Morgunblaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1067.
Bifreiðastjóri óskast
Bifreiðastöb Steindórs
ISöfum fSutt timburaf-
greiðsSu okkar að Skeifunni 8
ÁSBJÖRN ÓLAFSSON HF.
VATNABATAR
Nýkomnir afar stöðugir 12 og 14 feta
súðbirtir plastbátar.
Ennfremur 13 feta opnir hraðbátar.
Kynnið yður hagstætt verð og greiðslu
skilmála.
Þ. Þorgrimsson & Co.
• Suðurlandsbraut 6 — Sími 38640.
T ilkynning
Borgarráð hefur ákveðið að auglýsa eftir
umsóknum þeirra, er óska að koma til
greina, þegar ráðstafað er íbúðum í borg-
arbyggingum, sem borgarsjóður kaupir,
samkvæmt-forkaupsrétti sínum.
íbúðir þessar eru: I. Bústaðahverfi
(Bústaðavegur, Grensásvegur, Hólmgarð-
ur og Hæðargarður). II. Raðhúsahverfi
(Ásgarður, Réttarholtsvegur og Tungu-
vegur). Iir. Gnoðarvogshverfi (Gnoðar-
vogur). IV. Grensásvegur. V. Skálagerði.
VI. Álftamýri.
Það sem seljandi hefur lagt fram til að
fullgera íbúð sína, er við sölu metið og þá
fjárhæð verður væntanlegur kaupandi að
greiða að fullu, svo og þann hluta af láni
er íbúðinni fylgir og seljandi hefur greitt
þegar kaupin gerast, með hækkun skv.
byggingarvísitölu.
Kaupverðið þarf að greiða um leið og
gengið er frá kaupum.
Nánari upplýsingar fást hjá húsnæðis-
fulltrúa í skrifstofu félags- og framfærslu-
mála, Pósthússtræti 9, 4. hæð. Viðt. kl.
10 — 12.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
— KÚRDAR eru ekki herskár
þjóð'flokkur eins og skilja má
af alltflestum alfræðiorðabókum.
Þeir eru friðelskir og vilja frið,
feli hann ekki í sér algjöra upp-
gjöf á tilverurétti þeirra.
Svo fórust dr. Mahmud Os-
man, sendifulltrúa Kúrda í írak
orð á fundi með blaðamönnum
í gær. Dr. Osman sem er lækn-
ir að mennt hefur að undan-
förnu ferðast víða uim lönd og
kynnt vandamál þjóðar sinnar,
sem telur 13 milljónir manna.
Kúrdistan er innlimað í 5 ríki.
Flestir eru Kúrdar í Tyrklandi
eða um 6 milljónir, um 4.5 millj.
í írak, hálf milljón í Sýrlandi
og um 150 þúsund í Sovétríkj-
unum.
Heimsókn dr. Osman hingað
til lands er farin gagngert í því
augnamiði að vekja áhuga á
vandamálum þjóðar hans. Hefur
hann rætt við forsætisráðherra
og utanríkisráðherra, auk nokk
urra þingmanna. Lætur hann vel
af undirtektum hér en hingað
kemur hann frá hinum Norðuf-
löndunum.
Vandamál Kúrda ná allt aft-
ur til fyrri heimstyrjaldar.
Frá Kúrdistan. Mynd þessa tók Erlendur Haraldsson og er
hún af búðum leiðtogans Barzani. Dvelst hann aldrei tvær
nætur á sama stað af ótta við loftárásir Arabanna.
friðsöm Þjöð
— Segir dr, Mahmud Osman, sendifulltrúi Kúrda / írak
Þjóðin er gömul, um 3000 ára
og er menning hennar alls kost-
ar óislkyld ménningu Arabahna í'
kring. Þjóðin sjálf er heldur eklk
ert skyld Aröbum og miál henn-
ar er indó-evrópskt.
Þegar írak sótti um inngöngu
í Þjóðabandalagið fékk það inn-
göngu með því skilyrði að Kúrd
ar fengju einhverja leiðrét'tingu
sinna mála. Um tíma var Kúrd-
íski demókrataflokkurinn viður-
kenndur og ,þlöð og tímarit
Kúrda komu út án afskipta fík-
isstjórnar írak, en Kúrdar eru
eins og áður var .sagt 2 millj-
ónir af 7 milljónum íraklbúa.
Árið 192i5 sendi Þjóðabanda-
lagið sendinefnd til írak til þess
að kanna ástandið og 1032 varð
írak meðlimur bandalagsins með
því skilyrði að Kúrdar mættu
nota tungumál sitt í skólum og
til em'bættisverka og fengju
noikkra heimastjórn.
í byltingunni 1058, þegar bon-
ungdæmi var steypt í írak hlutu
Kúrdiar nokkra viðurkenningu,
sem þeir síðar voru sviptir 1061,
er einræðisstjórn tók völd. Voru
leiðtogar Kúrda þá handteknir
og öll réttindi þeirra dregin til
baka.
Upp frá þessu hófst borgara-
styrjöld í írak, sem fremur
hljótt hefur verið um. f Kúrd-
istan eru 85% allra olíulinda
íraks og er það aðalorsök þess,
að Kúrdar hafa ekki
fengið þá þjóðernislegu
viðurkenningu, sem þeir vilja.
Kúrdar hafa haldið uppi samn-
ingum við ríkisstjórnina í írak
á vissu árabili og slíkar við-
ræður standa nú yfir í Bagdad
og hafa staðið yfir í eitt ár.
„Meðan við krefjumst ekki að-
skilnaðar' er betra að komast að
samningum", sagði dr. Osman.
f 7 ár hefur staðið yfir styrj-
aldarástand í landinu. Kúrdarnir,
sem búa í héfjöllum í norður-
hluta landsins, berjast með riffl-
um og vélbyssum, en Arabarnir
hafa nýtizkuleg vopn og beita
þeim óspart. Þeir hafa komið
á algjöru aðflutningsbanni við
Kúrda og drepa unnvörpum
hjarðir þeirra, svo að íbúarnir
geta ekki neytt kjöts nema einu
sinhi í hálfum mánuði að jafnaði.
Þeir lifa að mestu á brauði og
téi.
í baidögum hafa Kúrdar til
þessa misst um 30.000 manns og
næringarskortur barna er mjög
tíður. Eins herja berklar, mala-
ría og kúabóla mjög á íbúana.
Eini stuðningur við Kúrda hefur
til þessa verið í matvæla og fatn-
aðargjöfum, sem Rauði krossinn
hefur beitt sér fyrir.
Kúrdar hafa haft Samband við
Sameinuðu þjóðirnar, en skipu-
lag samtakanna er þannig að
eitthvert þátttökuríkið verður að
hafa frumkvæði að því að mál-
efni þeirra séu tekin upp. Von-
ast dr. Osman til þess að Norð-
urlönd sýni sérstakian skilning
á málum þjóðar sinnar, þar eð
þau hafa minni stjórnmálaleg og
viðskiptaleg tengsli við Araba-
ríkin.
Dr. Osman sagði að nokkuð
væri af arabískum flóttamönn-
um í Kúrdistan — Aröbum, sem
hefðu samúð með frelsisbaráttu
Dr. Mahmud Osman á blaða-
mannafundinum í gær.
Kúrda. Þá hafa verið stofnaðar
nefndir víða um lönd til styrktar
málstað Kúrda m. a. í Svíþjóð,
Frakklandi, Hollandi og Þýzka-
landi. Hér á landi var ein slík
nefnd stofnuð ekki alls fyrir
löngu og er formaður hennar
Helgi Briem fyrrum sendiherra.
Aðrir í nefndinni eru Páll Kolka,
læknir, Sigurður Guðmundsson,
skrifstofustjóri, Þórður Einars-
son, fulltrúi og Dagur Þorleifs-
son, blaðamaður.
Leiðtogi Kúrda er Mustafa
Barzani og er hann jafnframt
forseti Kúrdiska demokrata-
flokksins í írak.
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI 1Q*1QD