Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUR 31. MARZ 1967. ATVINNUMENNSKA í ÍÞRÚTTUM ingabúðir fyrir mikilvægar keppnir, þar sem menn geta einbeitt sér eingöngu að keppn- inni framundan og það krefst þess að til séu hsefir, sérmennt- aðir þjálfarar sem gert er kleift að sinua starfi sínu. ÞAÐ ER ebki oft sem íslendingar eru ánægðir með frammi- ítöðu sinna manna í fþróttakeppnum við útlendinga, og Víst er um að það er sjaidan sem okkur tekst að bera liærri hlut frá borði í slíkum keppnum. í>að gleyma hins- vegar margir að hugsa um það að þeir iþróttamenn sem okkar menn keppa við eru oftast flestir hverjir atvinnu- i menn í iþrótt sinnd. Hafa margir velt því fyrir sér hvort möguleiki væri á að koma á hérlendis einhverskonar at- vinnumennsku, þannig að íslenzkir iþróttamenn fengju, þó að ekki væri nema að litlu leyti, aðstöðu á borð við það sem iþróttamenn annarra þjóða hafa, Gerir nú Morgunblaðið eftirfarandi að spurningu dagsins: Teljið þér tímabært að taka upp atvinnumennsku í iþróttum á íslandi? Þeir sem •vara eru: Björgvin Schram, forseti KSÍ, Hannes Þ. Sig- urðsson, handknattleiks- og knattspyrnudómari og kunnur íorystumaður iþróttamála, Örn Hallsteinsson, handknatt- ieiksmaður í FH, Jóhannes Sæmundsson, íþróttajþjálfari, og Jón Þ. Ólafsson, hinn kunni frjá lsdþró ttama ður úr ÍR. Björgvin Schram, forseti KSf: Sé sú krafa gerð að íþrótta- menn okkar nái góðum árangri I keppni við Sþróttamenn ann- '■’> arra þjóða, sem hafa miklu betri aðstöðu til æfinga og eru ( vaxandi mæli styrktir bæði fjárhagslega og með öðrum hætti, þá er vissulega tímabært að gera ráðstafanir til að skapa okkar mönnum ámóta aðstöðu. Að öðrum kosti er vart sann- gjarnt að ætlast til að þeir standist hinum erlendu snún- ing. Björgvin Schram. Hinsvegar er ég hræddur um að hér komi til með að skorta rekstursgrundvöll, eins og á avo mörgum öðrum sviðum nú til dags í okkar ágæta landi. Tökum dæmi úr khattspyrn- unni, sem er sú fþróttagrein sem hvað mest er sótt og hefur beztar tekjuvonir. Hugsum okkur að reynt yrði til að byrja með, að gera knatt- spyrnumenn okkar að hálf-at- vinnumönnum (semi-proff) eins og tíðkast mjög víða 1 löndum, sem við þekkjum vel tiL Segjum að 6 félögin okkar 1 1. deild greiddu hvert um sig 15 mönnum hálf mánaðarlaun, eða 10 þúsund krónur á mán- uði, hverjum manni, í 9 mán- uði ársins. Þetta þýddi útgjöld sem næmu ca. 8 milljónum á ári fyrir félögin sex. Tekjur af kappleikjum þessara 6 félaga á innanlandsmótum á undanförn- um árum eru hátt reiknaðar 1 milljón samanlagt á ári. Nú er •ð sjálfsögðu hugsanlegt að að- sókn og tekjur mætti auka nokkuð, ef sýnd yrði betri og skemmtilegri knattspyrna, af vel æfðum hálf-atvinnumönn- um, en bilið er svo gífurlegt, að ekki verður með neinu móti séð hvernig hægt væri að brúa það. Hér er aðeins minnzt á möguleikana í knattspyrnu. All flestar aðrar íþróttagreinar ættu mun erfiðara um vik. Ég tel að stefna beri að því, «1 að byrja með, að tryggja það að íþróttamenn okkar þurfi ekki beinlínis að borga með sér, eins og nú er, vegna æfinga og kappleikja. Greiða þarf þau vinnulaun, sem raun- verulega tapast við æfingar og fleira, svo sem nú hefur verið farið inná í sambandi við lands- leiki. Slíkar greiðslur tíðkast í nær öllum löndum sem við þekkjum til. Sem sagt, svo virðist sem við verðum enn um skeið að vera áhugamenn (amatörar) í íþrótt um, vegna fámennis og lítilla möguleika á tekjuöflun. En þeir tímar kunna að koma, að óhjákvæmilegt verður að greiða fþróttamönnum okkar nokkur laun, ef heimta á af þeim að þeir geti veitt at- vinnumönnum annarra þjóða keppni, með viðunandi árangri. Jón Þ. Ólafsson: Nú á tímum leggja stórþjóð- irnar mikið kapp á það að eiga á að skipa sem beztum íþrótta- mönnum og er ekkert til spar- að til þess að svo megi verða. Gífurlegum fjárhæðum er varið til bygginga og reksturs íþrótta mannvirkja, mikill og víðtæk- ur áróður er rekinn fyrir því að fá almenning til þess að not- færa sér þau skilyrði sem eru fyrir hendi, þjálfarar og „njósn arar“ ferðast um og halda uppi spurnum um efnilegt æskufólk er líklegt þykir til afreka, fé- lög og skólar bjóða gull og græna skóga þeim er vilja keppa undir þeirra merkjum og til mun vera að góðu íþrótta- fólki sé boðið að gerast starfs- menn hins opinbera og þá með „nokkuð“ frjálsan vinnutíma. Á íþróttamótum hlýtur íþrótta- fólkið svo glæsileg verðlaún, t.d. myndavélar, segulbands- tæki, úr o. m. fl. Þessu er unnt að koma í peninga og eftir nokkra tugi móta gæti slíkt orðið sæmileg fjárhæð. Þrátt fyrir þetta er hér um að ræða „áhugamennsku", það vita þeir íslenzku íþróttamenn er keppt hafa við þá erlendu íþrótta- menn er framangreint á við um. Það þarf ekki að eyða mörg- um orðum í það hversu mikið íslenzkir íþróttamenn hafa upp úr því fjárhagslega að keppa í íþróttum. Hér er engum boðin ókeypis skólavist, hér eru menn ekki keyptir til félaga, hér eru menn ekki ráðnir til hins opin- bera eftir því hvort þeir eru góðir í baksundi, eða geta skor- að af línu í handbolta, og hér eru menn ekki ráðnir til vinnu þótt þeir séu fljótir að hlaupa, þótt slíkt væri athugandi fyrir lögregluna við að elta uppi þjófa og prakkara. Hér verða íþróttamenn, sem og aðrir, að gera sér það að góðu að vinna sína vinnu. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, og ár eftir ár — þegar vinnu lýkur og menn halda heim, þá fara íþróttamenn dauðþreyttir oft á tíðum, beint á æfingu og hamast og djöflast eins og óðir menn í nokkra klukkutíma, en á meðan háma vinnufélagar þeirra í sig steikur, eða teygja úr sér uppi í sófa og láta sér líða vel fyrir framan sjónvarp- Jón Þ. Ólafsson. ið. Undir miðnætti, þegar flest- ir eru gengnir til náða koma íþróttamennirnir heim. Þeir setjast einir að kvöldmatnum köldum, háma í sig og fara síð- an að sofa. Morguninn eftir vakna þeir þreyttir og þannig líður vikan, helgin og sumar- leyfið. Það eru hreinar línur með það að íslenzkir íþróttamenn eru mestu áhugamenn er fyrir finnast í íþróttum í heiminum, enda er frammistaða þeirra í flestum tilfellum í ætt við það. Sömu söguna er að segja með þá er kallast íþróttaleiðtogar og stjórnendur, þeir eru ólaunaðir við öll sín störf og gefa kost á sér til slíkra starfa einungis af áhuga og fórnfýsi. Þegar mér er nú gert að svara spurningu dagsins, á tímum akkorðs, uppmælinga og yfir- vinnu, um hvort taka skuli upp atvinnumennsku meðal fþrótta- manna hérlendis verður svar mitt það, að eitthvað verði að gera til þess að íþróttamenn okkar dragist ekki alveg aftur úr hvað viðvíkur getu og frammistöðu á alþjóðlegan mælikvarða. Vegna þess hve okkar þjóðfé- lag er lítið tel ég að útilokað sé að taka upp hreina atvinnu- mennsku, jafnvel þótt í smá- um stíl væri, en margt annað mætti gera til þess að létta und ir með einstaklingum og kapp- liðum sem til þess hafa unnið með góðri frammistöðu, t.d. ein hverjar bætur vegna vinnutaps, ákveðnar greiðslur (verðlaun) fyrir góða frammistöðu, eða jafnvel skattívilnanir. Örn Hallsteinsson: Ef mér byðist það að gerast atvinnumaður í handknattleik hérlendis þá hygg ég að ég Örn Hallsteinsson. mundi taka því boði. Með at- vinnumennsku verður aðstaðan bæði betri og skemmtilegri fyr- ir íþróttamanninn og ennfrem- ur næst þá betri árangur og um leið meiri skemmtun fyrir áhorfendur. Ég geri mér það hinsvegar alveg ljöst, að eins og málin standa núna er enginn fjár- hagslegur grundvöllur fyrir því að taka upp atvinnumennsku 1 íþróttum á íslandi. Eini hugsan legi möguleikinn væri að taka upp hálf-atvinnumennsku, t.d. þannig að leikmenn fengju greitt eitthvað ákveðið fyrir leiki er þeir tækju þátt í, fengju kaup ef þeir færu í keppnis- ferðalög og bætur fyrir annað vinnutap. Þá er ennfremur sterk nauðsyn að koma málum þannig fyrir að íþróttamenn þurfi ekki að vinna nema átta stunda vinnudag. Staðreyndirnar eru þessar: Það eru mjög fáar þjóðir sem ekki hafa tekið upp atvinnu- mennsku í fþróttum, 1 hvaða mynd svo sem það er, eða hvaða nafni það nefnist. Hér virðast fjármál íþróttahreyfingarinnar útiloka að atvinnumennska verði tekin upp og á meðan málin standa þannig verður ekki með neinni sanngirni kraf- ist þess að íslenzkir íþrótta- menn standi erlendum kolleg- um sínum á sporði. Jóhannes Sæmundsson: Strangasta túlkun á atvinnu- mennsku í íþróttum er, að sá sé atvinnumaður sem þyggur laun fyrir að taka þátt í íþrótt- um hvort sem um er að ræða beinar greiðslur eða óbeinar. Einnig er það atvinnumennska að keppa í íþróttagrein þar sem áhorfendur greiða aðgangseyri og jafnvel að taka þátt í keppn- um þar sem yfirlýstir atvinnu- menn eru meðal þátttakenda. Jóhannes Sæmundsson. Önnur túlkun, og sú sem flest- ir aðhyllast, er sú að atvinnu- menn séu einungis þeir sem að mestu leyti eða eingöngu taka laun fyrir keppni og æfingar í fþróttum. Ef litið er á málin frá fyrr talda sjónarmiðinu er því lítið eftir af algjörri áhuga- mennsku, jafnvel hér á fslandi. Með hliðsjón af því er hægt að spyrja: Hve langt eigum við og getum farið út í atvinnu- mennsku? Að mínu áliti fer það eftir því hvað langt viljum við ís- lendingar ná í íþróttakeppnum á alþjóðavettvangi. Gerum við þá kröfu til okkar fþróttamanna að þeir geti náð árangri 1 keppnum við erlenda fþrótta- menn? Ef svo er verður fólk að géra sér grein fyrir hvers það krefst af íþróttamanninum. Það krefst þess að þeir komi tiltölulega óþreyttir eftir vinnu sfna á æfingar og að þeir hafi tækifæri til að hvílast á milli þeirra. Það krefst þess að í- þróttamenn hafi möguleika til þess að æfa við góð skilyrði Það krefst þess að íþróttamenn hafi tækifæri til að fara í æf- En hvaða grundvöllur er fyr- ir hendi til að uppfylla eitthvað af þessum kröfum? fþrótta- hreyfingin berst í bökkum sök- um fjárskorts og vegna þess hve þjóðfélag okkar er lítið, eru litlar líkur fyrir því að að- gangseyrir að íþróttakeppnum geti staðið undir því að skapa íþróttamönnum aðstöðu til und irbúnings og þátttöku í keppn- um við bezta íþróttafólk ann- arra landa. Mín persónulega skoðun er því sú, að vegna þess að við íslendingar almennt ger- um það miklar kröfur til fþrótta manna okkar, er annað óhugs- andi en að einhverskonar á- huga-atvinnumennsku verði komið á, og væri það algjörlega í samræmi við það sem hefur gerzt hjá öðrum þjóðum. Ríki og bæjarfélög verða að hlaupa undir bagga og auka til muna framlag sitt til íþróttahreyfing- arinnar, til þess að íslenzkir íþróttamenn geti verið sjálfum sér og landi sínu til sóma hvar sem þeir keppa. Hannes Sigurðsson. Hannes Þ. Sigurðsson: Að mínum dómi er ógerlegt að taka upp atvinnumennsku 1 iþróttum hér á landi. Til þess skortir íþróttahreyfinguna fjár- magn. Aðgangseyrir er einu tekjurnar, sem launagreiðslur yrðu að byggjast á og tekjur af Iþróttakeppnum hérlendis eru svo hverfandi, jafnvel ef við miðum við þá fþróttagrein sem bezt er sótt, að allt tal um atvinnumennsku er óhugsandi um langa framtíð. Hinsvegar finnst mér sjólf- sagt að rýmka verulega heim- ildarákvæði áhugamannareglna ÍBlf varðandi greiðslur til í- þróttamanna vegna vinnutaps, sem þeir verða fyrir vegna þátttöku sinnar í landsleikjum, landskeppnum, Evrópukeppn- um o. s. frv. Slíkt getur aldrel talizt atvinnumennska, þar sem frá hreyfingunni komu ekki aðrar greiðslur en það kaup, sem íþróttamaðurinn sannan- lega yrði af vegna þátttöku sinnar í íþróttum. Takmarka yrði heildartímabil slíkra greiðslna t.d. við 60—90 daga hámark á ári hverju eftir þvf sem þurfa þætti. Ef við lítum til útlanda I þessu sambandi, þá hefur þró- unin varðandi vissar íþrótta- greinar, einkum knattspyrnu, öll verið í eina átt, að atvinnu- mennsku. Varðandi aðrar fþróttagrein- ar, sem ekki eiga jafn auðvell með að ná í fjármagn, þá er íþróttamönnum „sköpuð að- staða“ til þess að þjálfa sig 1 fþrótt sinni. Sumir vilja nefna þetta dul- búna atvinnumennsku, þar sem eðlileg atvinna er ekki stunduð jafnhliða, eða atvinnunni er þá þannig háttað, að hún skal stunduð þann tíma sem mögu- legt er að fá æfinga-keppni Með þessu móti njóta íþrótta- menn margra þjóða sömu að- stöðu og raunverulegir atvinnu menn í íþróttum sem fá greidd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.