa
framkvæmdir leitað til Þráins
Þórhallssonar hjá Prentsmiðj-
unni Viðey að Túngötu 5, þar
sem þeir greiða 100 kr. fyrir
styrktarmiða, en fá að auki þrjá
miða, handa þremur kunningj-
um sínum, sem þeir skora á að
gera slíkt hið sama.
Forráðamenn Akureyrarhæjar,
sem hafa forgöngu um smiði lyft
unnar, vonast til að þessi „100
kr. velta“ fái góðar undirtektir
hjá almenningi. Tveir Akureyr-
ingar Hermann Sigtryggsson,
íþróttafulltrúi Akur eyr arbæj ar
og Pétur Bjarnason verkfræð-
ingur, fóru utan í morgun til
þess að athuga þrjú lægstu til-
boðin, sem bárust í smiði lyft-
unnar. Verða þeir tíu daga í
förinni, og muniu heimsækja
þessi þrjú fyrirtæki, sem hafa
aðsetur í Noregi, Sviss og Aust-
urríki.
Skíðalyfta þessi verður mjög
fullkomin, og er hún einn lið-
í fyrrakvöld fóru fram tveir leikir i 1. deild handknattleiksmanna. Haukar unnu Víking 26—16
og Fram vann Ármann með 2 7—12. Myndin er úr leik Hauka og Víkinga.
Unglingameistara-
mót á skíbum
urinn í því að gera Akureyri að
miðstöð vetraríþrótta á íslandi.
Verður hér um að ræða stóla-
lyftu, sem verður rúmur kíló-
metri að lengd, og á að geta flutt
500 farþega á klukkustund. Er
gert ráð fyrir að efnið í hana er-
lendis frá muni kosta um 2 millj.
króna, en áætlað er að lyfta þessi
kosti um 4.5 milljónir uppkomin.
Skýðalyfta þessi, sem rísa mun
upp á Akureyri, er þvi ekki að-
eins hagsmunamál Akureyringa,
heldur allra þeirra, sem áhuga
hafa á vetraríþróttum. Enda er
það nú kostnaðarlitil fram-
kvæmd fyrir fólk á Suðurlandi
að taka sér á hendur ferð norð-
ur, t.d. um páskana, til að iðka
skíðaíþróttina.
Á ÞEESU ári annast Skíðaráð
Reykjavíkur um Unglinga-
meistaramót fslands á skíðum.
Mótið verður dagana 11. og 12.
marz. Föstudaginn 10. marz kl.
21:00 verður sett með viðhöfn
við Skíðaskálan í Hveradölum.
Mótshald
Á laugardag kl. 1<1 hefst
keppni í stórsvigi og kl. 4 sama
dag verður keppt í 7,5 km. göngu.
Sunnudaginn 12. marz hefst
keppni í svigi kl. lil og í stökki
kL 15:30.
Verðlaunaafhending fer fram
að lokinni keppni á sunnudag í
Skíðaskálanum í Hveradölumn.
Skrifstofa mótstjórnar verður
í Skíðaskálanum í Hveradölum
mótsdaganna.
Mótsstjóri er Sigurður Einars-
son.
ur frá 1465 og 1672 á
stórri úrasýningu
Verzl. Jóh. Norðfjörð minnist 65
ára afmælis með sérstæðri sýningu
EIN elzta úra- og skartgripa-
verzlun Reykjavíkur minnist í
dag, 3. marz, 65 ára afmælis
síns. Það er Úra- og skartgripa-
verzlun Jóh. Norðfjörð h.f.
Verzlunin var stofnsett á Sauð-
árkróki og er verzlunarleyfi
stofnandans útgefið 3. marz
1902.
í tliefni afmælisins hefur
verzlunin sýningu á gömlum úr-
um í eigu fslendinga og úrum,
sem fengin eru frá Sviss í til-
efni af afmæli verzlunarinnar.
Er hið elzta frá Sviss smíðað
1465. Það elzta í eigu fslendings
er smíðað 1672. Verður sýningin
í glugga og í verzluninni að
Hverfisgötu 49 allan þennan
mánuð og eru allir velkomnir
að skoða.
Jóhannes Norðfjörð, úrsmíða-
meistari, stofnandi verzlunarinn
ar var fæddur 7. september 1875
og lézt 17. júní, 1952. Hann nam
úrsmíði hjá Jónasi Varsöe í Stav-
anger og lauk námi 1901.
Verzlunarleyfi fékk Jóhannes á
Sauðárkróki 3. marz, árið eftir og
eru í dag liðin 65 ár frá þeim
degi. Jóhannes Norðfjörð starf-
rækti verzlun sína á Sauðárkróki
fyrstu 10 árin en fluttist til
Reykjavíkur 1912 og opnaði verzl
un í Bankastræti 12. Siðar var
verzlunin til húsa á ýmsum stöð-
um en þó lengst í Austurstræti
14 og þar muna flestir Reykvík-
ingar hana.
14. mai 1939 flutti aðalverzlun
in að Hverfisgötu 49 en útibú
var áfram um tíma í Austur-
stræti 14, en síðan fluttist það
í Austurstræti 18 í hús Almenna
Bókafélagsins.
Sérstæð afmælissýning.
65 ára afmælisins minnist
verzlunin, sem fyrr segir, með
merkilegri úrasýningu. Hefur
núverandi eiganda verzlunarinn
ar, Wilhelm Norðfjörð, tekizt að
safna saman um 20 gömlum úr-
um í eigu fslendinga. Á einu
þeirra er smíðaártalið 1672. Er
það í eigu Gunnars Bjarnason-
ar skólastjóra Vélskólans. Hin
úrin eru frá ýmsum tímum, þó
ekki séu á þeim ártöl og gætu
þau því verið eldri. En öll eiga
úrin það sammerkt að vera hin
fegurstu á að líta. Sum eru með
silfurslegnum hlífðarlokum.
Yngsta úrið á sýningunni í eigu
íslendings er eitt af fyrstu úr-
unum, sem verzlun. Jóh. Norð-
fjörð seldi á Sauðárkróki fyrir
65 árum.
Eitt úranna — vasaúr — er
þannig úr garði gert að það
slær og gefur til kynna líðandi
klukkustund sólarhringsins
þegar ýtt er á sérstakan sláttu-
takka. Sé klukkan milli 3 og 4
slær úrið 3 högg, sé klukkan
milli 6 og 7 slær úrið 6 högg
OÆ.frv.
Svissnesk antique-úr.
>á hefur verzluninni tekizt að
fá hingað til lands 13 gömul úr
frá Sviss, öll hin fegurstu. Sum
þeirra eru gulli slegin og lögð
smelti. Um aldur þeirra allra er
ekki nákvæmlega vitað en á einu
þeira er smíðaártalið 1465.
Sýningin mun standa út
þennan mánuð og eru allir vel-
komnir í verzlunina til að skoða
úrin.
1946 tók Wilhelm Norðfjörð,
sonur Jóhannesar, við rekstri
verzlunarinnar og rekur hana
með sonum sínum, ásamt heild-
verzlun með úr- og skartgripi
er hann stofnaði 1941.
Verzlunin hefur á boðstólnum
úr- og klukkur og skart- og
skrautgripi. Mest seldu úrin
síðan 1938 eru Alpina en i
verzluninni eru einnig á boð-
stólnum OMEGA-úr og TERVAI*
úr. í verzluninni er einnig að
finna vandað og fjölbreytt úr-
val af hinum heimskunnu
Mauthe-klukkum. Sérdeild i
verzluninni er gjafa og skraut-
vörur úr silfri, gulli, kopar og
postulíni. Verzlunin hefur m.a,
aðalumboð fyrir hinar þekktu
vörur frá Georg Jensen í Kaup-
mannahöfn.
Verzlunin hefur lagt áherzlu
Elzta svissneska úrið er tH
hægri og að ofan silfurkassinn
sem um það var smíðaður. Urið
er frá 1465. T.v. er elzta úrið
á sýningunni í eigu tslendsings
smíðað í London 1672.
á að hafa á boðstólnum hand-
unna íslenzka skrautgripi út
gulli og innflutta silfurgripij
skálar, bakka bikara o.fl.
Áherzla var á það lögð er
verzlunin flutti í eigið húsnæði
að Hverfisgötu 49 að vanda um-
hverfi vörunnar, þvi viðskipta-
vinurinn á ekki aðeins kröfu á
að fá góða og vandaða vöyu,
heldur og fagurt umhverfi á
sölustað samfara góðri þjónustu.
Til vinstri sjást svissnesku úrin 13 sem á sýningunni eru. Efst í miðju er úrið frá 1465 og
beggja vegna neðan til við það úr frá sömu tíð þó ekki sé vitað um smíðaár. Um þau eru silf-
urkassar og önnur eru slegin emaleringu. Neðsi er nær 300 árr gamalt dagatalsúr. Hægra meg
in er úr sem er í eigu íslendinga. Efst til hægri er úr frá 1672 nú í eigu Gunnars Bjarnasonar
skólastjóra Vélskólans. Þriðja að ofan er úrið sem slær „eftir beiðni" og gefur til kynna með
slætti sinum liðnar klukkustundir og liðna stundarfjórðunga. En úrasýningin er opin og sjón
er sögu ríkari.