Morgunblaðið - 12.03.1967, Blaðsíða 10
10
MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1967.
Komið við ú Blönduósi
BLÖNDUÓS hjúfrar sig á
árbökkum Blöndu. Áin og
byggðin báðum megin eru
næstum ein samfelld hvít
breiða að sjá, þegar að er
komið á þessum tíma árs.
Einkum ef skafrenningur
jafnar allar skarpar útlínur.
Byggðin er smám saman
að færast út fyrir ána. Þar
eru þegar komnar allar
stærri byggingar, barnaskól-
inn, félagsheimilið og nýja
kaupfélagshúsið og síðan
íbúðarhverfi þar utan við.
Þarna er líka fyrirhuguð
framtíðar „háborg“ Blöndu-
óss, upp af skólahúsinu með
Ólafur Sveinsson,
oddviti.
gagnfræðaskóla uppi í brekk
unni og kirkju, og sundlaug
milli barnaskólans og félágs
heimilisins. Þetta er þó enn
aðeins líkan, en lóðirnar
hafa verið fráteknar. Fyrsti
áfangi er stækkun á núver-
andi skólahúsi og síðan sund-
laugin.
Hinum megin árinnar er
gamli bærinn með mörgum
skemmtilegum bárujárnshús
um og jafnvel torfbæjum,
svo enn virðast Blönduósing
ar hafa tækifæri til að
vernda og geyma gamla bygg
ingarlist, ef þeim sýnist svo.
Sagt er að gamlir þorpsbúar,
sem flutt hafa í nýrra hverf-
ið handan árinnar, segist
fara inn á Blönduóss, ef þeir
ætla inn fyrir í gamla bæinn.
Þessa tvo bæjarhluta tengir
Blöndubrú. Og í nánd við
hana stendur hið myndarlega
héraðssjúkrahús. Þar er
breytingar að vænta. Fyrir-
hugað er að reisa sérstakt
elliheimili, en við það rým-
ist í sjúkrahúsinu, þar sem
nú eru um 24 rúm notuð
fyrir aldrað fólk. Kvenfélag
Bólstaðahlíðarhi epps hefur
nýlega gefið 75 þús. kr. til
byggingar elliheimilisins, og
ætlunin er að hefjast handa
um bygginguna á næsta ári,
að því er við fréttum hjá
Jóni ísberg sýslumanni.
Ormar Þór Guðmundsson,
arkitekt, hefur gert teikning
una að elliheimilinu. Og er
við fórum til hans, til að
skoða líkanið, sáum við að
í framtíðinni er þarna líka
fyrirhugaður starfsmannabú-
staður fyrir sjúkrahúsið,
læknisbústaðir á árbakkan-
um og viðbygging við sjálft
sjúkrahúsið. Það er að vísu
enn framtíðardraumar, en
skipulag verður að vera á
svæðinu áður en byrjað er
að reisa þar nýjar bygging-
ar. Elliheimilið nýja á að
standa vestan við sjúkrahús
ið eða fjær veginum. Hluti
byggingarinnar verður á 3
hæðum, þar sem öll einstakl
ingsherbergin eru á 2. og 3.
hæð, en sameiginlég íveru-
herbergi á 1. hæðinni, enda
er hún tengd gamla sjúkra-
húsinu með gangi, svo -nýta
megi eldhúsið þar líka fyr-
ir elliheimilið. Gert er ráð
fyrir 20 „einstaklinga her-
bergjum'* og eru 12 þeirra
ætluð tveimur. En út frá
byggingunni ganga álmur á
einni hæð með 9 íbúðum fyr
ir hjón. Innan húsanna allra
myndast „torg“ eða garður,
sem hefur skjól af húsunum
á alla vegu og opnast suð-
vestur, en þeirrar áttar gætir
næstum aldrei á Blönduósi.
Þannig er reynt að fullnægja
kröfum, sem gera verður til
elliheimilisins, að því er arki
tektinn tjáði okkur, annars
vegar að tryggja ró og næði
og ótruflað einkalíf, hins veg
ar að þjóða upp á tilbreytni
og samskiþti vistmanna. Elli-
heimilisbyggingin á að rýma
í sjúkrahúsinu og geta hýst
50 gamalmenni úr sýslunum.
Annar merkur áfangi í
sjúkramálum þó ekki sé
hann eins stór, er tilkoma
snjóbíls, sem læknirinn
kvaðst eiga von á. Þetta er
svo kallaður Snowtrack, sem
búið er að kaupa til notk-
unar í neyðartilfellum.
Höfðu sýslan, héraðssjúkra-
húsið, samvinnufélögin,
slysavarnafélagið o.fl. bund-
izt samtökum um kaupin á
snjóbílnum og var hann
væntanlegur næstu daga, er
við vorum þar á ferð.
Stækkun skólans og lenging
bryggjunnar.
Við náðum tali af sveitar-
stjóranum, Einari Þorláks-
syni, sem er fæddur og upp-
alinn Blönduósingur, og er
fyrsti sveitarstjórinn þar. —
Hér eru um 650 íbúar, sagði
hann. Varla eru nógu mikil
viðfangsefni á staðnum, flest
ir vinna við einhvers konar
þjónustu við sveitirnar. Hér
þyrfti að vera meiri smáiðn-
aður, og það færist heldur í
áttina með það. T.d. eru tvö
trésmíðaverkstæði og tvö
bifreiðaverkstæði. En lítið er
kosti 15 millj. kr., en höf-
um ekki fengið leyfti til að
byrja byggingarframkvæmd-
ir enn. Þó er brýn þörf fyrir
það, því við erum með hluta
af skólanum í leiguhúsnæði í
Félagsheimilinu.
— Annað áhugamál okkar
hér, er að lengjá bryggjuna
um 24 eða 25 metra. Þá get-
um við tekið öll stærri skip-
in upp að. Nægilegt dýpi er
við bryggjuna, en með þessu
fáum við lengri bryggju á
sama dýpi.
Þjónusta við byggðirnar í
kring.
Oddvitinn, Ólafur Sveins-
son, kaupfélagsstjóri, tók í
sama streng varðandi at-
vinnulífið á Blönduósi, er
við ræddum við hann. Það
sé ekki ýkja fjölbreytt; þar
sem stór hópur vinni við
verzlun og þjónustu. — Hér
Einar Þorláksson,
sveitarstjóri
dag ætlum við t.d., stór hóp-
ur, að fara að spila bridge.
Flest kvöld er eitthvað í hú«
inu. Nú er undirbúningur
undir Húnavökuna í fullum
gangi. Söngflokkar að æfa og
Leikfélag Blönduóss að æfa
leikrit eftir Pál H. Jónsson.
Héraðssjúkrahúsið á Blönduisi (Blöndubrú efst í horninu tU vinstri). Líkan af fyrirhug-
um byggingum Elliheimilið tengt sjúkrahúsinu með gangi. Aðalbygging og íbúðaálmur
mynda hring um „garð“. Til hægri starfsmannabústaður og efst til vinstri læknabústaðir.
um daglaunamenn, þegar
unglingarnir eru farnir í skóla
á haustin.
— Skólinn hér tekur yfir
skyldunámið og hefur lands-
prófsdeild. Við höfum látið
skipuleggja skólasvæði og er
um búnir að láta teikna við-
byggingu, sem áætlað er að
Fyrirliugað skipulag á skólahverfi og fieiru, séð af Blöndubr inni. Félagsheimilið Iengst til
vinstri og gamii sk< ,’inn næst á veginum til hægri. Hann á að stækka og milii þessara
bygginga á að koma sundlaug og fleira. Fjærst er gagnfræðaskólabygging og kirkja.
er bæði sýslumannssetur,
hótel, símstöð og héraðshæli
og töluverður hópur starfar
í kringum það, sagði hann.
Þetta er yfirleitt fastavinnu-
fólk. Þeir sem kalla mætti
verkamenn, eru flestir með
smábúskap líka, sem þeir
sinna yfir veturinn. Fjáreign
in er þó ekki svo lítil, því
Blönduósingar lögðu inn
2000 fjár tii slátrunar á sl.
ári. Sá hópur manna, sem
hefur atvinnu af þjónustu
við byggðirnar í kring, hefur
nokkuð jafna atvinnu,
kannski heldur minna yfir
veturinn, en gott er að geta
einhvern tíma árs tekið það
svolítið rólegar.
Ólafur nefndi einnig sem
aðaláhugamál Blönduósinga
að fá skólann stækkaðan og
bæta hafnaraðstöðuna. —
Við förum í annað hvort I
sumar, sagði hann. Skólinn
yrði stækkaður um rösklega
helming. Það verður að vísu
svolítið við vöxt, en þörfin
fyrir hann er fljót að koma.
— Félagsheimilið var kom
ið í notkun fyrir nokkrum
árum, þó enn eigi eftir að
innrétta eldhús og fleira smá
vegis. Við erum mjög ánægð
ir með að hafa það, en geng-
ur illa að reka það. Stendur
á framlögum frá Félagsheim
ilasjóði. í húsinu höfum við
3 bíósýningar í viku í sér-
stökum sal og sýnir aðsókn
að þörf var fyrir það. Einn-
ig er húsið mikið notað af
félögum hér. Þennan sunnu-
Húnavakan hefst á annan
páskadag, svo ekki er langur
tími til stefnu.
— Á vegum annarra en
opinberra aðila, er nýlokið
stórri Kaupfélagsbyggingu
um 6000 rúmmetrar að stærð
og erum við fluttir þangað
með verzlun og skrifstofur.
Á hverju ári eru byggð hér
nokkur íbúðarhús. í sumar
4—5 talsins. Auðvitað er ótal
margt, sem við þyrftum að
gera og sem bæði fyrrver-
andi og núverandi hrepps-
nefnd hefur talað um. En get
una vantar. Eitt er vatns-
veita. Ekkert afgerandi vatns
ból er til og þarf að leita að
vatni með borunum. Mest
skortir vatn í sláturtíðinni á
haustin. Eins er afleitt að
hafa ekki sundlaug, og lengi
verið um það talað.
— Sláturhúsið og frysti-
geymslur þess eru of litar
sl. haust tæplega 1100 fjár.
fjár hér á Blönduósi. Og var
hvergi utan Blönduóss slátr-
að svo mörgu fé. Húnvetn-
ingar eru miklir fjárbænd-
ur. Sá stærsti lagði inn hér
sl. haust træplega 1100 fjár.
Mjólkurflutningar hafa geng
ið ágætlega, en mjólkurfram-
leiðsla hefur dregizt heldur
saman. Austur-Húnvetningar
leggja meiri áherzlu á sauð-
fjárbúskap. Heiðarlöndin eru
stór og víðáttumikil og nóg-
ir aðrir til að framleiða
mj ólk, sagði Ólafur í lok
samtalsins.