Morgunblaðið - 13.04.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.04.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐI-Ð, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1967. 17 Lúðvík Kristjánsson: Ábendingar til Þjóðhátíð- arnefndar 1974 EINS og þegar er orðið alþjóð kunnugt hefur nýlega verið skip uð nefnd til þess að hafa með höndum undirbúning að minn- ingu um ellefu hundruð ára búsetu á íslandi. í þessa nefnd hafa valizt ágætismenn og er ekki að efa, að þá muni alla fýsa þess að leysa verk sitt svo af hendi, að þjóðin megi hafa af sem mest gagn og jafnframt sæmd. — En í þessu sambandi ber að mörgu að hyggja, og því má ekki gleyma, að íslendingar eru fámenn þjóð og fremur van- efnum búin, svo ekki sé meira sagt, en svo að segja að á hverju strái blasa við óleyst verkefni, vitanlega misjafníega mikilvæg. Af þeim sökum langar mig til þess að koma á framfæri nokkr- um þönkum mínum í sambandi við fyrirhugað minningarhald. Matthías Johannessen ritstjóri, sem er formaður nefndarinnar, hefur að nokkru leyti reifað í sjónvarpi, hvað nefndin hafði helzt á prjónum, eða öllu held- ur væri varfærnislegra að orða það svo, að hann hefði í höfuð- dráttum dreppið á, hvað nefndin hefði látið sér koma til hugar í hverju þessi minning ætti að vera fólgin. Þessi skýrslugerð Matthíasar í sjónvarpinu var þó engan veginn tæmandi. f Tímanum föstudaginn 7. apríl síðastl. er skýrt frá eftir- tarandi: — „Þjóðhátíðarnefndin 1974 gerir í tillögum sínum, sem lagðar voru fram á Alþingi í dag, m.a. ráð fyrir, að út verði gefið í samtals 58 bindum sýnishorn íslenzkra bókmennta frá upp hafi og fram til ársins 1974. Er gert ráð fyrir að sérstök ritstjórn *jái um val verkanna, en komið verði á fót samstarfi útgáfufyrir tækja um útgáfuna. Þjóðhátíðarnefndin gerir til- lögur um, að útgáfan skiptist í 8 flokka: fornrit 12 bindi, ljóð 10 bindi, skáldsögur 12 bindi, smásögur 4 bindi, þjóðsögur og sagnaþættir 4 bindi, ævisögur og endurminningar 6 bindi og ræður og ritgerðir 6 bindi“. Nú má í fyrsta lagi spyrja getur ekki minna gagn gert. Og í öðru lagi má varpa fram þeirri spurningu, hvar ætlar nefndin í efnisniðurröðun sinni rúm fyrir það, sem ritað hefur verið af sagn fræði á Íslandi. Eða hefur eft til vill ekkert^ verið skráð af sagnfræði á fslandi, eins og skilgreina á það orð á strang vísindalegan hátt? í sunnudagsblaði Morgunhlaðs- Ins 9. apríl síðastl. er leiðari blaðinu sem heitir: „Hugmyndir um þjóðhátíð". Ég get mér þess til, að höfundur hans sé Matthías Johannessen ritstjóri og formað ur þjóðhátíðarnefndar. Ég hirði ekki um að rekja efni þessa leiðara; en vil einungis geta þessa — „Ýmsar fleiri hugmyndir koma fram í tillögum þjóðhátíð- arnefndar. Þar er rætt um útgáfu á sammfelldri íslandssögu, sem aðgengileg væri fyrir almenn ing.“ Sjálfsagt mundi ekki óvinnandi vegur að vinna slíkt verk, þar sem það á að vera, að. mínum skilningi, yfirlitsrit. — En mér er spurn, hvers vegna alltaf þetta hálfkák með samningu íslands sögu, úr því að nefndin ætlast til að út komi fyrir hennar at beina 56 bindi bóka í sambandi við afmælið. Alkunna er að Menningarsjóð ur hefur verið með á döfinni út gáfu á Sögu íslendinga. Henni var í öndverðu ætlað að vera 10 bindi, en sú bindatala hefur farið úr skorðum. Saga þessi átti að ná til ársins 1918. f ritstjórn verksins völdust þessir menn í öndverðu: Árni prófessor Páls son, Barði þjóðskjalavörður Guð mundsson og Þorkell bókavörð ur Jóhannesson, síðar háskóla- rektor. Nú vita allir, að þessir menn voru ágætlega gefnir, prýði lega menntaðir og fjölfróðir. Ég kann ekki skil á því, á hve löng- um tíma þeir hafa áætlað að þetta verk væri unnið, en mig hefur alltaf furðað á því, að þeir skyldu áræða, að forma þetta verk með þeim hætti, sem aeir gerðu, vel vitandi þess hví- lík ókjör þurfti að kanna af frum gögnum og jafnvel gefa út, áður en samin væri fslandssaga, sem samboðin væri þjóðinni, en það hafa þeir sjálfsagt ætlast til, að verk það yrði, sem þeir höfðu tekið að sér að annast ritstjórn á. Af íslandssögu Menningarsjóðs hafa þegar komið út sjö bindi, og biftist það seinasta 1958. Margt er í þessari sögu byggt á könnun frumgagna er leiða furðu margt ljós, sem áður var ókunnugt um, en hitt vita allir, sem grannt hafa kynnt sér þetta verk, að tekizt hefur að forklúðra það svo, að héðan af getur það aldrei orðið barn í brók aldrei orðið að þeirri Sögu íslendinga, sem upphafsmenn hennar munu hafa gert ráð fyrir. Alkunnugt er, að reist verður handritahús, það er einnig jafn- kunnugt, að talsverður hluti Árnasafns verður afhentur ís- lenzku þjóðinni. Þótt íslenzkar ritaldarbókmenntir hafi varpað mestum ljóma á bókiðju fslend- inga, má ekki gleyma því, að margt hefur verið ritað fyrr og síðar á fslandi, er mikilvægt gildi hefur fyrir þjóðmenningu okkar og sögu. Nú er handrita stofnuninni ætlað miklu víðtæk starfssvið en gefa út og rannsaka íslenzk förnrit og er það vel. Störf þessarar stofnun- ar eru þegar að líta sitt fyrsta ljós, og má vænta þess ,að smám saman sjái þess greinilegri merki þegar fram líða stundir. Forstöðu maður stofnunarinnar er sem kunnugt er dr. Einar Ólafur Sveinsson, víðkunnur vísinda maður, og hefur hann við hlið sér hið prýðilegasta starfslið. Þá er að víkja að Orðabók háskólans sem er undir öruggri forustu dr. Jakobs Benedikts- sonar, og að henni er sleitulaust unnið. Þegar þar að kemur, að hún birtist, verður um slíkan Stórasjó að ræða, að óbornar kynslóðir munu sennilega seint fá hann þurrausinn. öll könnun á sögu hlýtur að byggjast á rannsókn frumgagna, svo fremi sem þau eru til eða þá á rétt prentuðu afriti þeirra Að sjálfsögðu hafa verið prent uð mörg rit, sem geyma firnin öll af efni um íslenzka sögu, og verður ekki hirt um að geta ann arra en þeirra, sem enn eru á döfinni og mikil nauðsyn er á, að lokið verði útgáfu á sem fyrst. Verður þá fyrst fyrir mér að nefna íslenzkt fornbréfasafn Fyrsta bindi þess kom út 1®57 1876, og annaðist Jón Sigurðsson útgáfu þess. Var ætlan Jóns, að út væru gefin öll fornbréf fram að 1600. Bindi II-X gaf dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður út og að nokkru leyti það XI. En þá tók dr. Páll Eggert Ólason við og gaf út 4 bindi. Með 15 bindi er komið fram að árinu 1570 en dr. Jón Þorkelsson hafði afritað bréf fram að 1600, og eru þau afrit hans varðveitt í Þjóð skjalasafni. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur hefur gefið út það, sem komið er af 16. bindi Fornbréfasafns, og fjallar það að mestu leyti um viðskipti íslend inga og Englendinga. — Engum blöðum er um það að fletta, að íslenzkt fornbréfasafn er gull náma fyrir rannsóknir á íslenzkri sögu. Prófessor Magnús Már Lárusson er sá maður, sem gerzt hefur kynnt sér hana, og að sjálfsögðu hefur hann í sam- anburði við frumrit rekið sig á ýmsan mislestur hjá dr. Jóni, en hvað sem því líður er starf dr. Jóns að útgáfu Fornbréfa- safnsins stórvirki. Sá vísinda- maður á Norðurlöndum sem einna nánast yfirlit héfur yfir fornbréfasöfn allra þeirra landa, hefur látið svo ummælt í mín eyru, að islenzka forníbréfasafn- ið sé að sýnu aðgengilegast til notkunar. Sögufélagið hóf að gefa út Al- þingisbækur 1912, og eru þegar komnar af þeim níu bindi en Lúðvík Kristjánsson enn er eftir að gefa út af þeim átta bindi, 40 arkir hvert. Sama er að segja um Alþingisbækurn- ar og Fornbréfasafnið, að þær eru íslenzkri sagnfræði hinn frjósamasti akur. Bókmenntafélagið byrjaði að gefa út íslenzka annála 1400 — 1800 árið 1922, og eru þegar komin út af þeim 4 heil bindi og 5 hefti af því fimmta. Þessu verki er ólokið, en hversu mikið er eftir af annálum, sem menn hafa hugsað til að taka í þetta safn, veit ég ekki. Um hitt þarf ekki að villast, að annálasafn þetta hlýtur alltaf að verða mik ilsvirði við íslenzkar sögurann- sóknir. Loks kem ég að síðustu ábend ingu minni til þjóðhátíðarnefnd- ar 1974, en hún varðar skjalasöfn íslenzk önnur en handritastofn- unina. I skjalasöfnum þessum hef ég verið viðloða með annan fótinn í rösk þrjátíu ár, svo að ég tel mig þar ekki með öllu ókunnugan. Skjalasafn Lands- bókasafns er geysimikið að vöxt um, og væri með öllu ógerlegt að vinna þar, ef ekki væri til hand- ritaskrá dr. Páls E. Ólasonar og viðaukar Lárusar H. Blöndals. Handritaskrá dr. Páls er stórvirki,-sem aldrei verður met- ið svo sem vert væri og skylt. En þrátt fyrir þessar skrár skort- ir enn mikið á, að skráning safns ins sé að öllu leyti kominn í það horf, að það sé vísindamönnum, sem þar vilja starfa, nægilega aðgengilegt. Skráning Þjóðskjalasafns er miklu skemmra á veg komin. Dr. Jón Þorkelsson vann því safni stórmerkilegt starf, og þegar á það er litið, hvað eftir hann ligg ur af fræðistörfum og vinnu í þágu safnsins má næstum heita óskiljanlegt, hvað sá maður hef- ur komizt yfir að gera. Ég tel mig taka vægilega til orða, þegar ég segi, að enn er nær ógerlegt að vinna að vísindastörfum í Þjóðskjalasafni, sökum þess hve skráningu þess hefur seint mið- að. Ég get nefnt sem dæmi, að fyrir allmörgum árum vissi ég, að í Þjóðskjalasafni var allmerki legt plagg, er varðaði þjóðfund- inn 1851. Skjalaverðirnir voru allir af vilja gerðir að hjálpa mér til að hafa upp á því, en þeim bara lánaðist það ekki. Nú þurfti ég ekki á plaggi þessu að halda í svipinn, enda kom það sér betur, því að þrjú ár liðu frá því að ég hóf að leita að því og þangað til það barst upp í hendur mér og þá fyrir hreina tilviljun. Það þarf ekki að vera neitt launungarmál, að í skrifborði mínu hafa í allmörg ár legið að- dráttarföng að allstóru riti um síðasta ævisprett Jóns Sigurðs- sonar forseta, eða nánar til tekið um örskotshelgina að því marki að við fengum stjórnarbótina 1874. Þessi aðdráttarföng eru að verulegu leyti nýjar heimildir, sem enginn veit deili á, en ég he< á snuddi mínu á söfnum hér og erlendis hirt eins og upp af göttt minni. En vegna þess að ég hef verið að sinna öðru starfi, sem ég tel mikilsverðara að gera skil, hafa aðdráttarföngin um störf Jóns legið ósnert. Og hamingjan má vita, hvort mér endist heilsa og ævi til að telgja til þann efni- við. Nú er mér fullkunnugt um það, að dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður og Stefán Pét- ursson þjóðskjalavörður hafa ríkan skilning á þeirri brýnu nauðsyn að koma skráningu safna sinna í sem bezt horf, en til þess að það geti gerzt á sem skemmstum tíma, brestur senni-^ lega hvorttveggja aðstöðu og fjármagn. Sjálfur hefur Stefán Pétursson búið svo um bréfasafn Jóns Sigurðssonar að stórsómi er að, en þau lágu undir áföllum, þótt ekki sé um eldri gögn að ræða. f upphafi þessa máls var að þvi vikið, að þjóðhátíðarnefnd 1974 hygðist koma því í kring, að gefið væri út 58 binda ritsafn. Hvort hún ætlar að láta bóka- útgefendur standa straum af kostnaði við þá bókaútgáfu eða hvort ríkið á að gera það að ein- hverju leyti er mér ekki ljóst. En ef svo væri, að ríkið ætti að eiga þar hlut að máli, er það vinsamleg ábending mín til nefndarinnar, að hún beiti sér fyrir því, að útgáfu þeirra heim ildarrita, sem enn eru í deigl- unni og áður eru nefnd, verði látin sitja í fyrirrúmi. Ennfrem- ur reyni hún að hafa áhrif í þá átt, að þjóðskjalaverði og lands- bókaverði verði gert kleift að koma í kring fullkominni skrán- ingu skjalasafna landsins. Hvort tveggja þetta mundi auðvelda það, að ekki þurfi að dragast ó- heyrilega á langinn, að unní verði að semja íslandssögu, sem söguþjóðinni væri samboðin og hún mætti vera stolt af að hafa látið rita og gefið út. Ég vona, að þjóðhátíðarnefnd taki til góð- viljaðrar athugunar áberidingar mínar, því að minni hyggju miða þær að því að auka á reisn þess- minningarhalds, sem fyrirhugað er í sambandi við ellefuhundruð ára búsetu hér á landi. En jafn- framt vil ég að hún gefi þvl fyllsta gaum, hvað unnið er við það að gefa út 58 binda ritverk: með þeim hætti, sem það virðist hugsað. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR SUMARIÐ MEÐ MONIKU. Leikstjóri: Ingmar Bergmann. Höfuðhlutverk: Harriet And- ersson og Lars Ekborg. ÞAÐ er auðsætt, að Ingmar Bergman ætlar ekki að láta sér segjast við gagnrýni þá, sem fram kom hjá ýmsum á mynd hans „Persona“; sem Hafnar- fjarðarbíó sýndi fyrir stuttu. Um sjálfa páskahátíðina stingur hann upp kollinum í Hafnar- fjarðarbíó með mynd, sem nefn- ist á sænsku Sommer med Mon- ika, og hér verður lítillega vikið að. Ekki sá ég myndina „Persona“, þá sem hneykslun olli hjá svo mörgum. Þó hitti ég stöku mann eskju, sem var ekki sem óánægð- ust með þá mynd, taldi hana jú „sterka", en var sumt jafnvel hrifið af henni. Er það ekkert nýtt, að óllir séu ekki sammála, þegar rætt er um myndir Ing- mars Bergmans. Annars er „Sumarið með Mon- iku“ allmiklu eldri kvikmynd en „Persona“. Hún var fram- leidd 1952, en á þeim árum hatði Bergman enn ekki hætt sér eins langt út í sýnikennslu myrirra, mannliegra hvata og hann síðar gerði. Þó er krókurinn tekinn að beygjast, og snemma hefur ástalíf orðið eitt kærasta við- fangsefni Bergmans. Það er ungur verzlunarþjó.’in og ung verzlunarmær, er hittast af tilviljun á veitingahúsi, sem fara þarna með aðalástarhlivt- verkin. Monika og Ha; ry nefn- ast þau. Hann missti móður sína ungur og hefur verið einmana í bernsku Hún er alin upp á mannmörgu, hávaðasömu heim- ili, á drykkfeldan föður, sem er nokkuð laus höndin. í einu rifr- ildiskasti slær hann Moniku, og stekkur hún þá að heiman. Þau Harry höfðu þá nýlega kynnzt, og heldur hún á fund hans. Svo fer að þau halda bæði að heiman og hafa búsetu um sum- arið í snekkju föður Harrys, en faðirinn lá sjúkur á spítala. Þau fara í lystilegar sjávarreistur í bátnum, hafa sameiginlegt mötu neyti, já, sofa jafnvel í sama svefnpokanum. Þarf þá varla að taka það fram, að þau eru á valdi sameiginlegrar kenndar, sem orð'hagir hugsjónamenn hafa nefnt ást. Enginn frýr víst Bergman vits né frumleika, þótt sumum þyki á skorta, að hann tjái sig nógu skýrt og öðrum þyki hann draga ljótieikann helzti mikið fram á sviðið. Kannski er ekki von á góðu, ef hann hefur gert sumar myndir sínar með því fororði að villa um fyrir gagnrýnendum, eins og sagt var um „Persona“. Eins og getið var ,er „Sumarið með Moniku“ ekki byltingar- kennd mynd, hvorki að efni né framsetningu og kemst hvargi nærri ýmsum síðari myndum Bergmans áð því leytL Ástar- lí'fssenur eru þar ekki úr hófi fram djarfar. (Þá ber að vísu að gæta aldurs myndarinnar). Sad- ismi lætur ekki verulega á sér brydda, og masochismi eða homo sexualismi koma þarna ekki fram. Hins vegar svífur hvevf- ulleiki mannlegrar hamingju yf- ir vötnunum. „Við lifum eitt sumar-ismi“ er í rauninni þétti* efni gjörvallrar myndarinnar. Eiigi að síður býr myndin yfir gleði og þokka ungrar ástar, og þetta er ekkert drama í venju- legum skilningi. Til þess fá áhorfendur of snemma grun um léttvægi þess, sem almennt hef- ur verið talið gefa lífinu mesí gildi. — Ég er ekki svo fróöur um barnasálarfræði eða uppeldis fræði, að ég geti dæmt um, hvort Monika og Harry eru á þeim vett vangi rökrétt útleidd, frá þeim aðstæðum sem þau eru alin upp við. Ég veit ekki, hvort það er rétt útkoma úr þvi uppeldis- fræðilega dæmi, að Monika hljótl að verða léttúðardrós, á meðaa Harry tekur hlutina sýnu alvar- legar. Líklega eru engar óhagg- anlegar formúlur til í þeim sök- um. að minnsta kosti er víst bezt að festa ekki augun um of á þv^ enda ekki að vita nema þrjótur- inn Bergman sé bara að piala gagnrýnendur. Segja má, að það sé ómaksina vert að leiða mynd iþessá sjón- um, þótt ekki væri til anna#s ea kynna sér ákveðinn kafla af þró- unarferli hins umdeilda lista- manns. Varsjá, AP. PÓLSK súsmóðir skvetti benzíni á lögregluman, sem tilkynntl henni, að hún ætti að mæta fyrir rétti, og kveikti síðan í fötum hans, að því er pólsk blöð segja á mánudag. Eldurinn læsti sig I föt húsmóðurinnar, sem ðé skömmu síðar af brunasárum, ei» lögreglumaðurinn komst lifs ai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.