Morgunblaðið - 12.03.1967, Blaðsíða 4
4
JSIUKUtrNBLAÐie, 5UWUUDAGUR 12. MARZ 1967.
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
Daggjöld kr. 300,00
og kr. £,50 á ekinn km.
SENDUM
MAGMUSAR
sKiPHom21 símar 21190
eftir lokunsimi 40381
siM' 1-44-44
\mm
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
bíloleigan
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensin innifalið í leigugjaldi.
Sími 14970
BÍLALEIGAN
VAKUR
Snndlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
Afalfundur
Málarafélags Rvíkur verður
haldinn í félagsiheimili raf-
virkja og múrara Freyjug. 27,
sunnud. 19. marz kl. 2 síðd.
Stjórnin.
FÉLAGSLÍF
Ferðafélag
íslands
efnir til tveggja Þórsmerkur-
ferða um páskana. Önnur ferð
in er fimm daga, lagt af stað
á fimmtudagsmorgun (skír-
dag) kl. 9.30 frá Austurvelli.
Hin ferðin 2% dagur, lagt af
stað á laugardag kl. 2. Gist í
sælxxihúsi félagsins í Þórsmörk.
Gert er ráð fyrir að fara
fimm daga ferð að Hagavatni
ef fært verður þangað.
Upplýsingar í skrifstofu fé-
lagsins, símar 11796 og 19533.
■Jr I»órarinn
skólameistari
„Foreldrablaðið" barst mér í
hendur í vikunni. >ar rakst ég
á hluta viðtals við Þórarin
Björnsson skólameistara. Þetta
viðtal hafði upphaflega birzt í
Degi á Akureyri. í tilefni sex-
tugsafmælis Þórarins.
Hér ræðir Þórarinn um sið-
gæði og gáfur. Það er fróðlegt
að kyrmast sjónarmiði skóla-
meistara í þessu sem svo mörgu
öðru — og jafnan geta menn
lært eitt og annað af því, sem
þessi merki skólamaður hefur
að segja. Ég leyfi mér að birta
þennan kafla hér:
„Hinn merki skólamaður,
Þórarinn Björnsson, skólameist
ari á Akureyri, átti viðtal við
bleðið Dag á sextugsafmæli
sínu 19. des. 1965. Foreldra-
blaðið birtir hér hluta af þvi
viðtali með leyfi hans.
— Hvort metur þú meira,
gáfur eða siðgæði?“
— Eftir því sem ég eldist og
reyni meira, met ég meira sið-
gæðisþroskann. og námshæfi-
leikarnir skipa ekki æðsta sess-
inn. Nemendum, sem taldir eru
greindir, en mér hafa fundizt
siðlega gallaðir, bendi ég stund
um á, að það sé ekki greindar-
legt að haga sér illa. Þeir eigi
einmitt að nota greindina til
þess að forða því, að lestir
þeirra spilli lifi þeirra. Þannig
sanni þeir bezt greind sína. Og
þá er ekki nóg, að greindin
snúist í klókindi. Menn kom-
ast aldrei alla leið á klókind-
um. Klókindi vekja tortryggni
og vantraust og þannig eiga
menn á hættu að fyrirgera því
bezta, sem hægt er að eiga,
traustinu. Það er hreinleikinn,
sem er bezta vörnin, en klók-
indin eru löngum óhrein. Ég
var að hugsa um það nýlega,
að liklega væri ekki hægt að
segja um neinn mann, að hann
væri viturt illmenni. Þessi tvö
orð eiga ekki samleið. M.ö.o. það
er einn þáttur vitsmunanna að
vera góður. Annars mun það
löngum reynast erfitt að tryggja
það, að lærðir menn séu jafn-
framt siðlega þroskaðir. Reyna
má þó að benda þeim á, að sá
þátturinn hljóti alltaf að verða
mikilsverður í gengi þeirra og
gæfu, að þeir hegði sér drengi-
lega. Það virðist islenzkur veik-
leiki að fyrirgefa lesti, ef gáfur
eru nógar. Gáfurnar hafa alltaf
veríð svo miikils metnar hjá
okkur, að þær hafa verið látnar
afsaka ýmiss konar misgerðir.
Ég met siðgæði meira en gáfur.
Gáfurnar eru ekkert nema
möguleikar, sem eftir er að
vinna úr. En til þess þarf heið-
arleika og siðgæði, og það ræð-
ur jafnan xirslibum.
— Finnst þér ekki, að nú sé
tími hinna miklu tækiifæra?
— Jú, vissulega er það svo,
enda er stundum um það tal-
að, hvað unga fólkið eigi nú
gott með allt þetta val, sem
lifið býður því. Rétt er það að
vissu leyti. en menn gæta þess
ekki aldtaf, að hin mörgu tæki-
færi auka einnig á hætturnar.
Það er ekki nóg að hafa mögu-
leikana. Vandinn er að skapa
eitthvað úr þeim. Áður var það
á vissan hátt styrkur, hvað
tækifærin voru fá. Brautin var
mörkuð af aðstæðum og ekki
um annað að gera en berjast
til þrautar á þeim vettvangi,
sem fyrir þeim lá. Nú eru menn
togaðir í allar áttir og vita oft
ógerla, hvert stefna skal. Og
peningarnir veita ungu fólki
oft hættulega mörg tækifæri,
löngu áður en það hefir þroska
til að velja og hafna.
Tæknin hefur gert ofckur svo
frjálsa gagnvart hlutunum.
Áður var erfiðið verst að fást
við náttúruöflin og hlutina. Nú
er því oki óðum að létta af
okkur. Maðurinn öðlast nýtt og
áður óþekkt frelsi. En frelsið
er ekki einhlítt. Maðurinn þarf
jafnframt að vera í einhverj-
um skorðum. Þegar aðfhald hlut
anna hverfur, þurfa að taka
við aðrar hömlur, ef við eig-
um ekki að svífa í lausu loftL
Hin siðgæðislegu bönd þurfa
að vera sterkari nú en áður
vegna þessara breytinga á lífs
baráttunni. Innri bönd þurfa að
skapast í staðinn fyrir ytri
bömlur. Áður lagði náttúran
okkur til verkefnin og skapaði
okkur vissa fótfestu, og glíman
við hlutina létti okkur glímuna
við manninn. En sú glíma
verður erfiðasta verkefni fram
tíðarinnar. Hið siðferðilega los.
sem orðið er af áberandi í þjóð-
lífinu, er meginhætta þjóðar-
innar.
í sarobandi við glímuna við
náttúruna og hlutina skipti
mesbu að vera hygginn. Nátt-
úran hefndi sín. ef á hlut henn-
ar var gengið. Menn sviku
sjálfa sig, ef menn sviku nátt-
úruna .Nú eru viðskipti þorra
m.anna orðin næsta lítil beint
við náttúruna. Það eru við-
skipti manna á milli, sem kom-
in eru í staðinn. >á vofir sú
hætta yfir, að það, sem voru
hyggindi í viðskiptum við nátt-
úruna, verði að refjaun í við-
skiptum við manninn, og þá er
siðferðileg vá fyrir dyrum og
öll sönn menning í voða. Vera
má, að ekki sé unnt að efla og
varðveita mannlegt siggæði
nema á trúarlegum grundvelli.
Ég ætla, segir skólameistaiú með
áherzlu. að við munum oll að
síðustu uppskera eins og við
sáum, hvort sem það verður í
þessu lífi eða öðru“.
'ér Bruninn
Eldsvoði er eitt hið óbugnan-
legasta af slysum og óhöppum.
Það fer hálfgerður hrollur um
okkur, þegar við virðum fyrir
okkur brunarústirnar við Lækj
argötu. Þar munaði litlu að
tjón yrði á mönnum, sem betur
fór björguðust allir lifandi.
Sórt er Reykvíkingum að missa
bústað séra Bjarna og konu
hans með öllum þeim munum
og ritsmíðum, sem fyrir löngu
urðu hluti af sál borgarinnar.
Mennirnir hverfa, það er lög-
málið. En þegar þeir kveðja
öðlast ýmsar eigur þeirra tvö-
falt gildi fyrir þá, sem eftir
eru. Nú er tómlegra við Lækj-
argötu, það finnst mörgum.
Einkum þeim Reykvíkingum,
sem teknir eru að reskjast og
eiga langa sögu. langa slóð,
sem oft hefur legið um Lækj-
argötu.
Jafnframt því sem við minn-
umst þess gamla er vert að
geta þess nýja. Frásögn sjón-
varpsins í máli og myndum af
þessum atburði — á föstudags-
kvöldið — var fyllri og greini-
legri en við bjuggumst við.
Mjög góð og eftirtektarverð.
Okkur hjá dagblöðunum er
orðið um og ó — efcki síður
en þjóðleibhússtjóra, sem sagði
á blaðamannafundi í sjónvarp-
inu sama kvöld, að dregið hefði
úr aðsókn í leikhúsinu — senni
lega vegna sjónvarpsins. Kvik-
myndahúseigendur eru heldur
ekkert hréssir yfir þessu.
Annars ér sjónvarpið einmitt
á því stigi núna að fullnægja
sjónvarpsþörf flestra notenda
þótt sendingar séu ekki nema
fjóra daga vikunnar. En ein-
mitt vegna þess að ekki er
sjónvarpað alla daga vill fólk
síður missa af dagskránni og
er bundnara heima við fyrir
bragðið — eða finnst það vera
bundnara.
Þegar farið verður að sjón-
varpa á hverjum degi breyt-
ist þetta. Fólk getur þá ekki
séð allt og byrjar að hadfna og
velja og ýmsir munu þá að lík-
indum horfa minna á sjónvarp
en þeir gera nú. Ég held að
dagar leikhúsanna séu ekki
taldir siður en svp. En við
þurfum að styðja við bakið á
Leikfélagi Reykjavíkur svo að
það geti komið sér upp nýju og
myndarlegu leifchúsi. Reyndcir
munaði mjóu að Leikfélagið
missti það litla sem það hefur
í brunanum í Lækjargötu.
Lokað
verður eftir hádegi mánudaginn 13. marz vegna
jarðarfarar Þuríðar Árnadóttur.
Sápugerðin Frigg, Lyngási 1, GarðahreppL
)á)/f
Fyrlr pressuballið
Síðir samkvæmiskjólar (aðeins einn af hverri gerð)
Samkvæmistöskur (Silfur og gylltar)
Samkvæmishanzkar (Silfur og gyOtir, einnig skinn)
Herðasjöl (vírofin. einnig alsilki).
Skartgripir — Frönsk ilmvötn.
Samkvæmisblússur — síð pils.
r
ADALVINNINGAR
Vetrarferð með Gullfoss.
Hringferð fyrir 2 með Esju.
Súlasalnum Hótel Sögu sunnudag kl. 8.30.
Stjórnandi Baldur Hólmgeirsson.
FJÖLDI GÓÐRA VINNINGA
Grillofn eða Nilfisk ryksuga
rafmagnspanna, brauðrist
Hárþurrka á gólfstatívi og fl.
Borðpantanir á Hótel Sögu eftir kl. 4 í síma
20221.
Dansað til kl. 1.
Styrktarsjóður Sjómannafélags Beyjavíkur.