Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1967. Mötuneytisstjóri óskast frá 1. júní til að stjórna 3—400 manna mötu- neyti í Straumsvík. Umsóknir sendist skriflega. ÍSLENZKA ÁLFAFÉLAGIÐ H.F. Strandgötu 8—10, Hafnarfirði. Kona óskast til eldhússtarfa strax. Upplýsingar í síma 37737. Múlakaffi Til fermingargjafa Nýkomið sloppar, undirkjólar, náttkjólar og slopp- ar (sett), náttföt, millipils, töskur, seðlaveski, slæð- ur, skinnhanzkar og m. fl. Hatfa og Skermabúbin Framhald af bls. 10. þarna, og eitthvað höfðu leitt hugann að fiskistofninum við Vestmannaeyjar, bar saman um, að varpan ylli miklu minna tjóni en netin að ekki sé talað um nótina. Togbátarnir koma*t ekki uppá hraunkargana, sem fisk urinn hrygnir á og þeir geta ekki náð fiski uppí sjó. Löggj afinn er ekki alvitur og honum er oft vandi á hönd um og hefur margs að gæta, en þeir nefndu mér þarna hlálegt dæmi um réttlæti heimsins, sem birtist í mörg- um myndum. HÖT4L /A<iA SÚLNASALUR r LOKAD IIEI i EINKASAI IKVOLD 1 iNA HKVÆMIS i Árshátíð Alþýðuflokksins. MÍMISBAR OPINN FRÁ KL.Í9 haaumammmd Það var eitt sinn að þeir tóku á einum sólarhring — tivö þúsund og sjö hundruð tonn — af ýsu við Elliðaey í nót. Ýsan var misjöfn og frystihúsin réðu heldur ekki við að nýta þetta magn og meira en helmingur þessa afla fór í gúanó. Sama daginn var trollbátur sektaður fyrir að veiða fimm tonn af þorski og löngu, þarna skammt undan. Vel haldið á kortunum. Jónas Jónsson frá Stokks- eyri er einn af frammámönn- um í Eyjum. Hanin veitir for- stöðu verzlun Gunnars Ólafs- sonar, sem Vinnslustöðin á nú, greiðslu Eimskip og fleira hef ur hann umleikis og meðal annars gerir hann út bát á- samt formanni bátsins. Það var ekki launungarmál hjá þeim útvegsmönnum, sem ég talaði við að bátur þeirra fé- laga, Baldur, hefði verið einn af þremur bátum Vestmanna- eyinga, sem ekki þurftu á út gerðarláni að halda í vertíðar byrjun. Baldur er gamall bát ur (1046 eða 47?) tuttugu ára eða svo, og að því er mig minnir 60 tonn á sfærð. A skrifstofu Jónasar standa tveir stólar hlið við hlið. Þetta eru gamlir stólar með slitn- um skinnsetum og í þeim sátu ekki minni bógar en Gunnar ólafsson og Jóhann Þ. Jósefsson. Sameignarmenn um langa hríð og stjórnendur Gunnars Ólafssonar og Co. (stofnað 1910) og fleiri fyrir tækja í Eyjum, og báðir þjóð kunnir menn. Ferill Jóhanns Þ. Jósefssonar var furðulegur. Hann hófst upp úr umkomu- leysi til æðstu starfa í þjóð- félaginu. Naut engrar skóla- göngu, en talaði þó ágætavel fjölda tungumála og kunni forn kvæði og sögur utanbók- ar og var sögufróður mjög og hyggindi hans í fjármálum eru alkunn. Gunnar Ólafs- son var af aldamótakynslóð- inni frægu, mikill maður fyr ir sér og ekki hlífisamur, hvorki sjálfum sér né þeim BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU -------TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN KVIKSJÁ w-v- FRÓÐLEIKSMOLAR Tilviljun hefur ráðið því, að við fengum hugmynd um fyrstu glösin sem gerð voru. Tutmoses m lét höggva á veggiinn í grafhvelfingu sinni lýsingu á hernámi einnar borgar árið um 1500 f. Kr. Þar segir: „Frá ströndum Fönikíu komu grænir steinar, mjög dýrmætir, því þá var hægt að bræða.“ í þessum orðum er inu. Frá næstu 200 árum hafa fundizt við uppgröft fallega málaðar glerkönnur og aðrir hlutir úr gleri. Glerið kom til með að tákna eitthvað fallegt og gott trúarlegs eðlis fyrir Egyptana. Það var álitið að ef glerkrús fylgdi liðnum manni í gröfina, þá ætti hann vísa upprisu. álitið að felist lýsing á gler- sem mótþægðu honum. Ég spurði Jónais, hvort hon um fyndist aldrei neinn sitja þarna í stólunum, þegar hann væri einn að vinna á skrif- stofunni á kvöldum. Ekki vildi hann kannast við það, en sagði að það myndi ekki hræða sig þó að hann yrði þeirra var. Lifrasamlagið, sem Jónas veitir forstöðu var stofn að 1912 og er samlaigsfélag út gerðarmanna. Það er auðvit að ekki gott að fullyrða neitt um það hvað sé mest í þess- um stóra heimi, sem við lif- um í, en fróðir menn telja þetta stærstu lifranbræðslu í heimi. Vinnslugetan er 175 ton á sólarhring og lýsisgeymarn- ir taka 2500 tonn og nýtingin er 63-64% og mun hvergi meiri hérlendis, einnig hef- ur þarna náðst góður árangur að sögn í vítamínauðgi lýs- isins. Samvinna útvegsbændanna í Eyjum um mörg hagsmuna mál sín er athyglis verð mjög. Jónas, sem er manna fróð- astur um atvinusögu seinni ára í Vestmannaeyjum, þar sem hann hefur svo lengi verið með í leiknum, telur eng an einstakan manin eiga meiri þátt 1 að stofna til samvinnu útgerðarmanna um margt, sem sjáanlega var hagkvæm- ara að reka í félagi, heldur en Viggó Björnssom, banka- stjóra Utvegsbankans í Eyj- um. Viggó var sonur Björns Jenssonar, Sigurðssonar bróð ur Jóns Sigurðssonarjog seg- ir Jónas að Viggó hafi verið mikill mætismaður en ekki allra. Jónas fór ekki dult með það, að hann teldi óánægju margra útgerðarmanna og skipstjórnar manna oft orka tvímælis. Það væri að vísu rétt að þegar bátar væru keyptir í milljóna skuld eða illa haldið á spilunum, þá væri þungt undir fæti, en það væri æði oft sjálfskaparvíti, og hann fengi ekki annað séð, en margir þeirra, sem mest börmuðu sér lifðu ágætu lífi. Jónas tekur í nefið og hafa honum að sögn allir hlutir vel farnast. Það var þungbúið laugar- dagskvöld roeð tildragelsi helgarinnar hjá sumum, en ágjöf og puði hjá öðrum. Ég reikaði um við höfnina. Það var verið að landa loðnu og fiski við allar bryggjur, það glampaði á gula sjóstakka, vélar vóru í gangi, spil urguðu og bílar voru á ferð. Þó að áliðið væri kvölds iðaði þann- ig allur hafnarbakkinn frá Friðarhöfn og austur úr af lífi og starfi. Ég rakst á ungan mann á hlaupum niður bryggjuna og bar kennsl á hann. Þetta var skipstjórinn á Ver 60 tonna bát. Hann var að fara út á trolL — Þú ætlar að leggja I hann, þó hann spíii ekki veh Þeir segja á línubátunum að það sé kominn haugasjór. — Hann getur verið ágætur austur í Meðallandsbugt. — Hvað ertu lengi að baksa þangað? — Eina átta tíma. — Hvað gerirðu, ef hann hvessir á þig þar? — Held sjó þar til hann lægir. Það er svo sem líka lif að halda sjó á 60 tonna kopp austur í Meðallandsbugt, menn drepast ekki úr aum- ingjaskap á meðan. Leið þess um unga manni ver, en þeim herrum jafnöldrum hans, sem voru nú um þetta leyti að ganga á öldurhús í Reykja- vík og vöknuðu grúttimbraðir á mánudagsmorgni og skreiddust við illan leik á skrifstofuna kl. 10. í glampanum af vitaljósinu á enda hafnargarðsins sá, ég að sæ dreif yfir bátinn. Hann hvarf út í myrkxið og ég fylgdist með honum í hugan- um þar sem hann hjakkaði austur hafið, í suðvestan öldu norðan brælu og svörtu skammdegismyrkri ,la

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.