Morgunblaðið - 19.04.1967, Page 7

Morgunblaðið - 19.04.1967, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1967. 7 Dimission í M. R. DIMISSION í Menntaskól- anum í Reykjavík fer fram í dag. Hefst hún kl. 11 í Há- tíðasal skólans. Eins og allir þeir vita, sem numið hafa í Menntaskólanum, er Dimiss- ion sú stund, sem mestum trega er bundin, sú stund, sem skilur milli skólagöngunnar og stúdentsprófsins. 6. bekkingar kveðja þá skólann, stunda þar ekki leng ur nám, og þótt fólk almennt leggi ekki trúnað á þessi sann- indi, að þetta unga námsfólk sakni skólagöngunnar sem vafalaust hefur verið ströng, þá er þetta nú einu sinni svona, að áranna í Mennta- skólanum sakna allir, þau voru hin gullnu ár, á hvern veg, sem það er skilið, því að „vita nostra brevis est.“ Aldrei hefur talan verið hærri á þeim stúdentsefnum, sem í dag kveðja skólann og syngja Integer vitae með trega. 240 eru þau talsins, sem nú leggja upp í próflest- ur 40 daga og 40 langra nátta, til þess að búa sig undir þrek raunina, sjálft stúdentsprófið. Öllum þessum ungu mönnum og konum er hér með óskað góðs gengis. Svo sem áður segir hefst Dimisson á Sal kl. 11. Þá tek- ur Vilmundur Gylfason, hinn nýi Inspector Scholae við embætti úr hendi fráfarandi Inspectors, Baldurs Guðlaugs TU •kl»l.| ÍÚM •( U.1..1U r—1»- Baldur Guðlaugsson, Inspector scholae. sonar. Sungið er til sikiptis á latínu og íslenzku. Fyrr um morguninn, kl. 8:10 hefur verið hringt inn til venjulegs náms, og kennt í 3 tíma. Síð- an hefst Dimission, hin rúm- lega 120 ára gamla athöfn í þessum skóla. I>á hverfa dim- ittendar á braut og biða neðan plötu. Remanentes bíða ásamt kennurum á plötunni og verð ur þá skipst á kveðjum um stund. Allir kennararnir fá blómvendi, sem þeim verður afhent einum og einum, og mun ung tilvonandi stúdína smella á þá kveðjukossinum. Lagt verður upp frá skól- anum rúmlega kl. 12 á há- degi, og eru nú breyttir tím- ar frá því síðustu hrópin heyrð ust, þegar stúdentsefnin hurfu enda hefur borgin þanizt út i og héldu inn í Austurstrætið, enda hefur borgin þanist út í allar áttir. Nei, nú hefur tækn Forsíða Faunu sýnir Ietidýr skriða „baglæns" upp menntaveginn. in tekið í taumana, og nem- encLurnir leggja upp frá skól- anum í 10 heyvögnum, sem dregnir eru af dráttarvélum. Er þá haldið til heimila allra kennara, og þeir kvaddir með virktum. Kl. 7 um kvöldið munu Dimittendar hittast í Klúbbnum, matast þar og skemmta sér með nokkrum kennaranna. Þegar þeim mannfagnaði lýkur, hefst svo hið fræga H 4, w-. Sigurður Arnalds, for- maður 6. bekkjarráðs. 40 daga og 40 nátta stríð, próflesturinn. Og þá er fyrsti sumardagur og fer vel á því. 15. júní verða svo þessi 240 Dimittendar stúdentar, ef guð lofar og gsefan er þeim með I för, en 18. júní halda 60 af þeim til Ítalíu á vegum Út- sýnar, og verða Baldur Guð- laugsson Inspector og Sigurð- ur Arnalds formaður 6. bekkj- arráðs fararstjórar. Verður þetta hálf9mánaðarferðalag. Eins er ógetið í sambandi við þessa Dimission en það er útgáfa FAUNU, sem er nokkurskonar stúdenta- og kennaratal M.R. frá þessu ári. Þetta er stór bók í stóru broti, enda mannskapurinn fjölmennur. Á forsíðu er mynd af letidýri að skríða „baglæns" upp menntaveg- inn, og teiknaði þá mynd Jó- hannes Ólafsson .Aðrir teikn- arar Faunu í ár eru þau: Björn Kristleifsson, Ingólfur Margeirsson, Kristján Linnet, Margrét Reykdal, Ólafur Torfason, Trausti Valsson og örlygur Richter. Ekki vitum við, hvort bók- in er til sölu fyrir almenning, en hún geymir mikinn fróð- leik og margvíslegan, og verð hennar hlýtur að vera sér- staikt verðbólguverð, en hún hefur gormabindingu. Og svo ekki meira fyrir- fram um Dimission að sinni. — Fr. S. XIWIIIU IIIUIH Ólafur Hansson, mennta- skólakennari, um hvern var kveðið á árum áður: „hann er eins og lifandi, lexicon í skrautbandi“. íbúð til leigu 5 herb. íbúð til leigu 1. maí. Tilb. með uppl. send- ist fyrir 26. apríl merkt „Laugateigur 2328“, á af- gr. Mbl. Byggingarlóð Lóð óskast undir einbýlis- tvíbýlis- eða raðhús. Mætti vera á byrjunar- stigi. Uppl. í síma 30427. íbúð óskast 1—2 herb. íbúð óskast sem fyrst. Uppl. í síma 22150. Keflavík — Suðurnes Afghalon kjólefnin eru komin. Verzlun Sigriðar Skúla- dóttur. Sími 2061. Einhleyp fullorðin kona óskar eftir 1—2 herb. með eldunarplássi. Uppl. í síma 10238 eftir kl. 6. Keflavík Til leigu stór 4ra herb. íbúð með eða án hús- gagna. Uppl. gefur Fasteignasalan, Hafnargötu 27. Sími 1420. Skuldabréf fasteignatryggð og ríkis- tryggð til sölu hjá okkur. Fyrirgreiðsluskrifstofan > Fasteigna og verðbréfasala Austurstr. 14. Simi 16223. Moskvitch af árgerð 1963 i góðu standi til sölu. Uppl. í síma 40150 eftir kl. 20 á kvöld- in. Mohairgarnið italski lopinn og kisugarn- ið er komið. Þorsteinsbúð Snorrabraut 61 og Keflavík. Til sölu V 8 Chrysler nýupptekin frá Kistufelli. Selst ódýrt. Uppl. í síma 37677 eftir kl. 6 á kvöldin. Til leigu er 2ja herb. kjallaraíbúð. Tilb. með upplýsingum um fjölskyldustærð og leigu- upphæð sendist Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt „Reglu- semi — 2394“. Einhleyp eldri kona óskar eftir 2—3ja herb. íbúð í rólegu húsi, kring- um 1. maí. Algjör reglu- semi og góð umgengni. Fyrirfrmborgun ef óskað er. Sími 19286. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Hljómsveitarmeðlimi vantar Vantar bassa — og gítar- leikara (sóló). Hafið sam- band við David Lehman síma 38 eða 55 Rockville (um KeflevJlugv.). Sölumaður óskum að ráða góðan sölumann. Þarf helzt að hafa bíl. — Upplýsingar í síma 19847. Frá Eyjaflugi h.f. Viljum gefa Vestmannaeyingum í Reykjavík kost á því að eignast í félaginu. Mun maður frá okkur verða staddur í Hótel Lofleiðir herb. 426 í dag og næstu daga, sem veitir nánari upplýsingar. EYJAFLUG H/F. Sumardagurinn fyrsti Aðgöngumiðar að skemmtun Sumargjafar í Austurbæjarbíó, Laugarásbíó, Réttarholtsskóla og Tjarnarbæ, verða seldar í húsunum sjálfum frá kl. 4—6 seinasta vetrardag og frá kl. 1 sumar- daginn fyrsta. SUMARGJÖF. Misseraskipta- messur Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 6 síðdegis á síðasta vetrardag. Altaris- ganga. Á sumardaginn fyrsta, guðsþjónusta kl. 10. árdegis, Ólafur ólafsson kristniboði prédikar. Heimilisprestur. Hafnarfjarðarkirkja Skátaguðsþjónusta kl. 11. Skáti flytur ræðu. Sóknar- prestur þjónar fyrir altari. Séra Garðar Þorsteinsson. Ytri-NjarWvík Skátamessa í Stapa á sum- ardaginn fyrsta kl. 10 árdegis Séra Björn Jónsson. Keflavíkurkirkja Skátamessa kl. 11:15 ár- degis. Séra Björn Jónsson. VÍSIJKORIM Situr nótt í silfurkjól, sveipuð stjörnu-loga, þar til aftur ekur sól upp á himin-boga. Þegar Máninn merlar fold muna blómin spretta. Andinn laus við maga og mold meitlar tungu rétta. St. D. ÁrnaS heilla Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína, ungfrú Sigurlaug Guð- finna Guðmundsdóttir, Réttar- hol'tsvegi 73 og Jón Valgeir Guð mundsson, húsasmíðanemi, Snorrabraut 81. Þann 13. marz sl. opiniberuðu trúlofun sína i Englandi Kristín M. Graham, Meðalholti 5, Reykjavík og Peter Inohcomb, Jersey, C.I. Spakmceli dagsins Menn verða ekki sælir í þessu lífi af því að hafa engar ástríð- ur, heldur af hinu, að kunna að stjórna þeim. — Sænsk stúdína sem jafnframt er kennari og blaðakona, óskar eftir atvinnu á íslandi yfir sumarmánuðina. Hvaða vinnu sem er hvar sem vera skal. Hún hefur há- skólapróf í ensku og bókmenntum, 10 ára reynslu sem kennari í Svíþjóð og Bandaríkjunum, og reynslu í skrifstofustörfum. Allar tillögur kær- komnar. Tími: 15. júní til 1. september. Tilboð sendist til: INGA JONSSON, Vbhv. 54 A, Viggbyholm 2, Sverige. — Tennyson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.