Morgunblaðið - 25.05.1967, Side 4

Morgunblaðið - 25.05.1967, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1967. BILALEIGAN - FERÐ- Da&gjald kr. 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDUM MAGIMÚSAR skipholti 21 s!mar21190 eftir lokun slmi 40381 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið i leigugjaldi. SffYi/ 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. YJ===*B/tAiritíJkM RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Fjaðrir. fjaðrablóð tiljóðkútar púströr o.fI varahlutir i margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180. MálOutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðmundar Péturssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Aðalstræti 6. III hæð. Símar 12002 - 13202 - 13602. Sveinbjörn Dagfinnsson. hrl. . og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11 — Sími 19406. Fiskibótoi Seljum og leigjum fiskibáta af öllum stærðum Talið við okkur um kaup og sölu fiski- báta. Skipasalan og skipaleigan, Vesturgötu 3. simi *3339. Skíðaskólmn í Kerhngafjöllum Sími 10470 mánud — föstud, kl. 4—6, laugard. kl. I—3. •jt Borgin í sólskini í>egar þetta er sterifað á þriðjudagsmorgni, virðist ekk- ert lát ætla að verða á sólskin- inu, en fullkalt og þurrt hefur verið fyrir flestra smekk. Fólk lætur þurrkaldann ekki aftra sér frá sólböðum, og sýn- ast margir ganga nokkuð langt í eftirsókn sinni eftir brúnleitu hörundi. Varað er við því vest- an hafs um þessar mundir að láta sólina baka húðina of mikið, því að alls konar kvillar og vesöld í fólki er nú rakið til sólbaða. Gaman er að ganga um borg- ina í góðu veðri, en prýðilegt gönguveður hefur verið að undanförnu. Furðufáir munu samt nota sér veðrið til „labbi- túra“. Hór áður fyrri var geng- ið vestur á Seltjarnarnes, út i Effersey, suður í Skerjafjörð og upp á Öskjuhlíð og jafnvel inn fyrir Elliðaár. Nú rúlla menn þetta í bílum, ef menn fara þá yfirleitt nokkuð út í frístundum sínum. Friðun borgarsvæða Gott var að lesa ræðu Gunnars Helgasonar og tillögu hans í borgarstjórn. Mér lízt vel á þá hugmynd að friða landið meðfram Skerjafirði og allt up á Öskjuhlíð. Fyrr hefði mátt fara að friða ýmis svæði, og þá fyrst og fremst Effersey, eða a.mk. hluta hennar. Segja má, að erfitt sé að vernda land, sem liggur að höfn eða öðru athafnasvæði, og þarna sé dýr- mætt land, sem verði að hag- nýta. Þetta gildir að vísu um þann hluta eyjarinnar, sem næstur er Grandanum, en Reýkjanes og norðurhluta hennar hefði vel mátt friða. Þá hefðu ýmis svæði á Seltjarnar- nesi verið vel til friðunar fall- in. I f okemmdarvargar og skaðræðisfuglar Margir reyna að prýða umhverfis hús sin eftir beztu getu, en alkunna er, að sum- um gengur illa að fá að vera í friði með garða sína. Velvak- anda finnst einhvern veginn, að tilfinningin fyrir því, að láta eigi garða og lóðir annarra í friði, — eða a. m. k. skemma ekki garðana, — hafi dofnað á siðari árum bæði meðal barna og fullorðinna. Er það harla einkennilegt, því að með ár- unum ætti borgarmenningin fremur að aukast að þessu leyti. Ekki er laust við, að stund- um heyrist sagt með hnussi og hnyssi, að þessi og þessi garð- ur sé svo fínn, af því að eig- endurnir séu srvo merkilegir með sig, að „blessuð börnin“ megi ekki einu sinni ganga um hann, hvað þá leika sér í hon- um. Það er auðvitað algert einkamál hvers og eins, hvort hann vill leyfa öðrum börnum en sínum eigin að leika sér 1 húsgarðinum. Fæstir garðar eru svo „fínir“, að ekki sé óhætt að hleypa börnum inn í hann, ef þau ganga prúðmann- lega um og skemma a. m. k. ekki hlutina viljandi. Allir hafa víst séð stálpaða krakka gera sér það „til skemmtunar“ að brjóta grein- ar af trjám, slíta upp blóm og tálga börk utan af trjám. Þeir, sem fyrir slíkri áreitni verða æ ofan í æ, neyðast til þess að grípa til gagnráðstafana, svo sem með því að girða rækilega umhverfis garðholuna sína, en slíkt þykir víst ekki nógu „al- þýðlegt“ og „lýðræðislegt" á okkar dögum. Hér hafa menn jafnvel beitt sér fyrir því, að girðingar séu rifnar og veggj- um steypt í heilum hverfum, af því að það sé miklu falllegra og „eðlilegra", að garðarnir renni út í eitt, og allir krakkar geti haft frjálsan aðgang húsa og garða á milli. Ekki er gott fyrir einn eða tvo að standa gegn niðurrifi girðinga, þegar anti-girðingarfólk kemst í meirihluta og hugaræsing í heilu hverfi. Þetta getur svo sem verið gott og blessað, ef umgengnin er góð, en við verðum að viðurkenna, að enn er því miður langt í land að hún nái því stigi, að hægt sé að leggja allar girðingar niður. Krakkaskrlll í Vesturbænum Ljót var sagan í Morg- unblaðinu síðastliðinn þriðju- dag um krakkavargana, sem hafa baft það sér til ununar og yndisauka þessa fallegu vor- daga að skera börk utan af trjám í garði vestur á Unnar- stig. Það er eitthvert óeðli í svona börnum (eða hálfstálp- uðum unglingum?), sem for- eldrarnir eiga að taka sig sam- an um að uppræta. Hingað til hafa Vesturbæingar þótt kunna að ala börn sín vel up, og þar sem fólk í grenndinni hlýtur að vita, hverjir þarna voru á ferð, ætti það að láta foreldra barnanna vita, svo að þeir geti beint hugum barnanna að ein- hverju skemmtilegra viðfangs- efni. — Velvakanda er minnis- stætt, að fyrir nokkrum árum kom sams konar atvik fyrir niðri í Bæjarfógetagarði, og víðar mun þessi skepnuskapur hafa verið iðkaður. •jf Hvað á maðurinn að gera? Maður, sem nefnir sig Borgara, skrifar Velvakanda: „Kæri Velvakandi! Ég er ekki vanur að skrifa þér, en nú er ég í nokkrum vanda. Ég bý í einbýlishúsi, og lóð- in mín liggur að barnaleik- velli (gæzluvelli), og er gæzl- an frá kl. 9 á morgnana til kl. 5 eftir hádegið og er það allt í góðu lagi. En strax þegar gæzlukonurnar eru farnar kL 5, þá kemur strákahópur á aldrinum 8—14 ára með fót- bolta og hamast þarna fram á kvöld, og þarna er vandamálið. Þegar boltinn fer yfir girðing- una, vaða þessir strákar yfir allt, rífa rimla úr girðingu þeirri, sem er um leikvöllinn og smjúga svo í gegn hVar sem er. Þeir vaða yfir trjárunna, blómabeð og hvað sem er. Nú vil ég spyrja: hvað get ég gert til að fá að vera í friði með minn garð? Mig langar til að hafa fallegan garð og með þvf leggja mitt til að fegra borg- ina, en það er gjörsamlega úti- lokað að leggja bæði vinnu og fé í slíkt, þegar það er jafn- óðum eyðilegt. Borgari“. Fyrst þ?ð er látið afskipta- laust að yfirvalda hálfu, að börn og unglingar leiki sér þar eftir kl. 17 á daginn, og fyrst ekki hefur tekizt að kenna börnunum mannasiði og al- mennar umgengnisvenjur, svo að skaði hlýzt af, þá er víst ekki um annað að ræða en yfirvöldin hafi þar gæzlumann fram á kvöld eða nótt (með ærnum tilkostnaði), sem annað hvort sæki knöttinn, þegar hann hrekkur yfir i næstu garða, eða sjái um, að hann sé sóttur á prúðmannlegian hátt, eða, segi ég, að yfirvöldin láti reisa háa netgirðingu milli leikvallarins og garðs bréfrit- ara, ef hann þá fellst á slíka lausn, því að slík girðing gæti bæði spillt fegurð og útsýni á staðnum. Ibúð við Tómasarhaga Höfum til sölu 3ja herbergja íbúð 100 ferm. á jarðhæð við Tómasarhaga. Skip og fasteignir Austurstræti 18 — Sími 21735. Eftir lokun 36329. IDitöci'Btíjcn í IStoMani FERÐAMANNALANDIÐ ÞYZKALAND býður yður vel- komin með glampandi sólskini, stórkostlegri náttúrufegurð og heillandi miðaldarborgum. Hafið Þýzkaland sem ákvörð- unarstað, þegar þér skipuleggið sumarfri yðar í ár - þess munið þér ekki iðrast. Þér getið búið á þægilegu »Gasthaus« eða einhverju hinna fjölmörgu ágætu hótela. Takið alla fjölskylduna með yður - þáð er alls ekki dýrt f FERÐA- MANNALANDINU ÞÝZKALANDI. Sendið mér (mér að kostnaðarlausu) bæklinga og upplýsingar um FERÐAMANNALANDIÐ ÞÝZKALAND 1967. Nafn:................................ Heimilisfang:............. Sendið seöilinn til Tysk Turist-Central, Vesterbrogade 6 D, * Kaupmannahöfn V.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.