Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1967. 21 ' Úr „Fæðing þjóðar.“ í*v ■ - KVIKMYNDAÞ. Framhald af bls. 17 og banna listaverk eftir menn, *em frægir eru um öll lönd, þeg- «r hrat eins og „Rauða skikkj- an,“ sem ekkert listrænt gildi hefur og er full með blóðsúthell- ingar og berrassað fólk, er leyfð ófermdum börnum. Eða hvort hefur það sitt að aegja, að Edda film vill fá aur- ana sína aftur, og þeir eru jafn- góðir úr vösum barna sem full- orðinna. m. DAVID WARK GRIFFITH David Wark Griffith fæddist í Kentucky-fylki í Bandaríkjun- um 23. janúar 1875. Hann var sonur blásnauðs höfuðsmanns úr her Suðurríkjanna, sem átti sæti á löggjafarþingi Kentucky. Þegíir D. W. Griffith réðist sem atvinnuleikari árið 1897, notaði hann nafnið Lawrence Griffith, því að á þeim tímum var kvikmyndafólk ekki hátt skrifað. Er hann réði sig til þess- ara starfa, taldi Griffith þetta aðeins vera spor á þyrnum stráðri braut til að verða rithöf- undur og skáld. Hann taldi kvik- myndir fyrir neðan sína virð- ingu og 1908, þegar hann undir- ritaði samning við „Biograph“ um að gerast leikstjóri, sagði hann við konu sína: „Að vissu leyti er þetta ágætt, en við get- um ekki haldið eilíflega áfram að segja ekki vinum okkar og ættingjum, hvemig við vinnum fyrir okkur." Fyrsta myndin, sem Griffith stjómaði fyrir „Biograph“ var „Adventures of Dollie." Þá kyimtist hann G. W. „Billy“ Bitzer, sem hafði tekið þar til starfa 1896 sem rafmagnsmaður, en var nú orðinn aðalkvikmynda tökumaður félagsins. Hann kenndi Griffith frumatriði í kvikmyndastjórn þeirra tíma og þeir störfuðu saman upp frá því. „Biograph" var í afturför, þegar Griffith hóf störf, en eftir eitt ár var það tekið að rétta við. Griffith kom fram með fyrstu róttæku nýjungar sínar í mynd, sem nú mun glötuð, „For Love of Gold,“ 1909, með því að segja skilið við gömlu regluna „eitt atriði — ein taka,“ með því að breyta stöðu myndavélarinnar í miðju atriði. Hann varð fyrstur til að uppgötva það grundvallar- atriði að láta yfirleitt aðeins efri hluta leikaranna sjást. Smám saman fór að renna ljós upp fyrir Griffith. Hann skildi, að í kvikmyndum er notuð ný og einstæð aðferð við að segja sögu. Árið 1911 er hann orðinn stoltur af starfi sínu og samn- ingur hans er gerður við David Wark Griffith, en „Lawrence" hverfur af sviðinu. Um þetta leyti fóru að berast langar stórmyndir frá Evrópu. Hin helzta þeirra var „Quo vadis?“ frá Ítalíu. Griffitih fékk fljótlega áhuga á að gera „stór- kostlegustu mynd, sem gerð hefði verið.“ Árið 1913 fer hann frá „ÍBiograph“ og ræður sig til JMutual Film Corporation.“ Hjá því félagi gerði hann eina frægustu mynd sína, Fæðing þjóðar („The Birth of a Nation), sem frumsýnd var í Liberty Theatre í New York, 3. marz 1915. Gerð myndarinnar gekk ekki átakalaust. Kostnaðurinn varð gífurlegur, og sagt er, að bar- átta Griffiths hafi minnt á Bem- ard Palissy, leirkerasmið frá sextándu öld, sem brenndi hús sitt til að halda logandi undir brennsluofninum. Söguþráðurinn er byggður á bók eftir síra Thomas E. Dixon, sem nefndist „The Clansman." Það er ótrúlegt en satt, að öll þessi mikla mynd var tekin af einum kvikmyndatökumanni, Billy Bitzer, á eina tökuvél. Hann þurfti að liggja undir hrossahófum og standa 1 sprengjuregni til að ná tilætluð- um áhrifum. Bitzer sagði mörg- um árum síðar, að hann bæri ennþá bláa púðurflekki á hör- undi sínu frá orustuvöllunum 1 „Fæðing þjóðar.“ Myndin var umdeild vegna efnis og efnismeðferðar, en hún dró að sér slíkan fjölda áhorf- enda, að um algert miet var að ræða. Árið 1939 voru heildar- tekjur eigenda orðnar $ 18.000,- 000, og hún hefur verið sýnd stöðugt fram á þennan dag. Eftir þessa velgengni bannaði Griffith gestum aðgang að kvik- myndaverinu og innan skamms tóku vinnupallar að gnæfa yfir Sólsetursstræti í Hollywood. Fólk undraðist hvað var á seyði. Árið 1916 sendi Griffith frá sér stórbrotnustu og flóknustu Mynd sina, „Intolerance", (Um- burðarleysi). Hún er ofin úr fjórum sögum frá: Fátækra- hverfum nútímans, Frakklandi endurreisnarinnar, Babýlon og krossfestingunni. Umgerð mynd arinnar og leikmunir, eru mik- ilfenglegri en síðan hafa verið notaðir. Með eigin orðum lýsir Griffith myndinni þannig: „Sögumar byrja eins og fjórir straumar, séðir af hæðarbrún. í fyrstu renna straumarnir hver í sínu lagi hægt og hljóðlega. En sem þeir renna nálgast þeir og nálg- ast, hraðara og hraðara, unz að lokum, i síðasta þætti, samein- ast þeir I eitt mikilúðlegt fljót tjáðra tilfinninga". Þessi mikla og einstæða mynd féll um sjálfa sig og hlaut enga aðsókn. Margar ástæður til þessa hafa verið nefndar. Sú al- gengasta og sennilegasta er, að myndin hafi verið of margslung- in og flókin fyrir almenning. Einnig var friðarstefnan, sem er leiðandi stef í „Intolerance", ekki vinsæl, þegar Ameríka var að búa sig undir þátttöku I heims- styrjöldinni fyrri. Eftir „Intolerance" bjuggust menn við fleiri meistaraverkum frá D. W. Griffith. En það var eins og þessi maður, sem skap- aði tjáningarform kvikmynd- anna, gæti ekki fundið sjálfan sig innan takmarka þess. Ferill Griffiths sem leikstjóra endaði 1931 með „The Struggle." Þessi mikli kvikmyndameistari lézt árið 1948, saddur lífdaga. Sama ár andaðist einnig annar emist- ari hinnar sjöundu listgreinar, Rússinn Sergei Eisenstein, sem eitt sinn sagði: „Hið bezta í sovézkum kvikmyndum kemur frá „Intolerance“.“ (Helztu heimildir eru: The Film Till Now, Se det er film, (1), The Movies og The Silent Cinema). Innflyljendur, kaupmenn, framleiðendur Viljum kaupa gamla vörulagera. Tilboð merkt: „Hagkvæmt 2011“ sendist Mbl. fyrir þirðjudag. heimilistækisf. HAFNARSTRÆTI 3SIMI2Q455 Til fermingargjafa PHILIPS segulbandstæki í miklu úrvali. PHILIPS útvarpstæki margar tegundir. PHILIPS plötuspilarar transistor. PHILIPS rakvélar í miklu úrvali. PHILIPS hárþurrkur 3 tegundir. PHILIPS tæknileikföng. RONSON hárþurrkur. LUXO lampar margar gerðir. HEIMILISTÆKI S.F. Söluturn til sölu. Nánari upplýsingar gefur: Sigurður Reynir Pétursson hrl. Óðinsgötu 4. — Sími 21255. Flugfrcyjur Aðalfundur Flugfreyjufélags fslands verður hald- inn í Tjarnarbúð í dag kl. 4 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. ' Húsbyggjendur Kaupið miðstöðvarofnana þar sem úr- valið er mest og bezt. Hjá okkur getið þér valið um 4 tegundir. Helluofninn 30 ára reynsla hérlendis. Eiralofninn Úr stáli og eir sérstaklega hentugur fyrir hitaveitur. JA-ofninn Nýjasta gerð, mjög hagstæð hitagjöf. Panelofninn Norsk framleiðsla — fáanlegur með fyrirfram innstilltum krana. Stuttur afgreiðslufrestur — Leitið tUboða. h/fOFNASMIÐJAN EINHOLTI 10 — SfMI 21220 Kirkjan í Vindáshlíð. Gamla Saurbæjarkirkjan. Fermingarskeyti sumarstarfsins Styðjið gott málefni. Litprentuð fermingaskeytt fást á eftirtöldum stöðum 2. páskadag frá kl. 10—12 og 1—5. Amtmannsstíg 2b, Drafnarborg, Melaskóla, ísaksskóla, Hraunteigi 33, Félagsheimilinu v/Holtaveg, Langagerði 1, Sjálfstæðishúsinu Kópavogi. Upplýsingar í síma 17536. VATNASKÓGUR VINDÁSHLÍÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.