Morgunblaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 1
32 síðnr og Lesbók 0gmntiMfktkift> 54. árg. — 80. tbl. STJNNUDAGUR 9. APRÍL 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stjórn Saigon og bandamenn bjóða vopnahlé — Reiðubúin að rœða framlengingu þess — Hanoi hefur ekki svarað Washington, Hanoi, 8. april — (AP-NTB) — STJÓRN S-Víetnam hefur, með stuðningi Bandaríkjastjórn- ar og bandamanna hennar í Víetnam, lýst sig reiðubúna að gera hlé á styrjöldinni í Víetnam á fæðingardegi Buddha, 23. maí n.k. Er hér komið á móts við beiðni leiðtoga hinn- ar klofnu hreyfingar Buddha-munka í Víetnam, sem í síð- asta mánuði fóru fram á vopnahlé í tilefni fæðingar Buddha. Jafnhliða því, sem Saigon-stjórnin fellst á beiðni Buddha- munkanna fyrir sitt leyti, hefur hún lýst því yfir, að hún sé reiðubúin að ræða framlengingu vopnahlésins við stjórn N-Víetnam. Hefur Saigon stungið upp á, að aðilar beggja ríkisstjórnanna hittist til viðræðna innan hlutlausa beltisins, eða á hverjum þeim stað, sem Haoi helzt kýs. Ekkert svar hefur borizt frá Hanoi-stjórninni varðandi beiðni Buddha- munkanna né fyrri tillögum Saigon þess efnis, að fulltrúar stjórnanna beggja hittist til viðræðna í hlutlausa beltinu eða annars staðar. í yfirlýsingu Saigon-stjórnar, sem lögð var fram í dag, segir xn.a.: „Með tilliti til hinna þýðing- armiklu hátíðar á fæðingardegi Buddha, lýsir stjórn lýðveldisins Víetnam því yfir, að hún er reiðubúin að gera 24 stunda vopnahlé 23. maí 1967. Stjórn S-Víetnam fer þess al- varlega á leit við stjórn N-Víet- nam, að hún virði umrædda beiðni og leyfi öllum áhangend- um Buddha að taka þátt í há- tíðarhöldunum. Allar varúðarráðstafanir munu samt sem áður verða gerðar af hálfu hers S-Víetnam og banda- manna hans til að tryggja, að andstæðingarnir notfæri sér ekki vopnahléð til að birgja liðssveit- ir sínar með hergögnum og auknu liði. Er það í samræmi við fyrri aðgerðir, er Víet Cong hreyfingin hefur verið hindruð í að færa sér í nyt fyrirhugað vopnahlé.“ Sérstaka athygli vekur, að Saigon-stjórnin og bandamenn hennar leggja fram tillögur um þetta vopnahlé í sama mund og hættan hefur aukizt á miklum vopnaátökum í hlutlausa belt- inu, þar sem kommúnistar hafa hreiðrað um sig í þeim hluta belt isins, sem snýr að S-Víetnam. Tillögur Saigon-stjórnarinnar hafa verið sendar öllum ríkjun- um, sem þátt tóku í Manilla- ráðstefnunni í október í fyrra. Afstaða S-Víetnam er því sú sama, sem gerð var grein fyrir í svarbréfi stjórnarinnar við þriggja-liða tillögum U Thants, aðalritara SÞ, sem barst honum í hendur 19. marz sl. Eins og kunnugt var tók Hanoi-stjórnin neikvæða afstöðu við þessum tillögum aðalritarans. Ekkert vopnahlé var gert á fæðingardegi Buddha á síðasta Höggormar gera innrás Dar es Salaam, 8. apríl AP. HINN síðbúni regntími í Tanz- aníu hefur fært milljónum íbúa Tanzaníu daga hryllings og of- boðs. Hundruðum saman hafa eitraðir höggormar og slöngur borizt með flóðum inn í þorp og bæi og síðustu tvo daga átta dáið af biti þeirra. Mest ber á grænum mömbum og kóbra- slöngum, en bit þeirra leiðir til skjóts dauða. ári. Um þær mundir stóðu heift- ug átök róttækra Buddhista í því augnamiði að steypa stjórn- inni. Geysihörð átök hafa átt sér stað alla sl. viku milli brezkra hermanna og arahískra hermdar- verkamanna í Aden. Launvig og götuóeirðir eru þar daglegur viðburður og hermdarverka- mennirnir hafa varpað sprengjum inn í veitingahús. Á myndinni sjást nokkrir hermdar- verkamannanna leggja vegahindranir til að brezku hermennirnir komist ekki að óeirðasvæð- unum. (AP-mynd). Christrup leggur fram vörn sína — í staðfestingarmáli dönsku ríkisstjórnarinnar Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Kaupmanna- höfn, 8. apríl. GUNNAR Christrup, hæstarétt- armálaflutningsmaður, hefur lagt fram í Eystri landsrétti varnar- ræðu Árna Magnússonar-stofn- unarinnar í staðfestingarmáli ríkisstjórnarinnar. Jafnframt hef ur Poul Smith, hæstaréttarmála- flutningsmaður, krafizt þess fyrir hönd fræðslumálaráðuneyt isins danska, að stofnunin við- urkenni, að hún eigi ekki kröfu á skaðabótum. Christrup gengur út frá þeirri afstöðu, að stofnunin eigi kröfu á fullum bótum fyrir þær eignir, sem henni sé gert að láta af hendi nauðugri — bæði handrit og fjármuni. Jafnframt kemur fram hjá honum, að Árna Magn- 47 förust í flugslysi Seoul, S-Kóreu 8. apríl. NTB-AP. S-KÓRESK herflutningavél af gerðinni C-46, Curtiss Commando hrapaði niður í fátækrahverfi í Seoul, höfuðborg S-Kóreu í morgun og fórust allir, sem með vélinni voru 11 menn og 36 íbú- ar fátækrahverfisins. Mikill eld- ur gaus upp er flugvélin hrap- aði, en húsin í hverfinu eru flest úr bamhus og brunnu 30 þeirra til ösku. Um 20 manns voru flutt í sjúkrahús með al- varleg brunasár og er búist við að tala látinna eigi eftir að hækka. Mjög slæmt skyggni var, rign- ing og lágskýjað, en vélin hrap- aði fimm mínútum eftir að hún hóf sig til flugs af Yoido-her- flugvellinum í Seoul. Sjónarvott- ar segja að vélin hafi nær ekk- ert hækkað flugið eftir að hún sleppti flugvellinum og virtist þeim, sem um vélarbilun væri að ræða. ússonar stofnunin hafi einnig á- huga á því að fá gert endanlegt út um skaðabótadeiluna. Því hafi stofnunin látið hjá líða að leggja á það áherzlu að eins og nú standi, eða meðan ekki hafi kiomið til framkvæmida krafa um afhendingu neinna handrita, hafi fræðslumálaráðuneytið ekki neinn réttarfarslegan hag af því að fá úr því skorið, hvort greidd ar skuli skaðabætur eða ekki. Christrup leggur á það á- herzlu, að staðfest hafi verið með hæstaréttardómi ^ í nóvem- ber s.l., að dánargjöf Árna Magn ússonar sé sjálfseignarstofnun; að lögin um breytingar á skipu- lagsskrá hennar leiði til skaða- bótakröfu og að beita megi á- kvæðum í grein nr. 73 í stjórn- arskránni, þar sem fjallað sé um eignarnám. „Þetta hefur í för með sér, segir Christrup, að greiða skal fullar bætur, þegar nauðungar- afsals er krafizt. „Samkvæmt venjulegum skiln ingi á stjórnarskránni er gert ráð fyrir því, að bætur nemi jafnvirði þess, sem láta skal af hendi samkvæmt eignarnáminu — og er auðvelt að meta þetta, þegar vitað er, hvers er krafizt, segir Christrup. Ráðuneytið hefur staðtfest, að stofnunin geti efcki orðið fyrir fjárhagslegu tjóni af að láta af hendi hluti, sem hún hefur ekki Fá ekki að r&nnsaka fange^i Potchefstroom, S-Afríku, 8. apríl NTB. RÍKISSTJ ÓRNIN í S-Afríku vísað á bug tillögu Sameinuðu Þjóðanna um að fá að senda sérfræðinganefnd til að rann- saka ákærurnar um misþyrm- ingar og pyntingar í fangelsum S-Afríku. Það var dómsmála- ráðherra landsins, sem skýrði frá þessu í ræðu sem hann hélt við háskólann í Potchefstroom í gær. Sagði ráðherrann, að S-Afríka hefði ekkert að fela, en taldi að mannréttindanefnd S.Þ. væri ekki í aðstöðu til að blanda sér þannig í innanríkis- mál S-Afríku. Hinsvegar gæti alþjóða Rauði Krossinn fram- kvæmt slíka rannsókn á vegum mannréttindanefndarinnar. heimild til að selja og gefa ekki af sér neinar tekjur. Þessu vísar Christrup á bug og segir: „Stofnunin á þessi verðmæti og það er ekki hægt í fljótu bragði að fjalla um dánargjafir eða stofnanir, sem þannig eru til komnar og þjóna tilgangi, sem kemur almenningi að gagni, eins og um væri að ræða einkafjármálafyrirtæki. Venjulega gilda þær reglur um slíkar dánargjafir eða stofnanir, að þær þjóna ekki neinum einka fjármálahagsmunum — og er því efcki unnt að sýna fram á beint fjárhagslegt tjón, þó þess sé krafizt af þeim nauðugum, að þær láti af hendi eignir sínar eða verðmæti. Og hann heldur áfram og seg- ir: „Það hlýtur að koma manni undarlega fyrir sjónir, að ann- arsvegar skuli vera viðurkennt, að slíkar dánargjafir og stofn- anir njóti verndar dómstóla, sam kvæmt 75 gr. stjórnarskrárinn- ar — en hinsvegar sé staðhæft, Framh. á bls. 31. 500 manns grunaðir ■ Rinaldi-málinu Turin, Ítalíu, 8. apríl. RANNSÓKN á Rinaldi-njósna- málinu svonefnda hefur leitt í ljós, að um 500 manns hafa stundað njósnir gegn NATO á Ítalíu, Kýpur, Spáni, Austur- ríki, Grikklandi og víðar. Um 20 manns hafa verið handteknir. Franska leyniþjónustan vinn- ur nú að því að rannsaka hvort njósnahringurinn, sem álitið er að starfi fyrir Sovétríkin, hafi njósnara í Frakklandi. Giorgio Rinaldi, fyrrverandi fallhlífarhermaður, kona hans og bílstjóri þeirra voru hand- tekin í Turin 22. marz sl. og ákærð fyrir að hafa selt Sovét- ríkjunum upplýsingar um her- stöðvar Bandarikjanna og NATO á svæðum við Miðjarðarhafið. Heimildir herma, að mikró- filmur af leynilegum skjölum hafi verið faldar í fornum stytt- um, sem frú Rinaldi seldi á fornminjaverzlun sinni. Bréi og teikningcr Kennedys, Oswalds og Rubys á uppboði New York 8. apríl AP Bréf ritað af Kennedy heitn- um Bandaríkjaforseta og Lee Harvey Oswald, sem sakaður var um morðið á Kennedy og 5 teikningar eftir Jack Ruby banamanni Oswalds voru seld á uppboði í New York í dag. Bréf Kennedys seldust á 22000 og 10000 ísl. kr., en brAf Oswalds seldist á 51000 krón- ur Bréf Oswalds var til móð ur hans, ritað frá Sovétríkj- unum og þar segir Oswald m.a. „Þú þarft ekki að óttast réttinum heima, það get ég að um að ég tapi ríkisborgara- eins gert ef ég vil það, en svo er alls ekki“. Teikningarnar eftir Ruby fóru á rúmlega 25000krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.