Morgunblaðið - 08.04.1967, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1967.
Garðy rk j umeim
Tilboð óskast í standsetningu lóða við húsin
Safamýri 34—38. — Uppl. í síma 32932.
Skrifsloiustúlka
Óskum eftir að ráða stúlku til almennra skrif-
stofustarfa.. Góð laun. Tilboð sendist Mbl. merkt:
„Skrifstofustúlka — 2086“.
1
Kökur yðar og brauð verða bragðbetri
og fallegri ef bezta tegund af
lyftidufti er notuð.
Loffhernaðurinn yfir N-Vietnam:
Bandaríkjamenn hafa
misst 500 þotur þar
Saigon og Washington, 4 apríl
NTB — AP.
TAI.SMAÐUR bandarísku her-
stjórnarinnar í Saigon skýrði
frá því i dag, að sl. sunnudag
hefði ein bandarísk orrustuþota
verið skotin niður yfir N-Viet-
nam Hafa þá alls verið skotnar
niður 500 bandarískar þotur yfir
-Vietnam siðan loftárásir hóf-
ust fyrir tvcimur árum og tveim
ur mánuðum. 390 flugmanna er
saknað, en verðmæti flugvél-
anna nemur um einum milljarði
bandarískra dollara og kostnaður
við þjálfun og útbúnað 390 flug-
manna er um 300 milljónir doll-
ara.
Hörð átök voru á landi í Viet
nam yfir helgina og að sögn
| bandarísku herstjórnarinnar
felldu Bandamenn yfir 600
skæruliða, en mannfall 1 liði
þeirra sjálfra var sagt lítið.
Bandarískar flugvélar fóru í 147
árásarferðir yfir N-Vietnam í
dag og hafa þær ekki verið fleiri
í 5 mánuði, enda veðurskilyrði
mjög góð. Var sprengjum varpað
á flutninga og samgönguleiðir,
brýr og birgðageymslur. Herskip
úr 7. flota Bandaríkjamanna
héldu uppi skothríð á strand-
virki og bækistöðvar N-Vietnam
í dag.
Robert McNamara varnarmála
ráðherra Bandaríkjanna vísaði i
dag á bug kröfunum um auknar
loftárásir á N-Vietnam, þar á
meðal árásir á flugvelli N-Viet-
nam. Sagði ráðherrann á fundi
með fréttamönnum í Washing-
ton í dag ,að árásir væru ekki
gerðar á flugvelli í N-Vietnam,
vegna þess að Bandaríkin vildu
ekki auka styrjaldaraðgerðir í
Vietnam. Sagði ráð'herrann að
þessi afstaða kynni að breytast
eftir því sem tímar líða.
Fundur Sjálf-
siæðiskvenna
á Akranesi
AKRANESI 4. apríl. - Fjölmenn-
ur og ágætur fundur var haldinn
á Akranesi þriðjudaginn 4. marz
í Sjálfstæðiskvennafélaginu Báru
sl. Frú Auður Auðuns alþm.
mætti á fundinum og flutti er-
indi um viðhorf stjórnmála hér á
landi í dag. Var gerður mjög
góður rómur að máli hennar.
Síðar var kaffidrykkja,
skemmtiatriði og sýndar lit-
skuggamyndir.
Áhugi og einhugur ríkti á fund
inum um að gera hlut Sjálfstæð-
isflokksins sem mestan í væntan-
legum alþingiskosningum.
Fulltrúakjör fór fram til
Landsfundar Sjálfstæðismanna.
hjþ.
VÍSAÐ ÚR LANDI
Moskvu, 6. apríl (NTB)
STJÓRN Sovétríkjanna hefur
vísað úr landi forstöðumannl
Moskvuskrifstofu belgíska
flugfélagsins Sabena. Er mað-
urinn, Lucien Thoye, sakaður
um óleyfilega og fjandsam-
lega starfsemi.
SP0RTVAL
!
LAUGAVEGI116 Siml 14390
Verzlunin opnar fostudaginn 7. apríl 1967 að Laugavegi 116, Reykjavík
— Hiís Egils Vilhjálmssonar — Áður Ríma
Höfum nú stm fyrr ó boðttólum urval af alltkonar
sporf- og tómitundavörum og Mkföngum
Ljósmyndavörur: Afga - Braun - Edixa - Eumig - Kodak
Viðleguútbúnaður: Tjöld - Franskir - svefnpokar og íslenzkir svefnpokar
Dönsku Hammersholmvindsængurnar
Veiðisfangir: Kanadisku Major Rod Köfunartæki: Tauchtecnik
Með stœrra húsnœði bœtum við þjónusfu okkar
LAUGAVEGI 116 Simi 14390
REYKJAVÍK