Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1967. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: f lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. .Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur, Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ANDSTAÐAN GEGN EYSTEINSKUNNI J uz /Mm Rómarsamninprinn 10 ára au tíðindi gerðust á flokks- þingi Fx amsóknarflokks- ins að f jöldi þingfulltrúa sner ist eindregið gegn þeirri efna hagsmálatil'lögu, sem Ey- steinn Jónsson bar fram og fékk samþykkta og greiddu margir fulltrúar atkvæði gegn henni, þar á meðal þing menn fliökksins. „ Þeir sem nennt hafa að kynna sér efnahagsályktun Eysteins hafa séð, að með henni er verið að brúa bilið yfir til samstarfs við komm- únista. Ályktunin er náskyld þeirri yfirlýsingu, sem vinstri stjórnin gaf, er hún var mynd uð, og miðar að því að stór- auka pólitízk yfirráð yfir öllu efnahags- og viðskiptalífi og reira all't í höft og fjötra. Það er þessi stefna, sem Eysteinn Jónsson hefur nefnt „hina leiðina“. En á flokksþinginu voru þeir margir, sem á það bentu, að Eysteinskan heyrði fortíð- inni til, og ekki væri væmlegt til ávinnings að leggja út í kosningabaráttu undir merkjum haftastefn- unnar hvaða nafni sem * hún væri nefnd, hvort sem hún héti „hin leiðin“ eða eitthvað annað. En eins og venian er í Framsóknarflokknum tókzt Eysteini Jónssyni að þvinga fram sín sjónarmið og al'l- mikill meirihluti þing- fulltrúa greiddi atkvæði með honum þrátt fyrir megna óánægju. Framsóknarflokkur inn hefur þannig markað þá stefnu, sem formaður hans óskaði eftir, enda kemur ályktunin í beinu framhaldi af skrifum hans og Tímans undanfarna mánuði, þar sem áherzla hefur verið á það lögð að stefna Framsóknar- flokksins í efnahagsmálum væri í grundvallaratriðum andstæð þeirri stefnu, sem hér á landi hefur verið fylgt — og raunar í öllum nálæg- um löndum, stefnu frjálsræð- is og framfara. Minni hlutinn í Framsókn- arflokknum, sem vildi marka heilbrigða efnahagsmála- stefnu, hefur gjörsamlega ver ið kveðinn í kútinn og ekki fer lengur á milli mála, að það er rétt, sem kommúnistar halda ’ fram, að Framsóknarleiðtog- arnir hafa tekið upp í sína stefnuskrá flest helztu áróð- ursmálefni kommúnista á undanförnum mánuðum. Þess vegna þyrfti ekkert annað en hespa saman stjórn- arsamstarfi þessara flokka, ef svo ólíklega færi, að íslenzk- ir kjósendur vildu kjósa yfir sig nýja vinstri stjórn, stjóm hafta, nefnda og pólitísks fargans. FELLDU ÞORSTEIN Á VATNSLEYSU k þingi Framsóknarflokks- ins var Þorsteinn Sigurðs son, bóndi á Vatnsleysu, for- maður Búnaðarfélags íslands, fel'ldur úr miðstjórn flokks- ins af klíku þeirri, sem Ey- steinn Jónsson styðst við, er hann ber í gegn sjónarmið sín og lemur niður allar ti'l- hneigingar til frjálslyndis inn an flokksins. Miðstjórn Framsóknar- flokksins er miklu fjölmenn- ari en miðstjórnir annarra flokka, og þess vegna var ástæðan til þess að Þorsteinn Sigurðsson varð feMdur úr henni, ekki sú, að rúm vant- aði fyrir einhverja af þeim nýju „sniMingum“, sem Ey- steinn Jónsson er að ala upp. Ástæðan til þess, að formað- ur Búnaðarfélags íslands var feMdur er aðeins sú, að þing- fulltrúar töldu ástæðulaust að hafa í æðstu stjórn flokks- ins mann, sem fyrst og fremst hugsar um hagsmunamál bænda, Framsóknarflokkur- inn þyrfti að sýna að hann væri flokkur þéttbýlisins, því að bændafylgi skipti nú orðið minna máli en áður. Gamall bændahöfðingi væri því ekki líklegur til þess að fríkka ásýnd flokksins út á við held- ur þvert á móti. Þessa móðgun við bænda- stéttina mega íslenzkir bænd- ur gjarna festa sér í minni og borga á verðskuldaðan hátt fyrir þá vanvirðu, sem bænda samtökunum er sýnd, þegar þeir fá tækifæri til þess í kosningunum í vor. — Það eru sem sagt fleiri en fuM- trúar á flokksþingi Framsókn arflokksins, sem geta notað atkvæði sitt tii þess að sýna hvað þeir vilja. 40 ÁRA LEIK- AFMÆLI Tslenzk leiklist stendur nú með miklum blóma. Á örfáum áratugum hefur hún þróazt úr starfi áhugamanna, sem yfirleítt var unnið af miklum vanefnum, í blóm- lega listtúlKun, sem þjóðin getur verið stolt af. Sérstak- lega er ánægjulegt hve margt ungt fólk hefur náð langt á þessari listabraut og auðgað HINN tuttugasta og fimmta marz voru tíu ár liðin frá undirritun Rómarsamningsins svonefnda, en með henni voru Efnahagsbandalag Evrópu, EBE, og hin sameig- inlega kjarnorkumálastofnun Vestur-Evrópu, Euratom orð- in að staðreynd. Þegar þetta gerðist, skorti ekki á efasemdir fjölmargra um framtíð þessara stofnanna. Ljóst er nú, að þessar efa- semdir voru ekki á rökum reistar. Báðar þessar stofnan- ir hafa komið miklu til leiðar og enda þótt efasemdir hafi nú vaknað að nýju um fram- tíð Euratom, þá er ljóst, að EBE hefur slitið barnsskón- um. Framtíð þess og frekari þróun virðist trygg. Þróun bandalagsins er þeg- ar það langt á veg komin, að ekki verði aftur snúið án tjóns og vandræða fyrir öll hin einstöku ríki innan banda lagsins. Þeir vaxtabroddar, sem til var sáð fyrir tíu árum, hafa hins vegar þegar borið slíkan ávöxt, að telja mætti það fásinnu, ef eitthvert hinna einstöku ríkja banda- lagsins tæki nú upp á því að kljúfa sig úr því. Þrátt fyrir þennan árangur verður því ekki neitað, að vonir þeirra, sem bjartsýnastir voru um framtíð bandalagsins hafa ekki rætzt. Þeir eygðu í stofnun þess og Euratoms ein ungis byrjun, sem fljótlega myndi leiða til stjórnmála- legrar sameingingar Vestur- Evrópu auk hinnar efnahags- legu sameiningar. Þetta hefur, eins og öllum má vera kunn ugt, ekki orðið reyndin. Þjóð- íslenzkt leikhúslíf með því að kynna nýjungar úr leikhús— lífi stórborganna erlendis. Á síðustu árum hefur það einnig farið í vöxt, að íslenzk ir rithöfundar leggi fyrir sig leikritun og margt bendir til þess, að nýtt blómaskeið sé framundan í innlendri leikrit un. Einn þeirra íslenzkra leik- ara, sem staðið hafa í farar- broddi þess fámenna hóps, sem breytt hefur íslenzkri leiklist úr áhugamannastarfi í skapandi listtúlkun, á f jöru- tíu ára leikafmæli um þessar mundir. Valur Gíslason hefur um langt skeið verið einn höfuð- leikari Íslendinga. Hann hef- ur á löngum listamannsferli skapað margar ógleymanleg- ar persónur, fyrst á fjölum Iðnó, síðan í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur verið einna fremstur í nópi þeirra, sem skapað hafa blómlegt leikhús líf á íslandi og auðgað menn- ingarlif þjóðarinnar á eftir- minnilegan hátt. Á þessum merku tímamótum í lífi hins mikilhæfa listamanns er ástæða til að þakka honum mikið framlag til íslenzkrar leiklistar. ernisleg sjónarmið hafa reynzt lífseigari en svo, að þetta mætti verða. Þrátt fyrir það hefur samt vinsamlegri og nánari samvinna hinna ein Walter Hallstein. prófessor, sem verið hefur forseti Efna- hagsbandalags Evrópu frá upphafi. stöku ríkja innan EBE en nú ekki átt sér stað nokkru sinni fyrr í sögunni og það eitt er geysilegur árangur rhiðað við hina hræðilegu fortíð, sem lá sem mara á samskiptum þess ara ríkja. Sú staðreynd, að fyrrverandi fjendur skyldu geta náð samkomulagi um jafn náið efnahagslegt sam- starf, sem reist var á þeim grundvelli, að fyrri deilur væru úr sögunni og sverðin skyldu slíðruð, byggðist á þeirri skoðun, að sérhags- muna- og þjóðernisstefna fyrri tíma hefði hvað eftir Mindszenty knrdínnli 75 óro Vín, 28. marz, NTB. YFIRMAÐUR kaþólsku kirkj unnar í Ungverjalandi, Josef kardínáli Mindszenty, verður 75 ára á morgun, miðviku- dag, og mun halda afmælis- daginn hátíðlegan í íbúð þcirri sem hann hefur haft í bandaríska sendiráðinu í Búdapest allt síðan ung- verska byltingin 1956 var brotin á bak aftur. Ekkert er sagt benda til þess að kardínálinn hyggist láta af embætti eins og hon- um stendur nú til boða, þar sem gefnar hafa verið út til- skipanir páfa um að kardí- nálar megi láta af embætti fyrir aldurs sakir 75 ára gamlir eða fyrr ef heilsufars- ástæður hamli embættisverk- um. Haft er eftir áreiðanleg- um heimildum í Vín, að jafn vel þótt Mindszenty kardí- náli bæðist lausnar, myndi páfi ekki taka lausnarbeiðni hans til greina og er í því sambandi vísað til vanda- mála þeirra sem upp eru kom in í sambúð Páfagarðs og Ungverjalands vegna hinnar löngu einangrunar kardínál- ans. Ungversk yfirvöld buðu kardínálanum að fara frjáls ferða sinni þegar árið 1960, að því tilskyldu að hann segði af sér embætti sem yfir annað leitt hin hrapallegustu örlög yfir álfuna. Nú yrði að snúa blaðinu við og nýr hugs unarháttur að taka við. Markmið hinna bjartsýn- ustu, að Efnahagsbandalag Evrópu muni þróast í Banda- ríki Evrópu er enn hulið blárri móðu fjarlægðarinnar. Þeir eru samt fáir sem eru þeirrar skoðunar, að það sex ríkja bandalag sem Efnahags- bandalag Evrópu er nú, sé æskilegt til frambúðar. Jafnt innan EBE og EFTA, Fríverzl unarbandalags Evrópu eru þær raddir háværar, sem telja samruna þessara banda- laga nauðsynlega, en greinir hins vegar oft á um, hve náið samstarfið eigi að vera. Þann ig sagði sænski verzlunar- málaráðherrann Lange á sín- um tíma, að „vegna stjórn- málalegra breytinga innan EBE, sem miða að því, að draga úr hinum stjórnmála- lega þætti bandalagsins", þá gætu hin hlutlausu ríki Evrópu nú gengið í það. Með þetta markmið í huga, verður Vestur-Evrópa seint að sambandsríki ef þá nokk- urn tímann. Þeir sem líta á þátttöku í Efnahagsbandalag- inu einungis frá þeim sjónar- hóli, hvern fjárhagslegan ávinning megi hafa af því, verða hins vegar að gera sér grein fyrir því, að það er ótryggur grundvöllur, ef eng- in stjórnmálaleg sameining fylgir í kjölfarið. Þá kann svo að fara, að fjárhagslegir hags- munir verði orsök annars konar sundrungar og að dimmir skuggar fortíðarinnar gangi aftur. (Tekið saman úr „Die Welt“) maður kaþólsku kirkjunnar I Ungverjalandi, en hvorki Mindszenty né páfi vildu ganga að þeim kostum. Síðan haía sendimenn Páfagarðs og ungversku stjórnarinn nokkr um sinnum hitzt að máli að ræða framtíð kardínálans en hvorki gengið né rekið um neina samninga og situr þvi Mindszenty kardínáli í „út- legð“ í sendiráði Bandaríkj- anna í Búdapest sem fyrr. Hann hlaut dóm fyrir land- ráð árið 1949 og var dæmdur í lífstíðarfangelsi en náðaður 1955 eftir endurtekin tilmæli biskuparáðsins ungverska fyrir aldurs sakir og slæmrar heilsu. Bróðír Costros lætur of embætíi Miami, Flórída, 28. marz, AP. A FIMMTUDAG skýrði útvarp- Havana á Kúbu frá því að Raul Castro, bróðir Fidels forsætis- ráðherra, hefði látið af embætti sem hernaðarmálaráðherra, að minnsta kosti um stundarsakir. Sagði útvarpið Juan Alameida hafa tekið við embættinu en gat ekki hvað valdið hefði þess- um mannaskiptum. Raul Castro hefur verið hernaðarmálaráð- herra í sjö ár og hefur verið talinn ganga næst bróður sínum Fidel að völdum á Kúbu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.