Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1967. 31 Piitur og stúlka frumsýut i dag á Selfossi ítilefni af 10 ára afmœli leikfélagsins þar Selfossi, 30. marz. A ÞESSU ári munu vera liðin 10 ár frá því að regluleg leik- listarstarfsemi hófst á Selfossi, og í því tilefni mun Leikfélag Selfoss frumsýna alþýðusjón- leikinn „Piltur og stúlka“ eftir Emil Thoroddsen, sem saminn er eftir samnefndri skáldsögu Jóns Thoroddsen. Leikstjóri er Jónas Jónasson. Piltur og stúlka er annað verkefni félagsins á þessu leik- ári, og verður leikritið frum- sýnt í dag. Aðalhlutverk er í höndum ungra leikenda, þeirra Þóru Grétarsdóttur og Ragnars Magnússonar. Með önnur stór hlutverk fara, Kristinn Helga- ENN hefur fiskveiðiflotanum bætzt nýtt glæsilegt fiskiskip Ásberg RE-22, eign útgerðar- / fyrirtækisins fsbjörninn hér i / Reykjavík. Ásberg er fjórða / skip fsbjarnarins. en fyrr í J vetur kom Ásgeir, en Ásberg \ er systurskip Ásgeirs, bæði 1 byggð í Hollandi, 315 tonna i skip. — Ásberg er hið full- i komnasta skip að öllum út- í búnaði og vélum. Á leiðinni í heim hreppti það vonsku / veður. Skipstjóri á Ásberg er J Björn Jónsson (Björnssonar J frá Ánanaustum). Fyrsti stýri \ maður er Guðbjörn Jónsson, i sem var um skeið skipstjóri í á bv. Sigurði og fyrsti vél- / stjóri er Eggert Einarsson, er \ áður var vélstjóri á einum i ísbjarnarbátanna, Ásþóri. Sem l kunnugt er, er hinn þjóð- / kunni athafnamaður Ingvar \ Vilhjálmsson, framkvæmda- i stjóri fsbjarnarins. í (Ljósm. Mbl. Sveinn Þorm.). 7 son, Erna Jakobsdóttir, Kristján Jónsson, en alls eru leikendur 22, og hefur leikfélagið reynt eftir föngum að vanda sem mest til þessarar sýningar. Forleikur leiksins verður leikinn af Skúla Halldórssyni, og leikmyndir eru gerðar af Sigfúsi HalldórssynL Sem framhald á þessari upp- setningu á „Pilt og stúlku'* hef- ur stjórn félagsins ákveðið að stofna styrktarsjóð með það fyrir augum að efla starfsemi á þann veg að koma á fót leik- listarnámskeiðum vor og haust, sem yrði svo, er fram líða stundir, vísir að leiklistarskóia á Selfossi. — Óiafur. arfélaga í Reykja- nesumdæmi AÐALFUNDUR Samtaka sveit- arfélaga í Reykjanesumdæmi verður haldinn laugardaginn 1. apríl n.k. kl. 14 í samkomuhús- inu á Garðaholti í Garðahreppi. Auk aðalfundarstarfa mun Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, flytja erindi um frum- varp að nýjum skólakostnaðar- lögum, sem nú liggur fyrir Al- þingi. Síðan verða frjálsar um- ræður um málið. Allir sveitar- stjórnarmenn í umdæminu eru velkomnir á fundinn. LelðiéUlng I FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um húsbruna á Vopnafirði urðu þau mistök að húsið var sagt brunatryggt fyrir 470 þúsund krónur, en átti að vera 826 þús- und. Þetta leiðréttist hér með. Fugl að fram kominn í olíu. - HRAFNSÖNDIN Framhald af bls. 32. urlegt tjón að ræða, því að segja má að ógerlegt sé að hreinsa olíu af ströndum til fullnustu. Má því búast við olíumengun á ströndunum ef til vill í áratugi. Þá mun þör- ungagróður vera í hættu sem allar lífverur og augljóst er að dýralíf mun ná sér eftir árabil, þó fuglum fækki að mun. Olían getur haft áhrif á ýmsar íslenzkar fuglategundir og er sérstaklega vitað um eina tegund, hrafnsöndina (melanitta nigra), sem heldur sig á þessu svæði á vetruna. Hrafnsöndin er frekar sjald- gæf og er til víðar en á ís- landi, en íslenzki stofninn, sem verpir við Mývatn telur 1000 pör. Ekki er unnt að segja með vissu hvort honum verður útrýmt — og fer það mikið eftir því hve víða olí- an fer, hve mikið fall verður í stofninum. Fleiri íslenzkar tegundir geta verið þarna, þótt ekki sé vitað um það með vissu. T.d. getur verið þarna eitthvað af íslenzkum lunda. Er því ekki Spilakvöld í Garða- og Bessastaða- hreppi Sjálfstæðisfélag Garða- og Bessastaðahrepps heldur spila- kvöld mánudaginn 3. apríl í sam komuhúsinu Garðaholti. Byrj að verður að spila stundvíslega kl. 21.00. Þetta verður þriðja kvöld i þriggja kvölda keppni. Þrenn kvöldverðlaun verða veitt. Fél- agar mætið vel og takið með ykkur gesti. unnt að segja hvort skarð verður höggvið í lundastofn- inn. Sömu stofnar frá mörg- um löndum fara á þessar slóð ir, sem olían er á en ekki er gott að segja um það hvaða stofnar verða verst úti. Reynslan verður að skera úr um þetta — sagði dr. Finnur Guðmundsson að lok- um — en nauðsynlegt er að herða enn til muna eftirlit með olíuflutningum og gæta meiri varúðar, hvort sem um land eða sjóflutninga er að ræða. Hráolía sem þessi er nú orðin heimsvandamál. - FLUGSLYS Framhald af bls. 1. sem aðstoðarsaksóknari Garri- sons frá 1964—1966, er hann iagði af sér. Skjólstæðingur hans, Lewallen var flugmaður, en það var David Ferrie einnig. - OLÍUSKIP Framhald af bls. 1. 50 smábátar dældu í dag efna- upplausn í sjóinn meðfram strönd inni, og lengra úti voru stór herskip við sama starfa. í dag hefur verið unnið að því á mörgum stöðum og höfnum með fram ströndinni að leggja varn- argarða fyrir hafnar og ármynni, til að hindra að olían reki þar inn. Umfangsmesta aðgerðirnðar á þessu sviði áttu sér stað milli Wighteyjar og lands, til að hindra að olían reki inn á Solentfjörð- inn. 9 franskir sérfræðingar og stjórnarstarfsmenn komu í dag til Cornwall til að kynna sér á- standið þar og ræða við brezka björgunarmenn. Menn þessir eru í nefnd, sem franska stjórnin skipaði fyrir nokkrum dögum til að gera ráðstafanir til varnar, ef svo færi að olían ræki upp að frönsku ströndinni, en hætta er í því innan 8 daga, ef vind ur og straumur haldast óbreytt. Fregnir frá Danmörku herma að danska fyrirtækið Anti Oil frá Horsens í Danmörku hafi gert brezku stjórninni til'boð um að hreinsa alla olíu af brezku ströndunum fyrir upphæð, sem nemur 3,2 milljónum sterlings- punda. Efnið, sem Danirnir hyggj ast nota er verksmiðjuleyndar- mál, og hefir ekki verið gefið upp. Búist er við að brezka stjórnin taki afstöðu til máls- ins á næstu dögum. 1 fréttastofufregnum segir að málaferli um hver bera eigi kostn aðinn af olíuhreinsuninni og öllu, sem þessum atburði fylgir, muni án efa standa árum saman. Álit ið er að allur kostnaðurinn við hreinsunina á næstu árum muni ekki nema undir 8 milljónum sterlingspunda eða 960 milljónum ís. kr. Mesta tjónið og það sem erfiðast er að meta er tekjutap- ið fyrir íbúana á þesum slóðum, en samkv. upplýsingum sam- bands brezkra ferðaskrifstofa hafa 6 milljónir manna eytt sum arleyfum sinum á þessum bað- strandarsvæðum undanfarin ár. Auk þes er hætta á að olía reki austur, en á baðströndum þar dvelja árlega 8 milljónir manna að sumri til. Fiskimenn á svæðinu eru mjög uggandi um efnablöndurnar sem dælt er á olíuna kunni að drepa Svo sem gctiff var í fyrsta Mbl., sem kom út eftir páska gerffi brezki togarinn Sisapon frá Fieetwood mikinn usla í netum báta, sem voru aff veiffum á Breiffafirffi um 25 milur und- an Skor. Þessa mynd tók einn skipverjinn af Andra BA frá Bíldudal, Jóhannes Þór Magnús- son af togaranum, er hann togaffl yfir netatrossur bátanna. Á myndinni má sjá trollvírinn aft- ur meff bakborðinu og er greinilegt aff skipiff er að toga. Nýtt skip Aðalfundur Samtaka sveit- fiskinn á miðunum þarna fyrir utan, en talsmaður stjórnarinn- ar segja að styrkleiki þeirra eigi ekki að geta orðið fisktofninum skaðlegur. Fiskimennirnir benda aftur á móti á að mikið magn af dauðum fiski hafi flotið upp undan ströndinni. Rannsóknir á málinu hafa enn ekki leitt í ljós hvort það eru efnablöndurnar eða olían, sem hefur orsakað dauða fiskanna. ~ ÍSJAKAR Framhald af bls. 32. jakar. Innan um í ísbreiðunum voru myndarlegir jakar sem virt ust standa nokkuð djúpt og fer ekki á milli mála að þessi ís er hættulegur skipum í myrkri og siglingaleiðin fyrir Horn vart fær nema í björtu, enda þótt hvergi sé um verulega samfelldan is að ræða. í víkunum nyrzt á Horn- ströndum var talsvert mikið um ís og auk þess grunnt undan. Skammt fyrir vestan Horn- bjarg sáum við flutningaskip á norðurleið og fór það fremur grunnt. Allur er ísinn á þessum slóðum minni um sig en var fyr- ir einum tveimur árum þegar mikið ísrek var hér út af norð- anverðum Vestfjörðum og stórir jakar bárust langt inn í ísafjarð- ardjúp og í firði og víkur. Flogið var umhverfis Horn- bjarg og síðan yfir Jökulfirði og var nokkur lagnaðarís þar inni en annars var djúpið spegilslétt og gáraði varla sjóinn langt út á haf. Var síðan flogið til fsafjarðar og lent þar eftir mjög ánægju- lega klukkustundar flugferð. H. T. - VALUR GÍSLAS. Framhald af bls. 3 leikstjóri. Eiginlega er ákaf- lega gott að leika í leikritum eftir Ibsen og Strindberg, hlutverkin eru svo leikræn. Það er eins og þessi hlut- verk losi um leiklistarhæfi- leikana, rétt eins og hæfi- leikar stækki og breikki, verði dýprL þegar maður fær tækifæri til þess ag glíma við hlutverk þeirra. Auðvitað er mér minnis- stætt hlutver mitt í Föðurn- um eftir Strindberg, máski er það eitt hið eftirminnileg asta hlutverk, sem ég hef leikið. Einnig séra Manders í Afturgöngunum og Helmer í Brúðuheimili Ibsens, en þar lék ég á móti Tore Segelcke. Þá þótti mér einnig mjög gaman að leika Eydalín lög- mann í íslandsklukkunni, og núna síðast Jón gamla í Lindarbæ. Það var ákaflega merkilegur „karakter“. JÚ, i hinum einþáttungi Matthíasar Jóhannessen lék ég lík, og eiginlega leik ég líka lík, í Loftsteininum, a.m.k. annað slagið. Það er í rauninni ákaflega þreytandi að leika lík, þótt ég að vísu fái svona stundum aff hvíla mig í Loftsteininum innan um alla kransana, en það er erfitt að deyja og leika dáinn mann, sem þó er ekki dáinr,. Ég myndi segja, að Loft- steinninn væri komedia meff tragisku ívafi. Einhverntima i leiknum segi ég, að það eigi ekki að káfa á deyjandi manni, að mér finnst eftir 40 ára .leik- feril, að ég sé ekkert að deyja, enda er ég aðeins 65 ára gamall. Leiklistin hefur verið mín ástmey, jafnlengL og ég vona, að okkur semji jafnvel eftirleiðis og hingaff til.“ Við krvöddum Val Gíslason með hamingjuóskum á vör- um, fikruðum okkur niður bratta stigana í bakhýsi Þjóð- leikhússins, þaðan, sem aðal- leikararnir eru til húsa og vonum, að Valur Gíslason eigi eftir að skemmta Reyk- víkingum í þessu leikriti eins og í hinum öðru mörgu leik- ritum, sem hann hefur leikið í á 40 ára leiklistarferli sín- um. — F. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.