Morgunblaðið - 13.04.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1967. 'N BILALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Bensín innifalið í leigugjaldi. SENDUM MAGNÚSAR SKIPHOITI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun sími 40381 Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA bílaleigon Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í ieigugjaldi Sími 14970 BÍLALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36211. SPftllll TÍMA IG FYRiBflOFN f-f==>BnAl£IGAri ipÆ&mspy BAUOARARSTÍG 31 SÍIVII 22022 Fjaðrir, fjaðrablöð. hljóðkútar púströr o.fl varahintir i margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Suni 24188. PILTAR, er B!D E'CT L'MÍUSTCHA f ÞA A É5 HflPNffANfl / f//~ / i d— ........-t----/// / V fá&r/a/?fom//WPÍo/}k {y , /fiji&rraer/ S \ ■ -ta V"~~ K R. Knattspyrnudeild Hópterbab'ilar allar stærðlr ^örr siM/,a Símai 37400 og 34301. CÓLFTBPPI WILTOH TEPPADRBCLAK TBPPALACNIR BFTIR MÁLI Laugavegi 31 - Simi 11822. Til Þingvalla Bíleigandi skrifar: „Um helgina ók ég í góða veðrinu suður með sjó, því að Keflavíkurvegurinn er eini ökufæri vegurinn í nágrenni höfuðstaðarins. Mér varð ljóst, að ég var ekki sá eini, sem var þessarar skoðunar, því mikil umferð var .á veginum — og allt sýndist mér þetta vera' fólk, sem farið hafði út í sunnu dagsökuferð til þess að athuga hvort vorið væri í rauninni komið. Ef álíka vegir lægju austur fyrir fjall hefðu þeir sjálfsagt verið fjölfarnir þessa helgi. En þeir fáu sem þar voru á ferð, óku í svaðinu, eins og allir vita. Mikið eru Þingvellir oft fall- egir í vorin og á haustin. Per- sónulega finnst mér fegurðin meiri þá en um mitt sumar. Þar getur líka venð mjög tilkomu- mikið og fágurt Um að litast að vetrinum. En þangað er ekki hægt að komast nema yfir blá- sumarið Vegurmn er ófær fyr- ir litla bíla. Ef uppbyggður og sæmilega sléttur vegur lægi til Þinig- valla væri sennilega hægt að reka þar veitingahús allan árs- ins hring. Bílarnir eru orðnir það margir héi í borg — og löngun manna það mikil til þess aO fara » ökuferð með fjölskylduna, einkum um helg- ar, að tii Þingvalia væri stöðug ur straumur allan ársins hring, ef þangað væri hægt að komast með góðu móti“. Heimilisbíllinn Kona skrifar: ,,Það hryggir mig Velvakandi hve bitrar konur eru út í karl- mennina þegar um blessaðan heimilisbílinn er að ræða. Svo eru konur og karlmenn alltaf að jagast um hvort kynið sé verra í umferðinni eða betra. Svona til tilbreytingar þá ætla ég að iofa þéi að fá bréf frá einni (undirritaðri) sem er ánægð bæði með karlmennina og allt sem viðvíkur heimils- bílnum. Bílinn hef ég alla daga, þar sem eiginmaðurinn fer með öðrum bíl til vinnu. Um helgar og á kvöldin eru heldur engin vandamál. Hann segir: viltu keyra (elskan), ég svara: nei, keyr þú vinur, ég keyrði í dag. Ekki finnst mér nú heldur amalegt að vera kvenmaður í umferðinni, oft kemur fyrir að menn gefa bíln- um mínum svokallaðan chance, og hef ég þá ímyndað mér, að það vær- af því að ég er kona. Þess vegna brosi ég alltaf breitt ) þakklætisskyni þá. Það hljóta að vera margir sem hafa sömu góðu reynsluna af karlkyninu og ég, það heyrist bara allt of lítið í þeim. Að lok um legg ég til, að þeir karl- menn sem eiga konur, sem eru óánægðar með þá, að þeir reyni að fara vel að þeim, og láni þeim bílinn sem oftast. Hver veit, að lokum berast ef til vill eintóm lofsbréf um þennan skemmtilegasta hlut sem konunni er gefin, karl- maðurinn. Ein áhægð", Ánægjulegt að heyra einu sinni rödd úr eyðimörkinni. Klæðaburður skólaæskunnar Síðasta emtakið af Æsk- unni liggur hér á borðinu hjá mér. Ég er búin að flétta þvi pg Æskap er fjölbreytt og líí- leg að vanda, enda orðin eitt stærsta ef ekki stærsta tímarrt ið á íslandi. Eitt af þvi, sem ég las í blaðinu var þáttur um klæðaburð skólaæskunnar. Hann er eftir Andreu Odd- steinsdóttur — og þar eru orð í tíma töluð. Þetta er skynsam- leg og þörf hugvekja, sem bæði börn og fullorðnir ættu að lesa. Frú Andrea er þekkt fyrir starf sitt af málefnum, sem varða útlit og framkomu kvenna — en ú^ herbúðum þeirra hef ég ardrei heyrt jafn- skynsamlegt og raunsætt mat á tízkuæðinu og fram kemur í þessari grein. Vona ég að höf- undur sé því ékki mötfallinn að ég birti greinina hér, því þetta mál varðar í rauninni alla, eins og ég sagði áður. Fyrir nokkr- um árum skarst svolítið í odda með okkur hér í dálkunum, en fyrir þessa grein þakka ég frúnni og vona að hún skrifi meira aí slíku. Og hér kemur greinin: „í þessum pistli ætla ég að ræða vlð ykkur um klæðaburð æskufólks, auraráð þess og eyðslusemi, sem jaðrar á stund um við hreina óráðsíu og taum- laust bruðl. Engum blandast huigur um, að meginþorri unglinga sé heimtufrekur og kröfuharður við foreldra sína, þegar um fatakaup er að ræða. Ég þykist vita að sumir foreldrar sýni börnum sínum helzti mikla lin- kind í þessum efnum. Til að losna við hvimieitt kvabb og betl í börnum sínum þá kaupa þeir sér stundarfrið. Sögnin „kaupa' er notuð hér í sinni eiginlegustu merkingu, en mér er spurn hvort þessi friður sé ekki keyptur of dýru verði. Það skal fúslega viðurkennt, að aldrei fyrr hafa jafn margar freistingar legið á vegi unglinga eins og á vorum dögum og þeim fer því miður alltaf sí- fjölgandi Fyrir nokkrum ár- um gerðist það í heimi fata- framleiðslunnar, að gírugir forkólfar hennar ásamt tízku- teiknurum sínum gerðu þá merkilegu uppgötvun, að æsku fólk væri í rauninni vanrækt og klæðnaður, sem var á boð- stólunum handa þvi, værl hvort tveggja í senn ósmekk- legur og einhæfur. Úr þessu ófremdarástandi var nauðsyn- legt að bæta og það sem fyrst. Nú var ekki beðið boðanna, heldur hafizt handa af miklu kappi, en lítilli forsjiá. Hér var fundin sú gróðalind, sem seint mundi þrjóta. Hér var fundina sá akur sem seint mundi full- plægður Fyrirhyggjulitlir unglingar og áhriiagjarnir voru heldur ekki lengi að bíta á agnið, sem er ofur eðlilegt. Öll áróður- tæki, sem tiltæk voru, voru sett í fullan gang. Ungiingarnir eru fyrir löngu orðnir spilltir af dekri og fagurgala áróðurs- hananna í tízkublöðunum, sem gefin eru út í milljónatall í stórborgum heims. fslenzkir unglingar hafa því miður ekki farið varhluta af þessari óheillavænlegu þróun. Til marks um það sakar ekki að geta þess hér, að hópur tán- inga skrapp til London í haust til þess að vera vel fataður fyrir skólagönguna. Ég veit satt að segja ekki tfl hvaða ráðs á að grípa til a8 lækna æskuna af þessu tryllta fataæði hennar. Eina læknis- ráðið, sem mundi duga væri að fyrirskipa skólabúning". VU HINNA VANDLÁTU 1 SÍMl 3-8S-85 I SuSurfondsbrowt 10 Igegnt Iþfóttohöfl) srmi 38585 SKORRI H.F Hús við Laugarveg Til sölu eru 3 hús, á 500 ferm. eignarlóð við neðanverðan Laugaveg að sunnan- verðu. í þessum húsum eru m.a. 2 verzl- anir. Nánari upplýsingar fengnar á skrif- stofunni (ekki í síma). Fasteígnabiónustan Austurstræti 17, 3. hæð. Ragnar Tómasson hdl., Stefán J. Richter sölumaður. KR. 2550.- Aðeins 2.550.— og þér fáið vand- aðan harðviðarstól í þeim ht, sem þér óskið eftir. Rósótt creton í setn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.