Morgunblaðið - 19.04.1967, Side 21

Morgunblaðið - 19.04.1967, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1967. 21 Leikfélag Kópavogs: Lénhorður fógeti Hötundur: Einar H. Kvaran Leikstjóri: Baldvin Halldórsson SÍÐASTLIDID laugardagskvöld frumsýndi Leikfélag Kópavogs „Lénarð fógeta“ eftir Einar H. Kvaran. Var sýning þessi áferð- argóð, heldur skemmtileg og miklu vænlegri til aðsóknar en önnur verk, sem ég hef séð hjá þessu félagL Kópavogur mun nú orðinn annar stærsti kaupstaður lands- ins, en bærinn er ungur og leik- félagið aðeins 10 ára gamalt. Leikstarfsemi þar er vart sprott in af nákvæmlega sömu rótum og í afskekktari byggðarlögum, þar sem menn hafa fáitt sér til- dundurs, heldur einungis af lcik listará'huga. Landfræðileg stað- setning Kópavogs er tvieggjuð íyrir áhugaleikhúsið; það herur meiri möguleika til aðsókvar vegna nábýlis við Reykjavik og Hafnarfjörð, en ibúar allra þriggja kaupstaðanna hafa úr fjölbreyttari dægrastyttingu óð velja en tíðkast úti á lanöi. Vegna hins síðastnefnda og sam anburðar við atvinnuleikhúsm gera áhorfendur áhugamanna- sýninga í Kópavogi og Haúiar- firði sennilega hærri kröfur en annarsstaðar á landinu. Baldvin Halldórsson setti „Lénharð fógeta“ á svið. £>að er ekki mjög vandasamt verk, er. þarfnast þó nokkurrar ná- kvæmni í staðsetningum, þar sem t.d. er talsvert margt fólk 1 hópatriðum. Sýningin er greini lega mjög vel æfð, fagmannlega og vandvirknislega unnin. Bald- vin hefur valið þann kostinn, að láta þá statista í hópatriðum (unglinga við messu í Klofa og sveina Lénharðs), sem fremstir standa á sviðinu, snúa baki við álhorfendum. Er þetta skynsam- lega ráðið, þar sem atihyglin dregst þá síður frá atburðarás- inni og aðalleikendunum að aukaleikendum, sem eiga í þessu verki aðeins að vera umgjörð, hluti af leikmynd hvers atriðs, en ekki að sýna nein veruleg andsvör við því, sem gerist. Auk þessa þola statistar þessir ekki riánari athugun fremur en koll- egar þeirra við Þjóðleikhúsið eða Iðnó. Hér á landi virðist ríkja almennur skortur á fólki, sem geti tarið í önnur föt en sín eigin, án þess að verða annað- hvort hróðugt eða feimið á svip- inn af stöðugri sjálfsvitund. Það er oft erfitt að ákvarða hlut leikstjóra í túlkun einstakra hlutverka á sýningum áhuga- manna. Hreyfingar fólksins og tímasetningar tilsvara steypast heldur ekki í eins fast mót með æfingum og í atvinnuleikhúsi. Margir tækni'hnökrar voru á sýningunni, einkum framan af, t.d. vandaræðalegt bjástur Ing- ólfs bónda við reipið í samtali hans við Guðnýju dóttur sína í 1. þætti, klaufaleg andsvör kirkjugesta í Klofa við frásögn Ingólfs að yfirgangi Lénharðs (viðauki leikstjórans) og skemm andi látbragð einnar konunnar í þeim hópi. En sýningin reis talsvert eftir 2. þátt og síðati hluti hennar var með eðlilegra og samfelldara yfirbragði. Langbezta frammistaða leik- endanna var hjá Birni Einars- syni í hlutverki Lénharðs. Hann Gestur Gislason, Loftur Ásmundsson og Árni Kárason í hlut- verkum sínum. — Ludvig Holdberg Framhald af bls. 12. kvæði um samtíðarsiði og hafði mikil áhritf. jafnframt því sem það var þess vald- andi að margar áhrifa miklar persónur móðguðust, og hefði Danneskjold greifi ekki vermd að hann, er óvíst um hvernig farið hefði. 1722 gekk Holberg í félag með mönnum er stofnuðu fyrsta danska leikhúsið við Grönnegade í Kaupmanna- höfn og var dönsk þýðing á „Nirflinum“ fyrsta verkefni þess. í heila öld hafði lítið ver ið sýnt í Danmörku af öðrum ieikritum en frönskum og þýzkum, en Holberg ákvað að nota hæfileika sína til þess að skrifa dönsk skemmti l'eikrit. Fyrsta leikritið sem hann fullgerði var „Den poli- tikske Kandestöber“, en fyrir árslok 1722 hafði hann sent frá sér, „Den Vægelsindede", „Jean de France“ „Jeppe pá Bjerget" og „Mester Gert Westphaler“. Hoiberg undi sér ekki hvíld ar og á næsta ári hafði „Bars- elstuen" og „Den ellevte Junii" bæzt við leikritasafn hins nýja leikhúss. Á næsta ári samdi hann 13 leikrit til viðbótar, þeirra á meðal „Den Stundeslöse“ og „Erasmus Montanus" ,En meðan Holíberg vann af sínu mikla kappi við það skrifa leikrit hallaði stöðugt undan fæti fjárhags- lega hjá leikhúsinu og svo fór að lokum að það varð gjaldþrota. Kvöldið sem sið asta sýning fór fram þar skrif aði Holberg ,að það væri „jarðarför danskrar skemmti- leikritagerðar". Það, að loka varð leikhús- inu, fékk mikið á Holberg og hann hætti að skrifa leikrit. Heilsu hans hrakaði á nýjan leik og meðan hann var að ná sér, dvaldi hann í Hollandi. Snéri síðan aftur til Kaup- mannahafnar þar sem hann vann að ritverkum sínum, að allega ritgerðum um margvís leg efni, í kyrrþey. Hann and aðist í Kaupmannahöfn 28. janúar 1754, og var jarðsettur í Sorö. var eðlilegur í framgöngu og bætti upp með hressilegu fasi það, sem á vantaði valdsmanns- braginn. Leikur hans í 4. þætti, atriðinu með Guðnýju einni, er hann gerðist smám saman drukk inn, var með mestu prýði. Gyða Thorsteinsson og Bergsveinn Auðunsson hafa ákjósanlegt út- lit í hlutverk Guðnýjar og Ey- steins og skiluðu þeim oft að ýmsu leyti vel. Hið sama er að segja um Jón Braga Bjarnason, sem lék Magnús biskupsfóstra, en hann hafði það fram yfir hin tvö að tala texta sinn eðlilega eins og frá eigin brjósti. Loftur Ásmundsson lék Ing- ólf, bónda á Selfossi, af tals- verðum myndugleik, en Árni Kárasyni varð minna úr hlut- verki Torfa í Klofa. Konu hins síðarnefnda lék Brynhildur Ingjaldsdóttir látlaust og þokka- lega. Gestux Gíslason, sem lék Kotstrandarkvikindið, og Sveinn Halldórsson lituðu hóp bænda með skemmtilegum tökum sín- um og sérkennilegum talanda. Leikmynd Hallgríms Helga- sonar er haganlega gerð og fall- eg á að líta, en stíllinn er dálítið vafasamur, þar sem farinn er nokkurs konar meðalvegur milli stílfærslu og natúralisma. Það er og mjög misráðið af leik- stjóranum að láta leikmynda- skipti fara fram fyrir opnum tjöldum, a.m.k. þegar þau taka slíkan óratíma sem á frumsýn- ingunni, enda þjónar það eng- um tilgangi í þessu leikriti. Skemmtilegt atvik kom fyrir á sýningunnL Á stóru tjaldi bak sviðs var sýnd litskuggamynd af Heklu eða Ingólfsfjali, eftir því sem við átti. En í 3. þætti, sem gerist á hlaðinu á Selfossi, varð ljósamönnunum á í mess- Úr 1. þætti. Bergsveinn Auðunsson (Eysteinn), Björn Einarsson (Lénharður) og Gyða Thorsteinsson (Guðný). unni, gleymdu að skipta á mynd um, svo að Hekla gnæfði yfir sviðinu. Birni hefur sennilega ekki orðið litið á tjaldið, er hann bom inn á sviðið, því að honum vannst ekki ráðrúm til að fella niður þá setningu í texta sinum, sem fjallar um útsýnið frá Selfossi. í stað þess benti hann á Heklu á tjaldinu, lét sér hvergi bregða og sagði: „Ingólfs- fjall er tígulegt“. Örnólfur Ámason. Ferming í Hafnarfirði Fermingarböm í Fríkirkjunni í Hafnarfirði sumardaginn fyrsta 20. apríl kl. 2 (Séra Bragi Bene- diktsson). STÚLKUR: Elsebeth Elma Elíasdóttir, Urðarstíg 10. Eygló Sævarsdóttir, Skúlaskeiði 34. Guðfinna Hermannsdóttir, Strandgötu 41. Guðný Þórunn Magnúsdóttir, Norðurbraut 17. Guðrún Maríanna Pétursdóttir, Þinghólsbrauit 16, Kópavogi. Margrét Ólafsdóttir, Móabarði 26. Pálína Margrét Jónsdóttir, Löngufit 24, Garðahreppi. Sigríður Jónsdóttir, Hringbraut 6 Sigurborg Þórunn Óskarsdóttir, Marargrund 1, Garðahreppi. DRENGIR: Björn Þorlákur Björgvinssoiv Garðavegi 13B. Gunnar Einarsson, Köldukinn 25. Haraldur Hermannsson, Þórs- bergi, Garðahreppi. Jakob Jónatan Möller Suður- götu 10. Óskar Þorgeir Hafnfjörð Þóris- son, Lækjargötu 26. Steinar Bragi Norðfjörð Þorkel»» son, Móabarði 18. Steinar Ingvar Guðmundssoib Fögrukinn 17. Þórður Brynjólfsson, Álfaskeiði 53. Þórður Rúneir Magnússon, Hraurihvammi 4. Yfirlýsing frá Meistara- samb. byggingarntanna YFIRLÝSING Meistarasam- bands byggingamanna, sem birtist í blaðinu sl. laugardag, hefur orðið tilefni til nokkurra athugasemda í leiðara blaðsins sunnudaginn 16. þ.m. Leiðara- höfundur telur, að nokkurs mis skilnings gæti í yfirlýsingunni, þegar fjallað er um úthlutun lóða undir fjölbýlishús í Árbæj arhverfi sumarið 1965 og birtir síðan aðrar tölur máli sínu til stuðnings. Þær tölur, sem birt- ust með yfirlýsingu Meistara- sambandsins, eru byggðar á skrá yfir lóðarhafa að fjölbýlis- húsum í Árbæjarhverfi, sem skrifstofa borgarverkfræðings- ins í Reykjavík lét Meistarasam bandinu í té nýlega. Sá mismun- ur, sem fram kemur, stafar sennilega af því, að Mbl virð- ist telja ýmis fyrirtæki ,sem stofnuð hafa verið til þess að reisa hús og selja íbúðirnar, meðal fyrirtækja byggingameist ara, enda þótt enginn slíkur sé meðal eigenda eða forráða- manna þeirra. Meistarasamband ið vill að sjálfsögðu ekki kann- ast við, að slík félög teljist til fyrirtækja byggingameistara. Hitt skal fúslega leiðrétt, að því fer fjarri að það sé skoðun Meistarasambandsins, að allir þeir einstaklingar, sem íbúðir fengu í Árbæjarhverfi, hafi ein göngu fengið þær til þess að selja. Þau mistök urðu við vél- ritun greinarinnar, að setning- in brenglaðist, þannig að of sterkt var að orði kveðið, en það var alls ekki ætlunin að hafa þannig fjölmarga einstakl- inga fyrir rangri sök. Meistarasambandið tekur und ir þau orð Mb!.. að bygginga- kostnaður verður ekki lækkað- ur almennt, ncir.a „hér rísi upp stór, öflug og fjársterk bygg- ingafélög, sem bafi yfir að ráða aliri nútímatækni í bygging:-r- iðnaði og byggi í einu íbúðir svo hundruðum skipti.** En bygg- ingamenn telja, að sú st 4na, sem ríkt hefur við lóðtaúthlut- un hér í Reykjavik að undan- förnu, sé alls ekki til þess fall- in að stuðla að myndun sturra og öflugra byggingafélaga. Á meðan þannig er að fyrirtækj- um í byggingariðnaðinum búið, að þau eru stöðugri óvissu háð um áframhald byggingafram- kvæmda frá ári til árs og um- fang þeirra í framtíðinni, eru litlar líkur til þess að þau inn- leiði þá nýju tækni, sem allir virðast þó sammála um, að koma þurfi. Byggingarmenn halda því hins vegar fram, að ef fyrir- tækjum þeirra yrði sköpuð sam bærileg aðstaða varðandi fjár- magnsútvegun og aðra fyrir- greiðslu af hálfu hins opinbera og „Framkvæmdanefnd byggíng aráætlunarinnar" hefur notið, mundu þeir ekki síður og senni lega miklu fremur geta fram- leitt ódýrar og hagkvæmar íbúð ir. Það orkar mjög tvímælis, að aðili, sem fær allan kostnað greiddan eftir reikningi, tekur enga áhættu og hefur ekkert að vinna á útsjónarsemi, dugnaði og hagsýni, geti byggt á hag- kvæmari hátt en einkafyrirtæki, sem vecða að lúta lögmálum frjálsrar samkeppni og haga rekstri smum í samræmi við það. Meistarasamband bygginga manna teiur þær upplýsngar um byggingirkostnað, sem fram Lafa komð hjá Byggingaíé.agi veikamanna og sjómannr, svo athyglisveiðsr, að full ás: >ða sá til þess að Rannsókni’-stofnon : yygnganðm ðt rins fái aðgang að réikningum byggingarinnar og kanni aí hverju fé’agið gai byggt svo ódýrt sem talið er. Ef það reynist rétt, að bygging- arkostnaðurinn hafi verið svo lágur, sem fram er haldtð, er vssulega engin ástæða til þess að legið sé á þeim staðreyndum, sem stuðluðu að hinum lága byggingarkostnaði, en öllum þeim fjölmörgu aðilum, sem standa í byggingaframkvæmd- um á hverjum tíma, verði veitt- ur aðgangur að þessum þýðing- armklu upplýsingum. Á það skal bent, að nokkfir byggingameistarar í Reykjavík hafa látð Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins í té kostn aðarreikning fyrir fjölbýlishús vegna rannsóknar þeirrar á byggingarkostnaði, sem stofnun in vinnur að um þessar mund- ir. Það er m.a. hlutverk þeirr- ar stofnunar að vinna að lækk- un byggingakostnaðar og bygg ingameistarar hafa sýnt í verki, að þeir eru íúsir til samstarfs vð hana uro i.i-usn þessa þýð- ingarmikla máls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.