Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1967. 23 Rödd úr fortíðinni SUMARIÐ 1929 fól Tryggvi Þór- hallsson forsætisráðherra, mér undirrituðum að stofna Ríkis- útvarpið og veita því forstöðu. Samkvæmit ósk minni og kröf- um fól hann mér jafnframt að semja frumvarp til nýrra laga um útvarpsrekstur ríkisins. Voru samkvæmt frumvarpi þessu sett og samþykkt á Alþingi lög nr. 62, 19. maí, 1930. - Á HÖLUM Framh. af bls. 19 kennir Jón Frið'björnsson, stunda kennarar eru Sigurður Haralds- son bústjóri og sr. Björn Björns son og Birgir Vigfússon kennir leikfimi, auk þess sem hann ann ast allt bókhald. Þyrfti meiri verklega kennslu Stefán Guðmundsson segir að vélfræðin sé kennd bæði bók- leg og verkleg. Aðstaða sé þó ekki nægilega góð til verklegrar kennslu. Stefnt er að því að gera piltana sjálfbjarga um viðgerðir, svo að þeir geti gert við allt hið smærra, sem þeir eiga eft- ir að reka sig á varðandi vélar sínar. Reynt er að taka upp 1—2 landbúnaðarvélar á vetri. Nem- endur fást við logsuðu og raf- suðu, svo að þeir geti bjargað sér í því. Svo smíða þeir hluti, en Stefán segir það ein- staklingsbundið hvað þeir gera mikið að því. Stúlkurnar eru líka í þessum greinum, — V.ið umgöngumst þær alveg á sama hát)t og aðra nemendur. Hér er engin riddaramennska, sagði Stefán. Annars kvartaði Sbefán yfir þvá að allir bæklingar varðandi vélar séu á erlendum málum. Ættu um!boðin að sýna meiri áhuga á að kynna sínar vélar i íslenzku. Það væri áhrifameira ef þau gætu sent skúlunum •kuggamyndir, sem kennarar gætu svo skýrt út. Ef nemend- ur ættu greiðan aðgang að þýdd- nm fræðslumyndum og pésum, væri þetta miklu betra. Stefán Ólafsson kvaðst kenna Bfna námsgrein, jarðræktarfræð- ina mest í fyrirlestrum. Mem- endur fá þar þó líka verkeím. en rúm vantar til að hægt sé að •ýna viðfangsefnin með til-aun- «m, myndir og töflur verða að nægja. Grein þessi nær yfir jsrð fræði og jarðvegsfræði, því byrja þarf á umdirstöðunni og *iðan komið að gróðrinum. Hluti af náiminu er áburðarfræðin, og þar væri einkum gott að hafa tilraunastarfsemi við skóiann, •egir Stefán. En niðunstöður af rainnsúknum úti um landið eru kynntar fyrir nemendum. Steflán kennir líka efnafræði og »egir það sama þar, aðstöðu vanti til að sýna það helzta sem I er farið. Það geri miklar kröf- ur til nemenda að þurfa að ’il- einika sér þetta án þess að sjá það í reynd. — Þetta eru undir- ■töðugreinar, segir Stefán. Og mikilvægt að glæða skilning nemenda á því að þeir þurfi að Kta taka sýnóshorn og áætla Íburðanþörfina. Jarðfræðinni hafa menn yfirleitt gaman af, en 5. grein þessara laga var svo- hljóðandi: „Útvarpsráð tekur ákvarðanir um það, hversu dagskrá skuli hagað í höfuðefnum, og leggur fullnaðarsamþykki á dagskrá, áður en hún kemuir til fram- kvæmda. Það setur reglur um fréttaflutning útvarpsins og aðr- ar þær reglur, er þurfa þykir til gæslu þess, að við útvarpið ríki skoðanafrelsi og fyllsta óhlut- drægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í almennum málum, atvinnustofnunum, félögum og einstökum mönnum". Með ákvæðum þessarar grein- ar vildi ég tryggja það um aldur og ævi, að útvarpið risi yfir dægurþrasið í landinu. Yrði ekki komist hjá umrseðum um ágreiningsmál, skyldi gætt fyllstu óhluitdrægni (ekki „hlutleysi“, eins og sífellt er stagast á) gagnvart öllum þeim aðilum; sem hluit ættu að málum hverju sinni, í stuttu máli sagt: Allir landsmenn skyldu hafa sama rétt og sitja við sama borð. Útvarpsráð hafði sjálft með höndum gæzlu útvarpserinda og annars talaðs máls utan frétta og auglýsinga. í umboði útvarps ráðsirus hafði ég daglega gæzlu þessara þátta í 2i3 ár, því fundir útvarpsráðs voru að jafnaði að- eins einn í viku hverri. Ég hafði þá vinnureglu, að ef mér þótti tvímælis orka u-m, hversu úr- skurða skyldi ágreiningsatriði í fréttamálum, lagði ég það undir næsta fund ráðsins og var úr- skurður þá færður í gerðabók. Ég rita þessar fáu linur af því tilefni að nýlega hefir orðið all- harður árekstur í útvarpsráði og í blöðum út af útvarpsþættin- um „Þjóðlíf", sem leiddi til þess’ að þátburinn var með öllu felld- ur niður. Það gerðist að um- sjónarmaður þessa þáttar kvaddi til nokkra lækna, til þess að ræða um opirnberar framkvæmd- ir í heilbrigðismálum, einkum sjúkrahús, byggingar sjiikra- húsa, búnað þeirra og vinnuað- stöðu lækna. Þetta er vitaskuld mjög viðkvæmt mál og mátti búast við að fram kæmu ádeil- ur á heilbrigðismálastjórn eigi aðeins þá, er nú fer með völd, heldur og fyrri stjórnir. Virðist umsjónarmanninum hafa láðst að kveðja til annan höfuðaðila málsins, sjálfan heilbrigSismála- ráðherra eða annan þann mann, er ráðherra kynni að velja, til þess að sitja fyrir svörum. Enda þótt boðorð 5. greinar hafi á liðnum starfstíma Ríkis- útvarpsins rutt sér til rúms og hlotið viðurkenningu í vitund flestra landsmanna ber á það að líta, að sífellt koma ungir menn, til þess að taka að sér og hafa umsjá með nýjum þáttum. Lög og reglu gerð útvarpsins liggja ekki á hraðbergi, heldur eru ákvæði þeirra grafin í lagasöfnum. Ég lét í minni tíð sérprenta lög, reglugerð og allar vinnu- reglur útvarpsins til afnota öll- uim stjórnendum og starfsmönn- - ÞVÍ DÆMIST Framh. af bls. 14 hefði marg skoðað íbúðina áð- ur en kaupin áttu sér stað. Gólf dúkar hefðu þá borið með sér að raki hefði verið í gólfunum. Kvaðst stefndi hafa sagt Orra, að tveim árum áður hefði ver- ið gert við smíðagalla á húsinu, en frá þeim galla hefði kom- izt raki í gólfið, en ekki hefði borið á slíku eftir það. Stefn- andi hélt því hins vegar, ákveð ið fram, að hann hefði ekki vit- að fyrir kaupin um rakann, enda kvaðst hann ekki mundu hafa keypt íbúðina, ef hann hefði um rakann vitað. Stefnandi, Orri Gunnarsson, 'tuddi kröfur sínar þeim rök- um, að í ljós hefði verið leitt, að miðstöðvarlögn hússins hefði verið stórkostlega gölluð og raki hefði verið í íbúðinni. Gall- ar þessir hefðu verið leyndir og hann ekkert um þá vitað. Jón Ólafsson bæri því sem seljandi bótaábyrgð á öllu því tjóni, sem hann hefði orðið fyrir vegna gallanna. Auk bóta samkvæmt framangreindri matsgerð krafð ist stefnandi bóta fyrir óþæg- indi, húsaleigugreiðslu í ann- airi ibúð meðan viðgerð færi fram o.fl. Tón Ólafsson krafðist sýknr 1 málinu og studdi þá kröfu þeim rökum, að þegar stefnandi keypti íbúðina hefði honum ver ið bent á, að dúkur hefði losn- að í baðherbergi, væntanlega vegna raka. Ennfremur hefði stefnanda verið bent á annað, sem rtefndi vissi um sem galla á íbúðinni. Hins vegar hefði rör 1 kjallaragólfi bilað eftir að stefnandi flutti inn í ibúðina, en um þá bilun verði stefnda ekki kennt og á henni beri hani enga ábyrgð. Auk þess hefði stefnandi selt íbúðina aftur á mun hærra verði en hann keypti hana á og því hefði hann ekki beðið neitt raunverulegt tjón. Niðurstaða málsins var sú, bæði í héraði og fyrir Hæsta- um stofnunarinnar. Ég teldl þarflegt að gefa nú út nýja sér- prentun, því margt hefur breyzt á þeim 14 árum, sem síðan eru liðin. Einkum vildi ég ráða til þess að 5. grein útvarpsdaganna yrði sérprentuð stóru letri, fest upp í vinnusölum og afhent manni sem vinnur að gerð og fram- kvæmd dagskrár Ríkisútvarps- ins. Ákvæði 5. greinar og vinnu- brögð samkvæmt þeim ákvæð- um eru festarhald virðingar Ríkisútvarpsins, vinsælda þess og trausts. Hinn 27. janúar 1953 flutti ég í útvarpið „Kveðjuávarp” til starfsmanna Ríkisútvarpsins og útvarpshlustenda. Ávarp þetta hefir enn hvergi verið birt á prenti. Mér þykir hér við eiga að birta niðurlagsorð ávarps þessa svo hljóðandi: „Og að lokum nokkur varn- aðarorð til þjóðarinnar. í dag, við brottför, er ég mér þess með- vitandi, að hafi ég unnið nokk- urt happaverk í þjónustu Ríkis- útvarpsins þá var það sú til- hlutun mín að fá tekin inn 1 5. grein útvarpslaganna ákvæð- in um það, að við útvarpið skuli ríkja skoðanafrelsi og fyllsta ó- hlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í almenn- um málum, atvinnustofnunum, félögum og einstökum mönnum. Vegna þessara ákvæða hefir Ríkisútvarpið getað þjónað sönnu lýðræði, það hefir getað risið yfir og staðið óháð póli- tískra flokkabaráttu. Vegna þess ara ákvæða hefir það getað á- stundað sannindi, þjónað óhlut- drægni og sönnu réttlæti, því er almennt treyst, að útvarpið vilji segja satt, og rétt frá staðreynd- um. Þess er almennt krafist, að það virði og verndi í starfi sínu jafnan rétt allra manna. Fyrir því verða þessi mín síð- ustu varnaðarorð og eggjan: „Standið fast á verði, íslending- ar, um þessa helgu skyldu um þennan helga rétt“. Jóns Þorbergsson. rétti, að Jón Ólafsson var tal- inn bera ábyrgð gagnvart Orra Gunnarssyni á umræddum göil um. Segir í forsendum að dómi Hæstaréttar, að varhugavert þyki að fullyrða, að Jóni Ól- afssyni hafi mátt vera ljóst, að hitalögnin í íbúð þeirri, sem hann seldi Orra Gunnarssyni, hafi, þá er salan fór fram, ver- ið tærð, svo sem raun bar vitni um. Skaðabótaskylda hans verði því eigi reist á grand- semi hans. En þá er litið væri til þess, að hann hefði sjálfur látið leggja hitalögnina i húsið og spjöllin á henni reynst þau, sem í héraðsdómi greindi, teld- ist Orri Gunnarsson eiga rétt til afsláttar á kaupverði því, sem hann galt Jóni Ólafssyni fyrir íbúðina og ætla verði, að hafi verið nálægt markaðsverði slíkra íbúða. Samkvæmt þessu var Jón Ól- afsson dæmdur tíl að greiða Orra Gunnarssyni kr. 50.000.00 auk vaxta og kr. 15.00.00 í máls kostnað í héraði og Hæstarétti. Ullarfrakkcr PeySEir Kiildaúlpur Ensk utlarnærfíit Ullsrsokkar Geysir hf. Fatadeildin. Fjögur bændaefni: Bjarni frá Ásgarði; Páll frá Blönduósi; Þórður frá Árbæ: Pétur frá Granastöðum það er misjafnt hvað þeir hafa opin augun fyrir fyrirbærum náttúrunnar. Kindurnar betri en kvenfólkið Kennslustundum er nú að ljúka og nemendur dreifast. Fjór ir ungir piltar hafa fengið leyfi til að fara á árshátíð skólans á Reykjum í Hrútafirði, og eru að drifa sig af stað. Það eru allt ung bændaefni, Þórður Jónsson frá Árbæ á Reykjanesi í Barða- strandasýslu, Pétur Helgason frá Granastöðum í Eyjafirði, Páll Svavarsson frá Blönduósi og Bjarni Ásgeirsson frá Ásgarði í Dölum. Þeir eru allir í eldri deild skólans. Þrír þeirra segj- ast vera ákveðnii í að búa, en Páll kveðst ætla að leggja stund á mjólkurfræði. — Þetta er samt ágæt menntun, segir Páll glettnislega. Það er skemmtí- legra fyrir mann að þekkja kýrnar. Bjarni í Ásgarði og Pétur frá Granastöðum segjast ætla að taka við búum heima, þeim hafi aldrei dottið annað í hug. Hvað er svona skemmtilegt við að búa? — Kindurnar! Þær eru skemmtilegri en kvenfólkið, seg- ir Bjarni. Þykir honum samt ekki be’ra að hafa kvenmann í fanginu en rollu á dansleiknum í Reykjar- skóla? Ja, ekkert er hann viss um það. — Það er bara gaman að þukla rollurnar, segir ha. ín til skýringar. Allir eru piltarnir sammála um að á Hólum sé skínandi að vera, eins og þeir orða það. Skól inn þurfi engra umibóta við. Þó væri betra ef bækurnar væra á íslenzku, en mikið af þeim er á norsku og dönsku. í rauninni sé það alveg nauðsynlegt :>ð þýða námsbækurnar. Kenndar eru bóklegu greinarnar á morgn ana til kl. 12, eftir hádegi eru aukatímarnir og kl. 6—7.30 er hringt aftur í tíma og þá setið yfir nemendum meðan þeir jesa námsgreinar sínar. Það sé alveg ágætt, segja piltarnir. Til auka- tímákennslu teljast taminingarn- ar og allir eru piltar þessir að temja, Bjarni er með eigin fola á staðnuim. Sumir þeirra hafa þó aldrei átt við tamningar fyrr. Hræddir? — Það er að minnsta kosti yfirunnið, hafi það verið, svara þeir. Annars má telja þau skipti, sem nokkur hefur dottið af baki. Það eru eldri deildarmenn, sem temja, og taka 20 af 22 þátt í því. En vegna þessara tvegíja áhugalausu er rúm fyrir jafn- marga úr yngri deild. Félagslíf í skólanum er dauft, segja piltarnir. Það eru starfandi tvð félög, 'hestarnannafélagið Hreinn og málfundafélag Hóla- sveina. Fjórar reglulegar skemmtanir eru yfir árið, þegar kvennaskólarnir á Löngumýri og Blönduósi bjóða Hólasveinum og þeir stúlkunum aftur. En í skól- anum er ágæt hljómisveit, sem skólapiltar hafa sjálfir. En nú eru piltarnir orðnir órólegir að komast af stað á jeppanum áleið is í Reykjaskóla, svo við tefj- um þá ekki lengur. Píanóleikur berst að eyrum okkar og við göngum á hljóðið. Við píanóið standa stúlkurnar tvær, sem eru í Hólaskóla, Guð- björg Sigurðardóttir frá Hvitár- holti og Oddný Finnbogadóttir frá Sauðárkróki. Af hverju þær hafi kosið að vera í bændaskóla? — Það er ágætt að kynna sér þetta og margt hér að læra. Ekkert sérstakt við það. Nú orð- ið er svo mikið unnið með vél- um í sveitum, að stúlkur geta leyst störfin af hendi, enda eru þær í öllum námsgreinum til jafns við piltana, vélfræði, smíð um og tamningu — öllu nema leikfimi. Og svo er gott að hús- freyjan viti líka í hverju bú- skapurinn er fólginn. Annars eiga sumar námsgreinarnar víðar við en í sveit. Við fylgjumst með hópnum, sem er að fara í tamningarnar. Stúlkurnar eru í þeiim hópL Menn taka út hestana sína, leggja á og drífa sig á bak — það gengur misjafnlega. Og svo hverfur hópurinn. Við göngum um smdðju, þar sem skólapiltar eru að smdða sér ístöð, hliðagrindur með nafni bæjarins beima eða vigt fyrir kindurnar og æfa sig að logájóða. Og síðan í trésmíða- verkstæðið yfir leilkfimihúsinu, þar sem laghentu smiðsefnin eru að renna lappir undir sófaborð, skrifborð eða hefilbekki. Nú eru vinsælustu stykkin svefnsófar. segir Jón Friðbjörnsson. smíða- kennari. Áður voru það hefil- bekkir. Og það þykir mér vænzt um, því þá veit ég að þair ætla sér að halda áfraim að smíða í framtíðinnL Þannig dreifast nemendur eft- ir hádegi á laugardegi og snúa sér að þeim verkefnum, sem þeim eru kærust. Fáir eru uppi í herbergjum sínum. Þar hittum við þó Magnús Ágústsson úr Gönguskörðum og Hjál-nar Jóns son frá Siglufirði, sem sitja og æfa sig að spila á harmónikku og gítar. Það hefði verið gaman að spjalla meira við þá, en spáð er roki undir kvöldið, og mikili lausasnjór er í Blönduhlíð og HegranesL svo dvölin gæti orðið nokkuð löng á Hólum, af við drít um okkur ekki aí stað. Og það ræður. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.