Morgunblaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 32
/ Helmingi útbreiddara en nokkurt annað ís/enzkt blað Sveðjumaður ógnar stúlkum á Akureyri Akureyri 8. apríl. NfTJÁN ára utanbæjarsjómað- ur er nú í varðhaldi hjá lögregl unni hér vegna grófra hótanna í orði og verkum við tvær stúl i ur í fyrrinótt. Otaði hann að þeim sveðju mikilli og lét ófríð- lega, en vann stúlkunum ann- ars ekkert mein. Um kl. 1 í fyrrinótt voru tvær stúlkur á leið heim til sín. Rétt hjá skrifstofuhúsi bæjarins við Geislagötu, vatt sér að þeim mað ur með stóra þunga sveðju á lofti og hafði í hótunum við þær að vinna þeim líftjón eða lima. Ekki gerði hann frekari tilraun til að beita sveðjunni. Önnur stúlkan varð ofsahrædd, en hin var hin rólegasta og talaði stilli- ega til mannsins, sem sefaðist brátt og slíðraði vopn sitt. Hann virtist eitthvað undir áhrifum víns, en ekki áberandi ölvaður. Ekki þekktu stúlkurnar mann- inn neitt og vissu engin deili á honum. Héldu þær nú rakleitt á lög- reglustöðina, sem er örskammt frá og gátu gefið svo glögga lýs ingu á manninum, að hún leiddi til handtöku hans skömmu síð- ar, en hann var þá kominn inn á hótelherbergi, sem hann hafði á leigu. Hefur hann setið í varð haldi síðan. Hann hefur viður- kennt að hafa haft sveðjuna á lofti, en kveðst ekki hafa ætlað sér að beita henni. Sveðja sú, sem maðurinn hafði undir höndum. er mjög stór og þung, borin 1 leðurslíðrum og keypt erlendis. Hún mun sérstak lega ætluð til varnar gegn villi- dýrum, ti að höggva sig í gegn- um skógarþykkni og jafnvel til að grafa með í jörð. Maðurinn átti vipnið ekki sjálfur, en kveðst hafa fengið það hjá kunningja sínum. Rannsókn málsins er ekkj lokið. . — Sv. P. Söfnun vegnn „FREYJU" slyssins HAFIN er söfnun vegna að- standenda þeirra, sem fórust með m.b. Freyju frá Súðarík 1. marz sl. — Hér er sérstak- lega um tvær fjölskyldur að ræða, sem eiga fárra kosla völ, ung móðir með tvö korna börn á framfæri sínu og hið þriðja á leiðinni, og svo önn- ur kona með tvö börn á fram færi sínu, en sonur hennar, sem fórst ásamt eiginmanni hennar, lætur eftir sig unn- ustu, barnshafandi. Blaðið mun veita viðtöku framlögum til þessa fóiks. Ferðamálasj. eignast Hótel Akraness HÓTEL AKRANESS var hoðið upp á opinberu uppboði hinn 9. september siðastliðinn. Var húsið selt hæstbjóðanda, sem var Trygg ingamiðstöðin, en hún hefur síð- an Ieitast við að fá einhvern að- ila til þess að taka að sér rekst- ur hótelsins. Þessar tilraunir Tryggingamiðstöðvarinnar hafa ekki borið árangur. t fyrradag afsalaði Trygginga- Samvinna um ræðis- mannsskrifstofur f EINKASKEYTI til Mbl. frá Mbl. sneri sér til Agnars Kl. fréttaritara þess í Kaupmanna- höfn Gunnari Ryrgaard segir, að fsland, Danmörk, Finnland, Nor- egur og Svíþjóð hafi í hyggju að opna sameiginlega ræðismanns- skrifstofu í Dubrownik í Júgó- slaviu. Segir ennfremur í skeyt- inu, að júgóslavneska ríkisstjórn in hafi samþykkt málaleitan um þetta, sem danska utanríkisráðu- neytið hafi sent fyrir hönd hinna Norðurlandanna. Þrír teknir í lnndhelgi 1 FYRRINÓTT tók varðskipið Óðinn þrjá báta að meintum ó- löglegum veiðum grunnt undan Þorlákshöfn. Tveir bátanna voru frá Vestmanaeyjum, en einn frá Þorlákshöfn. Mál bátanna verða tekin fyrir frá Vestmannaeyjum, en einn frá Verkfall lyfjafræðinga? VERÐI ekki samkomulag milli lyfjafræðinga og apótekara í kjaradeilu þeirra aðila, kemur til verkfalls hinna fyrrnefndu frá og með kl. 09 á morgun, mánu- dag. Deiluaðilar sátu fund með sáttasemjara í fyrradag, án ár- angurs og annar fundur verður í dag. Lyfjafræðingar munu hins vegar standa vakt aðfaranótt mánudags, svo sem venja er. Jónssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu og sagði hann, að utanríkisráðuneytinu væri ekki kunnugt um umsókn, né samkomulag á þessum grund- velli. Hins vegar sagði Agnar, að ákveðið hafi verið á fundi Norðurlandaráðs fyrir skömmu, Framh. á bls. 31. miðstöðin hótelinu til Ferðamála sjóðs íslands og tjáði MagrA. Fr. Arnason, lögfræðilegur ráðu nautur sjóðsins Mbl., að sjóður- in hyggðist selja hótelið. Nú standa yfir samningaum- leitanir um sölu hótelsins milli einstaklings, sem áhuga hefur sýnt á hótelinu, og Ferðamála- sjóðs, en ekki kvaðst Magnús geta sagt á hvaða stigi þær um ræður væru. Kristín Waage, fulltrúi u ngu kynslóðarinnar 1967. (Mynd Sv. Þormóðsson). Kristín Waage varð „Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1967“ KRISTÍN Waage har sigur úr být um í fegurðarsamkeppninni sem haldin var í Austurbæjarhíói síð astliðið miðvikudagskvöld og hlaut þvi titilinn „Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1967". Númer tvö og þrjú voru Ásta Sigurðardótt- ir og Kolbrún Sveinsdóttir. Krist ín hlýtur í verðlaun þriggja mán aða skólavist í Englandi. Ásta plötuspilara og Kolbrún gullúr. Auk þess eru allar sex leystar út með tízkuklæðnaði frá Karna bæ. Valgerður Dan, leikkona, krýndi Kristínu, sem hágrét. Það verða að teljast ósköp eðlileg við brögð því taugaspenna hjá stúlk unum hefur verið geysimikil síð- ustu daga. Hljómar og Toxic kepptu til úr- slita og var sú kepni bæði hörð og hávær. Og svo voru úrslit fegurðarsamkeppninnar tilkynnt. Áður flutti Sigurður Heiðar, rit- stjóri Vikunnar stutt ávarp og Framh. á bls. 8. 5 bílar fyrir 1,1 millj. kr. Sjálfstœðisflokkurinn efnir til glœsilegasta landshappdrœttisins til þessa SJÁLFSTÆ»ISFLOKKUR- INN fer nú af stað með lands happdrætti. Er þetta glæsileg- asta happdrætti, sem flokk- urinn hefur nokkru sinni efnt til, en vinningarnir eru fimm nýir, evrópskir fólksbílar, og er samanlagt verðmæti þeirra um 1.1 milljón krónur. Bif- reiðarnar eru allar af árgerð 1967, og eru Fiat 1500, Hill- man Hunter Renault 16, Volksvagec 1600 og Volvo Amazon. Eins og sjá má af þessari upptalningu, er hér um að ræða glæsilegasta bílahapp- drætti, sem efnt hefur verið til hérlendis. Verð happdrætt ismiðans er aðeins 100 krón- ur, eða óbreytt frá fyrri lands happdrættum, enda þótt flokkurinn hafi aldrei gengizt fyrir jafn viðamiklu happ- drætti og nú. Dregið verður í happdrættinu hinn 23. maí. Útscnding miða til stuðn- ingsmanna og velunnara Sjálf- stæðisflokksins er þegar hafin. Auk þess munu miðar verða seldir í happdrættisbílnum í Miðbænum, svo og í skrifstofu flokksins við Austurvöll. Hér er um landshappdrætti að ræða, eins og fyrr segir, og verða miðar seldir um allt Iand. Mikið ríður á, að happ- drættið fái góðar móttökur hjá stuðningsmönnum flokks- ins, því að fé það, sem aflað verður með landshappdrætti þessu, mun renna til þess að Sjálfstæðisflokkurinn geti áfram barizt fyrir þeirri stefnu, sem þegar hefur ver- ið mörkuð, og fylgt hefur meiri farsæld og framfarir en dæmi er áður til í sögu lands- ins. Landshappdrætti Sjálfstæð isflokksins er fylgt úr hlaði með svohljóðandi bréfi frá miðstjórn flokksins: „Framundan eru alþingis- kosningar. Ríkisstjórnin hefir nú setið að völdum samfleytt Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.