Morgunblaðið - 13.04.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.04.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1967. 23 Bréf um togaraútgerðina I ÞÆTTTNUM „Úr verinu" eftir Einar Sigurðsson sunnudag- inn 2. april er kafli með yfir- skriftinni: Aflahæsta skip Breta. Þar segir að aflahæsta skip Breta 19©6 sé skuttogarinn Sommerset Maugham. Þarna langar mig til að leiðrétta og um leið að upplýsa að Somm- erset Maugham er síðutogari en ekki skuttogari. (Hefur áður kom ið fram hér í Mbl í aths. FÍB — ritstj.). Brezkir síðutogarar (úthafs- togarar), sem fiska ísvarinn fisk, hafa á undanförnum árum keppt um verðlaunagrip, sem nefnist Silfur-porskurinn og hefur áður nefnt skip hlotið þennan grip fyrir síðastliðið ár. Við afhend- ingu er opinberlega getið um afiamagn og verðmæti hæstu síðutogaranna, er veiða i ís yfir árið. Undanskildir þessari keppni eru allir brezkir skuttogarar um 20 talsins, en það byggist ein- göngu á því hve yfinburðir þeirra eru algerir framyfir síðutogar- ana, þar kemur samanburður eða samkeppni ekki til greina .011 stóru brezku útgerðarfélögin eru nú sem óðast að endurnýja og endurbyggja togaraflota sinn og fiskiðnað í samræmi við kröf- ur tímans og spara ekkert til að ná sem beztum árangri í þeim greinum, Aðaluppistaðan er heil frystinghráefnisins um borð í skuttogurum á fiskimiðunum. Síðan er það flutt til heimahafn ar til fullrar vinnslu í nýtízku frystihúsum. Allar fiskveiðiþjóð- ir aðrar en við ísletndingar eru búnar að taka ákveðna stefnu í þessum málum, en uppistaðan hjá þeim flestum eru skuttogarar af mörgum stærðum og gerðum en hjá öllum sameiginlegt að frysta aflann um borð hvort held ur hann er flakaður, pakkaður og fullfrágenginn eða heilfryst- ur. Þær þjóðir, er eingöngu hafa stundað saltfiskveiðar um ára- raðir, en þar á ég við þjóðir eins og Frakka, Spánverja og Fortugala, eru nú sem óðast að endurbyggja sína gömlu togara og byggja nýja stóra úthafs skut- togara með öllum nýjustu tækj- um og vélum, og fara inná að flaka heilfrysta og salta aflann um borð. Af þessu má sjá að allar þessar þjóðir eru búnar að taka ákveðna stefnu í þessum miálum á meðan aðhefjumst við ekkert nema tala um hve alvar- lega horfi fyrir okkur í þessum málum, og fremstir í flokki eru hinir gömlu framtaksmenin í sjávarútvegsmálum um áraraðir. Enginn af þessum mönnum fylg ist lengur með hvað er að ske hjá nágrannaþjóðum okkar eða vilja ekki sjá það, heldur að halda í það gamla og úrelta, sem enga framtíð á fyrir sér lengur. Hér þurfa að koma til yngri menn og taka að sér það hlut- verk að byggja upp. Að öðrum kosti ikulum við ekkert vera að hafa neinar áhyggjur af togara- útgerð og frystihúsaiðnaði í ná- inni framtíð. Með þökk fyrir birtinguna. Loftur Júlíusson. BÍLAR Höfum til sölu notaða bíla. Hagstæð kjör. Skipti möguleg. Þar á meðal: Rambler Ameiican "65 Rambler Classic '63 '64 '65 Skoda Station '65 Taunus 17M '65 Willys jeppi '64 Opel Rekord '64 Opel Caravan '64 Simca Ariane '64 Rambler-umboðið Jón Luflsson hf. Chrysler-umboðið Vökull hf. Hringbraut 121. Sími 10600 og 10606. Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu Sumarnámskeið Áreiðanleg manneskja óskast til starfa fyrir okkur í skólum í Exter, Southampton, og Romsey. Góð laun. International Hospitality Romsey, Hampshire, England. Enskunám í Englandi Nú eru að verða síðustu forvöð að sækja um sum- arskóla í Englandi næsta sumar á vegum Scanbrit. Góðir skólar, úrvals heimili, leiðsögumaður báðar leiðir, hagstætt verð. Upplýsingar gefur Sölvi Ey- steinsson, Kvisthaga 3, Reykjavík, sími 14029. Endurhætur á Ólafsvalla- kirkju AÐ undanförnu hefur staðið yfir gagngerð viðgerð og endur- bætur á Ólafsvallakirkju, og er endurvígsla hennar áformuð í vor. Bjarni Pálsson, byggingafull- trúi á Selfossi, teiknaði þæi breytingar, sem gerðar hafa verið á kirkjunni, en fram- kvæmd verksins hefur með höndum Guðmundur Sveinsson byggirigameistari á Selfossi. Skreytingu kirkjunnar mun annast Balthasar. Þetta hefur reynzt mjög mikil vinna, kirkj- an var farin að láta mjög á sjá, byggð 1897. Hún stóð á hlöðn- um grunni, núna var hann tais- vert genginn úr skorðum og hafði kirkjan missigið. Byrjað var á því að lyfta henni upp og steypa undir hana nýjan grunn. Byggður var við hana nýr kór og anddyrið stækkað. Uppgöng- unni á loftið var breytt. Þessi viðgerð verður mjög kostnaðarsöm. Er verkið var hafið átti kirkjan enga peninga í sjóði. Til þess að mæta honum hafa allir í söfnuðinum tvö und- anfarin ár borgað 500.00 kr. auka gjald, sýnilegt er að það muni ekki hrökkva til. Nú þegar hafa kirkjunni bor- irt fjölmargar minningargjafir sem renna skulu til viðgerðar- innar, og aðrar hafa verið til- kynntar. Kvenfélag Skeiðahrepps hefur ákveðið að gefa nýja bekki til minningar um Guðbjörgu Kol- beinsdóttur húsfreyju á Vota- mýri, sem var formaður félags- ins um áratugi, litað gler í gluggana hefur það einnig gefið. í tilefni af viðgerðinni hafa kirkjunni borizt margar höfð- inglegar gjafir frá einstökum vinum og velunnurum hennar. Guðbjörg og Guðni Eiríksson á Votamýri gáfu til minningar um son sinn Tryggva Karl. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Bjarnarstig 6 Reykjavík til minn ingar um foreldra sína. Kristín og Guðmundur Magn- ússon á Blesastöðum til minn- ingar um foreldra þeirra. Jóhanna og Jón Eiríksson í Skeiðháholti til minningar um fósturforeldra Jóns. Eyjólfur Gestsson á Húsatóft- um til minningar um konu. Fjölskyldurnar á Blesastöðum, Skeiðháholti og- Kristófer Ingi- mundarson og fjölskylda á Graf arbakka gáfu til minningar um Bjarna Þorbjörnsson. Ennfremur hafa kirkjunni borizt gjafir frá Ingibjörgu Kristinsdóttur á Hlemmiskeiði. Rögnu Eiriksdóttur Barma- hlíð 51 Reykjavík og Ingveldi Magnúsdóttur Vorsabæ. Sóknarnefndin hefur ákveðið að kaupa sérstaka bók sem allar gjafir til kirkjunnar verði færð- ar inn í. Skuli skrá í hana nöfn gefendanna og. nöfn þeirra, sem gjöfin er tengd. Óski gefendu? eftir þVí, þá verða helztu ævi- atriði þeirra sem gjöfin er tengd skrifuð í bókina. Fyrir þessar höfðinglegu gjaN ir vill sóknarnefndin færa gef- endum innilegar þakkir og bið- ur þeim biessunar Guðs. Sóknarnefnd Ólafsvallakirkju. » ? ? Tókíó, 7. april — (AP) — 84 tonna japanskur fiskl- bátur fórst í óveðri við Jap- ansstrendur í nótt. 15 manna áhöfn var á bátnum, og hef- ur aðeins tekizt að bjargs tveimur þeirra. Átta lík fund ust á björgunarfleka, ea fimm er saknað. GEFIÐ ÞESSA HUGÞEKKU OG FALLEGU BÓK TIL FERMINGA GJAFA_________ ÚTGEFANDI ÆSKULÝÐSNEFND KIRKJUNNAR KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Félag söluturnaeigenila Munið aðalfund félagsins í kvöld kl. 8,30 að Marargötu 2. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Skrifstofustúlka - gott tækifæri Fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum, vill ráða stúlku með góða vél- ritunarkunnáttu og einhverja reynslu í almennum skrifstofu- störfum. Gott kaup og hlunnindi í boði. Tækifæri fyrir þær sem áhuga hafa á sjálfstæðu og fjölbreyttu starfi. Sendið um- sóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf til afgr. Mbl. merkt: „Sjálfstætt starf 2092." HEIMDALLIJR FUS KLUBBFUNDUR Næsti klúbbfundur Heúndallar verður laugardaginn 15. apríl og hefst kl. 12.30 með borðhaldi í Tjarnarbúð (niðri). Gestur fundarins verður Jóhann Hafstein, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, og talar hann um KOSNINGABARÁTTUNA OG UNGA FÓLKID. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.