Morgunblaðið - 04.06.1967, Page 3

Morgunblaðið - 04.06.1967, Page 3
JVHJrtUUINBL,At)lt), ÖUJNJNUUAtiUH 4. JUJNI ÍWJ. 3 Sr. Jón Auðuns dómpróf.: Yfirburðir - og Á SUNNUDAG var talaði einn aí víðkunnustu vísindamönnum okkar tíma í trúarbragðafræðum og samanburði trúarbragða við big um stöðu kristindómsins meðal heimstrúarbragðanna, og hann kynnti þér þá sannfæringu sína, að sérstaða kriistindómsins væri ekki sú, sem haldið hefir vecrið fram og fjöldi túlkenda kristindómsins hefði af van- þekkingu haidið fram. öll trúar- brögð væru í innsta grunni af einni rót. En þessi víðkunni vísindamað- «r, sem nú er fyrir fáum vikum iátinn, var af sánum djúpsetta iærdómi jafnsannfærður um yf- firtburði kristindómsins. Um þá tfarast honum srvo orð: „Hlutlaus saman'burður við austrænu trúarbrögðin hefir þeg ar leitt í ljós, að kristindómur- inn stendur ekki aðeins jafn- tfætis þeim, heldur býr yfir tví- mælalausum yfirburðum á ýmsa lund. Hin sogulega orsök þessanar fyllingar kristindómsins er sú, að í honum renna eftir farvegi fjölmargir straumar þess trúar- lífs, sem til hefir orðið á jörðu: Spámannleg trú Gyðinga, hug- myndir Forn-Persa um heimsslit og annað iíf, hin hellenska-aust- ræna launhelgatrú, hin gríska heimspeki, dulúð, mysti-k. Af öll- um þessum meginlindum and- legs lífs hefir kristindómurinn ausið. Ekki í hinum einstöku myndum kirkjudeildanna, held- ur í heildarmynd sinni og alls- herjartjáningu nær kristindóm- urinn yfir bókstaflega allt og felur í sér bókstaflega allt hið verðmætasta, sem með kynslóð- unum hefir á göngu þeirra fæðzt: lotninguna fyrir samræmi al- heimsins og hinu guðlega siða- lögmáli, sem Konfúsíus hinn kdnverski stóð höggdofa and- spænis; lotningaróttann andspæn iis hinum ólýsanlega guðlega leyndaidómi, sem samlandi hans, Laotse, var þrunginn af, leynd- ardóm einingarinnar við Guð, sem sjáendur Uphanisadbókanna indversku boðuðu, dáðina sem Búddha drýgði og lærisveinar hans, er þeir yfirgáfu heimili og allt til að finna sál sinni frið, íhugunar- og hugskoðunarlíf indversku yogaiðkendanna: hina brennandi guðsást Bhaktiguð- rækninnar indversku, fúsleika bhodisattvans í mahayana'búddih- dómi til að taka á sig þjáningar allra manna — ekkert minna en þetta allt úr öllum þessum ólíku áttum komið, hefir fundið heim- ikynni í kristindóminum. Þessvegna er það út í biáinn ifyrir bristinn mann, að leita nokkurs þess í öðrum trúar- Ibrögðum, sem hann gæti ekki Ifúndið í sinni eigin trú. En kirkjudeildirnar halda hver hver Um sdg fram sinum brotum heild arinnar, svo að hin geysilega Víðfeðma heildarmynd kristn- innar gleymist mörgum. Það sem laðar marga nútáðar- tnenn að Laotse, Uphanisadibók- unum, Bhagavadgita, Búddha- dómi og hinni íslenzku súfi- stefnu, finnum við allt í hinni klassísku, kristilegu mystík. Samt hefir allur þorri krist- inna manna mikið af ýmsum öðrum trúarbrögðum að iæra. (Framax öllu öðru þá kenningu, að allsstaðar hafi Guð veitt mönnum opinberun um sig. Sú kenning hefir fætt af sér það mikla umburðarlyndi gagn- vart öðrum tirúarbrögðum, sem (ljósast verður fyrir okkur í tBúddhadómi, Hindúisma og súf- ista'stefnunni í islam. Naumast mun til fegurri lík- inigarmynd af allsstaðar starf- andi opinberum Guðs í heimin- um, á öillium öldum, í öllum lönd úm, en þessi líking Mahayana- toúddhistanna: „Eins og glitrandi ■skin mánans endurspeglast á öll- um vötnum, óhreinum regnpold- um, kristallstærum fjallavötnum og hinu endalausa úthafi, þannig, hefir „hjarta hinnar miklu misk- unnsemi" opinberað sig í öllum trúanbrögðum, hinum lægstu og hinum æðstu“. Staða kristindómsins meðal heimstrúarbragðanna markast engan veginn af yfírburffui hans einum. Og ennþá langt uag síður af þvá, að hann einn allra trúarbragða hafi algeran sanop leik að flytja. KristindómurinaÉI getur ekká verið kennari þeirro eingöngu. Hann hefir ýmislegC af þeim að læxa“. J Það sem ég hefi kosið að MM hinn nýlátna, mikálhæfa visindo- taann og rithöfund í trúarbragtt* sögu segja við þig, góði lesandl á þessum tveim su nnudagsgrein- um, tek ég úr "fyrirlestri, sena hann flutti fyrir nokkrum árum hér í háskólanum. Hjá mér er» ónn nokkur edntök aí þessuim fyrirlestrum í islenzkri þýðingu, ■sem ég vil ftíslega gefa þeim, sem þe®s kynnu að óska. f öðrum þætti sáðustu greinar urðu mistök í prentun. Þar áttt að standa þetta: „TH að átta sig á stöðu kristin- dómsins meðal heimstrúarbragð- anna, er höfuðnauðsyn fullkom- innar rannsóknar á öllum trúar- heimi kristninnar, og rannsókn- ar, sem gersamlega er óháð trú- fræðilegum kennisetningum. — Slík rannsókn leiðir þýðingar- mikil atriði í ljós“. - MAGNÚS JÓNS. Framhald af bls. 1. Btjórnmálamanns að geta unnið sitt starf þanndg að komast hjá pensónulegri óvild.“ „Hvaða framfaramál kjör- dæmisins mundir þú telja veiga- mest þeirra er framundan eru? „Mér finnst ánægjulegt, að á undanförnum árum hafá marg- vísáegar umbætur orðið á kjör- um fólks og aðstöðu hér í kjör- dæminu. Ég tel það meginvið- fangsefnið að tryggja sem bezt þá eflingu atvinnuvega og þá menningarlegu og félagslegu að- stöðu, að lífskjörin verði að minnsta kosti ekki lakari en annans staðar á landinu. Allir, ®em hér dveljast og starfa, verða að hafa nauðsynlega aðstöðu og unga fólkið hvöt, til að vinna að eflingu heimabyggðar sinnar í stað þess að leita tii höfuð- borgarsvæðisins. Ég tel því nauðsynlegt að vinna kerfis- bundið að alhliða uppbyggingu á kjördæminu. Mikilvægasta skrefið að því marki nú er sú áætlun um eflingu byggðar á Norðurlandi, sem unnið er að og vérður lokið á þessu ári. Það væri allt of langt mál að fara að telja upp einstök verkefni í hinum ýmsu byggð- arlögum kjördæmisins, en ég tel stænsta viðfangsefnið hér nyrðra tU styrktar atvinnulífi að virkja Dettifoss svo fljótt, sem verða má, og hagnýta orku hans tiil stóriðju á einhverju því sviði, sem hagkvæmt verði talið þjóð- arheildinni. — Mér var það ljóst fyrir löngu, að nauðsynleg forsenda heillavænlegrar uppbyggingar í þjóðfélaginu væri að stuðla að því, að byggð gæti haldizt og etflzt með eðlUegum hætti á öll- um þeim stöðum á landinu, þar sem skilyrði væm til axðbærrar atvinnu. Fljótlega eftir að ég tók setu á Alþingi, beitti ég mér því, ásamt Sigurði Bjamasyni og fleiri þingmönnum Sjálfstæðis- floktosins, fyrir tiUögugerð um sikipulagðar aðgerðir ríkisvalds- ins í þessum tUgangi. Því mið- ur náðu þessar hugmyndir ekki fram að ganga fyrr en núver- aondi ríkisstjóm beitti sér fyrir löggjöfimni um Atvinnubótasjóð og síðar Atvinnujöfnunairsjóð og þeirri ákvörðun um byggðaáætl- anir, sem Vestfjarðaráætlun og Norðurlandsáætlun eru fyrstu þættimir í.“ „Hvemig fellur þér starf þitt sem fjármálaráðherra?" Ég hef gegnt embætti fjár- málaráðherra í tvö ár og vitan- lega hefur verið við mörg við- fangsefni að glíma á þeim tíma. Fynsta verkefnið var að jafna þann halla á eíkisbúskapnum, sem orðið hafði á árunum 1964 og 65. Meginviðfangsefnin, sem ég hefi viljað leggja mesta áherzlu á að öðru leyti eru að bagnýta nútíma vinnuaðferðir til >ess að koma við aukinni hag- kvæmni og’ spamaði í ríkisrekstr inum. Tel ég stórt spor stigið í þá átt með því að koma á fót við fjármálaráðuneytið sérstakri fjárlaga- og hagsýslustofnun, sem þegar hefur unnið ágætt starf og haffið athugun mairgra mikilvægra verkefna á þessu sviðö. Þá hef ég talið höfuðnauðsyn að reyna með öllum tiltækum ráðum að uppræta skattsvikin, sem verið hafa alviarleg þjóðar- meinsemd. Hin nýja skattarann- sóknardeild hefur skiilað mjög jákvæðum áonangri, en nauðsyn- legt er þó að skipuleggja skatta- éftirlitið enn betur, svo að auð- ið verði að tryggja réttlæti og heiðarleika á þessu sviði. Þá hafa tollsvik verið vax- andi vandamál með auknum samskiptum landa á milli og hef ég því lagt áherzlu á, að sikipuleggja og efla sem mest tollgæzluna og hafa í því sam- bandi verið settar fastair regl- ur um tollfrjálsan innflutning, en engor slíkar reglur voru tál áður. Bæði kerfi hinna beinu skatta og tollamálin er að öðxu leyti nú í heildarathugun. Einnig hefur verið unnið að þvi að bæta samskipti ríkisins og starfsmanna þess, svo sem með endurskoðun laganna um kjarasamninga opinberra starfs- manna og réttindi og skyldur þeirra. í því skyni að koma á betri skipan launamála hefur verið sett á fót sérstök launa- máladeild í fjármálaráðuneytinu, auk þess, sem unnið er að kerf- isbundnu starfsmati í sambandi við væntanlega nýja kjarasamn- inga við opinbera starfsmenn. Síðast og ekki sízt vil ég nefna það verkefni mitt sem fjármálaráðherra, að hafa yfir- umsjón með samningu fram- kvæmdaáætlunar ríkisinis, sem unnar eru á vegum Efnaihags- stofnunarinnar og Seðlabank- ans og lofes yfirstjórn Atvinnu- jöfnunarsjóðs og landshlutaáætl- ana, *n hvort tveggja þessar áætlanir tel ég óhjákvæmilegan þátt skynsamlegra vinnubragða við uppbyggingu þjóðfélagsins, enda er slífcum starfsaðferðum beitt í vaxandi mæli hjá ná- grannaþjóðum okkar. Hér er ekki um sósíalistiska áætlunar- gerð að ræða, heldur nauðsyn- lega aðferð tál þess að fá yfir- sýn yfir líklega þróun þjóðfé- lagsdns, helzt nokkur ár fram i tímann og hvaða framkvæmd- ir á sviði atvinnumála, félags- mála og menningarmála séu nauðsynlegiar á þessu árabili til þess að fullnægja meginþörfum þjóðarinnar. Er síðan leitazt við að beina nauðsynlegum hluta þjóðartekn- anna að þessum viðfangsefnum, og örva einkaframtakið til að- gerða á hinutn æskilegu sviðum með opinberum framkvæmdum og ýmisum fjáröflunarráðstöfun- um til stofnsjóða atvinnuveg- anna. Embætti fjármálaráðherra er efcki auðvelt, en mér hefir orðið það hægaira fyrir þá sök, að allir nánustu samstarfsmenn minir í ráðuneyti og ríkisstofn- unum eru úrvalsmenn. „Hvað viltu að lokum segja um þær kosningar, sem fram- undan eru?“ „Ég tel þessar kosningar vera mjög örlaigaríkar fyrir þjóðina. Árið 1960 varð miklu róttækari breyting á efnahagsmálastefn- unni og starfsaðferðum ríkis- stjórnarinnar, en ég hygg þjóð- ima almennt hafa gert sér grein fyrir. Þessi stefna hefur ótvirætt sannað yfirburði sína yfir hafta- stefnu fyrri áratuga, í meiri framförum en hér hafa áður þekkst og ég 'hygg, að hin nýja stefna edgi ríkari þátt í þessum framförum en við gerum okkur grein fyrir. Frjálslegir viðskipta- hættir og efling einkaframtaks er höfuðeinkenni í efnahags- málastefnu allra þeirra landa, sem búa við beztu lífskjör. Með efnahagsmálastefnu okkar sið- ustu árin höfum við endurvak- ið lánstraust okkar erlendis, sem er okkur grundvallamauðsyn við nauðsynlega uppbyggingu atvinnuvega okkar. Ef við hyrf- um nú frá hinni frjálsu efna- hagsstefnu, yrðum við ekki leng- ur hlutgengir aðilar að við- skiptasamstarfi þeirra þjóða, sem okkur er lifsnauðsyn að eiga sem bezt samskipti við. Höfuðviðfangsefni okkar nú er að tryggja sem bezt lífskjör almennings í landinu, og það verður ekki gert nema með því að beita þeim frjálslyndu hag- stjórnaraðgerðum, sem fylgt hefur verið og leitt hafa til þess, að íslenzka þjóðin býr nú við ein beztu lífskjör í heimi. Nú er við ýms vandamál að glíma, sem nauðsynlegt er að mætt sé með réttum skilningi á eðii vandamálanna og með hagsmuni þjóðarheildarinnar í huga. Málflutningur stjórnarand- stöðuflokkanna bendir ótvírætt til þess, að þeir skilji ekki við- horf nýrra tíma, en séu staðn- aðir í úreltum vinnubrögðum. Einmitt vandamálin, sem nú bíða úrlausnar, gera það að enn brýnni nauðsyn fyrir þjóðina að tryggja sér samhenta og trausta forustu, sem beitir sér fyrir lausn þeirra í ljósi þeirra nútíma þekkingar og nútíma vinnubraigða, sem allar háþró- aðar þjóðir hafa að leiðarljósi við lausn efnahagsmála sinna. Fimmtugur á morgun: i Jón Kjartansson forstjóri Mér finn®t að vel fari á þvi, að ég noti þennan þinn dag, fimmtugsafmælið þitt, til þess að vitna um það, að við menn- drnir, eins og koníakið — bötn- um með aldrinum! — og njótum iþess sjálfir! Hjá okkur er sem sjónarhJóllinn hækki, og sjónar- hornið færist til betri vegar, og að lokum fellur heila fyrirtækdð 1 ljúfa löð, erindinu lokið — en <þegar til kemur, var þetta að- teins fyrsta vers. Guðbrandur Magnúsison. Ef nahagsbandalagið, tiu ára. Leiðtoga- fundur í Rómaborg Róttt, 29. maí, AP-NTB. í DAG hófst í Rómaborg tveggja daga fundur leiðtoga aðildar- ríkja Efnahagsbandalags Evr- ópu. Er hann m.a. haldinn til þess að minnast þess, að tíu ár eru liðin frá stofnun bandalags- ins. Jafnframt verða þar rædd ýmis vandamál, er bandalagið á nú við að glíma, svo og fram- tíðarhorfurnar, þar á meðal hugsanleg aðild Bretlands að bandalaginu. Fundurinn var settur. í ráð- húsi Rómaborgar, þar sem Róm- arsáttmálinn var undirriiaður 25. marz árið 1957. Meðal við- staddra var de Gaulle, forseti Frakklands. Giuseppe Saragat, forseti fta- líu, setti fundinn með ræðu, þar sem hann hvatti til þess, að sem fyrst yrðu hafnar viðræður um aði'ld Bretlands. Saragat ræddi um sjáWstæfR þjóða, og þá skoðun ýmissa að- ila, að það væri ekki samræman legt hugmyndinni um einingu Evrópu. Taldi 'hann þá hugmynd ranga, en sagði þó, að í vissum skUningi gæti engin þjóð verlð óháð öðrum og það yrðu menn að gera sér ljóst. Saragat minntist einnig á sambandið við Bandaríkin. Hann sagði að sameinuð rJki Vestur-Evrópu yrðu óháðari og sterkara afl á alþjóðavettvangd. En hann minnti á, að Banda- ríkjamenn hefðu tvisvar á þess- ari öld komið ríkjum Vestur- Evrópu til aðstoðar, er þau börð- ust fyrir frélsi sínu og lýðræði. Því mundu Evrópuríkin ekki gleyma og þau mundu halda áfram samvinnu og virða vin- áttuiböndin við Bandaríkin. Bílar á kjördegi ÞEIR stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem vilja lána bíla á kjördegi gjöri svo vel og hafi samband við skrifstofm bilanefndar. SÍMI 15411. Kjósið D- listann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.