Morgunblaðið - 04.06.1967, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1967.
5
í
Dubln, 3. júní (AP).
VÍSINDAMENN í Bretlandi og
á írlandi eru stöðugt að vinna
að rannsóknum á sjúkdómi í
laxastofni beggja landanna, sem
fyrst varð vart árið 1964. Sjúk-
ðómur þessi, sem írskir vísinda-
menn nefna „ulcerative dermal
necrosis“ er enn talinn „alvar-
Iegur“ í sjö írskun ám, og
minna útbreiddur í sjö ám
öðrum samkvæmt síðustu upp-
lýsingum.
Campion lávarður, varafor-
eeti Lávarðardeildar brezka
þingsins, sagði í fyrirspurnar
tíma í þinginu í nóvember í
fyrra að sjúkdóms þessa hafi
einnig orðið vart í tíu ám í
Cumberland og Lancashire í
Englandi, og í Esk-ánni á landa
mærum Skotlands.
Hálfu ári áður hafði brezka
landbúnaðar- og fiskimálaráðu-
neytið hafið útgáfu mánaðar-
rits, sem sent er öllum fisk-
veiðiyfirvöldum í Englandi,
Skotlandi og Wales, þar sem
upplýsingar eru birtar um sjúk-
dóminn. Talsmaður ráðuneytis-
ins sagði þá að „hugsanlega
gæti sjúkcíómurinn borizt til
Bretlands með farandfiski eða
sjófugli." Seinni varð 1 jóst að
Oþekktur sjúkdómur herjar
laxinn á Bretlandseyjum
Vísindamenn víða að úr heiminum
vinna að sjúkdómsrannsóknum
smitið berst með sjónum.
í mánaðarriti rðuneytisins er
sjúkdómnum lýst og þróun hans
frá upphafi til að auðvelda sam
anburð á laxi, sem grunur leik-
ur á að hafi sýkzt.
Dr. Arthur Went Khief, vís-
indamaður við írska landbún-
aðar- og fiskimálaráðuneytið,
sagði fyrir einu ári, að talið
væri að gerlar yllu sjúkdómn-
um, því ekki virtist hér um vir-
us að ræða. Hafa vír.us-rann-
sóknir reynzt neikvæðar. Ekki
virðist sjúkdómurinn heldur
vera sveppur, og alls ekki sníkju
dýr.
ÍÞótt dr. Khief telji ekki að
um virus sé að ræða er haldið
áfram virusrannsóknum á sýkt-
um laxi í brezkum og írskum
rannsóknarstöðvum. Einnig eru
þar gerðar víðtækar rannsókn-
ir á sellubyggingu í ósýktum
hoplaxi til að afla upplj'singa
um eðlilegt ástand Atlantshafs-
laxsins til saimanburðar við
sýktan lax.
Talsmaður írska landbúnað-
ar- og fiskimálaráðuneytins
sagði í dag: „Uppruni sjúkdóms
ins er enn óþekktur. Það gelur
tekið langan tíma að finna
hann.“
Laxasjúkdómurinn lýsir sér í
því að nokkurskonar sveppir
myndast á trýni, fremst á búkn-
um og við sporðinn, og líkjast
sveppir þessir helzt baðmullar-
hnoðrum. Leiðir sýking til þess
að laxinn blindast.
Fyrst varð sjúkdómsins vart
við Waterville í Kerry-héraði
á Suð-vestur írlandi árið 1964,
og þá aðallega í unglaxi og sil-
ungi. Snemma á árinu 1965 varð
Ijóst að óþekktur sjúkdómur
herjaði göngulax á þessum slóð-
um. Barst sjúkdómurinn síðar
norður á bóginn og í aðrar ár
Kerry-héraðs og suður og suð-
austur með landinu. Fyrir einu
ári bönnuðu Frakkar innflutn-
ing á írskum laxi og silungi.
Árið 1965 kom danskur fiski-
fræðingur fram með þá hug-
mynd að sjúkdómurinn væri
,,columnaris“, þ. e. sýki sem
þekkt er í kaldavatns-fiski í
Ameríku og sumsstaðar í
Evrópu. f september sama ár
bar bandarískur lífeðlisfræðing
ur þessa kenningu til baka. Sér-
fræðingar í fiskisjúkdómafræði
víða um heim aðstoða írsk yfir-
völd við að rannsaka sjúkdóm-
inn, og sérfræðingar frá Banda-
ríkjunum, Norðurlöndum, Frakk
landi og Bretlandi hafa komið
td írlands til að aöstoða við
rannsóknirnar. Einnig hafa sýkt-
ir hlutar úr laxi verið sendir tfl
rannsóknarstöð'_a í Bandaríkun-
um og Danmörku, þar sem sér-
stök skilyrði til sjúkdómsrann-
sókna eru fyrir hendi. Þrátt
fyrir allar þessar aðgerðir hvíV
ir enn leynd yfir sjúkdómnum.
IVHnningarþjón-
usta í Brússel
Briissel, 30. maí (AP-NTB)
í DAG var haldin minningar-
guðsþjónusta um þá, sem fórust
í brunanum mikla í Brússel fyr-
ir átta dögum. Ekki er vitað hve
margir fórust, því enn er verið
að grafa í rústum Innovation
verzlunarinnar og sífellt finn-
ast þar fleiri lik. Talið er full-
víst, að alls hafi rúmlega 3M
manns farizt.
Mörg líkanna eru svo brunn-
in að ógerningur er að þekkja
þau. Við minningarathöfnina I
dag var kista sveipuö svörtum
borða, látin standa á miðju
gólfi, í henni hvíldi eitt þess-
ara óþekkjanlegu líka og var
kistan tákn allra þeirra sem létr
ust í brunanum.
Joseph Siinens kardínáli söng
messu og hlýddu þúsundir borg-
arbúa á mál hans. Meðal gesta
voru Baudouin konungur og
Fabiola drottning.
að það er ódýrast og bezt
að auglýsa i Morgunblaðinu.
Sýníng á kennslutœkjum
í Skólavörubúðinni
Skólavörusýning
RÍKISÚTGÁFA námsbóka hefur
opnað sýningu á kiennslutækjum
og skólavörum í bækistöð sinni
að Tjamargötu 10, 1. hæð. Til-
gangurinn með sýningunni er
fyrst og fremsit sá, að kynna
nú í nokkra daga kannurum og
öðrum áhugamönnum ýmis
kennsluáhöld og nýjungar á
isviði kennslutækni. Við opnun
sýntingarinnar hefur jafnframt
verið tekið í notkun sérstakt sýn
Sngarhúsnæði fyrir kennslutæki
og skólavörur, og er ætlunin að
gera tilraun með að hafa þarna
stöðuga sýningu meiri hluta árs-
ins í tveimur herbergjum. Reynt
verður að breyta til um sýning-
arhluti öðru hverju, eftir því,
sem föng reynast til.
Þeir Jón Emil Guðjónsson,
framkvæmdastjóri ríkisútgáfunn
ar, Kristján J. Gunnarsson,
skólastjóri, formaður stjórnar út
gáfunnar og Bragi Guðjónsson,
skrifstofustjóri, tóku á móti
blaðamönum við opnun sýning-
arinnar í gær. Meðal þess, sem
þar getur að líta eru kennslu-
líkön ýmiskonar, vegglandabréf,
stórar kennslumyndir í fjöl-
breyttu úrvali, ýmsar gerðir af
skólaitöflum, þeirra á meðal svo-
nefndar myndloðstöflur, kúlu-
grindur, vefgrindur, filmræmur
og kennslutæki í eðlisfræði.
Einnig eru þarna til sýnis allar
fáanlegar forlagsbækur ríkisút-
gáfunnar, þar á meðal ýmsar
bjállparbækur og hjálpargögn til
skóla- og heimilisnotkunar. Enn
Starfsstúlka aýuir okkur tæki til eðlisfræðikiennslu.
Örlitill hluti sý ui ng argripann a.
fremur er.u útlendar kennslu-
bækur frá um 20 löndum á sýn-
ingunni.
Þessi sýning er haldin í tilefni
þess, að um þessar mundir hef-
ur Skólavörubúð ríkisútgáfunn-
ar stanfað í 10 ár og einnig
vegna þess, að núna er verið að
breyta tilhögun hennar. Starf-
‘semiin befur til þessa aðeins ver
ið á fyrstu hæð." en nú hefur
Önnur hæð hússins verið keypt
undir skrifstofurnar,, þannig að
verzlunarrýmið eykst. Þess
vegna verður framrvegis unnt að
hafa kennslutæki stöðugt til sýn-
is mestan hluta ársins.
Ríkisútgáfan áitti 30 ára starfs
afmæli hinn 1. april siðastliðinn.
Starfsemi hennar skiptist nú í
þrjá meginþætti. Elztur þeirra
er útgáfa hinna eiginlegu
'kennslubóka, sem nemendur eða
•skólar fá ókeypis frá útgáfunn.i.
Mikil AVor7-[a er pögð á að gefa
út bækur, en einnig að
'að færa gamlar bækur, sem
■reynzt hafa vel, í nýjan bún-
'ing. Þeirra á meðal er Litla, gula
'hænan, sem flestir þekkja, f
'öðru- lagi gefur ríkisútgiáfan út
'hjálparbækur og hjálpargögn fyr
Ír kennara og nemendur til þesfi
að létta skólastairfið og gera
það fjölhrevttara og árangur®-
níkara. í briðja lagi er rekstur
Skólavörubúðarinnar, þar sem
sýningin er nú. Hlutiverk henn-
ar er einkum að greiða fyrir
skólunum um útvegun ýmiss
konar kennsluáhalda, skólavara
og kennisluhandbóka.
Það er von ríkisútgáfunnair,
að þessi tilraun til þess að koma
upp stÖðugri kennslutækjasýn-
ingum verði skólunum gagnleg
og auðveldi þeim val og kaup
á kennsluáhöldum. Sýningin
verður að þessu sinni opin 1
fjóra daga. Aðga.ngur er ókeyp-
ir og öllum heimill.
y
■