Morgunblaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 12
r 12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JIJNÍ 1967, 7. júní í Reykjnvík ÞJÓÐHÁTÍÐIN í Reykjavik var nú í fyrsta sinn haldin í Laugar- dal. Skki verður sagt með vissu, hve margt fólk sótti hátíðarhöld- in, en það var færra en síðustu ár vegna illviðris. Vindur var hvass á sunnan, skýjað og rign- ing annað slagið. Samkvæmt frásögn lögregl- unnar í Reykjavík var hegðun fólks ágæt. Um 5 þúsund ungl- ingar voru á dansleik í Laugar- dalshöllinni, en þar var engin ölvun þótt vin sæist á fáeinum mönnum. Um 40 strætisvagnar biðu fyrir utan er dansleiknum lauk og tæmdist liúsið á 7 minút- um. Ekkert bar á ölvun um dag inn, en um nóttina voru um 30 manns fluttir til geymslu í Síðu- múla, og telst það ekki mikið þegar þess er gætt, að f jölmennt var í öllum samkomuhúsum borg arinnar. Umferð var gífurleg, en engin slys eða óhöpp urðu sem vitað er um. Hátíðarhöldin hófust kl. 10 Fánaborg skáta á Laugadalsvelli. fyrir hádegi með samhljómi kirkjuklukkna. Skömmu síðar lagði Þórir Kr. Þórðarson, vara- forseti borgarstjórnar, blóm- sveig frú Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Karlakór Reykjavíkur söng undir stjórn Páls P. Pálssonar. Síðan hófst guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Séra Guðmundur Guðmundsson predikaði og Guðmundur Jóns- son, óperusöngvari söng einsöng. Organleikari var Ragnar Björns- son. Að lokinni guðsþjónustu lagði forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, blómsveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og Karlakór Reykjavíkur söng. Skömmu eftir kl. 13 lögðu skrúðgöngur af stað frá Sunnu- torgi, Álftamýrarskóla, Hlemmi og Hnafnistu og héldu til Laug- ardalsvallar með skáta og lúðra- sveitir í fylkingarbrjósti. Þegar þangað var komið flutti formað- ur þjóðhátíðarnefndar, Valgarð Briem, stu'tt ávarp og setti há- tíðina. Eftirfarandi niðurlagsorð illa, þar eð mikill gnýr var 1 magnarakerfinu sökum veðurs- ins. Því næst sýndi fólk úr Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur ís- lenzka dansa, en lúðrasveitirnar léku milli atriða og fyrir göngu skáta af vellinum til íþrótta- hallarinnar, þar sem barna- skemmtun fór fram. Klukkan fjögur hófst svo íþróttahátið á Laugardalsvellin- um. Fyrst lék lúðrasveitin Svan- ur undir stjóm Jóns Sigurðsson- ar, en síðan flutti Úlfar Þórð- arson, formaður ÍBR, ávarp. Veður spillti mjög fyrir fram- gangi íþróttahátiðarinnar og varð að fella sum atriði hennar niður. í Laugardalnum var hátíðar- gestum boðið til margvíslegra sýninga. Mesta athygli vakti efa- laust bílasýningingin vestan leik- vangsins. Þar voru sýndar marg- ar tegundir bifreiða á ýmsum aldri. Sú elzta er fimmtug. Einnig voru dýrasýningar vin- sælar en þeim lauk snemma vegna þess hvað veðrið var slæmt. Við Hrafnistu og Elliheimilið Grund léku lúðrasveitir barna og unglinga undir stjórn þeirra Karls O. Runólfssonar og Páls S. Pálssonar, en fella varð niður leik Lúðrasveitar Reykjavíkur 1 Laugardagsgarðinum vegna veð- urofsans. Margir hátíðargesta leituðu skjóls í íþróttahöllinni og drukku þar kaffi. ■ . Fólk úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýndi gamla dansa. ' ! : ! ' V;.íV ' Húsdýrasýningin var vinsæl meðal yngri Kynsioo annnar. Boðhlaup drengja og stúlkna f rá íþróttanámskeiðum Reykja víkurborgar þóttu takast vel. Hér eru drengirnir að leggja hans hljóðuðu á þessa leið: „Ég lýk máli mínu með þeirri ósk, að þessi þjóðhátíð verði upp haf meiri og betri nýtingar þessa fagra dals og mannvirkjanna hér, til almennrar útiveru og íþrótta, að hingað megi ungir sem aldnir sækja þrótt og þrek, andlegt sem líkamlegt, íslenzkri þjóð til farsœldar á komandi ár- um“. Síðan hélt forsætisréðherra, Bjarni Benediktsson, ræðu, en að henni lokinni flutti Sigríður Þor- valdsdóttir ávarp fjallkonunnar, sem var eftir Matthías Johann- essen að þessu sinni. Ávörpin nýttust áheyrendum Lúðrasveit verkalýðsins lék við Laugardalslaugina undir stjórn Ólafs L. Kristjánssonar, en að lei'k hennar loknum hófst sund- mót og tókst það ágætlega. Við laugrna fór einnig fram kynning á íslenzkum þjóðbúningum. Útidansleik fyrir börn og ungl- inga, sem ætlunin var að halda, varð að fella niður, en hljóm- sveitin Toxic lék í íþróttahöll- inni í staðinn. Almennur dans- leiikur, einkum sniðinn fyrir unglinga hófst svo í Höllinni kL 9. Þar léku þrjár hljómsveitir fyrir dansi. Hátíðinni lauk klukkan eitt eftir miðnætti. RITSTJORIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA 5ÍMI 1Q«1QO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.