Morgunblaðið - 13.04.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.04.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1967. Fiskirækt í fjörðum tíma- bær ráðstöfun — Ur ræðu Sigurðar Bjarnasonar SIGURÐUR Bjarnason mælti í grær fyrir þingsályktunartillögu, er hann flytur í Sameinuðu Al- þingi. Hljóðar tillagan þannig: Alþingi ályktar að skora á rík- Isstjórnina að láta fram fara at- hugun á möguleikum vísinda- legrar tilraunastarfsemi með fiskirækt og uppeldi nytjafiska í einstökum fjörðum, er hentugir kynnu að þykja til slíkrar starf- semi. Skal haft samráð við Haf- rannsóknastofnunina og Fiskifé- lag íslands um þessa athugun. Lagði Sigurður á það áherzlu, að óhjákvæmilegt væri að gera nýjar ráðstafanir til friðunar fiskimiða við strendur landsins, þar eð ljóst væri, að fiskistofnar á Norður-Atlantshafi væru í verulegri hættu. Koma hér á eftir kaflar úr ræðu Sigurðar Bjarnasonar: Á fiskiþingi og ýmsum Sðrum fundum útvegsmanna og sjó- manna á undanförnum árum hef ur oft verið rætt um nauðsyn þess, að hafizt yrði handa um fiskirækt og uppeldi nytjafiska í einstökum fjörðum í strand- lengju fslands. En að því er vitað er, mun lítið eða ekkert hafa verið aðhafzt í þessum efnum. Það er hins vegar almenn skoð- un sjómanna og útvegsmanna, að brýna nauðsyn beri til þess, að hefjast handa um vísindaleg- ar aðgerðir um ræktun nytja- fiska í hafinu með svipuðum hætti og gert hefur verið í ám og vötnum hér á landi og víðs vegar um heim. f Noregi og fleiri löndum, hafa um nokkurt skeið verið gerðar vísindalegar tilraunir um fiski- rækt í fjörðum og víkum. Hefur í þessu skyni verið rekin rann- sóknar og tilraunarstöð í Flöd- eröyen í S-Noregi. Þar hefur þorskur verið látinn hrygna í tjörnum eða kerjum á landi, en þorskseyðunum síðan verið sleppt út í fjörðinn, rétt eftir að þau eru klakin úr egginu. Þétt- ur skerjagarður lokar þessum firði, svo að skilyrði eru talin þarna mjög góð til þessarar starf semi. Tilraunir þessar munu að vísu vera á byrjunarstigi, en fyllsta ástæða er til þess að við íslendingar gefum þeim gaum. Vitað er, að fiskstofnarnir í N- Atlantshafi eru í verulegri hættu. Hefur það komið fram í skýrsl- um og ummælum fiskifræðinga og er raunar öllum Ijóst sem um þessi mál hugsa. Það er því aug- ljóst, að nýjar ráðstafanir til frekari verndunar fiskistofna við strendur fslands eru óhjákvæmi- legar. Kemur þá í fyrsta lagi til - RÆÐA EMILS Framhald af bls. 32. tillögur er gengju inn á áður- nefnda braut. Taldi ráðherra eðlilegast að taka undir þær tillögur. Ef Einar Olgeirsson hefði hinsvegar einungis borið fram tillögu sína til þingsálykt- unar í áróðursskyni, þá væri það auðskilið hvers vegna hann hefði gert það. Emil Jónsson utanrí'kisráð- herra rakti í upphafi aðdrag- anda styrjaldarinnar í Vietnam. Sagði hann að samkv. upplýsing um fulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu Þjóðunum, væru mörg ár frá því, að Norður Viet- nam hóf hernaðaraðgerðir 1 Suður Vietnam, og hefðu þeir nú 17 herfylki þar undir vopn- um. Bandaríkjamenn héldu því fram, að þeir hefðu verið beðn- ir um aðstoð, og væri vert að minnast þess, að Ástralía, Nýja Sjáland, Filipseyjar, Suður Kórea og Thailand tækju einnig þátt í þessum hernaðar- aðgerðum. Þessir aðiljar hefðu haldið ráðstefnu í Manilla og hefði þar verið lýst yfir því, að allt erlent herlið skyldi dregið til baka, eigi síðar en sex mán- uðum eftir að Norður Vietnam hefði dregið sitt herlið frá Suð- ur Vietnam. Þá væri þess einnig vert að minnast, að þessi sömu aðiljar hefðu lýst því yfir, að þeir teldu eðlilegt að Vietnam yrði sameinað og að þjóðin fengi sjálf að velja þá menn til forystu, er hún kysi. Utanríkisráðherra sagði, að margir aðiljar hefðu reynt að koma á sáttum í Vietnam. Páf- inn hefði reynt það, og mörg ríki, m.a. Englnnd, Kanada. Frakkiand og Italía. Auk þess hefði U Thant fíamkvæmda- stjóri Sameinuðu Þjóðatma mjög reynt til sáttaumleitana. Ráðhérra skýrði frá því, að U Thant hefði talið litla mögu- leika á því að sættir næðust, er hann kom til landsins s.l. sum- ar. Hann hefði borið fram tii- lögur, er fyrst og fremst beind- ust gegn Bandaríkjunum, en þar skorti tilmæli er beindust gsgn Norður Vietnam. Sjálf hefði stjórn Bandaríkjanna lýst því yfir, að hún væri fús að hætta hernaðaraðgerðum sínum, ef hinir aðiljarnir hættu líka. Síðan spurði ráðherra, hvort Emil Jónsson ekki væri rétt, að koma að í þeirri ályktun, er Alþingi gerði um þetta mál, tilmælum til stjórn ar Norður Vietnam um að hún dragi einnig úr sínum aðgerð- um. Væri það ekki óeðlilegt, að báðir aðiljar slökuðu til. Benti ráðherra í því sambandi á að U Thant hefði nú lagt fram til- lögur er gengju í þessa átt, og taldi ráðherra eðlilegast, að þær tillögur yrðu upp teknar í álykt un Alþingis. Ef Einar Olgeirs- son hefði hins vegar aðeins lagt fram tillögu sína í áróðursskym, væri auðskilið hvers vegna það væri borið fram. Þá vék ráðherra lítillega að ræðu Einars Olgeirssonar, er hann hélt við flutning tillögunn- ar. Sagði ráðherra, að hún hefði verið að meginefni, einkennileg- ar, ofstopafullar árásir á Banda ríkin. Hefði hann raunar ekki getað skilið annað, en Einar teldi það einn heizta atvinnuveg Bandaríkjanna að drepa menn og þeir teldu það svo arðvæn- legt, að þrátt fyrir það, að kostn aður við dráp eins hermanns í Vietnam næmi 7,5 millj. kr samkv. upplýsingum Einars, þá teldu Bandaríkjamenn það borga sig. Einar Olgeirsson (K) svaraði ræðu utanríkisráðherra. Réðist Einar mjög á stefnu Bandaríkj- anna í Vietnam og sagði, að því miður væri það svo, að sterkustu aðiljar auðvaldsins í Bandaríkjunum teldu nauðsyn- legt að heyja styrjaldir. Einar sagði, að styrjöldin væri tvenns konar. Annars vegar væri það borgarastyrjöld í Suður Viet- nam, hins vegar háði Norður Vietnam varnarstyrjöld gegn Bandaríkjunum. Sigurður Bjarnason greina takmörkun netaveiða á 'hrygningasvæðum. í öðru lagi friðun nýrra svæða fyrir botn- vörpu og netaveiði utan 12 mílna fiskveiðitakmarkanna og í þriðja lagi vísindalegar aðgerðir til fiskiræktar. Það er skoðun mín, að ísl. fiski fræðingar hafa unnið mikið og merkilegt starf á sviði fiskirann- sókna og fiskileitar á undanförn- um árum. Hefur það starf haft mikla þýðingu fyrir atvinnulíf þjóðarinnar, en brýna nauðsyn ber til þess að nýrra leiða verði leitað í þessum efnum. Fél. íslenzkra fræða ræðir safnamál FUNDUR var haldinn í Félagi íslenzkra fræða föstudaginn 7. apríl sl. í I. kenslustofu Háskól- ans. Rædd voru safnamál og voru frummælendur dr. Finnbogi Guð mundsson, landsbókavörður, og dr. Björn Sigfússon, háskólabóka vörður. Meðal annarra ræðu- manna voru dr. Jakob Beneditks son, orðabókarrifsstjóri, prófess- or Þórhallur Vilmundarson, Bjarni Vilhjálmsson skjalavörð- ur og Jónas Kristjánsson, skjala- vörður. í fundarlok var eftirfar- andi tillaga sámþykkt sam- hljóða: „Fundur um safnamál haldinn í félagi íslenzkra fræða, 7. apríl 1967 beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnar og alþingis, að ekki verði lengur en orðið er látið reka á reiðanum í húsnæðismál- um tveggja stærstu rannsóknar- bókasafna þjóðarinnar, Lands- bókasafns og Háskólabókasafns, svo og Þjóðskjalasafns íslands. Fundurinn leyfir sér að minna á ályktun alþingis 29. maí 1957 um sameiningu Landsbókasafns og Háskólabókiasafns og tillögu 5 tjórn ars kráin endurskoðuð — tillaga Karls Kristjánssonar KARL Kristjánsson mælti i gær á fundi Sameinaðs Alþingis fyrir þingsályktunartillögu, er hann flytur þess efnis, að skipuð verði níu manna nefnd til að endur- skoða stjórnarskrána. Helztu at- riðin, sem lagt er til að endur- skoðuð verði eru valdsvið for- seta tslands, skipting Alþingis í deildir, ákvæði um þjóðarat- kvæði, og að kannað verði, hvort ekki sé heppilegast að koma aftur á einmenningskjördæmum og afnema uppbótarsæti um leið. Karl Kristjánsson (F) sagði í ræðu sinni, að margar brotalam- ir væru á stjórnarskránni, enda hefði aldrei verið ætlazt til þess að hún gilti til langframa. Hins vegar hefði það orðið svo, að menn hefðu ekki komið sér saman um nauðsynlegar breyt- ingar, m.a. vegna meintra stund- arhagsmuna flokkanna. Það hefði leitt til þess, að þær breyting- ar, er gerðar hefðu verið á stjórnarskránni væru fyrst og fremst kjördæmabreytingar og þá í ákveðnum pólitískum til- gangi. Einar Olgeirsson tók einnig til máls og gerði stutta athugasemd við ræðu Karls. Athugasemd frá Gísla Guðmundssyni Gísli Guðmundsson alþingismað- ur biður þess getið, að misskiln- ingur hafi slæðst inn í frétt Mbl. af ræðu hans á þingfundi í neðri deild 10. þ. m. Hann hafi ekki mælt með frv. til hafnalaga eins og það liggur fyrir, heldur mælt með því, að reynt yrði, ef tími leyfði, að koma á samstarfi um að gera þær breytingar á frv. sem til þess þyrfti, að það gæti náð fram að ganga á þessu þingi. bókasafnsnefndar þeirrar, er nú- verandi menntamálaráðherra skipaði haustið 1956 til að búa það mál í hendur alþingi, um að reist yrði bókhlaða sameinaðs safns í næsta nágrenni við Há- skólann. Fundurinn fagnar. því að kennslu' í íslenzkum fræðum skuli ætlað aukið svigrúm og bætt aðstaða í nýrri háskólabygg ingu, en jafnframt harmar hann, að húsnæðismál Handritastofn- unar tslands skuli ekki vera leyst sem þáftur í viðtækri lausn safnmálanna. Fundurinn telur, að það spor, sem þar hefur verið stigið megi á engan hátt verða til að tefja þá frambúðarlausn húsnæðismála safnnnna þriggja, sem stefna verður nú að, mark- visst og undandráttarlaust. Þingmál i gær EINAR Ágústsson (F) bar fram fyrirspurn til menntamála- ráðherra um, hvað liði undir- búningi námskeiða fyrir starfs- fólks verksmiðjuiðnaðarins, Gylfi Þ. Gíslason svanaði og sagði, að setning reglugerðar, samkv. nýju iðnfræðslulögunum, væri mikið verk og væri þvf ekki lokið enn. Hefðu tillögur iðnfræðsluráðs enn ekki borizt* en von væri þeirra. Um nám- skeiðin sagði ráðherra, að tillög- ur um skipian þeirra frá Iðju, og Landssambandi iðnreknda hefðu enn ekki borizt. Ráðherra kvaðst vona, að hægt væri að hefja þessi námskeiS næsta haust. Birgir Finnsson (A) mælti fjrr- ir nefndaráliti fjárveitinga- nefndar við aðra umr. frv. um fjáraukalög 1965. Lagði nefndin til, að frv. verði siamþykkt. Var frv. síðan samþykkt og því vísað til þriðju umræðu. Sigurður Ingimundarson (A) mælti fyrir nefndaráliti um þingsályktunartillögu um aðbún- að og læknisþjónustu fyrir síldar sjómenn. Atkvæðagreiðslu vtar frestað. Jón Skaftason (F) mælti fyrir tillögu er hann flytur um heild- arlöggjöf um hagnýtingu fiski- miða umhverfis landið. Tekið land undir flug- völl á Álffanesi Tillaga stfórnskipaðrar nefndar AXEL Jónsson bar í gær fram á Alþingi fyrirspurn til sam- göngumálaráðherra um hvað liði athugun stjórnskipaðrar nefndar til að kanna hvernig bezt yrði hagað framtíðarskipan flugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Benti Axel á það, að Reykja- víkurflugvöllur væri tæpast leng ur fullnægjandi flugvöllur,’ þar eð hinar stóru flugvélar Loftleiða og hin nýja þota Flugfélagsins eru og verða gerðar út frá Kefla vikurflugvelli. Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra sagði í svari sínu, að nefnd þessi hefði enn ekki lokið störfum. Sagðist ráðherra þó geta upplýst, að nefndin væri á einu máli um, að tekið yrði land undir flugvöll á Álftanesi. Axel Jónsson benti á það i fyrirspurn sinni, að íbúar Álfta- nes hefðu ekki fengið um skeið að hefja neinar byggingarfram- kvæmdir á Álftanesi, vegna fyr- greindra athugana. Það hefði að vísu verið eðlilegt að banna byggingarframkvæmdir um stundarsakir meðan þessi rann- sókn fór fram, en ef ekki yrði af því, að gera flugvöll á nesinu, væri það mjög baigalegt ef ekki mætti hefja þar neinar fram- kvæmdir. Þetta væri^ því brýnt hagsmunamál fyrir Álftnesinga. f svari sínu sagði Ingólfur Jónsson, að vænta mætti álits frá nefndinni um mánaðarmótin. Væri það ljóst, skv .þeim upp- lýsingum, er hann hefði fengið frá nefndinni að hún myndi leggja til að tekið yrði frá land undir flugvallarsvæði á Álfta- nesi o glandið yrði ekki hreyft til annarra nota fyrst um sinn. Hins vegar væri uppi skoðan- munur innan nefndarinnar, hve mikið land ætti að taka frá. Meirihlutimn teldi að nóg væri að taka eignarland ríkissjóðs á Bessastaðanesi auk jarðarinnar Breiðabólsstaða. Minnilhlutinn teldi hins vegar, að taka þyrfti meira. Ráðherra sagði, að ekki yrðl tekin endanleg ákvörðun um málið fyrr en nefndarálitið lægl fyrir og hægt væri að gera sér fulla grein fyrir málinu með til- liti til þeirra raka er nefndin bæri fram. Teldi hann eðlilegt, að flýta bæri þeirri ákvörðun, þar eð réttmætt væri að íbúar Bessa- staðahrepps fengju að vita vissu sína, því að vissulega væru ó- þægindi af því, áð geta ekkl fengið að hefja þar framkvæmd- ir. >á sagði ráðherra einnig, að hann vildi engu spá um það^ hvort nokkurn tíma yrði byggð- ur flugvöllur á Álftanesi. Hann teldi, að Reykj avíkurflugvöllur yrði notaður næstu áratugi fyrir innanlandsflug, en hvað þá yrði gert og hvernig fluglbrautir þyrftu þá að vera vissi engin um. En það væri mjög til þœgimda fyrir alla aðila, að flugvöllur fyrir innanlandsflug verði i ná» grenni Reykjavikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.