Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1967. Hrafngilshreppur og Stöðvar fjörður með hæstar meðaitekjur BJARNI Einarsson, bæjarstjóri, flutti erindi um landshlutaáætl- anir á ráðstefnu Samb. ísl. sveit- arfélaga í gær. Ræddi hann þar um landhlutaáætlanir þær, er unnið er að á vegum Efnahags- stofnunarinnar, þ.e. Vestfjarða- áætlun og Norðurlandsáætlun 1 því sambandi benti Bjarni á mis mun tekna á milli landshluta og sýndi kort, er gert hefur verið og á eru merktar meðaltekjur sveitarféiaga. Þar kemur fram að tekjuhæstu sveitarfélögin ern Efrafnagilshreppur í Eyjafirði og Stöðvarfjörður og eru þessir staðir með 304 þús. meðaltekjnr. Eru þessar tölur miðaðar við skattframtöl kvæntra lands- manna á árinu 1966 og veita því upplýsingar um tekjur 1965. Eins og fyrr segir eru Hrafna- gilshreppur og Stöðvarfjörður haestir með 304 þús. Þá koma Flatey og Neskaupsstaður með 299 þús., Öxnadalshr. (287 þús.) Seyðisfjarðarhr. og Grýtubakka- hreppur (285 þús.), Hafnahr. (284 þús.), Vestmannaeyjar (282 þús.), Keflavík (281 þús.), Saur bæjarhr. í Eyjafirði og Seiluhr. í Skagafirði (276 þús.) og Mjói- fjörður og Eskifjörður með 275 þús. Skipting milli sýslna er sem hér segir: Gullbr. 266 þús. Kjós. 257 þús. Borgfj.s. 209 þús. Mýras. 230 þús .Snæf. og Hnappad.s. 229 þús. Dalir 211 þús. Barðastr.s. 159 þús. V-Barð. 247 þús. V-fs. 228 þús. N-fs. 232 þús. Strandir 177 þús. V. Hún. 217 þús. A. Hún. 201 þús. Skagafj. 188 þús. Eyjafj. 252 þús. S-Þing. 204 þús. N-Þing. 212 þús. N-Múl. 198 þús. S-Múl 250 þús. A-Skaft. 218 þús. V-Skaft 211 þús. Rang. 236 þús. og Árness. 237 þús. Reykjavík er með 255 þús. Akran. 272 þús., Isafj. 250 þús., Sauðárkr. 205 þús., Siglufj. 216 þús., Akureyri 249 þús., Ölafsfj. 208 þús., Húsav. 237 þús., Seyðis- fj. 269 þús., Neskaupst. 299 þús., Vestmannaeyjar 282 þús., Kefla- vík 281 þús., Hafnarfj. 255 þús. og Kópavogur með 255 þús. Eins og fyrr segir eru allar þessar tölur miðaðar við tekjur kvæntra landsmanna á aldrinum 26 til 66 ára á árinu 1965. Tölurnar sýna meðaltekjur í þús. kr. eftir kjördæmum á árinu 1965. SkipWog miifi »ýilvféf«8« Þetta kort sýnir tekjuskiptingu kvæntra manna á árinu 1965. Tekjur frá 150 að 199 þús. er merkt með skástrikum er halla til norðausturs á kortinu. Tekjur frá 200 að 224 þús. eru merkt- ar með láréttum strikum. 225 að 249 þús. með lóðréttum og þar fyrir ofan með skástrikum, er halla til suðausturs. Meðaltekjur kvæatra ís- lendiitga 248 þús árið '65 Læknar og skip^ljárar hæstir } SAMKVÆMT skýrslu Hagstofu Islands voru meðaltekjur kvæntra karlmanna á aldrinum 25-66 ára 248 pús. kr., en meðal- tekjur framteljanda 150 þús. Eru þessar tölur miðaðar við skattframtöl 1966. Tekjuhæstu stéttir eru læknar og tannlækn- ar (442 þús.) og yfirmenn á fiskiskipum (392 þús.) Lægstir eru lífeyrisþegar og eiamafAIk (124 þús.) og ófaglærðir (191 í skýrslu Hagstofunnar um meðalbrúttótekjur kvæntra karla karla á aldrinum 26-66 ára á ár- inu 1965 eru læknar eins og fyrr segir hæstir. Þá koma fiskveiði- skipstjórar, sérfræðingar, er Elmo Nielsen í 4 ára fangelsi Frá fréttaritara Mbl. í Ka upmann ahöfn, HÚSGAGNAFRAMLEIÐ- ANDINN Elmo Nielsen var daginn fyrir páska dæmdur í fjögurra ára fangelsi af Kaup mannahafnarkviðdómnum eft ir 15 daga meðferð afbrota Nielsens fyrir rétti, en þau eru íkveikja og fjársvik, sem einnig ná til íslands. Dómur- inn var kveðinn upp kl. 2 um nóttina eftir 16 klukku- stunda réttarhöld fimmtudag- inn 21. marz. Mátti merkja mikil þreytumerki á kviðdóm endunum 12, þegar réttar- höldunum lauk. Elmo Nielsen, sem er 45 ára gamall, var í þremur tilvikum fundinn sekur um fjársvik allt að 804.000 kr. (ísl.), í fjórum til- vikum misnotkun á umboði allt að 142.000 kr., bókhaldsfölsun allt að 945.000 kr. og íkveikju í eig- in húsgagnaverksmiðju í Kvist- gaaíd á N-Sjálandi en verðmæti þess sem eyðilagðist í eldinum var um 6 millj. kr. f fjársvika- málín og misnotkun á umboði hafa blandazt viðskipti Nielsens á íslandi. , Saksóknari ríkisins fór fram á hörðustu refsingu samkvæmt lög um. f þeim er kveðið á um allt að 12 ára fangelsi fyrir íkveikju, en dómurinn varð fjögurra ára fangelsi og kemur 204 daga varð haldsvist til frádráttar. Kviðdóm Leitin enn órangurslons FLUGVÉL frá varnarliðinu i Keflavík hélt áfram leit að gúmmíbjörgunai bátnum af Nols oyar Páli í gærdag og aðrir að- ilar tóku einnig þátt j henni. En leitin var árangurslaus, ekkert sást til bátsins eða mannatma fjögurra sem í honum voru. endur kváðu upp þennan dóm eftir dramatísk réttarhöld, þar sem verjandiinn, lögmaðurinn Carl Madsen, kallaði hið mikla rannsóknarstarf lögreglunnar embættismisnotkun. Hvað eftir annað kom til árekstra milli verjanda og sækj- anda, ríkislögmannsins J. M. Hertz. Ríkislögmaðurinn hélt 4 —5 klukkustunda sóknarræði seinni hluta fimmtudags og þar sem þetta kom á eftir fjögurra daga samfelldum réttarhöldum, voru kviðdómendur svo þreytt- ir, að kona í kvikdómnum mót- mælti harðlega við forseta Eystri landsréttar, Erik Andersen, sem fylgdist með réttarhöldunum án þess að starfa sem dómari. Elmo Nielsen bað verjendur sína að skrifa alla ræðu sækjanda niður, en vegna ástandsins urðu verj- andi og sækjandi sammála um að stytta ræðurnar, svó að Carl Madsen talaði ekki í fjóra tíma heldur í fjórar mínútur! Réttarhöldin í máli Nielsens eru hin lengstu í danskri réttars'ögu á síðari árum. Þau eru einnig hin dýrustu. Kostnaðurinn við rétt- arhöldin sjálf og rannsóknar- starfið nam um 6 millj. ísl. kr. G. Rytgaard. Voiðbeigsíand- ni í kvöid í KVÖLD kl. 20.30 efnir Varð- berg til fundar með þeim fé- lögum sínum og SVS, sem fóru til Bandaríkjanna í október sL Fundurinn er haldinn í Átthaga salnum í Hótel Sögu og er öllum félagsmönnum opinn. Hallgrímur Árnason sýnir og skýrir myndir, sem ýmsir tóku í ferðinni, og ennfremur verður dreift myndum úr ferðinnL Hilmar Björgvinsson og Jón A. Ólafsson segja frá ferðalaginu og Norfolk og Washington DC. Gunnar Gunnarsson segir frá ferð sinni á ráðstefnu í OxforcL I 1 GÆR var N-áttin orðin hæg á S og A landi og hægviðri komið norðan lands og aust- an. Frostið í fyrrinótt komst I ein 15 stig sums staðar í inn sveitum fyrir norðan og í 9 stig í Reykjavík. Hins vegar E er sólar mjög farið að gæta á / daginn þar sem stilt er. Var 1 af þeim sökum frostið komið k ekki eru opinberir starfsmenn (321 þús), vinnuveitendur og forstjórar (307 þús) og skipverj- ar á fiskiskipum utan skipstjóra (290). Lægstir eru lífeyrisþegar og eignafólk, þá viss hópur ófag- lærðra. Þá koma bændur og gróð urhúsaeigendur (199 þús.) og ófaglærðir við fiskvinnslu (211 þús.). Þá kemur einnig í Ijós skv. skýrslunni að fjöldi kvæntra framteljenda eftir samandregn- um starfstéttum og hæð brúttó- tekna 1965, sem hafa yfir 250 þús. kr. tekjur, er 12.090. Þeir sem hafa 150 til 249 þús. eru 14.151. Með 100 til 149 þús. eru 2377 og þar fyrir neðan 908. Samtals eru kvæntir framteljendur 29.526. Fjöldi framteljenda á landinu skv. skýrslunni er 87.982 og eru meðaltekjur 150 þús. Meðaltekj- ur allra karla eru 186 þús. en kvenna 63 þús. Tekjuhæstar I hópi kvenna eru þær, er gegna störfum forstjóra, vinnuveitenda og forstöðumanna (345 þús.) og eru þrjár konur í þeim flokkL 578 karla vinna sömu störf og eru meðaltekjur þeirra 329 þús. Tekjuhæstir karlar eru lseknar og tannlæknar með 430 þús. og ’eru þeir 328 að tölu. Konur í þeim hópi eru 11 og eru með 239 þús. kr. tekjur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.