Morgunblaðið - 12.03.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.03.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1967. 21 kirkja að geta risið. Ekki þarf að fara um það mörgum orðum, hví líkur munur það verður fyrir allt starfið að fá þannig eigið iheimili, svo ekki sé minnzt á, hve ramm- inn fyrir tilbeiðslu og guðsdýrk- un verður allt annar í kirkjunni en í skólasalnum, sem forráða- menn Réttarholtsskólans hafa af skilningi léð söfnuðinum undir guðsþjónustur og margvísleg félagsstörf. >ó ekki aetti að þurfa að slá þann varnagla, er kannski bezt að benda þeim, sem telja kirk}- ur byggðar af fé hins opinibera, á það, engan styrk hefur ríkissjóð- ur lagt byggingu þessarar kirkju. Rí'kið byggir ekki kirkjur, held- ur söfnuðirnir sjálfir. Aftur á móti ákvað Reykjavíkurborg að leggja kr. 500.000.00 í byggingar- sjóð á sl. ári, og er því treyst að sá styrkur verði veittur áfram. Bústaðakirkja ÞAÐ hefur mikið verið rætt um kirkjuna liðnar vikur. Sumir telja það kirkjunni ætið til góðs, þegar hún er á dagskrá, aðrir vilja kveða upp slíkan dóm að- eins eftir að gengið er úr skugga um, að hverju umtalið miðar. Ekki er ætlunin að tala um kirkj- una almennt í þessum línum, ekki verður heldur leitazt við að benda á það svið, sem kirkj- unni hæfi á síðari helmingi tutt- ugustu aldarinnár, hvað þá að rætt sé um það, hvernig bezt fari, að kristnir söfnuðir hagi lof gjörð sinni og tilbeiðslu. Þó Skal hér rætt um kirkju, hús, sem söfnuður er að reisa sér, en vonandi, að greina megi að baki þeim orðum hugsunina um aðra kirkju, sem ekki er með hönd- um reist. Húsið, sem hér verður gert að umtalsefni, rís ekki undir nafni, þegar það er kallað kirkja, því enn er langt í land, að það orð sé réttnefni. Þó segja sóknarbörn samnefnds safnaðar ætíð, að þau séu að fara upp í kirkju, þegar haldið er inn á hornið, þar sem Tunguvegur og Bústaðavegur afmarka það landssvæði, sem söfnuðinum var úthlutað. Og þar er risin töluverð bygging, fyrsti áfangi þess, sem síðar verður Bústaðakirkja með safn- aðarheimili. Og það hefur tölu- vert verið talað um þessa kirkju, ekki síður en þá, sem verið hef- ur mönnum tungutöm að undan- förnu. Þeir eru vissulega til, sem finnst í mikið ráðizt — of mikið — að ætla sér að reisa svo mikla byggingu. Enn aðrir telja, að kannski hefði verið heppi- legra — fallegra — að hafa hana einhvern veginn öðruvísi. En þó eru þeir langflestir, sem telja, að ekki megi hugsa alltof smátt, þegar reisa á hús, sem meira en fimm þúsund einstakl- ingar eiga aðild að, og engan hef ég hitt, sem ekki hefur getað viðurkennt, að í þessari kirkju og safnaðarheimili, sé tekið til- lit til félagslegra þarfa og þjón- ustu við sóknarbörnin, ung sem gömul, og þannig stuðlað að því með starfi hinna rúmhelgu daga, að kirkjan megi verða miðdep- ill hverfisins á sunnudögum. í hinum fyrsta áfanga, sem nú er risinn, er kjallari eða fyrsta hæð kirkju og safnaðarheimilis, mikil bygging. Þar er í framtíð- inni ætlunin að reka umfangs- mikla æskulýðsstarfsemi. Kostn- aðurinn við þennan áfanga er kominn yfir þrjár milljónir. Ekki er samt ætlunin að halda áfram að sinni með að byggja ofan á alla þessa fyrstu hæð. Á- ætlun sú, sem forráðamenn safnaðarins hafa samþykkt, kveður svo á, að næst skuli reisa kirkjuskipið sjálft, sem áætlað er að kosti 2.3 milljónir auk for- kirkjunnar (anddyris, fata- geymslu, snyrtiherbergi), sem mun kosta 800.000,00 krónur eft- ir kostnaðaráætlun verkfræð- ings. Þetta er mikið fé, og ekki er laust við, að kvíða gæti hjá þeim. sem láta sig dreyma um hraðar byggingarframkvæmdir, en hvorki örvænta þeir hinir sömu né eru heldur reiðubúnir til þess að gefast upp fyrr en fullreynt er með árangur. Hefur nú öllum heimilum í söfnuðinum verið skrifað bréf, þar sem þeim tilmælum er kom- ið á framfæri, að sem allra flest- ir leggi sitt fram til þess að kirkjan megi rísa. Eru þau Mka orðin mörg heimilin, sem hafa lagt fram rausnarlegar fjárupp- hæðir, og fjölmargir hafa ákveð- ið að gefa ákveðna upphæð mán- aðarlega — allt upp í 500,00 kr. á mánuði — í byggingarsjóðinn. Á sl. ári námu frjálsar gjafir kr. 550.000,00 en þar með er tal- ið framlag Kvenfélags Bústaða- sóknar, 200.000,00 krónur og Bræðraíélags sóknarinnar, að upphæð kr. 50.000,00. Þá gaf kirkjukórinn og organistinn kr. 26.000,00, og aðstandendur Guð- mundar heitins Jónssonar, fyrr- verandi símaverkstjóra hafa stofnað minningarsjóð um h&nn með kr. 35.000,00 framlagi, er þeim sjóði ætlað að efla tón- mennt og tónflutning innan safn aðarins í framtíðinni, en að sinni er féð notað til byggingarfram- kvæmda. Er sjóður þessi opinn fyrir frekari gjöfum, en stofn- endum færðar þakkir fyrir vin- semd í garð safnaðarins. SL sunnudag, Æskulýðsdag kirkjunnar, afhentu unglingarn- ir í Æskulýðsfélagi safnaðarins kr. 10.000.00 í byggingarsjóðinn, og vitað er, að gjafirnar á þessu ári munu verða miklu meiri en í fyrra, til þess benda umsagnir þeirra, sem heimsótt hafa heim- ilin undanfarna daga. Hefur fjár söfnunarnefndin unnið mdkið starf að undirbúningi og fram- kvæmd söfnunarinnar. Og með sameinuðu átaki sóknarbarna og annarra velunnara á Bústaða- Með línum þessum eru þeir, sem heimsóttir eru nú á veg- um fjáröflunarnefndar, hvattir til þess að taka málaléitaninni vel og athuga, hvort ekki er hægt að styðja þessar byggingar- framkvæmdir nú, svo að ekki þurfi kirkjan að vera alltof mörg ár í smdðum. Flestir hafa vitan- lega nóg við peningana að gera, en ekki er sama, hvernig þeim er varið eða í hvað. Ríflegra framlag á þessu ári og hinu næsta losar líka við árlegar heim sóknir næsta áratug, sem annars væri óhjákvæmilegt, ef kirkjan yrði svo lengi í smíðurn. Minn- umst þess, að Guð elskar glað- an gjafara. Ólafur Skúlason, sóknarprestur. VAUXHA wi/a Véiadeild Ármúla 3 Nýja Cortínan er meiri Cortina! Yfir 500 sigrar í erfiðustu þol- og kappaksturskeppnum um allan heim. Nýja Cortinan er 6 cm breiðari. Hún er mýkri ( akstri, rúmbetri og stöðugri á vegum. Hin nýja kraftmikla 5 höfuðlegu vél gefur bifreiðinni mjúkon og öruggan akstur. Gúmmíhlífar yfir höggdeyfurum varno skemmdurn vegna óhreininda. Kraftmikil miðstöð og loftræsting með lokaðar rúður. Mikið farangursrými. Ný og betri bólstrun á sætum. SVEINN EGILSS0N H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 Verð á Cortina De Luxe er kr. 182 þús. Innifalið: Hlífðarpönnur undir vél og benzíngeymi. Styrktar fjaðrir og höggdeyfar. Stór rafgeymir. Hjólbarðar 560x13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.