Morgunblaðið - 13.04.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.04.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1967. 31 Fundurinn í Punta Del Este hófst í gær * Frá komo Ishkovs í fyrrakvöld. Hér er hann með Vazhnov, sendiherra (t.v.) og Agnar Kl. Jóns- syni, ráffuneytisstjóra (tji.). (Ljósm. Sv. t>.) Punta Del Esta, Uruguay 12. apríl NTB—AP JOHNSON Bandarikjaforseti og þjóffarleifftogar Suður- og Mið- Ameríkjuríkja ræddust óform- lega við í Punta Del Este í Uru- guay í gær, áður en hinn form- legi fundur þeirra hófst síðdeg- is í gær. Helztu umræðuefni voru leiðir til að bæta lífskjör í S og Mið-Ameríku og þáttur Banda ríkjana í ráðstöfunum. Gífurleg- ar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar í Punta Del Este og má heita að bærinn sé einangraður frá umheiminum. Forseti Uruguay bauð fundar- menn velkomna í viðhafnarsal San Rafael hótelsins, og fengu - ISHKOV Fróunhald af bls. 32. A morgun, föstudag, verður farið til Vestmannaeyja, þar sem Ishkov og fylgdarmenn hans munu skoða fiskiðjuver og Surts ey. Um kvöldið verður boð hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Á laugardag verður ferðazt um Suðurland og m.a. komið til Hveragerðis og Þingvalla. Sunnu dagur er ráðgerður til frjálsra umráða gestanna. Á mánudag er ráðgert að fljúga yfir fiskimið og til Akur- eyrar, þar sem verksmiðjur verða skoðaðar. Á þriðjudag verður farið til Suðurnesja og miðvikudag verða söfn skoðuð. Um kvöldið heldur sjávarútvegs- málaráðherra veizlu fyrir gesti sína. Síðasti dagur heimsóknarinn- ar er á fimmtudag og þá veður væntanlega farið í sjóferð í Paxa flóa og til Akraness. Síðdegis er ráðgerður blaðamannafundur og um kvöldið býður Ishkov til veizlu. Olían úr Torrey Canyon: Tugmillj. tjón viö f rönsku ströndina París, 12. apríl — NTB FRANSKA stjórnin veitti í dag um 120 milljónum ísl. kr. til björgunaraffgerffa viff frönsku strandlengjuna, sem olíuna úr bandaríska olíuskipinu Torrey Canyon hefur rekiff á land síff- ustu daga og valdiff miklu tjóni. Um 3000 hermenn hafa veriff sendir til að reyna aff hindra aff olíubrákin eyffileggi meira en þá 150 km., sem þegar eru olíu- mengaffir, en auk þess telja sér- fræffingar aff aðrir 400 km. af strandlengju séu í hættu. Þá hef ur veriff skoraff á almenning að taka þátt í björgunaraffgerffum. Talsmaður frönsku stjórnar- innar, Georges Gorse, sagði i dag að loknum ríkisstjórnarfundi, að stjórnin liti mál þetta mjög fcl- Nýtt skip til Húsavíkur Náttfari 268 lestir er 7. nýbygging Barðans hf. HÚSAVÍK 12. apríl: — Nýtt skip kom til Húsavíkur í nótt. Heitir það Náttfari ÞH 60. Skip- ið er smíðað í Beizenburg í Austur-ÞýzkalandL Stærð þess er 268 brúttólestir og aðalvél Listerdieselvél, 660 hestöfl. Skipið er búið tveimur asdic- tækjum, dýptarmælum og fiski- leitartæki, sem aðeins er í fjór- u;n íslenzkum fiskiskipum. Þetta er fjórða skipið af átta, sem samið hefur verið um smíðí á í Austur-Þýzkalandi, en smiði þess sýnist vera mjög vönduð og frágangur góður. Eigendur Náttfara eru Barð- inn hf. Húsavík og Pétur Stef- ánsson, sem var skipstjóri á heimsiglingunni og verður með skipið framvegis. Stýrimaður er Guðmundur Karlsson. Þetta er sjöunda nýbyggingin, sem Barð inn hf. kemur með til Húsa- v’kur Skipið fer í nótt til þorsk- netaveiða við Suðurland. — Fréttaritari. varlegum augum og telji það hafa valdið gífurlegu tjóni. Gorse, sem er upplýsingamá’a- ráðherra Frakklands, sagði, að ýmsir aðilar reyndu nú að no'.i mál þetta sem pólitískt bitbein, en íbúar Bretgane, þar sem oií- an hefur valdið mestu tjóni, eru mjög gramir í garð stjórnarinn- ar fyrir að hafa ekki gripið tit varúðárráðstafana fyrr. Sagði Gorse, að stjórnin myndi gera allt, sem í hennar valdi stæði til að hindra frekari eyðileggingu. Fréttamenn telja að hinn mikli ferðamannastraumur til Bretgane kunni að minnka vegna olíuskemmdanna á hinum vn- sælu baðströndum. Gorse viður- kenndi á blaðamannafundinu.n, að ríkisstjórnin væri mjög hjálp arvana gegn þessu mikla vanda- máli. Listkynning Iðnnema- samb. Islands í Lindarbæ Iðnnemasamband íslands efnir til listkynningar í Lindarbæ n.k. sunnudag. Þar flytur Björn Th. Björnsson listfræðingur erindi um Listasafn A.S.Í. og Hörður Ágústsson listmálari flytur er- indi um íslenzka húsagerðarlist að fornu og nýju. Fyrirlestrarnir munu nota litskuggamyndir máli sínu til skýringar. Hér er um að ræða nýjung í starfsemi sambandsins, sem for- vígismenn þess segja miða að því að auka skilning félagsmanna á islenzkri menningu og lista- sögu og glæða áhuga þeirra á þessum greinum. Fyrirhugað er að halda áfram á sömu braut ef vel tekst til. Listkyhningin í Lindarbæ hefst kl. 14 á sunnudaginn og er öll- um heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. engir blaðamen né diplómatar aðrir en fundarmen aðgang aff hótelinu. Búist er við að John- son forseti muni gera fundar- mönnum ljóst að framfarir í S- Ameríku byggist að mestu á þjóðarleiðtogunum. Telja frétta- menn að leiðtogarnir muni leggja mikla áherzlu á að fá fram hve ■ mikillar aðstoðar sé að vænta frá Bandaríkjamönnum. Söngshemmtun ó Flúðnm og í Arntungn GELDINGAHOLTI, 12. aprO: _ Söngfélag Hreppamanna, bland- aður kór úr Hrunamanna- og Gnúpverjahreppum, heldur tvær söngskemmtanir um næstu helgi, á Flúðum föstudagskvöld kL 21,30 og í Aratungu á sunnu- dagskvöld á sama tíma. Söngstjóri er Sigurður Ágústs son, Birtingarholti, en undirleik annast tónskáldin Skúli Hall- dórsson og Sigfús Halldórsson. Auk einsöngvara úr kórnum syngur Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari. Sungin verða lög eftir erlenda og innlenda höfunda, þ.á.m. eftir söngstjór- ann, Sigurð Ágústsson og eftir Sigfús Halldórsson. Kórinn var stofnaður 1961 og hefur starfað nær óslitið síðan og sungið opinberlega flest ária við góðar undirtektir. Starf- andi söngfélagar eru nú þrjátíu og tveir auk söngstjóra. — Jóií Yfinnaðar Acroflot í Hollandi sakaður um njdsnir - ADENAUER Framhald af blaðsíðu 1. og hafa námistu ættingjar ver ið kvaddir að beði hans. Hef- ur heimilislæknir Adenauers kvatt til forstöðumann há- skólasjúkrahússins í Bonn og fleiri lækna þaðan svo þeir geti stundað sjúklinginn á heimili hans. Adenauer er 91 árs að aldri. 1 GÆR var ennþá sama sunn- an áttin með miklum hlýind- um um allt land. Víðast fór hitinn yfir 10 stig á N- og A- landi. í New York var N- kaldi, bjart veður og hifi um frostmark og fremur svalt var á Norðurlöndum og Bretlands eyj um. Haag, 12. apríl — NTB YFIRMAÐUR Hollandsdeildar sovézka flugfélagsins Aeroflot í Amsterdam var i gær hand- tekinn af þremur lögreglumönn- um og sakaffur um njósnir. Sov- ézka sendiráffiff í Haag hefur mótmælt handtökunni harffijga. Hollenzka öryggislögreglan hef- ur ekkert látiff uppi um hand- töku mannsins, sem heitir V. A. Glukhov og er þrítugur aff aldri Hollenzka fréttastofan hefur skýrt svo frá, að þrir menn hafi gengið að Glukhov á götuhorni, skammt frá skrifstofum Aero- flots, og reynt að draga hmn - POWELL Framhald af bls. 1. um meirihluta atkvæða. Verður nú fulltrúadeild Bandaríkjaþings að taka mál Powels upp á nýj- an leik, en Powell var sem kunn ugt er sviptur þingsæti sínu í fyrra mánuði sökum fjársvika. Við kosninguna í gær fékk Powell 28000 atkvæði af 32.500 greiddum og er það mesti kosn- ingasigur hans, til þessa, en hann hefur alls 13 sinnum verið kjör inn þingmaður kjördæmisins. Powell tók engann þátt í kosn- ingabaráttunni og hefur ekki lát ið sjá sig í kjördæmi sínu siðan í nóvember. Fowell er þingmað- ur Demókrataflokksins. með sér inn í svartan bíl, sem stóð þar hjá. Veitti xtússin.i harða mótspyrnu og komu veg- farendur honum til hjálpar, þar eð þeir héldu að verið væri að ræna hor.um. Lögreglumennir.i- ir sýndu þá skilríki sín og gö‘ j- lögregluþjónar komu þe:.m +il hjálpar. Sögðu sjónarvotiar að lögreglumennirnir hefðu dreg.’ð Rússann inn í bílinn, kastað hoii um þar á gólfið, en síðan sétt ist tveir lögreglumannanna ofan á Glukhov, er bílnum var ekið á brott. Glukhov hafði dvalið í Hollandi í eitt ár, en kom þang- að frá Lundúnum. - U THANT Framhald af blaðsíðu 1. Sarvapalli Radhakrishnan, for- seti Indlands afhenti U Thant verðlaunin, en U Thant er nú á ferð um Asíu. Voru verðlaunin afhent í hófi, sem U Thant var haldið, og voru þar mættir ýms- ir helztu leiðtogar Indlands. Með al gesta var frú Indira Gand'hi, forsætisráðherra, en hún er dótt- ir Nehrus heitins. Ávarpaði hún U Thant við þetta tækifæri og sagði að faðir sinn hefði alltaf borið traust til Sameinuðu þjóð- anna. Hét hún áframhaldandi stuðningi Indlands við samtökin og baráttu þeirra fyrir friði í heiminum. - NJOSNIR Framhald af bls. I. og sent úr landi ýmsan fróð- leik, aðallega hernaðarupplýsing- :ar, samkvæmt pöntun. Mál þetti virðist nokkuð um- fangsmikið, og eru ekki öll kurl komin til grafar enn. Þó er ekk- ert, sem bendir til þess að neinir fulltrúar norska hersins séu við- riðnir njósnirnar. Aftenposten segir að þremenn- ingarnir hafi notið mjög góðrar þjálfunar sem njósnarar, og unn ið starf sitt vel um mragra ára skeið. Bendust njósnir þeirra 'bæði að iðnaðar- og varnarmál- um, og sendu þeir margvíslegar upplýsingar úr landi um varnir Noregs og liðflutninga, norskan iðnað og framkvæmdir í Noregi á undanförnum árum. Þegar Selmer Nilsen var hand tekinn fundust hjá honum skamm byssa og foringjabúningur frá norska sjóhernum, og hafði hann stolið hvorutveggja. Er Selmer gamall kunningi lögreglunnar vegna fjölda smáþjófnaða. Ed- mund bróðir hans er hinsvegfcir þekktur kommúnisti. Aftenposten telur að mál þetta ttiuni ekki liggja ljóst fyrir fyrr en eftir tvær til þrjár vikur, en búast megi við fleiri handtök- um á næstunni. Bendir blaðið á að fjöldi frétta hafi borizt að undanförnu frá Norður-Noregi um ljósmerki frá óþekktum kaf- bátum, og frá eyjum og annesj- um, og virðist nú ljóst að merkjasendingar þessar eru tengdar njósnamálinu. Þá segir blaðið að þremenningarnir hafi staðið í nánum tengslum við fjölda manna, og séu sumir þeirra nú búsettir í Svíþjóð og Finnlandi. Verði því rannsakað hvort njósnirnar nái út fyrir landamæri Noregs. Er fulltrúi norsku lögreglunnar farinn til ’Sviþjóðar til viðræðna við lög- regluyfirvöldin þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.