Morgunblaðið - 11.06.1967, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1967.
3
Jón Auðuns dómpróf.:
KIRKJAN OG
STJÓRNMÁLIN
I DAG snúast hugir flestra
manna meira eða minna um
þjóSmál og þingkos'ningar. Er
nokkur ástaeða til þess, að rödd
kirkjunnar heyrist á slíkium
degi?
Heifir kirkjan nokkuð um
stjórnmál og „veraldarvafstur“
að segja? Á hún ekki að vera
íyrir utan og otfan allt það sýsl?
Saga kirkjunnar sýnir, að út í
tvennar höfuðöfgar hefir hún
verið leidd, og síðan margar göt-
ur þar á milli, aillt frá því að af-
neita heimsgæðum öllum og til
þess að vilja eiga heimsgaeðin
öll.
Að snúa baki við heimi, flýja
veraldargœðin, afneita þátttöku
í borgaralegu lífi, — þessi
heimisflótti er eiginlegur aust-
rænu trúarbrögðunum að vissu
marki, en óeðlilegur með öllu
trúarbrögðum, sem byggja á
Fjalilræðu Jesú Krists og raunar
kenningiu allri.
En þessi heimstflóttastefna,
þessi afneitun veraldargæðanna
og raunar alls veraldlegs lífs,
komst snemma inn í kristindóm-
inn að annarlegum leiðum og
náði mestum blóma í klaustra-
'lífi kaþólsku miðaldakirkjunnar.
Klaustrahugsjónin og höfnun
hverskonar þátttöku í borgara-
legiu lifi, er vægast sagt erfitt að
finna stað í predikun Jesiú, eins
og hún er varðveitt í guðspjöll-
unum. En þessi hefir í ríkum
mæli verið meginihugsjónin í
Jón Þórarinsson
a.
Stofnun Stúdentasam-
bands V.Í. undirbúin
Verzlunarskólastúdentar efna
til hófs að Hótel Borg að kvöldi
16. júní n.k. Þar verður nýstúd-
entum frá V.í. fagnað, en að
þessu sinni ganga fleiri undir
stúdentspróf í skólanum en
nokkru sinni fyrr — eða 34 nem-
endur úr tveim bekkjardei'ldum.
f hófinu er einnig áformað að
ganga frá stofnun Stúdentasam-
bands Verzlunanskóla íslandis.
Fyrstu stúdentar frá skólanum
brautskráðust vorið 1645 og síð-
an á hverju ári, en ekki hafa
verið formleg samtök með stúd-
entum skólans til þessa.
SiBysið að
Holtakotum
Drengurinn, sem beið bana í
dráttarvélanslysinu að Holtakót-
um i Biskupstungum í fyrradag,
Ihét Sveinn Sævar Jóhannsson og
var tíu ára gamall. Sveinn heit-
inn var frá bænum Ljósalandi
í Biskupstungum, en ætlaði að
dvelja að Holtakotum í sumar.
Þess er vænzt, að Verzlunar-
skólastúdentar fjölmenni til
hótfsins, ekki isízt í tilefni af
stofnun hins nýja samb'ands.
Eru þeir, sem ætla sér að taka
þátt í hófinu, beðnir um að til-
kynna þátttöku sína sem fyrst
til skrifstofu skólans að Grund-
arstíg 24, sími 13550. Er hún op-
in daglega kl. 10—12 og 13.30—
16 e. h.
*
Ök á Vega-
tollskýlið
Á isjötta tímanum í gærmorg-
un ók ungur maður utan í járn-
bita fyrir framan Vegatollskýlið
við Keflavíkuirveg og klessti
hann inn í skýlið. í ljós kom, að
ökumaðurinn var alldrukkinn og
hafði hann stolið bifreiðinni í
Reykjavík. Var hann á leið til
bróður síns, er býr á Vatnsleysu-
strönd. Bíllinn gjöreyðilagðist en
ökumaðurinn slapp með minni
háttar skrámur.
Hindúasið og Búddhadómi. En
þó hefir jafnvel í þeim trúar-
brögðuim borið meir og meir á
þátttöku andlegu leiðtoganna í
stjórnmiálum og borgaralegu lifi.
Vitni þess ber hin mikla þátt-
taka Búddlhamunkanina í stjórn-
málialífi Malayalanda.
Heimsflóttaisitiefniain var lof-
sungin í miðaldakirkjunni, en
þegar vald pátfans var mest,
stetfndi miðaldakirkjan jafnhliða
beinlíinis að heimisyfirráðum. Hin
skefjalausa valdagræðgi prelát-
anna og hið taumlausa yfirráða-
hungur þeirra var afsakað með
því, að þeir væru að vinna
heiminn fyrir Krist. Hvernig
valdinu var beitt og hvernig
auðnum var varið, benti þó til
annars.
#
Milli þessara tveggja öfga hef-
ir pendúll kirkjunnar gengið,
annjarsvegar til heimsflótta og
algerrar hötfnunar þátttöku í
borgaralegu lífi, hinsvegar til
veraldarhyggju og valdahung-
urs.
En þriðja leiðin er hin kristna
leið, að vanmeta hvorki né of-
meta veraldargœðin, láta þau
þjóna mamilífshugisjón Jesú
Krists, láta þau greiða veg guðs-
rikinu' á jörðu.
Sú mamnlífshugsjó'n er sam-
félagshugsjón kristindómsins. —
Öll stjórnmálaafskipti kristins
manns hljóta að miða við hana.
Sú hugsjón er meginmál þess,
sem Kristur kenndi um mannlegt
líf og samskipti manna í borgara
legu félagi. Enginn hefir liklega
orðað hana betur en Páll, þegar
hann siegir: „Þér eruð hver ann-
ars limir“.
Alla menm umlykur band
bræðralagsins. Þessvegna eiga
allir samflot um sæld og sorg.
Sé einn limur líkamans van-
ræktur svo að til skaðsemda
verði, gjalda þess einnig aðrir
limir. Sé ein stétt þjóðtfélagsins
afs'kipt við hið mikla matborð,
gjalda þess bráðlega einnig aðr-
ar stéttir.
Bræðralagið er ekki fjar.læg
hugsjón til að gera gælux við
og syngja tildurslotf á tyllidög-
um. Bræðralag allra manna er
veruleikur, lögm'ál, sem engin
stétt fær brotið án þess .að bíða
sjáltf af því lögmálsbroti tjón.
Við erum ekki óháðiir ein-
staklingar. Við lifum ekki sjélf-
um okkur einum. Við erum Hmir
á einum líkamæ
Þessi sannindi hljóta að móta
stjórnmál kristins manns og við-
horf hans til þjóðmála. Á þessuu*
griuindvelli, og þessum grundr
velU einum getur kristin kirkjp
byggt stjórnmálaafskipti. Bygjjl
hún á einhverju öðru, er það *É
hinu illa.
Mundu líkingiu Kri&ts af súp-
deiginu. Lítill hnefi þess gsá
sýrt allt deig konunnar, sem vac
að gera brauð. Kristindómurima
á að gegnsýra al.lt mannlíí.
Kirkjur hafa myndað sérstak*
stjórnmálaflokka, en oftast með
æði vafasömum árangri. Hitt e*
vænlegri leið, að kirkjan eigi
sína fulltrúa í stjórnmálaflokk-
unum, sem verði þflT súrdeig og
sýri deigið allt, allan flökki'nn.
Ekki svo, að kirkjan eigi að
ráða yfir veraldarvaldinu. Það
hefir stundum reynzt heppilegra,
að veraldlega valdið taki ráðin
atf kjánalegum kirkjuleiðtogum,
ek'ki s'ízt þar sem kirkjulegheitia
og hákirkjustefnan er að stað-
tfesta djúp milli kirkjunnar og
fólksins. Það þartf ekki að leita
langt í samtíðinni og nálægum
löndum að diærni þess.
En skaðlegt væri kirkjunni tt
hennar menn gerðuet hirðulauæ
ir um þjóðmál. Allux heimurinm
er akur Krists. Þjóðtnálin erm
þar ekki undan s'kiliai.
Pólitískt góðæri
— kjorkur og bjurtsýni
Á kjósendafundi Sjálf-
stæðisflokksins í Háskóla-
bíói í fyrrakvöld sagði þjóð-
skáldið Tómas Guðmunds-
son m. a., að ræður manna
hefðu einkennzt af kjarki
og bjartsýni. Skoraði hann
á Keykvíkinga í áhrifamikl-
um hvatningarorðum að
efla Sjálfstæðisflokkinn.
Með því efldu þeir bezt
þessar eigindir — kjark og
bjartsýni — sem nauðsyn-
legar eru með hverri þjóð,
ekki sízt lítilli þjóð sem
okkar.
Mbl. sneri sér í gær til Jóns
Þórarinssonar tónskálds, sem
verið hefur í forustusveit ís-
lenekra listamanna um langt
árábil og hefur m.a. verið for-
maður Bandalags íslenzkra
listamanna — og bað hann að
segja nokkur orð í tilefni kosn-
inganna. Jón Þórarinsson svar-
aði:
„Það er oft á það minmt, ekki
sízt af stjórnarandstæðingum,
að við höfum í tíð núverandi
ríkisstjórnar búið við óvenju-
legt góðæri til lands og sjávar,
og er ekki minna úr því gert
en efni standa til. Hitt minnast
þeir síður á, að við höfum á
þessu tímabil átt að fagna
óvenjulegu pólitísku góðæri.
Við höfum haft styrka og sam-
henta ríkisstjórn, sem hefur
borið gæfu til að stjórna á
þann veg, að bæði búum við
nú við berti lífskjör en nokkru
sinni áður og erum jafnframt
betur undir það búnir en
nokkru sinni fyrr að mæta
þeim skakkaföllum, sem jafn-
an má búast við eins og at-
vinnuvegum er háttað í okkar
harðbýla landi.
Þetta vita allir íslendingar
og viðurkenna flestir í hjarta
sínu. En okkur hættir til að
gleyma því, hve skamma stund
við höfum notið ýmissa þeirra
lífsgæða, sem við nú teljum
til sjálfsagðra hluta. Við mun-
um ekki alltaf nógu glöggt,
hvernig ástandið var hér við
fráfall vinstri stjórnarinnar
sálugu, og hversu margt það er
1 atvinnumálum, félagsmálum
og menningarmálum, sem nú-
verandi ríkisstjórn og sá meiri-
hluti á Alþingi, sem hana styð-
ur, hefur komið til leiðar, —
okkur öllum til gagns og hag-
sældar.
Þetta þurfum við að ritfja
upp nú á kosningadaginn. Við
getum ekki kosið yfir okkur
góðæri af náttúrunnar hendi.
En við getum kosið okkur
áframhaldandi pólitískt góð-
æri. Og það verður bezt tryggt
með því að efla Sjálfstæðis-
flokkinn og gera áhrif hans
sem ríkust í íslenzkum stjórn-
málum".