Morgunblaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1967. 17 Merkilegt menn- ín garstarf Mjög er það mismunandi með hvaða hætti atburðir samtíðar- innar verka á menn. Frá alda- öðli hefur bæði illt og gott bor- ið að höndum. Á annan bóginn hafa verið unnin þrekvirki og hinn átt sér stað siðspilling, en lífsgata flestra þó legið þarna í milli. Þeir hafa reynt að gera sitt bezta en oft tekizt miður en hugur þeirra stóð til. Um þessar mundir ganga yfir hinir mestu breytingatímar, sem mann kynið nokkurn tíma hefur reynt. í þjóðfélagi okkar lýsir þetta sér m.a. í því, að nú vaxa upp rnarg- falt fleiri í hinu unga þéttbýli en strjálbýlinu, sem mótað hafði þúsund ára menningu þjóðarinn- ar. Þéttbýlismenning er þess vegna í þróun hérlendis, sam- tímis því að einangrunin út á við er úr sögunni. Óhjákvæmi- Brimskafl við Baugstaðafjöru. Myndin er tekin úr Bjarma II á dögunum. (Ljósm .Sv. Þorm.) REYKJAVÍKURBRÉF legt er, að á þvílíkri umbyltinga- öld gangi ýmislegt úr skorðum og í ljós komi veilur, er áður duldust en voru þó fyrir hendi. Sumir festa augun á þessu og þrástagast á „gerspillingu", sem þeir segja hafa heltekið þjóðfé- lagið. Aðrir játa að vísu, að margt fari aflaga, en þykir hitt miklu merkilegra, hversu ört miðar fram á við í ótal efnum. Fjöldi einstaklinga leggur sig fram um að skapa hér fegurra og betra mannlíf. Eitt dæmi þess er starf þjóð- dansafélagsins. Sá félagsskapur lætur ekki mikið yfir sér, en hef ur nú að undanförnu haft þrjár sýningar í Þjóðleikhúsinu. Þar var vissulega vert að koma. í boði var ágæt kvöldskemmtun og það, sem meira er um vert: Stór hópur æskulýðs hefir ber- sýnilega fengið sér hollt og þrosk andi hugðarefni, sem ekki ein- ungis er ágæt dægrastytting held ur leiðir hugann að lífi og kjör- um forfeðra okkar, skapar ný tengsl milli fortíðar og nútíðar, tengsl, sem með öllu móti ber að efla íslenzku þjóðerni til styrkt- ar. Jón Maríasson læt- ur af embætti Ekki fer á milli mála, að Jón Maríasson er á meðal gagnmerk- ustu, ekki einungis íslenzkra bankamanna heldur opinberra starfsmanna yfirleitt, þeirra, sem nú eru uppi. Hann hefur af frá- bærri samvizkusemi helgað sig starfi sínu, fyrst lengi í Lands- bankanum og síðar í Seðla- bankanum. Öllum kunnugum ber saman um, að enginn ís- lendingur þekki betur öll bankastörf en Jón Maríasson. Þar þekkir hann hvern krók og kima, ef svo má segja. Um góð- vild hans og vilja til að leysa hvers manns vandræði efast og enginn. Skapfesta hans og still- ing hefur oft komið honum að góðu gagni, þegar hann hefur neyðst til að neita mönnum um lán, því að eftirspurn þeirra gæða hefur alla bankastjóratíð Jóns verið ótæmandi en lána- getan að vonum verið takmörk- uð. Þessi munur á eftirspurn og framboði hefur löngum skapað með bankastjórum það hugarfar, sem Pétur heitinn Magnússon lýsti svo hjá nafnkunnum banka stjóra: „Hann skoðar það sem persónulega móðgun ef nokkur kemur í bankann til að óska þar viðskipta með lántöku.“ Þessi lýsing átti áreiðanlega ekki við um Jón Maríasson, því að getan ein hefur sett greiðsemi hans takmörk. Vinsældir Jóns eru því víðtækar. Sem Seðlabankastjóri hefur hann raunar haft minni Laugardagur 8. apríl. ‘skipti við almenning en áður, en engu að síður munu margir sakna hans nú, þegar hann lætur af störfum. Hann hefur hygginna manna hátt á og hverfur frá meðan hans enn er saknað, en bíður þess ekki, að ellingaglöp geri að verkum, að allir vilji vera lausir við hann. „Áður þuríti mað- ur að fleyta sér á yfirdráttum er- lendis46 f viðtali, sem Morgunblaðið átti við Jón Maríasson og birt- ist laugardaginn 1. apríl, segir hann m.a.: „Starfið hefur satt að segja verið stundum erfitt, og ekki sizt á þeim árum, þegar lítið var um gjaldeyri. — Jú, nú er viðhorfið annað. Maður er vel settur. Áður þurfti maður að fleyta sér á yfirdrátt- um erlendis, en nú eigum við þó gjaldeyrisvarasjóð, sem nemur 2 milljörðum og gott er að eiga. — En ekki er það nema um það bil 5 mánaða forði til að standa undir innflutningi, ef illa tæk- ist til — ef eitthvert slys bæri að höndum. Hins vegar getur maður ekki búist við að útflutn- ingsafurðirnar lækkuðu þannig að ekkert kæmi inn á móti því sem við eyðum." Þessi samanburður hins marg- reynda bankastjóra er lærdóms- ríkur. Gjaldeyrisvarasjóðurinn* sem er óumdeilanlegur árangur af starfi viðreisnarstjórnarinnar, hefur gerbreytt aðstöðunni í ís- lenzkum efnahagsmálum. Ef menn áður fyrri hefðu orðið fyr- ir svipuðu verðhruni á útflutn- ingsframleiðslunni og nú og afla- tregðu, þá mundi afleiðingin hafa orðið tafarlaus herðing á inn- flutningshöftum og skerðing lífs- kjara. Nú er viðhorfið allt ann- að eins og Jóhannes Nordal bankastjóri sagði einnig í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans hins 31. marz sl.. Hann lauk orð um sínum með því að leggja áherzlu á: „ . . . . það meginsjónarmið bankastjórnar Seðlabankans að leysa beri þau vandamál, sem skapast hafa vegna hás fram- leiðslukostnaðar hér á landi sam fara óhagstæðari þróun útflutn- ingstekna með markvissri endur- skipulagningu og uppbyggingu á grundvelli núverandi verðlags og gengis. Þótt árangur slíkrar stefnu kæmi líklega ekki fram nema á einu til tveimur árum, ætti það í sjálfu sér ekki að koma að sök. Gjaldeyriseign Seðlabankans veitir svigrúm til að beita hægvirkari hagstjórnar- aðgerðum en ella, þar sem ekki ætti að þurfa að óttast alvar- legar efnahagslegar truflanir, þótt um nokkurn tímabundinn greiðsluhalla yrði að ræða.“ Vildu enn meiri þenslu Það er ótrúlegt en samt satt, að það skuli hafa kostað harða baráttu við stjórnarandstæð- inga að byggja upp gjaldeyris- varasjóðinn. Talsmenn stjórnar- andstæðinga hafa aldrei þreyst á að reyna að gera söfnuns hans tortryggilega, svívirt þær ráðstaf anir, sem þurfti til að hann gæti staðist, og hafa nú borið fram tillögu um sérstakar að- gerðir til að eyða honum sem allra fyrst! Jafnframt tala svo þessir herrar af mikilli vandlæt- ingu um verðbólguvöxtinn en ærast yfir því að reynt skuli að hafa hemil á útlánum, sem er þó alger forsenda þess, að verð- bólgan verði ekki að óviðráðan- legu vandamáli. Jóhannes Nor- dal sýnir réttilega fram á, að bankana megi fremur ávíta fyrir of mikil útlán á sl. ári en of lítil. Þessi afstaða er ekki vin- sæl, en hún er engu að síður réttmæt. Allir vilja koma sér hjá óþægilegu læknisráði, en til lengdar harma þeir þó, ef þeir hafa ekki hlýtt því og sjúkdóm- ur verður að alvarlegu meini. Eðli lánsfjárkreppunnar útskýrir Jóhannes Nordal nánar og þykj- ast stjórnarandstæðingar þar heldur en ekki hafa komizt I feitt. Jóhannes segir: „Lánsfjársskortur er einmitt eitt af einkennum efnahagslegr- ar ofþenslu, ekki vegna þess að framboð á lánsfé minnki, heldur vegna hins, að eftirspurnin verð- ur þá óseðjandi, þar sem kapp- hlaup um fjárfestingu og hvers konar spákaupmennsku nær tök um á efnahagslífinu. Þannig var þetta tvímælalaust hér á landi, einkum síðari hluta ársins 1965 og fyrri hluta ársins 1966, en þá leiddi fjárfestingarkapphlaupið bæði til mikillar eftirspurnar eft ir lánsfé og óskynsamlegra fjár- ráðstafan fyrirtækja, sem festu rekstrarfé sitt í nýjum fram- kvæmdum í trausti þess, að verð þenslan héldi áfram.“ Cengislækkunar hjal Framsóknar En Jóhannes heldur áfram: „Óhugsandi væri að fullnægja slíkri verðbólgueftirspurn eftir lánsfé, enda mundi útlánaaukn- ing umfram raunverulegan sparn að aðeins valda enn meiri þenslu og jafnvægisleysi á peninga- markaðinum." Enn segir Jóhannes að „ . . hinar miklu verðhækkanir síðustu ára hafa að nokkru leyti verið lítt viðráðanleg afleiðing ó- venjulegrar hækkunar á útflutn- ingstekjum þjóðarinnar", og „á undanförnum árum hefur tekizt að styrkja mjög fjárhagslega stöðu þjóðarbúsins út á við og gengi íslenzku krónunnar, en hvort tveggja er þetta mikil- væg forsenda þess, að íslending- ar hafi aðgang að erlendum láns fjármörkuðum og annarri við- skiptalegri aðstöðu til eflingar atvinnuvegunum og til efnahags legrar uppbyggingar.** Með eðlilegum hætti gerir Jó- hannes Nordal grein fyrir þess- um málum frá sjónarmiði Seðla bankans, en auðvitað hafa fleiri sjónarmið þýðingu. Hvað sem því líður er óvefengjanlegt, að verð- hækkanir urðu hér of örar síðari hluta árs 1965 og 1966. Orsök þess var m.a. og ekki sízt sú, að hækkanir, sem samið var um í júlí 1965 og síðar á sumrinu við verkalýðsfélögin hér sunnan- lands, voru í raun og veru hærri en látið var í veðri vaka og þjóðarbúinu mun óhagstæðari en samningarnir, sem tókust við fé- lögin fyrir norðan og austan snemma í júní það ár. Til við- bótar þessu kom, að jafnvel hin ir hógværustu Framsóknarmenn reyndu um þessar mundir mjög að ala á því að gengislækkun væri óhjákvæmileg og skapa þannig ókyrrð og sókn eftir ó- eðlilegri fjárfestingu. E.t.v. er of- mælt að segja, að þeir hafi vilj- að skapa þetta ástand, en sem góðir og skynsamir menn hlutu þeir að sjá fyrir hvaða áhrif yf irlýsingar þeirra mundu hafa. Skainmir Tímans um Hannibal og Eðvard Framsóknarmenn létu sér ekki nægja að boða gengisfall sumar- ið 1965 og hamsist á móti öll um ráðstöfunum til hindrunar verðbólguvexti, heldur halda þeir enn þessa dagana áfram lævísleg um árásum á þá verkalýðsfor- ingja, sem síðustu þrjú ár hafa átt þátt í því að beina kjara- baráttunni inn á verkalýðnum heillavænlegri brautir en áður. Hinn 5. apríl segir svo í for- ustugrein Tímans: „Eftir þing Alþýðubandalags- ins, á sl. hausti, átti Morgun- blaðið ekki nógu sterk orð til að hrósa Hannibal Valdimarssyni fyrir framgöngu hans þar. Þá var honum ekki aldeilis lýst sem „rótlausu þangi“, eins og Mbl. hafði svo oft áður gert. Það, sem Hannibal vann sér til ágæt- is á Alþýðusambandsþinginu, var að reyna að stofna þar til sem nánastrar samvinnu við stjórnar flokkana. Þegar Mbl. þarf að svara til saka varðandi kjara- málin, vitnar það heldur ekki orðið í annan frekar en Hanni- bal Valdimarsson til sönnunar því, að núverandi ríkisstjórn hafi sýnt launþ. góðan hug íkjara baráttunni! Þá kunna menn og skýringuna á því, að Eðvarð Sig urðsson var nýlega krossaður. Það hefði ekki þótt líklegt fyrir fáum árum. Þessar svívirðingar og dylgjur eru þeim mun athyglisverðari sem engir tala öðru hvoru fjálg- legrar um nauðsyn á víðtæku samstarfi til baráttu gegn verð- bólgu en einmitt Framsóknar- menn. Ef ekki vill betur til, fjöl- yrða þeir m.a.s. um nauðsyn myndunar þjóðstjórnar í þyl skyni. Fáum dylst, að þar fylg- ir raunar lítt hugur máli. Fyrir Framsóknarbroddunum vakir það eitt að komast til valda með hverjum ráðum sem vera skal, ef ekki vill betur til, þá með þjóðstjórn. Ef þeim væri raun og veru alvara um, að koma allsherjar samstarfi á, hvað mundi þá fremur hafa verið lík legt til að greiða fyrir því en allsherjar samstarf í öflugustu stéttarsamtökum landsins, Al- þýðusambandinu? Þó að slíkt samstarf sé raunar lífsnauðsyn fyrir samtökin sjálf vegna skipu lagsbreytinga, sem þarf að koma á, þá beittu Framsóknarmenn sér af öllum lífs- og sálarkröftum siðasta Alþýðusambandsþingi á móti því og tókst það að nokk ru, en þó ekki að fullu. r I senn vegið að Eðvard og Jóhann- esi Menn mega ekki láta tvær síð- ustu setningar í tilvitnaðri for- ustugrein Tímans fram hjá sér fara: „Þá kunna menn og skýr- inguna á því, að Eðvarð Sigurðs- son var nýlega krossaður. Það hefði ekki þótt líklegt fyrir fá- um árum.“ Ómögulegt er að skilja þessar setningar á annan veg en þahn, að Eðvarð Sigurðsson hafi látið kaupa sig með krossi til þess að gera annað en hann ella hefði gert i málefnum verkalýðsins. Ekki er nú risið hátt á þeim, sem þvílíkar dylgjur hafa i frammi! Menn getur greint á um orðuveitingar og gildi þeirra, en vorkunnarlaus ætti Tímamum að vera vitneskja um, að ríkis- stjórnin hefur engin ráð yfir orðuveitingum, þær eru í hönd- um forseta íslands og sérstakrar orðunefndar. Hún er að vísu skip uð af ríkisstjórninni, en til nokk- urra ára í senn og einstakar orðu veitingar hafa ráðherrar ekki meiri áhrif á en hverjir aðrir borgarar. Þeir geta gert um þær tillögur og tekur nefndin mark á þeim að eigin vild en ekki eft- ir fyrirmælum stjórnarinnar. Eð- varð Sigurðsson mun hafa ver- ið sæmdur Fálkaorðunni um ára mótin 1963—64. Að sjáifsögðu hafði ríkisstjórnin engin afskipti af þeirri ákvörðun orðunefndar og forseta. Steingrímur heitinn Steinþórsson var þá formaður orðunefndar og skeytum út af þeirri orðuveitingu er þess vegna beint að honum umfram aðra menn. Lýsir það drengskap Tím- ans við hinn látna forustumann Framsóknar að bera nú fram ný- lega eftir lát hans þessar dylgj- ur. Þá er ekki síður athyglisvert, að daginn eftir að Tíminn reyn- ir þannig í forustugrein að gera orðuveitingar tortryggilegar, að þær séu notaðar til þess að kaupa mestu áhrifamenn í þjóð- félaginu, þá birtir hann á útsíðu feitletraða frétt með mynd af Jóhannesi Elíassyni og var fyr- irsögnin „Sæmdur riddarakross- inum.“ Aikunnugt er að Jóhann- es Elíasson hefur oft verið lítt hrifinn af málflutningi Tímans og er von að Tímamenn þykist hafa staðið sig vel, þegar þeir hvorttveggja hitta fyrir Eðvarð Sigurðsson og erkióvin sinn innan flokksins, Jóhannes Elíasson bankastjóra. Af þessu má nokkuð marka ástandið á kærleikshfiimili Framsóknar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.