Morgunblaðið - 19.04.1967, Side 12

Morgunblaðið - 19.04.1967, Side 12
4 12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUBAGUR 19. APRIL 1967. Sviðsmynd úr Jeppa á FjallL „Jeppi á fjalir hið gamaikunna Holbergs leikrit sýnt í Þjóðleikhúsinti JEPPI Á FJALLI. Fátækur bóndakarl, kúgaður og kvalinn af kerlu sinni. Leitar huggunar í áfengi og drekkur sig eitt sinn ærlega fullan, þannig að hann sofnar útaf. Gárungar nokkrir finna hann og fara með hann á heimili barónsins og leggja Jeppa í hvílu hans. Þegar Jeppi vaknar, heldur hann sig vera kominn til himnaríkis. Þetta er efni leikrits Ludvigs Holbergs, Jeppi á Fjalli, í fáum orðum sagt. Leikrit þetta verð- ur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á morgun, fimmtudag, og verður um leið afmælissýning, því nú eru liðin 17 ár síðan að Þjóð- leikhúsið tók til starfa. Guðlaugur Rósenkranz þjóð- leikhússtjóri boðaði blaðamenn á fund í tilefni frumsýningarinn- ar og þar voru einnig til stað- ar leikstjóri leikritsins, Gunnar Eyjólfsson og aðalleikari 1 því, Lárus Pálsson. Jeppi á Fjalli er eitt af frseg- ustu og vinsælustu leikritum Holbergs og hefur ekkkert leik- rita hans verið sýnt jafnoft hér- lendis. Fyrst var það fært upp norður á Akureyri af Dönum og skömmu síðar af stúdentum í úti á landi hafa tekið leikritið til sýninga og Leikfélag Reykja- víkur hefur sýnt það tvívegis, 1905 og aftur 1934. Þjóðleikhús- stjóri sagði, að fram til þessa hefði aðeins eitt Holbergs leik- rit verið sýnt í Þjóðleikhúsinu, „Den stundeslöse" (Æðikollur- inn). Var það Lárus Pálsson sem leikstýrði þvL Lárus Pálsson kvaðst hafa leikið í nokkrum Holbergsleik- ritum við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, en í ár eru liðin 30 ár síðan Lárus útskrif- aðist þaðan. Lárus Ingólfsson, sem einnig er lærður í Konung- lega leikhúsinu, gerir leiktjöld að Jeppa á Fjalli. Gunnar Eyjólfsson leikstjóri sagði: Ég tek það fram, að ég hef aldrei séð Jeppa á Fjalli leikinn, en ég hef séð margar Holbergssýningar í Danmörku og Englandi, og við uppsetninguna er maður óneitanlega undir á- hrifum frá því sem maður hefur séð. Það er líka mjög mikið atriði að hafa gaman af þeim stíl, sem Holberg skrifar. Nú er þetta orðið þannig, að þegar börnin heyrðu að það ætti að fara að leika Jeppa á Fjalli þá spurðu þau, hvort það væri Austin eða Landrover. Aðrir sem leika í Jeppa á Fjalli að þessu sinni eru: Anna Guðmundsdóttir leikur konu Jeppa, Jakob skóari er leikinn af Arna Tryggvasyni, baróninn er leikinn af Rúrik Haraldssyni, þjónar eru leiknir af Bessa Bjarnasyni, Hákoni Waage, Jóni Júlíussyni, Sverri Guðmunds- syni, Magnús bónda leikur Klemenz Jónsson og auk þess eru í leiknum nokkur smærri hlutverk. Þjóðleikhússtjóri var spurður að því hvaða verkefni yrðu næst tekin fyrir hjá Þjóðléikhúsinu. Sagði hann að það yrði „Taste of honey“ (Hunangsilmur) og Kelvin Palmer leikstýrði þvL Aðalhlutverk í því leika Helga Valtýsdóttir, Bessi Bjarnason, Brynja Benediktsdóttir, Gísli Alfreðsson og Sigurður Skúla- son. Þá sagði þjóðleikhússtjórL að verið væri að æfa leikrit eft- Odd Björnsson, sem tónlist eftir Leif Þórarinsson og ljóðum eftir Kristján Arnason. Nefnist leik- rit þetta Hornakóralinn, og verð- ur Benedikt Árnason leikstjóri þess. Þá sagði þjóðleikhússtjóri að ákveðið væri að sýna leikrit Halldórs Kljans Laxness, Prjóna stofan Sólin, úti á landi í sumar. Auk þess væri það í ráðagerð að nemendur Leikskóla Þjóð- leikhússins héldu opinbera sýn- ingu í vor á tveimur einþátt- ungum sem þau hafa verið að æfa til prófs. Lárus Pálsson og Arni Tryggwason í hlutverkum sínum. Ludvig Holberg — höíuntíur Jeppa á Fjalli LUDWIG Holberg var fædd ur í Bergen í Noregi 3. des- ember 1684. Báðir foreldrar hans önduðust er hann var barn að aldri, en drengurinn var ættleiddur af frænda sínum, er bjó í fjallahéraði einu, skammt frá Bergen. Holberg undi sér ekki sem bezt í sveitinni. Hann hafði mikla löngun til þess að fara aftur til borgarinnar og menntast. Frændinn lét að óskum drengsins og í Bergen stundaði hann nám sitt af kappi til ársins 1702, en þá var hann sendur í Kaup- mannahafnarháskóla. Krappur fjárhagur sagði fljótt til sín og Holberg varð að hætta námi þar. Hann sneri aftur til Noregs og tók við kennarastöðu í Voss skólan- um meðan hann var að safna sér fyrir áframhaldandi námi. Eins fljótt og hann hafði tök á fór hann aftur í Kaupmanna hafnar'háskóla og 1704 lauk hann þar námi í frönsku, ensku og ítölsku. Síðan gerðist hann aftur kennari að þessu sinni hjá aðstoðarbiskupn- um í Bergen. Biskupinn hafði ferðast mjög víða og lestur á ferðasögum og minnisbókum hans, kveiktu svo miikla ferða löngun hjá Holberg, að í lok ársins 1704 tók hann sér far með skipi til Hollands. Far- areyririnn var lítill og gekk fljótt til þurrðar. Við þetta bættist að hann veiktist al- varl'ega í Aachen, og illa far- inn eftir skort og veikindi lagði Holberg af stað tli Noregs • fótgangandi. Hann skammaðist sín fyrir að láta sjá sig svo fljótt aftur í Berg- en og staðnæmdist því á för sinni í Kristiansand og dvaldi þar af veturinn og lifði á því að kenna frönsku. Vorið 1709 hóf hann aftur ferðir sínar og fór þá til Lond- on og Oxford, en þar var hann við nám í tvö ár. Jafn- hliða náminu stundaði hann kennslu í fiðlu- og flautuleik. Á meðan á dvöl htans 1 Oxford stóð, var hann tíður gestur á hinu mikla bókasafni þar og hefur Holberg sagt að þar hafi hann fyrst fengið til- finningu fyrir því „hversu gaman og dýrðlegt það hlyti að vera að setjast á skálda- bekkinn“. Holberg fór frá Oxford til Kaupmannahafnar og kom við í London og Helsingjaeyri á leiðinni. í Kaupmannahöfn byrjaði hann að halda fyrir- Ludvig Holberg lestra við háskólann og var þeim gefinn mikill gaumur, en gáfu hinsvegar litla pen- inga í aðra hönd. 1709 fór hann til Dresden og á leið hans þangað flutti hann fyrir- lestra í Leipzig, Halle og Hamborg. Þegar til Kaupmannahafnar kom á nýjan leik fékkst hann við barnakennslu, unz hann fékk stöðu við Boreh skólann 1710. Þar skrifaði Holberg sitt fyrsta verk: „Introduction til de forneroste europæiske Rigers Historie“ (17111). Þetta verk, ásamt tveimur ritgerð- um öðrum urðu til þess að Friðrik kionungur IV. veitti honum prófessors nafnbót. En útþráin hafði ékki yfir- gefið Holberg og hann hóf aft ur ferðir sínar 1714. og heim- sótti hann þá margar af stærstu borgum Evrópu. Frá Amsterdam gekk hann til Rotterdam og Antwerpen, tók þaðan skip til Brussel og gekk síðan til Parísar og það- an til Marseille, ferðaðist síð- an sjóleiðina til Genúa. í þeirri ferð veiktist hann aftur og var nær dauða en lífi um tíma. Meðan hann var að reyna að ná heilsu sinni á nýjan leik dvaldi hann í borg inni eilífu, Róm. Vorið kom og Holberg hóf göngu sína heim á leið þrátt fyrir það að hann væri enn veikburða eftir veikindin. Hann fór til Flórens, yfir Alpana til Savoy og Dauphine og endaði ferð sína í París, en þar dvaldi hann nokkurn tíma. Til Danmerkur kom hann aftur 1716 og fljótlega þá sendi hann frá sér bókina: „Introduction til Natur- og Folkeretten“. Ári síðar var hann skipaður prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og sú staða leiddi til þess að fjár- hagsáhyggjur voru úr sög- unni. Hingað til hafði Holberg einungis ritað um lögfræði, sögu og heimspeki, en hæfileik ar hans sem ádeiluskálds komu fyrst í ljós í ritdeilum hans við lögfræðinginn Ander eas Heuel í Flensborg, en þær fóru fram á latlnu. Þetta varð til þess að Holberg fór að fást við skáldskap og til ársins 1728 skapaði hann fullkomlega nýja tegund af húmoriskum skáldskap undir höfundarnafn inu Hans Mikkelsen, Hið gáskafulla söguljóð hans um Peder Paars birtlst 1719. Þetta kvæði var ljómandi háð Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.