Morgunblaðið - 12.03.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.1967, Blaðsíða 16
16 MOKUUNBLAÐIÖ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1967. Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Simi 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ISLAND OG MARKAÐSMÁLIN rrindi það um viðhorfin ^ alþjóðaviðskiptamálum sem Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri flutti fyrir skömmu á hádegisverðar- fundi Verzlunarráðs íslands verðskuldar fyllstu athygli. Hann rakti þar helztu þætt- ina í þeirri þróun, sem átt hefur sér stað síðastu árin og ræddi markaðsmálin með sérstöku tilliti til hagsmuna ísiands. í erindinu vakti Þórhailur m.a. athygli á þeirri stað reynd, að yfir 60% af vöru- viðskiptum okkar, bæði inn- flutningi og útflutningi, eru við l<önd markaðsbandaiag anna tveggja, EFTA og Efna- hagsbandaiags Evrópu. Sú íoltamismunun, sem bitnar á íslenzkum útfiutningi til beggja þessara markaðssvæða væri þegar farin að gera vart við sig. Að því er EFTA smerti, væru áhrifin mest í Bretlandi, þar sem sífdarlýsi og freðfiskflök frá Ísiandi væru tolluð á 10%, en toll- frjáls frá Danmörku og Nor- ogi. Áþreifanlegt dæmi um afteiðingar þessa væri sú ininnkun, sem orðið hefði á sölu freðfiskflaka til Bret- lands, en hún hefði dottið nið- ur úr 8.566 tonnum 1965 í 498 tonn í fyrra, enda þótt fleiri orsakir lægju þar til grundvalílar. Erfiðlei'karnir á útflutningi til Efnahagsbanda lagsríkjanna ættu einnig eftir að koma sérstaklega fram þeg ar ytri tollur bandalagsins væri komin til framkvæmda og sameiginieg fiskimála- stefna farin að verka. Þær upplýsingar, sem fram komu í erindimu varðandi Kennedy-viðræðurnar svo- nefndu eru einnig tiiefni til aivarlegrar íhugunar af ís- lenzkri háilfu. Efnahagsbanda lagsríkin hafa einungis reynzt fáanleg til að bjóða lækkun ytri tollsins fyrir freðfisk um 1%, þ. e. úr 18% í 17%, ásamt nokkurri auknimgu tollfrjálsa kvótans fyrir nýja og frysta síld. En engin tollalækkun eða tollkvóti stendur til boða fyrir ísfisk, þar sem ytri toll- urinn er 15%. Takmark Kennedy-viðræðnanna var sem kunnugt er það, að lækka almennt tolla um helming, en horfur eru nú taldar á að meðal toHalækk- un iðnaðarvara verði aðeins 20 til 30% og árangur á sviði landbúnaðar og sjávarafurða fyrirsjáamlega miklu minni. Þegar framamgreind atriði eru íhuguð, verður ekki kom- ist hjá því að gera sér grein fyrir að horfur í útflutnings- málum íslendinga eru ekki sérlega góðar. Hefur reynd- ar öllum verið ljóst, að sú þróun, sem orðið hefur í markaðsmálum síðustu árin mundi fyrr eða síðar leiða til þess að íslendingar yrðu að taka ákvörðun um nýja stefnu í þeim málum. Svo virðist sem þörfin á ákvörð- un í þeim efnum verði æ meiri með hverjum mánuði sem líður. Enda þótt margt sé enmþá óljóst um þróun þessara mála í framtóðinni, virðast engu að síður mjög litlar lákur á, að hagsmun- um íslands verði borgið með því að standa áfram fyrir ut- an þau markaðssvæði, sém mynduð hafa verið. í því samibandi hlýtur at hyglin í vaxandi mæli að 'beinast að EFTA og þeim mikla árangri, sem aðildar- ríki fríverzlunarsvæðisins telja sig hafa náð með frjálsari viðskiptum sin í milli. Spár þeirra aðila í þátt- tökurí'kjum friverzlunar bandalagsins, sem í upphafi ræddu af mikilli svartsýni um afleiðingar þessa samstarfs fyrir bæði iðnað og fleiri at- vinnugreinar, hafa ekki reynzt eiga við rök að styðj- ast. Þótt ekki horfði sem væn legast í byrjun, hefur þvert á móti dómur reynslunnar sýnt, að þarna var rétt spor markað og eru aliir, sem hlut eiga að máli sammála um það nú í öilum höfuðatriðum, að svo hafi verið. Að sjálfsögðu yrði í þessu efni, eins og öðr- um meiri háttar málum við ýmsa erfiðleika að etja fyrir ..siendinga, en en.gin ástæða er að óreyndu til að ætla, að ekki tækist að vinna bug á >eim og ná samkomulagi um hæfilegt aðlögunartiímabil, sem gefið gæti iðnaðinum svigrúm til að styrkja að- stöðu sína og efla samkeppn- ishæfni. Ekki verður því að óreyndu trúað að íslenzkur iðnaður geti ekki, eins og t.d. iðnaður hina Norðurlandanna stóreflst, ef honum yrði rudd braut á þeim stóru mörkuð- um, sem nú er óðum að fjar- lægjast. Rí'ka áherzlu verður x> að leggja á það að gætilega verði búið um alla hnúta í upphafi og krefst slií'kt að sjálfsögðu rækilegs undir- búnings. Þegar mál þessi eru íibug- uð er full ástæða til að hafa huga niðurlagsorð áður- nefnds erindis Þórhalls Ás- Igeirssonar ráðuneytisstjóra, en þau voru á þessa leið: ÉLsSk mj UTAN ÚR HEIMI Mynd þessi var tekin árið 1959. A henni eru, AWce B. Toklas, lengst til hægri, ásamt (frá vinstri) Sylviu Beach, sem nú er látin, Thornton Wilder, Morrill Cody og Man Ray. Alice B. Toklas látin — var I áratugi sambýliskona skáldkounnar Gertrud Stein I SÍÐUSTU viku lézt í París Alice B. Toklas, fyrrum vin- kona og sambýliskona skáld- konunnar bandarísku, Ger- trud Stein. Stein skrifaði, sem kunnugt er, bókina „Sjálfs- ævisaga Alice B. TokIas“, sem að mestu leyti fjallaði um Gertrud Stein — var í raun og veru sjálfsævisaga hennar sjálfrar — auk þess sem þar koma við sögu margir mennta- og listamenn. Þær Gertrud Stein ag Alice B. Toklas hittust fyrst í París árið 1907 og voru eftir það óaðskiljanlegar, unz Gertrud Stein lézt árið 1946. Þær voru meðal heiztu persónuleika bandarísku „listamannaný- lendunnar" í París á þessum árum, höfðu saman íbúð í Latínulhverfinu og þangað komu allir helztu listamenn og rithöfundar, allt frá Pi- casso til Hemingways. í erfðaskrá sinni lagði Ger- trud Stein svo fyrir, að Alice B. Toklas yrði grafin við hlið sér í Pére Laehaise kirkju- garðinum. Fór útförin fram sl. föstudag frá St. Ghristopihe de Javel kirkjunni, skammt frá heimili hennar í Rue de la Convention. Við fráfall hennar fellur mikilsvert mál- vehkasafn, er þær Gertrude Stein áttú í sameiningu, til ættingja Stein í Bandaríkjun- um. í þessu safni eru meðal annars 27 málverk eftir Pi- casso, sjö málverk eftir Juan Grises og a.m.k. eitt eftir Matisse. Ættingjar Gertrud Stein hafa ekki verið ýkja hrifnir af því að málverkin skyldu vera alltaf í eigu Toklas, né þeirri ráðstöfun Gertrude Stein, að koma eignum sínum fyrir þannig, að vinkonu hennar yrði séð fyrir lífeyri svo lengi sem hún lifði — og fengu þeir tekið fyrir peninga greiðslur til hennar. Þá hrökklaðist Alice B. Toklas úr ibúðinni, sem þær 'höfðu haft saman við Rue Dauphine og eftir það hafði Toklas lífeyri úr sjóði, sem ýmsir listamenn og rithöfundar lögðu fié í, þeirra á meðal leikritahöfund urinn Thornton Wilder. Vinir hennar höfðu með höndum stjórn þessa sjóðs og nú fyrir nokkru höfðu þeir náð sam- komulagi við ættingja Ger- trud Stein um lífeyrisgreiðsl- ur til Alice Toklas þar til hiún fiélli frá. Bæði Hemingway og Pi- casso hafa sagt frá því, að „Nú hefur skapazt nýtt við- horf, sem kal'lar á nýjar á- kvarðanir. Við komumst ekki hjá því, fyrr eða síðar, að taka afstöðu til markaðs- bandalaganna, sem um leið er afstaða með eða móti Ev- rópusamstarfi. Með því að gera ekki neitt, nema bíða átekta, eigum við það á hættu, að ísland einangrist viðskiptalega meir og meir og fjarlægist smám saman Norðurlöndin og Evrópu. Mér er óskiijanlegt, að slí'k stefna sé í samræmi við hags- muni og vilja íslenzku þjóð- arinnar.“ KAUPA Á 3-4 SKUTTOGARA ¥ umræðum um sjávarút- * vegsmál á Alþingi nú í viku- lokin skýrði Eggert G. Þor- steinsson sjávarútvegsmála- ráðherra frá því, að ríkis- stjórnin hefði haft til at'hug- unar að undanförnu, hvern- ið bezt yrði greitt fyrir kaup- um á 3—4 skuttogurum hing- að til lands. Er ætlunin að kaupa þessi skip af mismun- andi stærðum og gerðum, til þess að öðlast sem víðtæk- asta reynslu af helztu gerð- um skuttogara við íslenzkar aðstæður. Ástæða er til að fagna þess um upplýsingum, en þær sýna ásamt mörgu öðru, að ríkisstjórnin vill einskis láta ófreistað til að tryggja fram- tíð íslenzkrar togaraútgerð- ar. Á undanförnum árum hafa komið fram ýmsar nýj- ungar í gerð togveiðiskipa og eru skoðanir enn nokfcuð skiptar um það, hverjar reyn ast muni affarasælastar til frambúðar. Þar við bætist svo, að ekki er jafnan fullvíst að skip, sem gefist hafa vel til útgerðar í öðrum löndurn henti sérstaklega íslenzkum aðstæðum. í svo þýðingar- mifclu máli er engum til gagns að rasað sé um ráð fram, og lofa aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í þessum efn- um góðu um að vel- verði til málsins vandað. Sú mikla þýðing, sem tog- araútgerð hefur á liðnum ár- um haft fyrir afkomu þjóð- arinnar er þess valdandi, að margir muni fagna því að ákveðið skuli hafa verið að stíga á nœstunni ný spor henni til eflingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.