Morgunblaðið - 03.03.1967, Page 31

Morgunblaðið - 03.03.1967, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1967. 31 Byggingaráætlunin til umræðu í horgarstjórn: Fjármagnsþörfin á þessu ári 210 milljónir — Mokkur einbýlishús tilbúin í haust — Fjölbýlis- hús í des. 1967 - júná 1968 Á BORGARSTJÓRNAR- FUNDI í gær svaraði Geir Hallgrímsson, borgarstjóri fyrirspurnum, sem fram voru bornar af borgarfulltrúum Framsóknarflokksins um starfsemi Framkvæmdanefnd ar byggingaráætlunar. Las borgarstjóri bréf er honum hafði borizt í tilefni þessara fyrirspurna frá formanni Framkvæmdanefndarinnar. Skv. greinargerð þessari nem ur fjármagnsbörf nefndarinn ar á árinu 1967 210,5 milljón- um króna en af þeirri fjár- hæð á Reykjavíkurborg að greiða Vs hluta. Nokkur ein- býlishús sem ireist verða á vegum nefndarinnar verða væntaníega tilbúin í haust en íbúðir í fjöibýlishúsum á tímabilinu des. 1967 til júní 1968. Framkvæmdanefnd byggingar áætlunar tók til starfa 1. sept. 19©5 og er verkefni hennar að reisa 1260 íbúðir fram til 19-70. Til ársloka 1966 höfðu heildar- útgjöld nefndarinnar numið um 12,7 milljónum króna vegna fram lags til kaupa á vörugeymslu og útlagðs kostnaðar við skipu- lagsvinnu og nemur heildar- kostnaður því um 10,3 millj. og er hlutur Reykjavíkurborgar um 2,5 millj. kr. Upphafleg byggingaráætlun hefur ekki stgðizt bæði vegna þess að tæknilegur undirbúning- ur og gerð útboðslýsinga tók Jengri tíma en ætlað var, enn- fremur gatnagerð, holræsagerð og annar undirbúningur á bygg- ingarsvæðinu og óvænt niður- staða könnunar á jarðvegi leiddi til bess að ákveðið var að hafa kjallara undir fjölbýlishúsun- um. Töluverð verkefni hafa þegar verið boðin út en um kjarna Johnson að veröa afi Washington 2. marz AP Blaðafulltrúi frú Lady Bird Johnson staðfesti í dag, að yngri dóttir forsetans Lucy Johnson, sem gift er Patrick Nugent, eigi von á bami um mánaðarmótin maí-júní. Lucy og Patrick giftu sig á sl. ári og hafa sagnir um að Lucy væri ófrísk oft birzt í banda- rískum blöðum, en Hvíta hús ið hefur hvorki neitað þeim né játað fyrr en nú. verksins, þ.e. grunngröft, upp- steypu og ísetningu útveggja- elementa er ætlunin að semja við tiltekna verktakasamsteypu, sem nefndin hefur haft forgöngu um að komið verður á fót. Hjá Framkvæmdanefnd bygg- ingaráætlunar starfa nú 16 stafs menn, þar af fimm menn aðal- lega við skipulagsgerð. Að lok- inni greinargerð borgarstjóra urðu nokkrar umræður um starf semi Framkvæmdanefndar og tóku til máls, Kristján Bene- diktsson (F), Gísli Halldórsson (S), Óskar Hallgrímsson (A) og Guðmundur J. Guðmundsson (K). Skíðaflugvélin hefur sig til flugs af Reykjavíkurflugvelli í gær. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Gljáfaxi fór í gær til Danmarkshavn í GÆR fór Gljáfaxi, flugvél Flugfélags Islands, frá Reykja- vík áleiðis til Danmarkshavn, þar sem áhöfn Glófaxa hefur dvalizt, allt frá því er óhappið henti flugvélina, er vinstri hjála útbunaður skemmdist. Fór Gljá- faxi frá Reykjavík rétt eftir kl. 13 og lenti í Meistaravík kl. 17.10. Flugstjóri á Gljáfaxa er Ingi- mar Sveinbjörnsson; flugmaður Magnús Jónsson og vélamaður Sigurður Ágústsson, en hann á að rannsaka, hvort unnt sé að gera við vélina þar nyrðra ásamt Halldóri Sigurjónssyni, sem er fulltrúi tryggingafélagsins. heir félagar munu hafa nátt- að sig í Meistaravík, en í birt- ingu í morgun munu þeir hafa farið af stað til Danmarkshavn. Munu þeir nota birtuna til þess að rannsaka flugvélina og sagð- ist Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugfélagsins, búast við að til þess færu um tvær klukku stundir. Gljáfaxi mun koma aftur til Reykjavíkur í kvöld, en á leið- inni hingað mun hann hafa við- dvöl í Meistaravík og í Scoreby- sundi, en þangað sækir hann far Lægðin yfir sunnanverðu Grænlandshafi var á hreyf- ingu ANA í gær, og nálgaðist snjósvæði hennar landið. Var búizt við, að úr frostinu þega. Að sögn Sveins Sæmundsson- ar geta úrslit máls þessa orðið á hvora veg sem er. Annað hvort verður unnt að bjarga Glófaxa, ellegar hann lýkur ævlskeiði sínu á ísnum í Danmarkslhavn. Þú mun verða unnj að bjarga verðmætustu hlutum úr flugvél inni. hegar Gljáfaxi fór frá Reykia- vík í gær kom hinn góðkunni blómasali Þórður á Sæbóli og fékk áhöfninni blórn til þess að afhenda félögunum af Glófaxa og einnig fyrstu grænlenzku blómarósinni, sem yrði á vegi þeirra. - JARÐHITAV. Framh. af bls. 2 veitu. Dreifikwstnaður vegna •hitaveitu í Fossvogi er áætlað- ur um 40 millj. króna. Borgarstjóri sagði að lokum, að borgamáð hefði skipað þriggja manna nefnd til að kanna allar hugsanlegar leiðir til að tengja hin nýju hverfi hitaveitu. í nefndinni eru þeir borgarfulltrúarnir Birgir ísl. Gunnarsson .Guðmundur Vigfús son og Jóhannes Zoega, hita- veitustjóri. Frekari umræðna um málefni Hitaveitunnar er að vænta, þegar tillögur borgarráðs liggja fyrir. Ekki urðu umræður að lok- inni ræðu borgarstjóra, en hins vegar urðu nokkrar umræður síðar á fundinum um málefni hitaveitunnar vegna tillögu Framsóknarmanna um málefni 'hennar. fyrir sunnan land, eins og búizt er við, herðir það aftur í dag. í gær var 13 stiga frost á Hveravöllum, en mildast var á Fagurhólsmýri, 1 stig. - NEW ORLEANS Framh. af bls. 1 ið skýrt frá. Clay Shaw var höfuðsmaður í fótgönguliði í heimsstyrjöldinni síðari og var þá sæmdur franska heiðursmerkinu „Croix de guerre", bandaríska heiðurs- merkinu „Legion af Merit“ og i fleiri heiðursmerk j um fyrir frammistöðu sína í styrjöldinni í Evrópu. Yfor honum vofir eins til tuttugu ára fangelsi, ef hann verður fundinn sekur um þátt- töku í samsæri, en næsta skref saksóknarans verður að leggja fram nákvæmt ákæruskjal í rétt inum. Bandaríska dómsmálaráðu- neytið skýrði frá því í dag, að ríkislögreglan FBI hefði þegar í nóvember og desember 1963 látið fara fram rannsókn á því, að hve miklu Clay Shaw hefði verið viðriðinn morðið á Kenn edy forseta. Á grundvelli þeirra sannanna, sem fyrir hendi voru, komst FBI að þeirri niðurstöðu, að Shaw hefði engin afskipti haft af morðinu. Johnson forseti sagði á blaða- mannafundi í dag, að hann áliti, að það væri tilgangslaust að taka upp að nýju málið um morð Kennedys forseta. „Ég hef enga ástæðu til þess að breyta neinu af því, sem ég hef áður sagt um skýrslu Warren-nefndarinnar“. sagði forsetinn. Brezkur bókaútgefandi skýrði frá því í dag, að hann myndi gefa út bók um morðið á Kenn- edy forseba og væru þar hátt- settir embættismenn í lögregl- unni í Dallas ásakaðir um þátt- töku í morðinu. Bók þessi er rit- uð af þýzkættuðum manni, Joa- chim Josten og skýrði útgefandi hennar, Peter Dawnay frá því, að Joesten hefði skorað á þá menn í Dallas, sem tilnefndir væru í bókinni, að höfða meið- yrðamál gegn sér, þannig að unnt yrði að taka þetta mál fyr- ir í réttinum. Bókin, sem ber heitið „Oswald, sannleikurinn", kemur ekki út fyrr en í næsta mánuði, en Dawney afhenti blaðamönnum hluta af bókinni í próförk. Dawney sagði enn frem- ur, að yfirlýsingar þær, sem Garrison saksóknari í New Orle- ans hefur látið frá sér fara, hleyptu stoðum undir skoðanir Joestens. Dawnay sagði, að bókin bygg- ist á þeirri kenningu, að til hefði verið „rangur Oswald“. tvífari þess Oswalds, sem ákærður var fyrir morðið og síðar var skot- inn af Jack Ruby. Dawnay held- ur því fram, að hinn falski Os- wald hafi starfað fyrir Ruby og að hann hafi farið um í Dallas í því skyni að skilja eftir röng merki, sem seinna myndu draga athyglina að hinum raunverulega Oswald. Dawnay sagði m.a.; „Þetta var ekki bara eitt samsæri heldur tvö“. Sagði honn, að bókin sýndi, að Jack Ruby og hinn rangi Os- wald hefðu byrjað að áforma árás á Connally ríkisstj. í Texas, en þetta samsæri hefði smám sam an runnið saman við morðárásar áform gegn Kennedy, og hefðu þar verið um að ræða ráðagerðir samvizkulausra olíumilljónamær- inga, uppgjafahershöfðingja, of- stækismanna í kynþáttamálum og annarra afturhaldssamra afla. í bókinni er ennfremur haldið fram, að starfsmenn lög- reglunnar í Dallas hafi komið með rangar ákærur gegn Oswald og að þeir hefðu síðan spillt þeim tiltækilegu sönnunargögnum, sem Warren-nefndinni voru fengin í hendur. Joachim Joesten, sem áður hefur skrifað 26 bækur, hefur starfað að rannsóknum í sam- bandi við morð Kennedys, allt frá því að það átti sér stað, og sagði Dawney útgefandi, að Joesten hefði flett ofan af hb*. um ótrúlegustu nýjum staðreynd- um úr þeim sönnunargögnum, sem Warren-nefndin hefði haft „Warren-nefndin verður dæmd af sinum eigin sönnunargögnum", sagði Dawnay. Höfundurinn sjálfur, sem er 59 ára að aldri, var ekki viðstaddur blaðamannafundinn. Þegar Daw- nay var spurður, hverju það sætti, svaraði hann, að hann gæti ekki skýrt frá því, hvar Joachim Joesten dveldi. Samsærið - HANDTEKINN Framh. af bls. 1 hann hand'ekinn af Bandaríkja- mönnum i Austurríki og afhent- ur austurriskum yfirvöldum 1947. Stangl var hafður í haldi I grennd við Linz, á meðan þess var beðið, að réttarhöld yfir hon um færu fram, og var hann send ur ásamt öðrum stríðsföngum til þess að hreinsa styrjaldarrústir þar. Þar tókst hónum að flýja. Sagt er, að hann hafi fyrst farið til ítaliu, þaðan til Sýrlands og síðan þaðan til Suður-Ameríku. Austurrísk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á Linz 1962. - ÁHERZLA LÖGÐ Framh. af bls. 32 3 stórir ihvolfii skermar með myndum, sem einkennandi eru fyrir Norðurlöndin. Er þar beitt nýrri Ijósatækni, sem ekki hef- ur fyrr verið notuð á listræn- an hátt, þannig að litaspil er á myndunum og viðeigandi músík samin við það, og er þessi sýn- ing abstrakt í úbfærslu. Fjrir framan er vatnsflötur, sem litirn ir speglast í. En það er tákn fyrir hafið, sem tengir Norður- löndin og þau Vesturheimi. Á baklhlið skermanna eru myndir er sýna arkitektúr á Norðurlönd- um og hefur Arkitektafélagið val ið íslenzku myndirnar. Sameiginlega hafa Norður- löndin kosið að sýna hvernig ná- grannaþjóðir, sem allar eru frjálsar og fullvalda, starfa sam an á fjölmörgum sviðutn. Kalla þau sameiginlega deild sína á ensku ,)'"in inn Unity“ í sam- ræmi við heiti heimssýningar- innar, sem nefnist „Maðurinn og heimurinn hans.‘; Öll hin norræna sýning á að vera tilbúin 19. apríl. en þá verð ur hún kvnnt fyrir blaðamönn- um vestanhafs. - BRIDGE Framh. af bls. 22 og koma því ekki til greina I sveitina. í nóvember fór fram kepp.'ú í Bandaríkjunum um hverjir skyldu skipa ‘sveit N-Ame’-iku og urðu þessir hlutskarpastir: Eric Murray, Sammy Keihela, Edgar Kaplan. Nonman Kay, Al- vin Roth og Bill Root. Þeir tveir fyrsttöldu eru Kanadamenn og þeir einu sem voru í sveitinm sl. ár. Ekki er enn vitað hvernig italska sveitin verður skipuð, en vitað er að hinn kunni fyrirliðl þeirra, Carl Perroux, mun stjórna sveitinni eins og undan- farin ár og vonast allir til að fá að sjá enn einu sinni ítölsku snillingana í heimsmeistara- keppni. BLAÐBURÐARFÓLK 1 EFTIRTALIN HVERFI: VANTAR Túngata Sjafnargata Tjarnagata Baldurgata Kjartansgata Lambastaðahverfi Talið við atgreiðsluna, sími 22480 jftlotcjnnliTfiíiifa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.