Morgunblaðið - 04.06.1967, Page 31

Morgunblaðið - 04.06.1967, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, sxitzírwévMi&.imz Ragnheiður og Margrét með fö ndursýnishorn. Föndurnnmskeið fyrir börn TVEIR kennarar úr Hlíðaskóla þæ-r Margrét Thorlacius og Ragn heiður Benediktsson, munu halda föndurnámskeið fyrir íbörn á aldrinum 6—8 ára. Kenn urum þessum fannsit vel til fall- ið að halda slíkt föndurnámskeið einmitt fyrir böm á þessum aldri, þar sem fá þeirra hafa nokkuð ákveðið fjrrir stafni eft- ir að skólum lýkur á vorin. Böm fá að liæra ýmiss konar pappírs- og pappaföndur, svo og gerð margs konar leikfanga og muna úr ódýru efni, til dæmis eldspýtustokkum korktöppum og pípuhreinsurum. Því er nú einu sinni þannig farið, að þau leikföng, sem börn búa til sjálíf, verða þeim mun kærari en önnur, jafnvel þótt þau hafi kostað offjár, um leið þroska þau huga og hönd. Kennt verður í Auaturbænum í júnímánuði frá kl. 10—12 Upplýsingar verða veittar í síma 16116 hjá Margréti Thorlacius og í síma 17135 hjá Ragnheiði Bene diktsson í dag og næstu daga „Tíminn“ seinheppinsi „ALLT er hey í harðindum“ seg- ir málitækið og sannaðist það enn í „Tímanuim“ í.gær. Þar var það ein helzta frétt blaðsins, að orð- ið hefði að aflýsa fundi ungra Kjálfstæðismanna, sem ráðgerð- ■ur hafði verið á Selfossi s.l. sunnudag. „Tíminn" forðaist að sjálfsögðu að nefna hina réttu orsök þessa atviks, en það eru mistök, seim urðu í sambandi við boðun fundarins. f ágætum aug- lýsingum um fundinn urðu þau mistök, að fundardagurinn var á reiki, ýmist laugardagur 27. msd eða sunnudagur 2fl. maí. Þannig var a.m.k. tvívegis aug- lýst, að hann yrði haldinn laug- ardaginn 27. maí — í stað sunnu- dagsins 28. maí, og var þetta ekki leiðrétt nægiiega tímanlega. Afleðingar af slíku þebkja allir, sem að fundarhöldum standa, þó að „Tíminn“ láti öðruvísi. Svo seinheppið er þó blaðið, að með „fréttinni" er einmitt birt mynd af auglýsingunni eins og hún birtist röng! ! ! Ástæðan til þessara skrifa Framsóknarmálgagnsins er að sjálfsögðu sú, að þeim stendur mesti stuggur af sókn ungra Sjálfstæðismanna um þessar mundir, þ.á.m. hinum glæsilega fundi á Blönduósi fyrir nokkr- um dögum. Vonbrigði Belgíumanna vegna fundar æðstu manna EBE Krefjast afdráttarlausra svara v/ð inngönguumsóknum \ BRÚSSEL, 1. júní, NTB. —• Belgía, sem eins og sakir standa skipar formannsHtöðuna í ráð- herranefnd Efnahagsbandalags- ins, mun krefjast þess á utan- ríkisráðherrafundinum í Bríissel í næsitu viku, að ríki Efnahags- bandalagsins gefi svör við um- sóknum Bretlands, Danmerkur og frlands um inngöngu í banda- lagið. Var þetta haft eftir opin- berum heimiidum í Brúiss.eJ í dag. Margrét prinsessa þakkar fslendingum Fær Papandreou að fara til USA ? 1 New York, 3. júní (AP). ANREAS Papandreou, sem var prófessor I hagfræði við háskól- ann í Bereley í Kaliforníu áður en hann sneri aftur til Grikk- lands og gerðist einn af aðal- leiðtogum Miðflokksins, verður sennilega leyft að fara aftur til Bandaríkjanna, en ekki fyrr en réttarhöld hafa farið fram í máli hans, að þvi er Edmund G. Brown, f.v. ríkisstjóri Kaliforniu, sajþVi í gær. Andreas Papandreou Spilakvöld SJÁLFSTÆÐISFÉLÖG Garða- og Be&sastaðahrepps halda sið- asta spilakvöld félaganna mánu- daginn 4. júní að Garðaholti og hefst stundvíslega kL 8.30. Afhent verða heildarverðlaun fyrir þriggja kvölda keppnina. Góð kvöldverðlaun. Félagar fjöl menmið og takið með ykkur gesti. hefur verið ákærður fyrir Iand- ráð. Brown hefur verið fenginn til að aðstoða lögfræðinga Andreas- ar Papandreous í Bandaríkjun- um, kvaðst telja að honum yrði leyft að fara frá Grikklandi þótt hann yrði dæmdur. Fyrir skömmu kvað Hæsti- réttur Bandaríkjanna upp þann úrskurð, að ekki mætti svipta bandaríska þegna ríkisborgara- rétti þótt þeir tækju þótt í kosn- ingum erlendis. Talið er, að þessi úrskurður kunni að hafa áhrif á mál Andreasar Papan- dreous. Seldi 38 myndir íyrsta kvöldið Sýning Gunars S. Magnússon ar í nýbyggingu Menntaskólans við Lækjargötu var opnuð á föstudagskvöld. Þá strax seldust 3® mynddr. Á sýningunni eru alls 135 myndir, þannig, að hér mun vera um að ræða eina allra stærsta málverkasýning hér- lendiis. Sýning Gunnars er opin dag' lega frá kl. 2—10 og gengið inn frá Bókhlöðustíg. Hún verður opin næstu 10 daga. Þegar hafa heimsótt sýninguna á sjöunda knn^nnX *MOna Einkaskeyti frá fréttaritara Morgunblaðsins, Gunnar Ryt- gaard. Kaupmannahöfn, 3. júnl. Margrét krónprinsessa og Henrik greifi höfðu í gærmorg- un boð inni í Amalienborgarhöll fyrir fulltrúa dönsku stjórnar- innar og danskra atvinnuvega og ýmsa aðra, sem hafa fært þeim gjafir í tilefni af brúð- kaupinu 10. júní, Aðeins tveim- ur erlendum sendimönnum var boðið, Gunnari Thoroddsen, ambassador lslands, og Hector Allard, ambassador Kanada, sem hefur gegnt sendiherra- störfum í Kaupmannahöfn leng- ur en nokkur annar. Gunnar Thoroddsen flutti ræðu til brúðhjónanna, þar sem hann færði krónprinsessunni kveðju frá forseta íslands og islenzku þjóðinni. Einnig lýsti hann brúðkaupsgjöf Islendinga, hestunum Stjömu og Perlu, og lagði áherzlu á 'hina sérstöku eigihleika íslenzkra xeiðhesta. Þá sýndi Gunnar hnakkana, beizlin og hinar fallegu silfur- búnu svipur, sem fylgja gjöf- inni. Hestarnir eru enn á býli Gunnars Jónssonar verkfræðings á Norður -S j ála ndi. Margrét prinsessa þakkaði með nokkrum hlýjum orðum og bað Gunnar Thoroddsen að skila þakklæti og kveðjum til forsetans. Allir erlendir gestir hafa nú boðað komu sína til brúðkaups- ins. Forseti Islands verður í hópi hinna fyrstu tignu gesta, sem koma til Kaupmanna.hafnar. Hann kemur til Kastrup síð- degis á miðvikudag og tekur Friðrik konungur á móti hon- um. Forsetinn mun búa á Hótel d’Angleterre meðan á dvöl hans stendur, og verður F. Ásberg Petersen, ritari í utanríkisráðu- neytinu, sérstakur fylgdarmaður forsetans. Konungar Svíþjóðar, Noregs og Belgíu verða viðstaddir brúð- kaupið, og frá Hollandi kemur Júlíana drottning, frá Finnlandi Kekkonen forseti og frá Bret' landi Marína prinsessa, sem verður fulltrúi Bretadrottningar. Stórhertogahjónin í Luxemborg verða meðal margra annarra konunglegra gesta. Fulltrúi Frafcklandsforseta verður Ohris- tian Fouchet innanríkisráðherra, sem var eitt sinn sendiherra í Kaupmannahöfn. í ræðu sinni í boðinu í Ama- lienborgarhöll sagði Gunnar Thoroddsen ambassador, að ís- lenzki hesturinn hefði verið þarfasti þjónn íslenzku þjóðar- innar í 1000 ár og væri henni enn hjartfólginn. Hann benti á, að íslenzki hesturinn væri sér- staklega góður reiðhestur og sagði að töltið væri einstakt, þar sem engir aðrir hestar í Evrópu kynnu þann gang, sem væri svo þægilegur að það færi eins vel um knapann og í hæginda- stól. Prinessan og Hinrik greifi dáðust mjög að reiðbúnaðinum, ekki sízt hinum siifurbúnu svip- um. að hann teldi það mikinn heiður að honum hefði verið boðið edn- um erlendra sendimanna auk kanadíska ambassadorsins, sem afhenti gjöf fulltrúa erlendra ríkja, tvo nýtízkuilega silfur- bakka. Gunnar kvaðst telja þetta lýsa mikilli vinsemd og velvilja í garð forseta Íí.lands og íslendinga. 1 skeyti frá NTB segir, að Friðnik konungur og Ingiríður drottning hafi í dag tilkynnt trúlofun næstelztu dóttur þeirra, Benediktu prinsessu, sem er 23 ára, og þýzka prinsins Richard Sayn-W ittgenstein-Berleburg. Tilkinningin var gefiin út að loknum stjómarfundL Gunnar sagði fréttaritara Mbl. Krafa Belgíumanna mun verða á þann veg, að í næstu viku verði hafizt handa um eftirfar- andi: Að fá svar við umsóknun- um um inngöngu í bandalagið, að farið verði þess á leit, að Efnahagsbandalagsnefndin geri grein fyrir áliti s.ínu varðandi umsóknirnar. Fram fari fyrsta könnun á því meðal hinna sex ríkja bandalagsins, hvaða fyrir- komulag verði viðhaft varðandi meðferð þessa máls og að lokum verði komið á fundi með full- trúa brezfeu stjórnarinnar, þar sem hann geri grein fyrir sjón- armiðum Breta. Mikil vonbrigði Belgiumanna í ummælum belgísfcra emlbætt- ismanna um fund æðstu manna Efnahagsbandalagsiris í Róm kama fram mikil vorabrigði, en þó sagt, að fundurinn hafi ekki farið algjörlega út um þúfur, Að því er varðar hinar stjórnmála- legu umræður í Róm, er lögð áherzla á, að þær hafi verið af- ar ruglingslegar og menn hljóti að yarpa þeirri spurningu fram, hvort taka eigi þær upp að nýju. Haft er eftir hollenzkum stjórnarvöldum, að hugsanlegur fundur æðlstu manna Efnahags- 'bandalagsins aftur á þessu ári muni fara fram í Hollandi. Uppeldismálaþing / Melaskólanum Um þessa helgi er háð upp- eldismálaþing í Melaskólanum í Reykjavík. Slík þing eru hald- in annaðhvort ár og standa að þedm Samband íslenzkra barna- kennara og Landseamband fram- haldsskólakennara. Skúli Þorsteimsson, formaóur S.Í.B. setti þingið í gærmorgun, en síðan flutti ávarp Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra. Að því loknu flutti Þórhallur Vilmundarson, prófessor, erindi um þjóðernið, skólann og upp- eldið. Eftir hádegið var opnuð kennslutækjasýning í Melaskól- anum og síðdegiskaffi drukkið í Hóted Sögu í boði borgarstjóra, Geirs Hallgrímssonar. í dag kl. 10 segir Andri Is- aksson, sálfræðiragur, fréttir af skólarannsóknum, en síðan verða hringborðsumræður um kennaramenntuniraa. Þátttakend- ur eru þeir Matthías Jónasson, prófessor, Broddi Jólhannesison, skólastjóri, Magnús Magnússon, kennari, Sigurþór Þorgilsson, kennari, Ólafur Ólafsison, kenn- ari, Jón R. Hjálmansson, sikóla- stjóri, Stefán Ólafur Jónsson, námsstjóri og Páll Theódórsson, eðlisfræðingur. Umræðum stjóm ar Andri ísaksson, sálfræðingur. Að lokrau matarhléi, kl. 13.30 flytur Jón Emil Guðjónsson stutt erindi um starfsemi Rikisútgáfu námsbóka, álit nefnda verða lögð frarn og Ólafur S. ÓLafsson, formaður Landssambarads fram- holdssikólakennara slítur þirag- inu. Að þingi loknu verður farið í heimsókn í skóla í Hafnarfirði og síðdegiskaffi drukkið í boði fræðsluráðs Hafraarfjarðar. Þingið er opið kennurum, skólamönnum og öðrum, sem áhuga hafa. Forseti þess er Þór- arinn Þórarinsson, fyrrv. skóla- stjóri. SNEMMA morguns nk. miðviku dag 7. júraí eru væntanlegur til landsins hópur V-íslendinga. Það er íslendingafélagið í Se- attle á Kyrrahafsströnd Banda- ríkjanna. sem stendur fyrir þess ari hópferð. í hópnum eru 102 manns, og hefur margt þeirra ekki komið til fslands ðáur. Ferðast þeir með leiguflugvél frá flugfélaginu Pacific Vestern Air Linas. Lent verður á Keflavíkurflugvelli, og annast Loftleiðir afgreiðslu vél- arinnar. Afgreiðsla Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli mun, þegar þar að kemur, gefa nánari upp- lýsingar um komu fólksina til Reykjavíkur. Nöfn farþegarana á- samt einhverjum upplýsóngum um þá verða birt í blöðunum fljótlega efitir komuna. Héðan fer hópurinn aftur vestur 3. júlí. (Fréttatilkynning frá Þjóð- ræknisfélaginu)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.