Morgunblaðið - 12.03.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUKBLAÐI0, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1W,
Ráðstefna um fram-
kv.áætlanir SveitaféSaga
haldin 29-37 marz
SAMBAND íslenzkra sveitarfé-
Jaga efnir til þriggja daga ráð-
stefnu í Tjarnarbúð í Reykja-
vik dagana 29. — 31. marz n.k.,
um framkvæmdaáætlanir sveit-
arfélaga. Ráðstefnan er haldin í
samvinnu við Efnahagsstofnun-
ina, en allmörg sveitarfélög
hafa nú í undirbúningi gerð
framkvæmdaáætlURar til nokk-
urra ára.
Á ráðstefnunni flytja erindi
Jónas H. Haralz, forstjóri Efna-
hagsstofnunarinnar, Sigfinnur
Sigurðsson, hagfræðingur hja
Reykjavíkurborg. Jón Sigurðs-
son, hagsýslustjóri ríkisins,
Pétur Eiríksson, nagfræðingu'-.
fulltrúi í Efnahagsstofnuninni,
Torfi Ásgeirsson, skrifstofustjóri
í Efnahagsstofnuninni og Bjarni
Einarsson, deildarstjóri í Efna-
hagsstofnuninni.
Öllum sveitarfélögum er
heimil þátttaka á ráðstefnunni,
en gert er ráð fyrir að þátt-
takendur verði fyrst og fremst
frá kaupstöðum og kauptúna-
hreppum, sem nú eru að hefjast
handa um gerðk framvæmda-
áætlana. Að því er stefnt, að
fram fari á ráðstefnunni leið-
beiningarstörf og umræður um
undirbúning og gerð fram-
kvæmda- og fjáröflunaráætlana
til nokkurra ára.
í beinu framhaldi af ráðstefn-
unni um framkvæmdaáætlanir
sveitarfélaga gefst þátttakend-
um kostur á að sækja námskeið
í CPM-áætlanagerð, sem haldið
er á vegum Stjórnunarfélags ís-
lands.
(Fréttatilkynning).
Búnaðarþingi
siitið
Söfnunarupphæðinni varið
til smíði f íberglerverksmiðju
Framlag Islendinga i Evrópusöfnuninni nægir til oð skapa
Háskóiafyrir-
lestur um Vín-
landskortið
PRÓFESSOR Konstantin Reic-
hardt frá Yale-iháskóla kemur
hingað til lands mánudaginn 13.
marz í boði Háskóla íslands.
Verður hann fulltrúi Yale-há-
Skóla við opnun sýningar á Vín-
landsuppdrættinum n.k. mið-
vikudag.
Fimmtudaginn 16. marz kl.
5.30 e.h. flytur prófessor Reic-
hardt fyrirlestur við Háskóla ís-
lands. Nefnist fyrirlesturinn, sem
fluttur verður á ensku, „The Vin
land Map pro et contra“. Öll-
ixm er heimill aðgangur að fyrir
lestrinum.
Prófessor Konstantin Reic-
hardt er meðal kunnustu fræði-
manna í Bandaríkjunum, §r fást
við norræn fræði.
Ragnar Páll við vinnu sina.
BÚNABARÞINGI var slitið í
gær eftir 20 daga setu og er það
eitt af styztu þingum siðari ára.
Þingið hélt 18 fundi. Fyrir það
var lagt 41 mál og hiutu öll af-
greiðslu. Hið bezta samstarf ríkti
á þinginu. í stjórn Búnaðarfélags
íslands til næstu fjögurra ára
voru kosnir: Þorsteinn Sigurðs-
son, Pétur Ottesen og Ásgeir
Bjarnason, bóndi í Ásgarði, sem
kom í stað Gunnars Þórðarson-
ar, sem beðist hafði undan endur
kosningu.
Varamenn í stjórn voru kosn-
ir: Hjörtur Eldjárn, Einar Ólafs-
son í Lækjarhvammi og Magnús
Sigurðsson, bóndi á Gilsfoakka.
Eftir helgina hefst fundur
ráðunauta BÍ og búnaðarsam-
bandanna.
250 Tibetum mannsæmandi lifskilyrði
Á SL. hausti ákvað Flóttamanna
ráð íslands að gerast aðili í svo-
kallaðri Evrópusöfnun, en það er
fjársöfnun, sem flestar þjóðir
Evrópu tóku þátt í til hjálpar
flóttafólki. Var til hennar stofn-
að af Flóttamannastofnun Sam-
einuðu þjóðanna. Ákveðið var að
'fé þvi, sem safnaðist hér skyldi
varið til aðstoðar við flóttafólk
frá Tibet.
í septembermánuði sl. var skip
uð framkvæmdanefnd Flótta-
tnannaráðsins, og var Jón Ás-
geirsson ráðinn framkvæmda-
stjóri. Söfnunin var skipulögð í
Reykjavik og nágrenni, og einn
ig á allmörgum stöðum út á
landi. Setti nefndin sér það tak-
'mark að reynt skyldi að safna
þeirri upphæð, sem svaraði til
þess að hvert mannsbarn legði
fram tíu krónur. Aðalsöfnunin
fór fram á degi Sameinuðu þjóð
anna hinn 24. október sl., og náð
ist mjög góður árangur. Alls
söfnuðust tvær milljónir króna
og 78 þúsund, en kostnaður við
íramkvæmd þessa verkefnis varð
um 100 þús. kr. svo að tæpar
tvær milljónir verða sendar til
aðalstöðva söfnunarinnar í Haag.
í Reykjavík og nágrenni söfn-
uðust 645 þús. kr., en annars
staðar á landinu um 582 þús. kr.
Framlag ríkissjóðs var 600 þús.
kr. og hjá biskupsembættinu
söfnuðust 250 þús. kr. Við fram-
kvæmd söfnunarinnar aðstoðuðu
margir einstaklingar og samtök,
Fluffi fyrirlestra um
íslenzkar bókmenntir
Dr. Steingrímur /. Þorsteinsson, prófessor
kominn heim úr fyrirlestraferð í Svíþjóð
DR. Steingrímur J. Þorsteinsson,
prófessor, kom nýlega heim úr
fyrirlestraferð í Svíþjóð, þar sem
hann flutti fyrirlestra í boði
sænskra háskóla. Dr. Steingrím-
ur var fjórar vikur í ferðinni,
heimsótti háskólana í Stokk-
hólmi, Lundi og Gautaborg,
flutti erindi á árshátíð hjá Is-
lándske selskapet í Uppsölum og
á fundi í Sænsk-íslenzka félag-
inu í Gautaborg. Flutti hann alls
1—3 fyrirlestra á hverjum stað
og fjölluðu þeir um íslenzkar
þjóðsögur, sérkenni þeirra og
síðari tima bókmenntir með þjóð
sagna- eða þjóðtrúarefni.
í samtali við Mbl. sagðist dr.
Steingrímur ánægður með skipu
lag og fyrirgrei'ðslu, sem hafi
verið með ágætum og fyrirlestr-
arnir hafi verið vel sóttir. Fyrir
lestrarnir fjölluðu um íslenzkar
þjóðsögur, sérkenní þeirra og
um síðari tíma skáldskap með
þjóðsagna- eða þjóðtrúarefni.
Sagðrst dr. Steingrímur sérstak-
lega hafa rætt um þjóðsagnaleik
rit Jóhanns Sigurjónssonar.
Greinaflokkur þessi hafi þó ver-
Er hann enn í bráðabirgðahús-
næði og er furðu myndarlegur,
þegar tekið er tillit til, hve ung
ur hann er. Er þetta eins og
kunnugt er þriðji háskólinn í
Danmörku, en áætlað er að
stofna þrjá til vi&bótar innar
skamms.
Rognar Páll í Lásta-
mannaskáSaniom
í DAG, laugardag, opnar Ragnar
Páll Einarsson listmálari mál-
verkasýningu í Listamannaskál-
anum. Verður hún opnuð kl. 3
fyrir boðsgesti og kl. 5 fyrir al-
menning.
Sýningin verður opin daglega
frá kl. 2-10 fram til 19. marz.
Ragnar Páll sýnir þarna 55
málverk, bæði olíumálverk og
vatnslitamálverk, sum mjög
stór. Ríkir í salr.um mikil lita-
dýrð, því að augsýnilegt er, að
Ragnar Páll kann vel að fara með
liti.
Þetta er sölusýning. Síðar
verður mynda Ragnars náriar get
ið hér í blaðmu.
Dr. Steingrímur J. Þorsieinsson,
prófessor.
ið þannig, að hver fyrirlestur
hafi verið algjörlega sjálístæð-
ur.
Á heimleið sat dr. Steingrímur
J. Þorsteinsson, prófessor fund
norrænna bókmenntafræðinga
frá háskólum á Norðurlöndum,
sem haldinn var í Gentofte í
Danmörku. Tilgangur fundarins
var að skiptast á skoðunum og
samræma kennslu og taldi hann,
að fundur þessi yrði til þess að
auka kannslu í síðari tíma bók-
menntum íslendinga við aðra há
skóla á Norðurlöndum áður en
langt um liði. Sagði hann, að
fundurinn hafi verið mjög lær-
dóms- og árangursríkur.
Dr. Steingrímur skoðaði á
heimleið hinn nýja háskóla, sem
stofnaður hefur verið í Odense,
en skólinn tók til starfa i haust.
Látinn laus
'HINN 25 ára gamli Bandaríkja-
maður, Buel Ray Wortham var
í dag látinn laus eftir að náðun-
arbeiðni hafði verið samþykkt
í Hæstarétti Moskvu.
Wortham var sl. desember
dæmdur í þriggja ára nauðungar
vinnu fyrir gjaldeyrissvik og
þjófnað á fornri bronzstyttu frá
hóteli í Leningrad. Sl. tvo mán-
nði hefur hann búið í bandaríska
sendiráðinu í Moskvu, eftir að
hann var látinn laus gegn trygg-
ingu. Dómnum var breytt í 5000
túblna sekt. Þetta er í fyrsta
’sinn, sem Hæstiréttur í Moskvu
hefur breytt dómi yfir útlend-
ingi á þennan hátt.
Rannsóknar-
styrkir veittir
SAMEINUÐU þjóðirnar munu
veita á þessu ári, eins og áður,
allmarga rannsóknastyrki á sviði
mannréttinda. Er umsóknarfrest
ur um yiyrki þessa til 17. april
1967. Á síðasta ári voru 28 slík-
ir rannsóknastyrkir veittir um-
sækjendum í 19 löndum, til
fræðilegra rannsókna á sviði
mannréttinda.
Frekari upplýsingar gefur ut-
anríkisráðuneytið.
svo sem skátar, fræðslumála-
skrifstofan og prestastéttin, svo
að eitthvað sé nefnt. Nægir fjár
'hæð sú, sem íslendingar hafa nú
lagt fram til að bjarga um 256
Tíbetbúum, eða sem svarar 50
fjölskyldum, frá eymd, fátækt,
’hungri og sjúkdómum.
Frá því að söfnuninni lauk
hafa farið fram athuganir á því,
hvernig þeim fjármunum sem
hér söfnuðust yrði bezt varið.
Hefur fulltrúi Evrópusöfnunar
SÞ herra Brouwer frá Hollandi
verið valinn til að annast þetta
Verkefni fyrir íslands hönd.
Herra Brouwer er nú staddur
hér, þar sem hann sat fund með
’Flóttamannaráði íslands í fyrra-
dag. Var þar ákveðið að fjárupp
hæðinni skyldi varið til þess að
greiða kostnað við sérstakt verk-
efni í nafni íslands og Hollands,
’sem áætlað er að kosta muni um
'99 þús. dollara ( rúmar 4 millj.
Ísl. kr.) og greiði ísland u. þ. b.
helming þess fjár og Holland
heming. HerraBrouwer er nýkom
inn frá Indlandi, þar sem hann
'kynnti sér þetta mál rækilega,
og á fundi með fréttamönnum í
gær gerði hann nokkra grein
fyrir þessu verkefnL
Hann sagði, að fjárupphæðinni
myndi verða varið til þess að
reisa fíberglerverksmiðju nálægt
Nehan í Himachal Pradeshfylki
'í Indlandi. Hefur fjöldi ungra Tí
beta verið að undanförnu við
undirbúningsnám, og starfa marg
Ír þeirra við smíði fíberglerhúsa
á dráttarvélar og aðrar landbún-
aðarvélar. Áformað er að fram-
’leiða einnig aðra hluti, svo sem
ýmislegt fyrir sjúkrahús, bifreið
ar o. fl.
Bæði menn og konur munu
starfa í hinni nýju verksmio^u
og mun fyrrnefnd fjárupphæð
nægja til að skapa viðunandi
starfsskilyrði u.þ.b. 100 fjöl-
skyldur, og nægir því framlag
íslendinga til þess að skapa 50
fjölskyldum mannsæmandi líts-
afkomu.
Ráðgert er að ljúka fyrra
áfanga framkvæmdanna í júní,
því að þá hefst monsúntíma-
bilið. Síðan verður haldið áfram
strax og veður leyfir, og er von-
azt til að verksmiðj an geti hafið
framleiðslu í lok ársins. Þetta
verkefni er eitt af tíu sambæri-
legum sem unnið vrður að og
kostað af fjárlögum hinna
ýmsu Evrópuþjóða, sem tóku
þátt í söfnuninni í október sl.
Þá verður ennfremur unnið að
landbúnaðarframkvæmdum. Er
því fullvíst að þetta ár mun
marka tímamót í lífi fjölmargra.
tíbetskra flóttamanna, sem í sex
ár hafa orðið að þola eymd og
volæði.
Herra Brouer var mjög
ánægður með árangurinn af
söfnuninni hér á landi. Væri
framlag íslenzku þjóðarinnar
eitt af fjórum hæstu miðað við
íbúatölu, en hin ríkin þrjú eru
Danmörk, Noregur og Holland.