Morgunblaðið - 29.03.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1967.
19
ÚTRÚLEGT
EN
SATT
75 dagar
kr. 11.800.
SÍGLID TIL MÚTS VIÐ SUMARD
f fyrsta sinn fá fslendingar nú tækifæri til að sigla með stóru og nýtízkulegu skemmtiferðaskipi til Norður-
Evrópu á yndislegasta og blómaríkásta árstímanum þar, áður en sumarhitarnir byrja fyrir alvöru.
Farkosturinn er nýlegt luxusskip á níunda þúsund smálestir, þar sem 190 manna áhöfn veitir 350 far-
þegum 'fullkonma þjónustu. Um borð er hægt að veita sér flest lífsins gæði, hlaðin borð af góðum mat
á matmálstímum og fjölbreyttar veitingar og skemmtanir um borð í rúmgóðum samkomu§ölum, þar
sem hljómsveitir leika á hverju kvöldi. Rúmgóðar setustofur, lesstofur, með góðu íslenzku bókasafni
spilastofur, kvikmyndasýningar. — Tvær sundlaugar, önnur úti en hin inni, með upphituðum sjó.
Hárgreiðslustofa — lítið sjúkrahús með lækni og hjúkrunarkonu. Verzlanir hlaðnar myndavélum, ilmvötn
um, silkiefnum og öðrum eftirsóttum varningi, sem seldur er tollfrjáls um borð. Matseðlar á íslenzku
við hverja máltíð. Margir fararstjórar frá SU NNU annast um fjölbreytt skemmtanalíf um borð og
gefa fólki kost á ótal kynnis- og skoðunarferð um á landi.
Ferðaskrifstofunni SUNNU er ánægja að því að geta b oðið viðskiptavinum sínum svo glæsilegan farkost, því
enn sem fyrr er kjörorð okkar óbreytt: „Aðeins það bezta er nógu gott fyrir okkar farþega“.
Vinsamlegast gangið snemma frá bókunum yðar og veljið herbergi. Þeir, sem koma snemma eiga mest úrval
úr íbúðum um borð.
18. APRÍL, þriðjudagur: Sigl t frá Reykjavík að
morgni. Faiið fyrir Reykjanes um hádegi og síð-
degis siglt framhjá Surtsey og Vestmannaeyjum.
Kynningarkvöldvaka og dansleikur um kvöldið í
aðalsal skipsins. Dansað framyfir miðnætti.
19. APRÍL, miðvikudagur: Á siglingu. Kvik-
myndasýning síðdegis. Veitingasalir og samkomu-
salir opnir allan daginn. Dansleikur um kvöldið.
20. APRÍL, fimmtudagur: Siglt upp að ströndum
Noregs með morgninum, komið inn á höfnina í
Bergen um hádegisbilið og lagzt að hafskipabryggju.
Kl.' 2 er farið í ökuferð um borgina og nágrennl
hennar. Skoðað hið undurfagra landslag, þar sem
skógar prýða fjalla- og fjarðabyggðir frænda okk-
ar, en einmitt frá þessum slóðum komu margir
hinna íslenzku Iandnámsmanna. Klukkan 8 um
kvöldið Iætur skipið aftur úr höfn í Bergen og sigl-
ir innan skerja áleiðis til Osló. Allir veitingasalir og
barir opnir og dansleikur um ltvöldið.
21. APRÍL, föstudagur: Á sglingu um hina und-
urfögru siglingaleið innan skerja suður með Nor-
egsströndum, sem talin er ein fegursta siglingaleið
í heimi. Síðdegis er komið inn á hinn fagra Osló-
fjörð og lagzt að bryggju í Osló um kl. 20.00. Sam-
eiginlegt ferðalag með -þeim er óska á skemmti-
staði í Osló. Allir samkomusalir og veitingasalir
einnig opnir um borð, fyrir farþega og gesti þeirra
úr landi.
22. APRÍL, laugardagur: Farið í skoðunarferð um
Osló og nágrenni hennar. Lagt af stað með bílum
frá skipshlið kl. 10.00 M.a. skoðaður Vínlandsgarð-
urinn og Bygdösafnið, þar sem sjá má víkingaskipið
forna, heimskautafar Nansens, „Fram“ og hinn
fræga Kon Tiki fleka, ásamt mörgu öðru. Ekið upp
á Holmenkollen, þar sem útsýn er fegurst yfir Oslo-
borg og hið fagra umhverfi hennar. KI. 18.00 er siglt
frá Oslo út Oslofjörðinn ál eiðis til Kaupmannahafn-
ar. Skcmmtun og dansleikur að afloknum kvöldverðL
23. APRÍL, sunnudagur: Siglt upp að Sjálands-
ströndum með morgninum og lagzt að skemmti-
skipabryggjunni við Löngulínu, þar sem skipið ligg-
ur sem fljótandi hótel meðan dvalið er í Kaup-
mannahöfn. Kl. 10 fara þeir, sem óska í skemmtiferð
um Sjáland. Ekið hina undurfögru leið norður
„Strandvejen til Luiseana safnsins, þar sem náttúru-
fegurð gefur fagurri list óviðjafnanlegt umhverfi
í nýtízkulegum salarkynnum. Þaðan er ekið að
Kronborgarkastala, þar sem Hamlet ríkti. Herra-
garðsmiðdagur er snæddur á 200 ára gömlum veit-
ingastað á Sjálandi, skammt frá konungshöllinni
Fredensborg. Síðan er ekið um vatna- og skóga-
byggðir Norður-Sjálands um stærstu skóga Dan-
merkur til Hilleröd, þar sem skoðuð er hin mikla
Friðriksborgarhöll. Komið aftur að skipi um kl.
17.00, eftir viðburðaríkan dag. Sameiginlegar ferð-
Ir á skemmtistaði í landi um kvöldið.
24. APRÍL, mánudagur: Kl. 10 leggja þeir sem
óska upp í dagsferð yfir til Svíþjóðar. Farið er með
langferðabílana yfir á ferjunni og ekið síðan til hins
sögufræga háskólabæjar Lundar, þar sem eitt sinn
var erkibiskupsstóll yfir íslandi og biskupar vígðir
hingað til Iands, þar er fornfrægur háskóli og ein
mesta og fegursta kirkja á Norðurlöndum. Skoðað-
ir eru skemmtigarðar í Malmö eftir ökuferð um
Skán. Eftir komuna til Kaupmannahafnar verður
efnt til sameiginlegrar ferðar í hinn víðfræga
skemmtistað Lorry.
25. APRÍL, þriðjudagur: Tilhögun frjáls fram yf-
ir hádegi. Að afloknum hádegisverði er efnt til
stuttrar skoðunarferðar um söguslóðir íslendinga í
Kaupmannahöfn og komið í heimsókn í hinar miklu
Carlbergsverksmiðjur, þar sem fólki er að lokum
gefinn kostur á að reyna framleiðsluna að vild. TU-
högun frjáls þar til klukkan 22.00 um kvöldið er
skipið leggur frá bryggju áleiðis til Hollands. Veit-
ingasalir opnir um borð.
26. APRÍL, miðvikudagur: Undir morgnn er lokið
siglingu um Kílarskurðinn og síðan si.lt undan
ströndum Þýzkalands. Kvikmyndasýning í sam-
komusal og leikir á sólþilfari að afloknum hádeg-
isverði. Dansleikur og skemmtun um kvöHið.
27. APRÍL, fimmtudagur: Komið til Hollands
snemma morguns og lagzt að bryggju í Amsterdam
Langferðabílar eru á bryggjunni og er lagt upp í
ökuferð um Amsterdam og blómumskrýd^ir byggð-
ir Hollands, skoðuð postulínsverksmiðjan D»lft á leið
til höfuðborgarinnar Den Haag, komið til Rotterdam,
þar stm fólki gefst kostur á að kaupa í verksmiðj-
unni. Farið á skemmtistaði í Amsterdam um kvöldíð.
28. APRÍL, föstudagur: Dagurinn til frjálsrar ráð-
stöfunar í Amsterdam til að sinna erindum í verzipn-
um og fleira. En Amsterdam er talin ódýracta verzl-
unarborg í Norður-Evrópu nú og mikið úrval af fatn-
aði og margs kyns varningi í tiltölulega litlu en vel
skipulögðu verzlunarliverfi. Nokkrar verzlanir veita
þátttakendum í ferðum SUNNU 5—10% afslátt gegn
framvísun ferðaskilríkja. Fararstjórar eru til leið-
sagnar og hjálpar eftir því sem fólk óskar og við
verður komið. KI. 17.00 síðd. leggur skipið frá
hryggju í Amsterdam áleiðis til London. Skemmtun
og dansleikur um borð að afloknum kvöldverði.
29. APRÍL, laugardagur: Skipið leggst að bryggju í
London um kl. 8.00 að morgni. Bílar standa tilbúnir
til að flytja fólk í skoðunarferð um borgina og biða
eftir farþegum við Oxford street, í aðalve'zUinar-
hverfi borgarinnar. Dagurinn er annars til frjálsrar
ráðstöfunar. Skipið leggur síðan frá byggju í London
kl. 18.00 áleiðis til íslands. Skemmtun og dansleikur
um borð að afloknum kvöldverði.
30. APRÍL, sunnudagur: Á siglingu undan Eng-
landsströndum. Efnt er til keppnisleika á sólþilfari
og í sundlauginni þar uppi. Dansleikur og skemmti-
atriði að afloknum kvöldverði.
1. MAÍ, mánudagur: Á siglingu. Skemmtanir og
leikir um borð og kvikmyndasýning siðdegis. Að af-
loknum kvöldverði er. efnt til skilnaðarhófs í sam-
komusölum, dansleikur og skemmtiatriði. Dansað til
kl. 2 um nóttina.
2. MAÍ, þriðjudagur: Siglt meðfram suðurströnd
íslands, framb’á Vpsfmannaeyúnn og Snrfj no- ko*v.jg
til Rvíkur um kl. 22 um kvöldið og lagzt að bryggju.
Ferðaskrifstofan
SUNNA
Bankastræti 7. Símar 16400 og 12070.