Morgunblaðið - 25.05.1967, Page 3

Morgunblaðið - 25.05.1967, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, • FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1967. Fundir ó Noröurlondi eystrn á Ruufurhöfn, Húsovík og Grenivík FRAMBJÓÐHNDUR Sjálfstæðis- llokksins í Norðurlandskjördæmi eystra efna til almennra kjós- endafunda um „Framfaramál kjördæmisins og þjóðmál" sem !hér segir: — Á Húisavík í kvöld kl. 20,30. Ræðumenn: Magnús ‘Jónisson, fjármálaróðiherTa, Bjart Jónsson, bæjargjaldkeri og Sig- mar Guðmundsson, alþm., Lárus urður Jónsson bóndi, Sandfells- haga. — Gdjnivík föstudags- kvöld 26. maí kl. 20,30. Ræðu- menn: Jónais G. Rafnar, alþm., Magnús Jónsson, f jármlálaráð- herra og Gísli Jónsson, mennta- skólakennarL Á öllum fundunum verður svarað . fyrirspurnum að fram- söguræðum loknum. Haftastefna Eysteins í framkvœmd: Neitaði um leyfi fyrir 25 sænskum krónum — þótt sá sem sótti um það ynni fyrir margfalt hœrri upphœð í gjaldeyri ÞEIR eru orðnir margir íslendingar, sem orðið hafa fyrir barðinu á hafta- stefnu Framsoknarflokks- ins. Einn þeirra lýsti per- sónulegri reynslu sinni af haftastefnu Framsóknar- flokksins í viðtali við Mbl. í vötur. Skarphéðni Gísla- syni á Vagnsstöðum í Suð- ursveit fórust svo orð í fyrrnefndu viðtali: „Árið 1937 sótti ég um gjaldeyrisleyfi, 25 krónur sænskar til kaupa á storm- þéttum jakka og buxum, sem mér var nauðsyn að fá til að nota uppi á Vatna- jökli. Því í þrjú sumur mældi ég snjó og klaka- bráðnun jökulsins fyrir ís- lenzka jöklamenn og jarð- fræðistofnun í Stokkhólmi, viku- og hálfsmánaðar- lega eða þegar fært var frá vori til hausts. En mér var neitað um gjaldeyrisleyf- ið. Framsókn gat ekki veitt 25 kr. af mikilli fjár- málaforsjá. Það þurfti þó aðeins að taka þetta af um 150 krónum, sem ég fékk fyrir sumar hvert.“ Þannig var haftastefna Eysteins í fram/kvæmd. Sliík var persónuleg reynsla Skarphéðins á Vagnsstöðum af henni og fjölmargra manna ann- arra. í þessu tilviki vann Skarphéðinn sér þó inn mikliu hærri upphæð í sænskum krónum en hann sótti um leyfi fyrir. En allt kom fyrir ekki. Hafta- Eysteinn sat við sinn keip. Bókamarkaður um strjálbýlið Bókamarkaðurinn, s«m árlega eir þaldinn hér í Reykjavík, fer ekki fraan hjá neinumí sem á- huga Ihlefur á bókum. Og það hef ur sýnt sig á .síðustu ár<um, að þeir 'eiru margir hér í Reykja- vík og grennd, slem hafa kunn- »ð að meta þennán bókaimark- að. Mikill mannf jöldi hefur jafnan hópazt á bókamarka,ðinn og bækumar hafa gengið mjög vel út. Það hefur stundum verið rætt, að fleiri en Reykvikingar þyrftu að geta notið svipaðra hlunn- indas, en áhugamenn um bækur eru í flestum byggðum lands- ins. Nú hefur verið hafizt handa um að bæta úr þessu1 og í dag leggur upp bókamarkaður héð- an úr Reykjavík og fer vænt- anlega víða um strjálbýlið í sum ar. Fyrst verður haldið upp í Borgarfjörð og verður markað- urinn fyrst settur upp í Borg- airnesi á morgun. Þarna verða á boðstólum um sex til átta hundr að bókatitlar, og er þá aðeins talið það sem þeir sem að mark aðnum standa hafa meðferðis. En auk þess geta þedr útvegað allar fáanlegar bæfcur og hafa umíboð frá flestúm útgáfufyrir- tæikjum landsins. Þeir Guðmundiur Jakobsson og Jón R. Kjartansson, sem að þessum markaði standa, litu snöggvast inn á ritstjórn blaðs- ins í gær og skýrðú ofckur frá tillhögum markaðsins. Kváðust þeir einkum hafa meðferðis eldri bækur, þriggja ára og eldri, en þær eru yfirleitt horfn ar af almennum markaði. Marg- ar þessar bæfcur eru mjög ódýr- ar eða allt niður í tíu til þrjá- tiu krónur. Sögðu þeir, að meg- intilgangurin með bókamarkað- inum væri að gefa sem flestum sem víðast á landinu kost á að eignast þessair bækur fyrir þetta verð, en fólk í strjálbýl- inu ætti þesis ekki kost á ann- an veg en þennan. Eins og áður segir verður bókamankaðurinn opnaður í Borgarnesi á morgun, en til þess að geta bomizt sem víðast verður markaðurinn ekki lengi á hverjum stað. Þeir Guðmund- ur og Jón sögðu að lokum, að framtíð markaðsins yrði undir þvi feomin hvernig fólk tæki þessari viðleitni. Kviknor í kynditæki SL.ÖKKVILH>BE> og lögreglan í Kópavogi voru boðuð að Lyng brekku 14 í Kópavogi, sem er nýlegt steinhús, sl. þriðjudag klukkan 11 f.h. Kviknað hafði í kynditæki hússins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni, tókst slökkviliðinu fljótlega að slökkva eldinn, en skemmdir í kynditækinu munu hafa verið töluverðar. Nýtt skólahús á Vopnafirði i ár Camli barnaskóHnn kvaddur eftir 61 ár SKÓLASLIT voru 10. maí sl. í barna- og unglingaskólunum á Vopnafirði. Um sama leyti hófst vorskóli fyrir 7, 8 og 9 ára börn. Barnaprófi luku 10 nemendur, en unglingaprófi 11. Skólastjóri barna og unglinga skólanna á Vopnafirði, Ragnar Guðjónsson, tjáði Mbl., að næsta haust yrði kennsla hafin í nýju skólahúsi, sem verið hefur í smíðum síðan vorið 1963. Er það mjög falleg og rúmgóð bygging, að sögn skólastjóra og munu bæði barna- og unglingaskólinn verða þar til húsa. Nýja skóla- byggingin stendur skammt frá gömlu barnaskólabyggingunni, sem kennt hefur verið í í 61 ár. Er sú bygging í eigu hreppsins og er ekki enn ráðið til hvers hún verði notuð. Unglingaskól- inn hefur verið til húsa í Félags heimilinu og hefur því verið brýn þörf á nýrri skólabyggingu sm nú í haust verður ráðin bót á, eins og sagt er hér að framan. Framboðsfundir í Suðurlandskjördæmi Sameiginlegir fnamboðsfundir stjómmálatflokfcamna í Suður- laindskjördæmi verða sem hér seg ir: Rangárvalliasýslu: Hvolsvelli í kvöld kl. 21 og Hellu 26. maí kl. 21. Árnepsýslu: Flúðum 31. rniaí kl. 13.30 og Selfossi sama dag kl. 21. VTustmaunagyjum: 7. júni kl. 20.30. n STAKSTEINAR; Eini haftaflokkurinxb j á Vesturlöndum ^ Framsóknarflokkurinn er i sjálfu sér furðulegt fyrirbæri 2 íslenzkum stjórnmálum og £ , raunar ekki sinn líkan í flokka- kerfi skyldra þjóða. Stjórnmála flokkar hafa yfirleitt byggzt - upp á föstum grundvallarhug- myndum um það hversu skipa skuli málum þjóðanna. Þannig er grundvallaratriði í stefnu Sjálfstæðisflokksins, að einstak’l ingarnir skuli hafa sem mest svigrúm og frjálsræði til athafna og til að ráða eigin gerðum, en afskipti ríkisins skuli vera sem allra minnst. Sósíalískir flokkar byggja á þveröfugri grundvall- arstefnu. í þeirra augum á rik- isforsjáin að vera sem mest. Framsóknarflokkurinn hefur jafnan miðað allt sitt starf viS það eitt að tryggja ákveðnu rekstursformi sérréttindi fram yfir önnur. En þótt tilvera Fram sóknarflokksins sé þannig furðu " legt fyrirbæri í sjálfu sér er þaS þó enn undarlegra, að hanU skuli einn stjórnmálaflokka á Vesturlöndum prédika nú á sjö- unda tug tuttugustu aldarinna* þá hafta- og skömmtunarstefnu, sem átti verulegu fylgi að fagna bæði á árunum fyrir og eftie heimsstyrjöldina siðari, en all- ir stjórnmálaflokkar á Vestur- löndum, að undanskildum fá- mennum og áhrifalausum komnt únistaflokkum, hafa fyrir löngu varpað fyrir borð. Þetta er i rauninni kjarni þess máls sen* um er deilt. Horía til fortíðarinnar Á sama tíma og aðrir stjóm- málaflokkar líta til framtiðar- innar og bregðast við verkefnum og vandamálum nútímans meS * nýjum leiðum og nýrri stefnu* horfa Framsóknarmenn til for- tíðarinnar og tileinka sér eim hafta- og skömmtunarstefnuna, sem fyrir löngu hefur gengið sér til húðar. Auðvitað hafa aðrir ís- Ienzkir stjómmálaflokkar fyrr á árum átt þátt í framkvæmd hafta- og skömmtunar en það sem máli skiptir nú er að Við- reisnarstjórnin hefur aflétt höft um og skömmtun, tryggt frjáls- ræði í viðskiptum og athafnalífl og vörugnótt í stað vöruskorts. Framsóknarflokkurinn prédikar hins vegar enn þá stefnu sem einkenndist af biðröðum, svartai markaðsbraski og biðstofuseb* um. Framsóknarþingmaðurinn, seúi talaði á frægum fundi f ^ Stykkishólmi, sagði að Fran*- sókn „ætlaði að stjórna eins og alltaf áður“. Hvernig stjóraaSI Framsókn áður? Hvernig stjón*- aði hún 1956—1958? Hverai* stjórnaði hún á árunum fyrlr stríð? Menn þurfa aðeins að líta í eigin barm og minnast stjóm- arfars þessara ára og þá geta þeir sjálfir skýrt það svar, sen* Framsóknarþingmaðurinn gaf á Stykkishólmsfundinum. Það er nákvæmlega sama hvað Tíminn prentar oft upp ummæli og skrif annarra frá fyrri árum. Hami kemst engan veginn í kringum a þá óhagganlegu staðreynd, að viðreisnarstjórnin undir forusta Sjálfstæðisflokksins hefur aflétl höftunum og skömmtuninni á sania tíma sem Framsóknar- flokkurinn boðar úrræði og leiS ir fortiðarinnar til lausnar vandamálum og verkefnum framtiðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.