Morgunblaðið - 25.05.1967, Page 17

Morgunblaðið - 25.05.1967, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1967. 17 Keflviska kórfólkið skömmu fyrir brottförina. Keflvíkingar úr söngför til írlands FYRIR rúmri vifcu lagði Karla- og kvennatoór Keflavíkur upp í aönigför tii írlands, landsins græna, sem oft er kallað svo. Söngför þessi var að nokkru teyiti farin á vegum „Lönd og leiðir“ og voru þátttakendur urn 160, þar aif kóimeðlimir 62 sam- tals. Flogið var með Loftleiðum til Dytflinar og gist þar fyrst í stað. Þá var haldið til Cork, þar sem fram för alþjóðlegt söngmót kariakóra og voru þar meðal annarra kórar frá Ítalíu, Amer- íbu, svo og fleiri löndum. Á öllum tónleikum kóranna voru húsin fullsetin og eftir for- •íðum blaðanna að dæma, þá var íslenzka kórnum mjög vel fagnað og talinn hafa yfirburði umfram aðra keppinauta. Að lokinni þessari söngkeppni i Oork, var haldið til Kiillarny, stórrar borgar sunnar á írlandi og þar háfður konsert, sem tókst með afbrigðum vei að sögn blaða frá þekn stað. Kórinn var á margvfelegan hátt 'heiðraður í söngför sinni, og sátu þeir boð borgarstjórna Ekki ástæða til lengri stöðvunar 1 FBAMHALDI af frétt um könnun á viðhorfum íslenzkra kennara, sem birtist í Mbl. sunnudaginn 2H. maí sl., vill menntamálaráðuneytið taka friam að ráðuneytið stöðvaði könnun Braga Jósepssonar vegna ummaela á forsíðu um það, að könnunin væri gerð í samvinnu við menntamálaráðu- neytið. Þegar þessi röngu um- mæli höfðu verið leiðrétt með bréfi frá fræðslumálastjóra, taldi ráðuneytið ekki ástæðu til að halda stöðvuninni lengur og lauk þar með afskiptum ráðu- neytisins af málinu. (Frá menntamálaráðuneytinu) í þeim bæjum sem komið var til. Að sögn þátttakenda er gest- risni mikil á frlandi — landið fallegt og eftirsóiknarvert að sjá og kynnast. Veður var eins og hér og þar frekar óhagstætt — rigning og súld en enginn lét það á sig fá og allir bomu þeir aftur glaðir og þakklátir fyrir góða ferð. Söngstjóri kórsins, Þórir Bald- ursson, lætur mjög vel yfir öll- um móttökum á írlandi og sér- lega yfir góðri samstöðu þessa fjölmenna hóps, sem í söngförina fór. — hsj. — 71 vopnahlésbrot Saigon og Washington 24. mai AP-NTB BAiNDARÍSKAR sprengjuflug- vélar hófu í dag árásir á skot- mörk í N- og S-Vietnam, að loknu 24. klst. vopnahléi í land- inu, í tilefni af fæðingarafmæli Búddha. Bandaríska herstjórnin í Saigon skýrði frá því að vopna hléið hefði verið rofið í 71 skipti og þar af hefði verið um 32 alvarleg brot. Alls féllu 12 Bandáríkjamenn í átökum þess- um og 57 særðust, en 51 skæru- liði var felldur. Meðal árásanna, sem sprengjuflugvélarnar gerðu var ein á skæruliðabækistöð í aðeins 19 km. fjarlægð frá Sai- gon. Engin átök voru við hlut- lausa beltið í dag. Páll páfi skoraði í dag á Bandaríkjamenn að hætta loft- árásum á N-Vietnam. Páfi sagði að ekki væri nægilegt að draga út hernaðaraðgerðum, það yrði að komast fyrir orsakir atburð- anna, sem gæfu stríðinu hið sorglega og deyðandi afl. Nefndi páfi þar m.a. loftárásir Banda- ríkjamanna, vopnaflutninga til S-Vietnam og hryðjuverkastarf- semi. Þó að páfi hafi oft áður hvatt til friðar í Vietnam', hefur hann aldrei kveðið jafn fast að orði og nú. Brezkir ofbeldi sendimenn sœta í Shanghai Allt með kyrrum kjörum í Hong Kong Áframhaldandi mótmœlaaðgerðir í Peking Peking, Hong Kong, London og vtíðar, 24. maá. (AP-NTB) UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ brezka skýrði frá því í dag að tveir sendiimenn brezkir á förum frá Shanghai hefðu sæfct oflbeldd á flugvelli borg- arinnar við brottförina, bar- smiíð, sparki og annarri illri meðferð og það þóflt kín- versk yfirvöld hefðu áður ábyrgzt að þeim yrði ekki mein gert er þeir hyrfu brott. Er brezka stjórnin sögð títa mjög alvarlegum augurn á atburð þennan. Sendimennirnir tveir eru Pet- er Hewitt og Raymond William Whitney. Hewitt hafði áður ver- ið vísað brott úr Shanghai að fyrirmælum kínverska utanrík- isráðuneytisins vegna atburðanna í Hong Kong undanfarið en í Shanghagi hafði hann stjórnað sendifulltrúaskrifstofu Breta og átti Whitney nú að taka við af honum. Fjölskylda Hewitts, kona hans og þrjár dætur fóru með honum burt frá Sfhanghai en var lítt sem ekkert til miska gert. í Peking gengur enn á mót- mælaaðgerðum gegn Bretum. Safnast fólk saman úti fyrir dyr- um sendifulltrúa Breta þar í borg, gerir hróp að brezku stjórninni og öllu sem brezkt er og hótar öllu illu vegna „ögr- ana“ Breta við Kínverja í Hong Kong. Ytri-Mongolía sætir aðkasti Mótmælaaðgerðir voru einnig hafðar í frammi við sendiráð Ytri-Mongólíu, sem er skammt frá sendifulltrúaskrifstofunni brezku. Þar voru Rauðir varð- liðar og festu upp áróðursspjöld og gerðu hróp að yfirvöldum í Ulan Bator, þar sem nú eru oftlega átök með Kínverjum og Mongólum. Hefur hin opinbera fréttastofa „Nýja Kína“ í frétt- um sínum af ástandinu í Ytri- LILJA HELGADOTTIR Móngólíu sagt að þar ráði „end- urskoðunarsinnar“ lögum og lofum en svo háðulegt heiti hefur Kínastjórn til þessa að- eins valið leiðtogum Sovétríkj- anna og öðrum kommúnistaríkj- um andsnúnum Kína. Kyrrð komin á í Hong Kong. Allt er nú með kyrrum kjör- um í Hong Kong í fyrsta skipti eftir tíu daga óeirðir, en ástand- ið þó talið ískyggilegt enn. Yfir- völd í nýlendunni hafa gert ýmsar varúðarráðstafanir og fengið heimild tii nauðsynlegra áðgerða til að hemja uppþot og óeirðir áður en í óefni sé komið. Verksmiðjur hafa aftur hafið vinnu og yfirleitt hefur verkafólk þar mætt að venju þótt sums staðar hafi verið nokkur van- höld á. Kinverjar í Hong Kong hafa mjög sótt heim sendiráð annarra Asíuríkja að sækja um vegaíbréfsáritanir og það svo að sumum þykir nóg um. Það er þó hald manna að flestir muni umsækjendur ekki hyggja á brottför að sinni heldur sé til- gangur þeirra sá einn að tryggja sér möguleika til brottfarar ef ástandið versni í nýlendunni. BRIDGE Á MORGUN hefst Heimsmeist arakeppnin í bridge, sem að þessu sinni fer fram í Miami Beach í Bandaríkjunum. Keppn in fer fram í Hotel Americana og hefur undirbúningur staðið i langan tíma því reiknað er með fjölda áhorfenda. Að þessu sinni keppa 5 sveitir um Heimsmeistaratitilinn, en þær eru: ítalia (núverandi heims meistari), Frakkland (Evrópu- meistari), Thailand (Sigurvegari í Asiu-keppni), Venexuela (sig urvegari í S-Ameríkukeppni) og N-Ameríka. Áður hefur verið skýrt frá hvernig sveitirnar verða skip- aðar, og öllum til mikillar á- nægju munu allir ítölsku heims- meistararnir mæta til keppni. Hinn kunni fyrirliði þeirra, C. A. Perrouk mun þó ekki stjórna sveitinni að þessu sinni, en i hans stað kemur Guido Barbone. Almennt er talið, að ítalska sveitin sigri enn einu sinni, en þó eru nokkrir þeirrar skoðunar að sveit N-Ameríku kunni að blanda sér í keppnina um titilinn að þessu sinni. Keppninni hefur verið breytt nokkuð frá því sem hefur verið á undanförnum árum. Nú munu allar sveitirnar heyja undan- keppni, sem er þannig að hver sveit mun spila þrjá 31ja spila leiki við hverja af hinum sveit unum. Að undankeppni þessari lókið munu 2 efstu sveitirnar heyja einvígi um Heimsmeistara titilinn og verða þá spiluð 128 spil. Breyting þessi er einkum gerð til að fá langan og skemmti legan leik milli tveggja beztu sveitanna þar sem spilararnir geta einibeitt sér að þessum eina leik, án þess að þurfa að vera að hugsa um aðra leiki á meðan. Keppni þessi er sú 15. í röð- inni en fyrsta keppnin fór fram árið 1950. Sjómannadagsráð efnir til hófs í Súlnasal Hótel Sögu á sjómanna- daginn sunnudaginn 28. maí n.k. kl. 19.30. Nánari upplýsingar og miðapantanir í aðalumboði Happdrættis DAS Vesturveri, sími 17757. STJÓRNIN. F. 27. okt. 1907. D. 28. apríl 1967. Kveðja frá ömmubörnum. Er vorið blær og fagrar grundir gróa og geislar himins leika um hæð og mó, er syngur „dírrin dí“ í lofti lóa og ljóssins englar dansa um strönd og sjó. Við komum elsku amma, til að kveðja mcð ástarþökk og bænarljóð á vör. Þin æðsta sæla var að gefa og gleðja, og góðir englar voru í þinni för. Við munum ávallt muna þínar bænir og mildu brosin, hjartans amma mín, og hvað sem okkur kaldur heimur rænir þá kært við geymum minjagullin þín. Hve oft við sátum alein út við glugga, ef áttum við þess von að kæmir þú. Með þér í för við eygðum engan skugga, þú ávallt veittir gleði, von og trú. Þótt dagar komi og æviárin líði, mun aldrei fenna þín í gengin spor. Og bros þín veita blessun lífs í stríði og breita vetrarnótt í sól og vor. Þótt aldrei framar ómi röddin kæra og aldrei heýrist fótatakið þitt. Frá draumsins löndum líður ljóðið skæra, er ljóssins börn þér flytja lagið sitt. ó, hjartans amma, öll þín heitt við söknum, því engin var eins góð á okkar braut. Á angursnótt og vonamorgni, er vöknum, þá vakir andi þinn í gleði og þraut. Og „gleym mér ei“ að þínu lága leiði við leggjum hljótt og brosum gegnum tár. Sem maisól, er brosir blítt í heiði þú blessar okkar stundir, daga og ár. á. n. Orðsending frá Sjómannadagsráði Sjómenn sem taka ætla þátt í stakkasundi og björgunarsundi sem fram fer í nýju sundlaugunum í Laugardal á sjómannadaginn, eru beðnir að til— kynna þátttöku sína strax til skrisftofu samtak- anna Hrafnistu Reykjavík. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.