Morgunblaðið - 08.04.1967, Síða 31

Morgunblaðið - 08.04.1967, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1967. 31 Stjórnarfrumvarp á Alþingi: Spariskírteini fyrir 125 millj.kr. Nýtt verStryggt ríkisláai RfKISSTJÓRNIN lagðl í gær fram á Alþingi frv. er felur í sér heimild til sölu innan- lands á ríkisskuldabréfum eða spariskírteinum allt að 125 millj. kr. Verða skírtein- in verðtryggð og undanþegin framtalsskyldu og skattlagn- ingu á sama hétt og sparifé. Fénu skal varið til vegagerð ar landshafna og fleira. í Sama frv. er heimild fyrtr ríkisstjórnina til lántöku vegna ýmissa annarra fram- kvæmda m.a. 12.5 milljón kr. lán vegna samgöngubóta á Vestfjörðum. Þá skal ríkis- stjórn einnig heimilt að kaupa fasteignirnar nr. 12 við Vonarstræti og Skjald- breiðareignina við Kirkju- stræti, fyrir samtals allt að 21 milljón kr. Undanfarin ár hefur rikis stjórnin aflað fjár með sölu spariskírteina. Hefur sú ráð stöfun verið vinsæl meðal sparifjáreigenda og er nú far ið fram á heimild til slíkr- ar sölu í á. Fénu skal vaið til ýmissa famkvæmda og eu þessa helztar: Til vega- gerðar 53,6 millj., til lands- hafna 30 millj., til flugmála 23,2 millj. og til kísilgúrs- vegarins 29.5 millj. Veðurkortið var vorlegt í 2ja st. 'hiti. Nær því leysingin gær, logn og sól á A-landi, en til mikils hluta af hálendinu, mild sunnanátt og sums stað- svo vötn munu vaxa mjög, ef ar létt rigning eða úði á svo heldur áfram, en á því Vesturlandi. Hitinn var víða eru talsverðar horfur. 8-10° og á Hveravöllum var Ísland og Svíþjóð eru sem Eitli og stóri bróðir í handb. Koma sænska landsliðsins í' þúsund iðkendur handknattleiks handknattleik og landsleikir fs- lands og Svíþjóðar á sunnudag eru meðal stærstu íþróttavið- hurða þessa árs. Svíar hafa löng- Um verið meðal fremstu hand- knattleiksþjóða heims. Á ný- afstaðinni heimsmeistarakeppni tryggðu þeir sér rétt til að leika S 8 liða úrslitum, mættu þar Tékkum, sem síðar urðu heims- ‘meistarar. Komust þeir því ekki S 4 Iiða úrslit, en unnu hins veg- úr V-Þjóðverja og tryggðu sér ineð því 5. sæti í keppninni. Geta Svía í handknattleik er hyggð á gömlum og traustum grunni. Nú eru í Svíþjóð um 53 Sinfóníuhlióm- sveitin leikur í Bifröst SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands heldur tónleika á vegum Tónlist- arfélags Borgarfjarðar í Bifröst, fimmtudaginn 13. apríl klukkan 21.30. Stjórnandi tónleikanna verður Bohdan Wodiczko, aðal- hljómsveitarstjóri hljómsveitar- innar, og einsöngvari verður Guðmundur Guðjónsson, óperu- söngvari. Á þessum tónlei'kum, sem eru 2. tónleikar Tónlist- arfélags Borgarfjarðar, flytur hljómsveitin verk eftir Grieg, Bizet, Haydn og Weber. Guð- mundur Guðjónsson syngur með hljómsveitinni íslenzk lög eftir Pál ísólfsson, Árna Thorsteinson og Eyþór Stefánsson. en til samanburðar má geta þess, að iðkendur handknattleiks á |s- landi eru tæplega 4 þúsund. ís- land og Svíþjóð eru því eins og litli og stóri bróðir í norrænum handknattleik. Svíar hafa leikið 257 landsleiki í handknattleik karla, en fs- lendingar leika l ú sinn 39. og 40. landsleik. Það er viðurkennd staðreynd, að Svíar hafa sýnt forystumönn- um ísl. handknattleiks meiri vin- arhug en starfsbræður þeirra í hinum Norðurlöndunum. Þeir koma t. d. í þessa för á algerum jafnréttisgrundvelli, þ. e. a. s. greiða fei lir sínar sjálfir og sjá Um uppihald ísl. landsliðsins síð- ar í Svíþjóð er þessi heimsókn verður endurgoldin. Einn frækilegasti sigur sem Isl. handknattleiksmenn hafa unnið er sigurinn yfir Svíum 12—10 í HM í Tékkóslóvakíu 1964. Sá sig- ur vakti að vonum feikilega at- hygli og leið ís'endinga næst’tn alla leið í úrslit;* jik vlrtist greið- fær. En í kjolfarið fylgdi slæmt tap fyrir Ungverjum, svo að þrátt fyrir tapið gegn íslending- umhéldu Svíar í lokakeppnina og hlutu þar silfurverðlaunin. Það er því góðum vinum sem handknattleiksmenn f agna, ágætu landsliði, sem sannarlega verður ekki auðveldlega unnið, en sæt- ur væri sá sigur ef hann ynnist. Aðolfundur Bluðumunnu- félugsins AÐALFUNDUR Blaðamannafé- lags íslands verður haldinn á morgun, sunnudaginn 9. apríi og hefst kl. 2. Fundurinn verður í Hótel Sögu, hliðarsal Súlnasal- ar. — Dráttarbraut Framhald af bls. 32. Akureyrar sæi um framkvæmd verksins. í samræmi við þetta samkomu- lag var gerður vinnusamningur við Slippstöðina hf. þess efnis, að 'fyrirtækið legði til vinnuafl til framkvæmdanna, bæði verka- menn fagmenn og undirverk- stjóra. Hafnarsjóður sér um yfir- verkstjóra, en vitamálastjóri um verkfræðilega yfirumsjón með verkinu. Verkfræðingur vitamálastjóra, 'Sveinn Sveinsson, og verkfræð- ingur Hafnarsjóðs Akureyrar, Pétur Bjarnason, hafa undanfar- 'farið haft með höndum undir- húning verksins og að þeirra undirlagi hófust framkvæmdir skömmu fyrir páska með því að nauðsynleg tæki voru útveguð til þilreksturs og dýpkunar. M.a. kom hingað dýpkunartseki frá vitamálastjóra ásarnt tveim- ur mönnum og hófust- dýpk unarframkvæmdir fyrir nokkrum dögum. Nú hefur hins vegar risið 'ágreiningur milli vitamálastjóra og hafnarnefndar út af ráðningu yfirverkstjóra er vitamálastjóri hafði ráðið til alls verksins, en hafnarnefnd telur slíkt brjóta í bág við áðurnefnt samkomulag við vitamálastióra. Hafnarnefnd var var og ekki kunnugt um ráðningu yfirverkstjórans fyrr en um það bil sem hann kom hingað norð-ur ásamt Sveini Sveinssyni sl. þriðjudag. Hefur yfirverkfræðingur vita- málastjóra kallað hei»n starfs- mennina við dýpkunartækið og þar með stöðvað dýpkunarfram- kvæmdirnar. Ákveðið var á bæjarráðsfundi I gær. en fundir þess eru að jafn- aði á fimmtudögum, að hafnar- nefndarmennirnir Stefán Reykja- lín, formaður nefndarrinnar, og Árni Jónsson færu til Reykja- víkur til viðræðna við sam- göngumálaráðuneytið um lausn þessa máls. Fóru þeir suður í gærkvöldi og áttu í morgun viðtal við ráðu- naytisstjóra ásamt Bjarna Einars- syni, bæjarstjóra. Vitamálastjóri er erlendis um þessar mundir, en er væntan- legur heim alveg á næstunni. sennilegt er, að ákvarðanir í málinu bíði heimkomu hans. — Sv. P. — Sendineínd Framhald af bls. 1 þessum átökum, og um 60 hand teknir. Átökin hófust snemma morg- uns þegar skæruliðar þjóðernis- sinna skutu á sveit brezkra her- manna. Kom skothríðin frá A1 Noor bænahúsinu í Sheik Othman-hverfinu í Aden, sem hlotið hefur viðurnefnið „Litla Vietnam“. Svöruðu Bretar skot- hríðinni, og sprengdu niður einn turn bænahússins þar sem fáni Jemen hafði blaktað. Eftir þetta dró nokkuð úr átökunum um stund, en svo hófust þau að nýju. Skæruliðar höfðu komið sér fyrir í fjölbýlishúsum með- fram götu, er liggur að bæna- húsinu, og héldu þaðan uppi látlausri skothríð á Breta og her- menn stjórnarinnar, ef þeir birtust. Var þá tekið til bryn- vörðu bifreiðanna, og þeim ættlað að ryðja hermönnunum braut að bænahúsinu. Var talið að leiðtogar skæruliða hefðu leitað hælis þar. Tólf brynvörðum bifreiðum var beitt, og glumdu skot skæru- liða eins og haglél á brynvörn- unum. Svöruðu Bretar með vél- byssum sínum, en áttu í miklum erfiðleikum því skæruliðar skutu úr íbúðum þar sem fyrir voru konur og böru. Brezkir hermenn voru þá sendir inn í hverfið, og tókst þeim að hrekja skæru- liða á brott. Stóðu bardagar yfir í þrjá stundarfjórðunga áður en herliði stjórnarinnar tókst að komast til bænahússins. Voru þá leitogar skæruliða, sem þar höfðu verið, horfnir. — Framkvæmda- áætlunin Framhald af bls. 10 á öðrum atvinnuframkvæmdum í ríkara mæli, en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Þá varð með júní-samkomulaginu 1964 og enn frekar með júní- samkomulaginu 1965 tekin sú stefna, að stuðla sérstaklega að aukningu íbúðarbyggmga, jafn framt því sem stefnt var að sem mestri aukningu raunverulegra tekna launþega. Af þessum sök um gat hið opinbera ekki nema að tiltölulega litlu leyti notað það aukna svigrúm, sem hinn mikli vöxtur þjóðartekna gaf til efni til, til aukningar opinberra framkvæmda, heldur var nauð synlegt að aðrir ráðstöfunar- þættir sætu í fyrirrúmi. Vegna almennrar þenslu í efnahagslíf inu varð ríkisvaldið einkum að beita ströngu aðhaldi að eigin framkvæmdum og þeim óðrum framkvæmdum, er það hafði mest áhrif á. Eigi að síður hef- ur orðið mikil og almenn aukn ing opinberra framkvæmda á þessu tímabili, eins og hin upp haflega þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlun einnig gerði ráð fyrir. Merkjasöludag- ur Ljósmæðrafé- lags Reykja- víkur LJÓSMÆÐRAFÉLAG Reykja- víkur efnir til merkjasölu ár- lega. Sunnudagurinn 9. apríl er merkjasöludagurinn í ár. Ágoði rennur allur til félagsins, sem sinnir margs konar góðgerðar' starfssemi. Mæður eru beðnar um, að leyfa börnum sínum að selja merkin og klæða þau hlýlega. Merkin eru afhent í eftirtöldum skólum: Álftamýraskólanum, Hlíðarskólanum, Breiðgerðis- skólanum, Langholtsskólanum, Vogaskólanum, og að Rauðar- ársstig 40 hjá Guðrúnu Halldórs- dóttur, ljósmóður. Sími hennar er 12944. Alls byggðar 5832 íbúðir. Eftirfarandi atriði varðandi íbúðaframkvæmdir, voru meðal þess, sem fjármálaráðherra gerði að umtalsefni: í sambandi við undirbúning þjóðhags- og framkvæmdaáætl unarinnar fyrir árin 1963-1966 var gerð athugun á íbúðaþörf á tímabilinu, og var áætlun um nauðsynlegar framkvæmdir við ibúðarbyggingar á þessum árum miðuð við þá þörf. Var reiknað með framkvæmdum, sem sam- svöruðu 1.300 fullgerðum íbúð- um árið 1963 og 1.500 íbúðum til jafnaðar á ári 1964-1966, eða alls framkvæmdum, er samsvöruðu 5.800 fullgerðum íbúðum á öllu tímabilinu. Samkvæmt því, sem nú liggur fyrir, hafa fullgerðar íbúðir árið 1963 reynzt 1.303, en 1.510 að meðaltali árin 1964- 1966, eða alls á öllu tímabilinu 5.832. Aftur á móti hafa heild- arframkvæmdir við íbúðarbygg ingar reynzt nokkru meiri en sem svarar fullgerðum íbúðum, þar eð magn þeirra íbúða, sem í byggingu er, hefur aukizt nokk uð á tímabilinu. Séu heildar- framkvæmdirnar umreiknaðar i fullgerðar íbúðir reynast þær samsvara 6.270 íbúðum, og er þetta 8% hærri tala en áætlun- in gerði ráð fyrir. Þar við bæt- ist, að þær íbúðir, sem byggð- ar hafa verið á tímabilinu, eru að meðaltali nokkru stærri og vandaðri en ráð hafði verið fyr- ir gert og áður tíðkaðist. Verð- ur því aukning fjármunamynd- unarinnar sjálfrar enn meiri en þetta, eða um 20% meiri en áætl unin gerði rað fyrir. Margt fleira athyglisvert kom fram í ræðu fjármálaráðherra og verður nánar skýrt frá því hér í blaðinu síðar. ^Stefán Jónsson, formaður Frant Landsmálafélagið Fram minnist 40 ára afmælis síns í kvöld LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Fram í Hafnarfirði var stofnað 12. nóv- ember 1926 og var því 40 ára sl. haust. 1 kvöld verður afmælis- ins minnzt með hófi í samkomu- húsinu á Garðaholti og hefst það kl. 7 með sameiginlegu borð- haldi. Forsætisráðherra, Bjarni Bencdiktsson, mun verða gestur félagsins og flytja ávarp. Fyrstu stjórn Fram skipuðu þeir Sigurgeir Gíslason, verk- stjóri, Sigurður Kristjánsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri og Ing- ólfur Flygenring, forstjóri. Samkvæmt lögum félagsins gátu allir fengið inngöngu í það, jafnt konur sem karlar, 18 ára og eldri. Formenn félagsins hafa verið, auk Sigurgeirs Gíslasonar, Jón Mathiesen, Sigurður Kristjáns- son, Bjarni Snæbjörnsson, Þor- leifur Jónsson, Loftur Bjarnason, Eyjólfur Kristjánsson, Guðmund ur Guðmundsson, Páll V. Daníels > firði. son, Gestur Gamalielsson og Eggert ísaksson. Núverandi formaður Fram er Stefán Jónsson og hefur verið það frá árinu 1965. Með honum í stjórn eru nú Sigurður Krist- insson, Finbogi F. Arndal, Stefán Sigurðsson og Gestur Gamaliels- son. Félagið hefur alla tíð haldið uppi reglulegri starfsemi og haft mikil áhrif á aðstöðu og baráttu Sjálfstæðisflokksins í Hafnar-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.