Morgunblaðið - 08.04.1967, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1967.
15
Lokið síðustu sambyggðu
íbúðarálmunni að Hrafnistu
Nœst verða byggðar íbúðir fyrir öldruð hjón
Frá fundi Fulltrúaráðs Sjómannadagsins
SUNNUDAGINN 2. apríl hélt
Fulltrúaráð Sjóir.annadagsins í
Reykjavík og Hafnarfirði aðal-
fund sinn. Sátu fundinn 27 full-
trúar frá 12 félögum sjómanna í
Reykjavík og Hafnarfirði. í
upphafi fundar minntist formað-
urinn Pétur Sigurðsson þeirra,
er fórust í hinum hörmulegu
sjóslysum er vélbátarnir Svan-
ur og Freyja fórust með allri
áhöfn. í skýrslu formanns kom
fram, að verið er að taka í not-
kun síðustu sambyggðu íbúðar-
álmuna að Hrafnistu. Hefur bygg
ingartími hennar aðeins verið
10-12 mánuðir og byggingar-
kostnaður um 15 milljónir króna.
Eftirspurn hefur verið svo mikil
eftir vist að Hrafnistu, að þýð-
ingarlaust er að senda inn frek-
ari umsóknir á næstunni, t.d. má
benda á, að forráðamenn heim-
ilisins telja, að þrátt fyrir þessa
nýju viðbót verði aðeins hægt að
uppfylla lítinn hluta þeirra um-
sókna, sem fyrir liggja.
Sérstakar þakkir voru bornar
fram til stjórnar Lífeyrissjóðs
togarasjómanna og undirmanna
á farskipum, sem hefur veitt
sérstaka fyrirgreiðslu með lán
til þessara síðustu byggingar-
framkvæmda að Hrafnistu.
Auk þess að sjá um uppbygg-
ingu og rekstur Hrafnistu, reka
samtökin Laugarásbíó og aðal-
umboð Happdrættis D.A.S. Þá
hafa þau hin síðari ár rekið sum
ardvalarheimili fyrir börn í
heimavistarskólanum að Lauga-
landi í Holtum. Næstu verk-
efni verða byggingar lítilla
íbúða fyrir öldruð hjón á lóð
Hrafnistu í fundarlok fylgdi
formaður úr hlaði nokkrum t.il-
lögum, sem stjórnin lagði fram.
Kvennadeild Slysavarnafélags-
ins voru sendar sérstakiar þakkir
fyrir frábæran dugnað við fjár-
söfnun á sjómannadaginn til
styrktar munaðarlausum og
fátækum sjómannsbörnum og
við störf til styrktar slysavörn-
um á sjó og landl.
Þá var stjórninni heimilað að
Mercedcs Benz
módel ’57 gerð 190, til sýnis og sölu að Berg-
staðastræti 4 frá kl. 1—7. Sími 13036 og 24088.
verja allt að eitt hundrað og
fimmtíu þúsund krónum í hug-
myndasamkeppni um frágang og
skreytingu lóðar Hrafnistu, en
hún er samkvæmt loforði borg-
aryfirvaldanna 6 hektarar að
stærð,
Þá samþykkti aðalfundurinn í
tilefni 30 ára afmælis samtak-
anna á komandi voru að veita
eitt hundrað þúsund krónur til
starfsemi sjómannastofu á Seyð-
isfirði og á Raufarhöfn, enda
beiti stjórnin sér fyrir því, að
fjárframlög komi frá viðkom-
andi bæjar- og sveitarfélögum,
eigendum verksmiðja og söltun-
arstöðva og félagssamtökum
útgerðarmanna og sjóm'anna.
Úr stjórninni áttu að ganga
þeir Kristens Sigurðsson ritari
og Tómas Guðjónsson með-
stjórnandi Voru þeir báðir end-
urkjörnir Stjórnina skipa nú:
Pormaður Pétur Sigurðsson,
gjaldkeri Guðmundur H. Odds-
son, ritari Kristens Sigurðsson,
og meðstjórnendur Hilmar Jóns-
son og Tómas Guðjónsson.
Sjómannadagurinn í ár verður
sunnudaginn 28 maí n.k. og er
það í 30. sinn, sem 'hann er hátíð
legur haldinn hér í Reykjavík.
(Fréttatilkynning frá Sjó-
mannadagsráði).
VINNUFATABUBIN
LAUGAVEGI 76.
AMERISKU NYLON
KULDAÚLPURNAR.
MEÐ SKINNKRAGANUM.
K O M N A R . — ALLAR STÆRÐIR.
VINNUFATABÚÐIN
LAUGAVEGI 76.
rp r •.*'•
Iresnuðir
Góðir vinnuflokkar óskast nú þegar í stórt verk.
Uppmælingarvinna.
Upplýsingar í síma 41864 kl. 19—20.
Aðstoðarlæknisstaða
Staða aðstoðarlæknis við handlækningadeild
(brjóstholsaðgerðadeild) Landsspítalans er laus til
umsóknar. Staðan veitist frá 1/6 1967. Laun sam-
kvæmt kjarasamningum Læknafélags Reykjavíkur
og stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með
upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf
sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Klappar-
stíg 29, Reykjavík fyrir 15. maí n.k.
Reykjavík, 6. apríl 1967.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
REYNSLA AMERÍSKRA FORD BÍLA ER ÓTVÍRÆÐ.
Fáanlegir í mjög mismunandi stærða- og verðflokkum.
Veljið um FALCON — COMET — FAIRLANE — MUSTANG
— FORD — COUGAR — MERCURY.
Pantið bíl við yðar hæfi. — Pantið tímanlega.
88SS KR. KRISTJÁNSSDN H.F.
U M B D ti I H SUÐURLANDSBRAUT 2 • SÍAAI 3 53 00
Hvers vegna eru Stjörnuljósmyndir beztar og ódýrastar?
Skýringin er einföld, fullkomin tæki:
Hvað er Correct Colour? Ein myndataka, minnst sjö stillingar.
Stærðin er 7 x 10 cm afgreitt í smekklegri harmonikukápu og
ein af þeim stækkuð í 13 x 18 cm. Allar redúseraðar og í beztu
fáanlegu litum á markaðinum svo á betra verður ei kosið.
Corrcet Colour eru heppilegar fyrir öll tækifæri:
Athugið: Stofan opin fyrir fermingarbörn alla fermingardagana.
Svo sem: Barnamyndatökur, brúðkaup, fermingar, giftingar
eða einstaklinga. Það er líka hægt að fá hvaða mynd sem er
stækkaða út úr seríunni í hvaða stærð sem óskað er eftir.
Við höfum þá ánægju að geta framvegis boðið allar mynda-
tökur á stofu í Correct Colour, utan passa. — Pantið með fyrir-
vara og minnizt þess, að aðeins Stjörnuljósmyndir geta boðið
þessa þjónustu hér á landi. — Verðið er 1075,oo með söluskatti.
Einkarétt fyrir Correct Colour á íslandi:
STJORNULJÓSMYNDin
Elías Hannesson Flókagötu 45 Sími: 23^