Morgunblaðið - 04.06.1967, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.06.1967, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1967. —jtjornu- óLipiÁ EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON I»eir höfðu ekki annan farang- ur en sína ferðatöskuna hvor, og ómar tók þær sjálfur úr geymsluhólfinu. Eins og hann hafði grunað, varð bílstjórinn forviða er honum skildist að þeir aetluðu ekki lengra En Míró fékk honum nokkra dollara, og snerti enni hans með hægri lófa sínum. „Þú ferð þegar í stað sömu leið til baka,“ mælti hann ákveðnum rómi. „Og er þú kem ur heim til þín, hefurðu gleymt því algjörlega að þú hafir nokkru sinni séð okkbr.“ Maðurinn hlýddi skipuninni orðalaust, og var að nokkrum mínútum liðnum horfinn sjón- um þeirra. En þeir gengu aftur fram á Stapann, þangað sem þeir höfðu áður verið, og Míró brá upp tæki sínu. „Diskurinn hefur nú samband við okkur, og kem- ur hingað innan stundar. Ef svo skyldi hittast á að einhver sjái hann af veginum, mun þeim hin um sama ekki verða trúað, þótt hann segi frá því. Og ef reki- stefna verður út af hvarfi okk- ar, fellur hún fljótt um sjálfa sig, því að ekki er við neitt að styðjast." Míró Kama hafði naumast sleppt orðinu er Ómar heyrði léttan þyt í lofti, og sá dökkt flykki nálgast úr norðurátt. Það leið hægt niður á melinn, skammt þaðan sem þeir stóðu. Var þar kominn einn af hinum margumræddu fljúgandi disk- um: kringlótt far, ekki ólíkt snældusnúð í laginu ,og á að gizka fimmtán metrar að þver- máli, en sjö til átta á hæð. Opn- uðust nú dyr á þeirri hlið hans er að þeim snéri, og var þar rennt niður stiga. Innifyrir var bláleit birta, en maður kom fram í dyraopið, lagði saman lófaria á brjósti sér, og brosti vingjarnlega. Var hann bersýni- lega af sama kynþætti og Míró. Þeir skiftust á nokkrurn orðum, á ómljúfu tungumáli, en síðan spurði Miró Ómar Holt, hvort hann væri enn sama sinnis, og hefði hugsað málið nógu vel. Er Ómar svaraði því játandi, hélt hann áfram: „Þetta er vinur minn og frændi, Lenai Dorma, geimsiglingafræðingur og við- kunnur ferðalangur; munum við jafnan öruggir undir hans hand- leiðslu.“ Ómar Holt var raunverulega hugrakkur maður, en þó fann hann til fiðrings í brjóstholinu, er hann gekk upp stigann og steig inn í diskinn, ásamt félaga sínum. Lokuðust dyrnar þegar á iungir velja VAIASH hreinna ávaxtabragð frá i®? hæla þeim, en Míró Kama leiddi hann inn í allstóran sal, og að glugga einum kringlóttum, er var um sjötíu centimetrar í þver- mál. Sá hann þá að diskurinn var þegar kominn á loft, og hvarf landið undir þeim á svip- stundu; var sem jörðin ylti af stað eins og risavaxin kúla, og eftir andartak voru þeir komnir i svimandi hæð. Ekki fann hann til neinna óþæginda af ferðalag- inu, því að svo stöðugur var disk urinn sem stæði hann enn á melnum, Míró hafði staðið þögull við hlið hans, en nú mælti hann: „Þetta litla skip okkar getur ekki farið á milli stjarnanna, en er af þeirri tegund sem notuð er til könnunarflugs í sólkerf- unum. Til geimferða eru höfð miklu stærri skip, og eitt þeirra bíður okkar hér miðja vegu milli Mars og Jarðar. Við nálg- umst það óðfluga. — En líttu nú til heimkynna þinna í kveðju- skyni, því að bráðum verður Jörðin lítið stærri en aðrar stjörnur himinsins." Ómar starði orðlaus og hug- fanginn á hnött þann, er hafði alið hann fram að þessu. Það var sem diskurinn stæði kyrr í geimnum, en Jörðin sveiflaðist burtu á svo ægilegri ferð, að því var líkast sem hún bráðn- aði niður í myrkrið. Eftir ótrú- lega skamma stund var hún að- eins stór og leiftrandi stjarna. Þá tók Míró í hönd hans og leiddi hann þvert yfir salinn að öðrum glugga. Sá hann þá að þeir nálguðust mikið, aflangt ferlíki, sveipað daufum, græn- leitum bjarma; það var ekki ósvipað fjalli. „Þetta er stjörnufarið okkar,“ mælti Míró Kama. „Það-er, eftir ykkar máli fimmtán hundruð metrar á lengd, átta hundruð á hreidd, en sex hundruð á hæð. Engar hættur, sem við þekkjum í geimnum, fá grandað því, og vélar þess geta haldið áfram stanzlaust í þúsund ár, að i — Mamma, má ég ekki eiga þetta pils þar til ég verð 17 ára? hvar sem er, jafnvel á glóandi hnetti, án þess að verða fyrir skemmdum, og ekkert aðdráttar- afl getúr haldið því. Engin gerð skipa er jafnhentug til langferða og þessi, enda hefur evrið mest smíðað af þeim síðustu aldirn- ar. Um borð er hægt að veita sér öll hugsanleg þægindi, og öryggið er algjört." „Mikill farkostur er þetta!" sagði Ómar Holt og gat ekki leynt undrun sinni. „Hnattasambandið á þó miklu stærri skip, sem aðallega eru höfð til flutninga, þegar bjarga þarf í'búum og menningararfi deyjandi hnatta. Þau á einnig að nota í hinni fyrirhuguðu ferð til nærliggjandi vetrarbrauta, er nýlega hefur verið samþykkt að takast á hendur“. „Hefur þá aldrei fyrr verið farið á milli sólnahverfanna?‘“ „Talið er að hingað hafi kom- ið vitsmunaverur frá öðrum vetrarbrautum, en hnattasam- bandið veit ekki til þess að nokkurt skip hafi farið héðan. , Að vísu voru til háþróuð mann- minnsta kosti. Það getúr ’ent kyn, er kunnu á geimsiglingar, Palma vindsœngur er ungversk gœðavara Laugavegi 13. S" 1 dag er K AFFIK YNNIN GIN í verzluninni VÖRÐUFELL, Hamrahlíð 25 (mánudag) O. JOHNSON & KAABER HF. BERNINA - öí löngu áður en það samband var stofnað. Saga sumra þeirra er glötuð að mestu, og annarra óljós. Þó munu Verðir Hinna Æðstu Fræða kunna skil á þeim öllum, en þeir segja ekki al- menningi frá því“. „Hverskonar verur eru Verð- ir þeir?“ spurði Ómar Holt. „Menn eins og við, nema miklu þoskaðri andlega, svo að sumir þeirra mega teljast guð- menni, og hafa samskipti við þjóna Guðdómsins á æðri til- verustigum." Rödd ómars var lág og lotn- ingarfull er hann spurði: ..Æðri heimar eru þá til — og líf eftir líkamsdauðann?" Míró Kama leil^ á hann með alvöru í augum. „Já,“ svaraði hann. „Vitund sem er vöknuð getur aldrei framar slokknað. Auðvitað eru til æðri stig lífsins. Gætirðu hugsað þér að svo væri ekki? En við erum á neðstu þrepum þróunarinnar, vinur minn, og eigum langa leið fyrir höndurn." Þeir voru nú komnir fast að hlið stjörnuskipsins, og allt í einu smaug diskurinn inn í það, hélt áfram nokkrar sekúndur eftir einhverskonar rennibraut og nam staðar. Dyrnar opnuð- ust — úti fyrir var fullt dags- ljós, ekki ósvipað skini sólar. „Nú verðum við fyrst af öllu að láta hreinsa okkur utast sem innst,“ mælti Míró Kama. „Við megum ekki bera framandi sótt- kveikjur inn í skipið. Um leið verður svo heilsufar þitt athug- að til bráðabirgða. Síðar muntu fá gagngerða læknisskoðun og bót allra meina, er kunna að þjá Þig-“ Þeir gengu eftir alllöngum, bláhvítum gangi, unz þeir komu í sal, er líktist lækningastofu. Tóku þar á móti þeim tveir hvít- klæddir menn, brosandi og vin- gjarnlegir. Var þeim félögum öllum sagt að afklæðast, og síð- an að leggjast á hægindi, er þar voru. Annar hvítklæddu mann- anna kom til Ómars og bar ilm- andi lófa sinn að vitum hans. '^eið 'hann þá inn í ljúft svefn- nók, og vissi ekki af sér fyrri m sami maður vakti hann og ékk honum klæði nokkur, önn- ur en hans eigin. Það var gul- blár kyrtill, er náði niður á mitt læri, með löngum ermum, þröng um að framan, og ferkantað háls mál, bryddað gyltum borða; nokkuð þröngar, bronslitaðar buxur, sem náðu niður á ökl- ann, en strengurinn hvíldi á mjöðmunum; dökkgulir sandal- ar, lagaðir eftir fætinum; og belti, skreytt eðalsteinum í öll- um litum regnbogans. Engin nærklæði fylgdu, en fötin sjálf voru mjúk eins og æðardúnn á innra borði. Heimsfrœg fyrir gœði, örgyggi og hve auðve/d hún er í notkun ÁSBJÖRN ÓLAFSSON Gretlisgötu Z BERNINABÚÐIN Lækjargötu Z Sími 24440.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.