Morgunblaðið - 19.04.1967, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.04.1967, Qupperneq 32
Pierpont-úr Hermann Jónsson úrsmiður II Lækjargötu 2. Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1967 Heitt vatn úi borholu á Akranesi AKRANESI 17. apríl: — Að undanförnu hafa staðið yfir jarðboranir hér á Akranesi og hafa þær gengið mjög vel og betur en vonazt var eftir í upphafi. Er hitinn var mæld- ur í borholunni sl. mánudag reyndist hann vera 74 stig á 550 metra dýpi. Eftir því sem leið á síðustu viku, jókst hit- inn enn með auknu dýpi og var mönnum ljóst, að heita- vatnsæð myndi vera í ná- grenni borhoíunnar. Þá gerðist það í gær, að heitavatnsæð opnaðist skyndi- lega á 850 metra dýpi og streymdi heitt vatn upp úr holunni. Eru menn nú mjög vongóðir um árangur af þess- um borunum, en ekki er hægt að segja nákvæmlega um hita- veitumöguleika fyrr en kann- að hefur verið, hver er þrýst- ingur, hiti og magn þess vatns, sem þarna kemur upp. — hjþ. Fjárveitinganefnd um tillögur Þjóðhátíða rnefndar 1974: Leggur áherzlu á byggingu nýs þinghúss í tilefni hátíðarinnar en andvíg byggingu þjóðarhúss í GÆR var lagt fram á Al- þingi nefndarálit fjárveit- inganefndar um tillögur þjóð hátíðarnefndar 1974 vegna ellefu hundruð ára afmælis byggðar á íslandi ásamt breytingartillögu frá nefnd- inni. í nefndarálitinu kemur fram, að fjárveitinganefnd er ekki hlynnt hugmyndinni tun þjóðarhús á Þingvöllum, en telur hins vegar nauðsyn- legt að bæta þar aðstöðu til gistingar og fyrirgreiðslu við ferðafólk. Hins vegar tekur fjárveitinganefnd sérstaklega undir þá ábendingu þjóðhá- tíðarnefndar að stefnt verði að því að koma upp nýju Al- þingishúsi í tilefni landnáms- hátíðarinnar, eins og það er orðað I nefndarálitinu, og væntir þess að greinargerð verði lögð fram á næsta þingi um það mál af hálfu þeirrar nefndar, sem falið hefur ver- ið að gera tillögu um fram- tíðarhúsnæði Alþingis. Nefndin lýsir sig hlynnta tillögu um byggingu eftirlík- ingar á sögualdarbæ og jafn- framt hugmyndum um bóka- útgáfu í tilefni hátíðarinnar, en telur of viðamikið að ráð- ast í 58 binda útgáfu. Hér fer á eftir í heild nefnd arálit fjárveitinganefndar mn málið, svo og breytingartillag an: Framhald á bls. 19 Æðisgenginn bardagi við drukkinn mann DRUKKINN maður ruddist inn í lögreglustöðina á Akranesi í fyrrakvöld og réðist á lögreglu- þjón, sem var þar einn á vakt. Upphófust æðisgengin slagsmál og var allt brotið og bramlað og blóði drifið þegar félagar lög- regluþjónsins komu á vettvang. Maður þessi hefur áður átt í kasti við lögin, en ekki fyrir líkamsárás. Eins og gefur að skilja átti hann ekkert erindi inn í lögreglu- stöðina nema hann hafi komið gagngert til þess að veitast að lögreglunni. Var hann gersam- lega óður í slagsmálunum og lög- regluþjónninn varð að grípa til kylfunnar til að yfirbuga hann. Innrásarmaðurinn var fluttur til læknis eftir að lögregluþjónninn hafði yfirbugað hann og þurfti að sauma sár hans saman á höfð- inu. Lögregluþjónninn var blár og marinn en ekki alvarlega meiddur. Yfirleitt eru þrír lög- regluþjónar á kvöldvakt á Akra- nesi, en tveir þeirra voru úti við þegar þetta skeði. Júpiter siglir inn í Reykjavíkurhöfn í gær með fullfermi af karfa af Nýfundnalandsmiðum. (Ljósm. Mbl. Ol.K.M.) Júpifer kom með full- fermi af karfa í gœr BOTNVÖRPUNGURINN Júpi- ter kom í gær til Reykjavíkur úr 19 daga veiðiför á Nýfundna- landsmiðum. Var hann með full- fermi af karfa, eða um 340 tonn. Skipstjóri á Júpiter er Markús Guðmundsson, og átti Mbl. stutt samtal við hann í gær. Markús kvað Júpiter hafa ver- ið eina isl. togarann á þessum þau alltaf treg, en kvað þau samt betri nú en á sama tíma í fyr.-a. Markús Guðmundsson skipstjóri á Júpiter. slóðum, allan þann tíma sem hann var þarna við veiðar. Tals- vert magn væri af karfa á viss- um svæðum á Nýfundnalanis- miðum, en oft og tíðum erfitt að komast að honum vegna íss, sem væri til mikilla trafala. Kvaðst Markús hafa þurft að sigla um 150 mílur suður af Ritubanka, þar sem íslenzku togararnir halda sig mikið, til að komast út úr ísnum. Um ásigkomulag karfans, sagði Markús, að hann yrði að teljast allsæmilegur að gæðum, en væri orðinn talsvert gotinn. Markús kvaðst ekki geta sagt um það að svo stöddu, hvort Júpiter færi strax aftur á Ný- fundnalar.dsmið. Togarinn hefði orðið fyrir vélarbilun á leiðinni heim, sem fyrst yrði að lagfæra, og óvíst hvað það tæki langan tíma. Júpiter kom einnig inn með fullfermi í síðustu ferð sinni, en aflinn þá var fenginn á heima- miðum. Við spurðum Markús um aflabrögðin, það sem af er þessu ári, og svaraði hann því svo að togaraskipstjórum þætti Júpiter hefur farið þrjár sölu- ferðir á þessu ári, tvær til Bret- lands og eina til Þýzkalands — og fékk togarinn sæmilegar söl- ur, að sögn Markúsar. .Úldin og lyktar illa' segir Bergens Tidende um íslenzka krydd- og saltsíld NORSKA fréttastofan NTB um tunnunum var hún sendi ' gær út svofellda frétt klesst saman í einn stóran um íslenzka síld sem seld hef- klump Kaupendurnir voru ur verið til hinna Norður- sammála um að síldin hefði landanna: ekki verið rétt meðhöndluð Björgvin 17. apríl. eftir að hún var komin í tunn Mikiil hluti salt- og krydd- urnar. Nokkur hluti af miklu síldarinnar frá árinu 1966 magni Íslandssíldarinnar sem sem norrænir síldarkaupmenn norskar niðursuðuverksmiðj- fengu frá fslandi er lélegur. ur keyptu er algerlega ónot- Dagblaðið „Bergens Tidende" hæfur og afgangurinn er lé- segir að við gæðamat hafi legur. Verksmiðjurnar hafa komið í ljós að mikill hluti krafizt skaðabóta af seljeud- síldarinnar hafi verið úldinn unum og neitað að taka við og vond lykt af henni. f sum- ókomnum sendingum. Félagsmálaráðun. úrskurðar fjárhagsáœt lun Hafnartj. ógilda: Bæjarstjðrn Hafnarfjarðar mótmælir úrskurðinum — Bœjarfulltrúar Alþýðuflokks og kommúnisfar kröfðust ógildingar en greiddu atkvœði gegn nýrri atgreiðslu FÉLAGMÁLARÁÐUNEYT- IÐ hefur úrskurðað fjárhags- áætlun Hafnarfjarðarkaup- staðar fyrir árið 1967 ógilda á þeirri forsendu að vanrækt hafi verið að láta fara fram lögboðna atkvæðagreiðslu um hverja einstaka grein fjárhagsáætlunarinnar. Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær var þess um úrskurði mótmælt sem röngum og segir í samþykkt bæjarstjórnarinnar um þetta efni, að fylgt hafi verið í einu og öllu ákvæðum laga um Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.