Morgunblaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 22
MORjGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1907. 22 t Móðir okkar, Guðbjörg Rannveig Kristmundsdóttir, Tjörn á Skaga, andaðist í Reykjavík, sunnu- daginn 18. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar Iátnn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Kristinn Þorsteinsson, fiskimatsmaður, Langeyrarvegi 9, Hafnarfirði, andaðist 16. þ. m. Soffia Sigurjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. t Konan mín, Ásta Jónasdóttir, bjúkrunarkona, andaðist f St. Jósefsspítala sunnudaginn 18. júní. Fyrir mina bönd og barna okkar, Marinó Helgason. Drápuihlíð 3. t Eiginkona mín og móðir, Valgerður Jónsdóttir, Snotrunesi, Borgarfirði eystra, andaðist á Vífilsstaðahælinu 18. þ. m. Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskapellu mið- vikudaginn 21. þ. m. kl. 3. Andrés Björnsson og börn. t Útför móður okkar, Stefáníu Jóhannesdóttur, Gegnishólaparti, fer fram frá Gaulverjabæjar- kirkju miðvikudaginn 21. þessa mánaðar og hefst með bæn að heimili hennar kl. 13.30. Upplýsingar um ferðir aust- ur í síma: 16551. Börain. t Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór Pálsson frá Nesi í Loðmundarfirði, sem andaðist 13. júni, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 21. júní kl. 10,30 f. h. Atihöfninni verður útvarpað. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeiim, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofn- anir. Hólmfriður Björnsdóttir. Björa Halldórsson, Auður H. ísfeld, Jón Kr. ísfeld, Leifur Halldórsson, Árný Ingvaldsdóttir og barnabörn. ísleifur Högnason Kveðja ísleifur! I>ín andiátsfregn angrar mig nú, góði. Það er næstum mér um megn að minnast þín í ljóði. Ég, sem mætri menning ann, mun það aldrei læra eftir flokki að meta mann og með því aðra særa. t Utför mágkonu minnar, Magdalenu Guðjónsdóttur, hjúkrunarkonu, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 21. þ. m. kL 2 e. h. BLóm vinsamlega afþökkuð. Sigfús Jónsson. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdaifaðir, afi og langafi, séra Vigfús Ingvar Sigurðsson, fyrrv. prófastur, Desjamýri, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 22. júní kl. 10.30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. Blósm vinsamlega afbeðin. Eiginkona, böra, tengdaböra, barnabörn og barnabarnaböra. t Eiginmaður minn, Pétur Guðmundsson, bifrefiðastjóri, Sólheimum, Seltjarnaraesi, sem lézt 14. þ. m. verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju, miðrvikudaginn 21. júní kl. 13.30. Fyrir mína hönd, barna minna og annarra aðstand- enda, Guðrún Guðmundsson. t Hjartanlega þökbuim við auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróð- ur mins-og mágs, Jóns Júlíusar Jóhannssonar. Hólmfríður Jóhannsðóttlr, Jónas Guðmundsson, Hávallagötu 23. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför Eggerts Krist jánssonar, skipstjóra. Katrín Eiriksdóttir, Sigríður Eggertsdóttlr, Þorsteinn Guðlaugsson, Gestur Eggertsson, Guðrún ArndaL Þín var gæfa. að gladdir þú grátið ekkjutetur. Verkanna þú nýtur nú — náðin guðs þau metur. Þitt þó hafi brostið brátt blítt og viðkvæmt hjarta, sækir þú í sólarátt sæll um eilífð bjarta. Vinur, mína virðing eig — vanmans minjar skína, er ég lítinn ljóðasveig legg við minning þína. Lilja Björasdóttir. Heinrich Bossert ræðis maður-Minning HINN 27. maí andaðist ræðis- maður íslands í Múnchen í Bæjaralandi, hr. forstjóri Hein- rích Bossert. Hann var á sjötug- asta aldursári, er hann lézt. Hr. Bossert var vel þekktur fasteignasali í Múnchen og telst fyrirtæki hans á því sviði til hinna elztu og stærstu þar ’ borg. Árið 1959 var hann skipaður ræðismaður íslands og gegndi því embætti til dauðadags. Við, ísilenzkir stúdentar 1 Múnchen, eigum hinum látna ræðismanni margt að þakka. Hr Bossert innti ekki aðeins af hendi hin hefðbundu ræðis- mannsstörf í þágu íslendinga, heldur lét hann sér ávallt mjög annt um hag íslendinga í Mún- chen. Skrifstofur og íbúð ræðis- mannsins eru til húsa í nýrri glæsilegri byggingu við eina aðalgötu borgarinnar, Leopoid- strasse, í næsta nágrenni við há- skólann. í þessu húsi hafa ís- lendmgahópnum staðið til reiðu salarkynni til fundarhalda. Hafa þar jafnvel verið haldin þorrablót af íslenzkum sið og S.gríður dóttir — I 1 20. júní 1926. Dáin 2. maí 1967. Frímanns- Kveðja KVEDJA FRÁ EIGINMANNI OG BÖRNUM Ó Sigga mín, hve sorgin gerist þung, minn sólargeisli, fögur biíð og ung. Að birgja í gröf, það bezta er líf mitt kaus, og börnin okkar litlu, eru móðurlaus. En aldrei skal þín ljúfa minning mást, svo margt þú gafst, af kærleiksríkri ást. Og alltaf varstu engilbjört á brá, þó banameini kæmist ekki frá. En ég skal reyna, að gjöra eins og get Guð ég bið að styðja hvert mitt fet. Svo góðan föður geti börnin átt, sem gaf hún mamma, hvern sinn hjartaslátt. Við finnum ekki orð, er þakka þér, hve þú varst indæl börnunum og mér. Öll við skulum krjúpa saman klökk, og kveðja þig í hljóðri bæn og þökk. Friðþjófur Adolf Óskarsson — Kveðja Þú hvarfst okkur vinur, er vorið bjarta tók völdin á norðurslóð, því er okkur söknuður sár í hjarta, við syrgjum þig, döpur og Wjóð. En gegnum harmanna geiglegan skugga geisli hugðnæmur skín, sem ætíð mun lýsa, ylja og hugga, hin ástfólgna minaning þin. Á leið þinni héðan að heimkynni nýju minn hugur þér fylgir á braut. Ég þakka af alhug þá ástúð og hlýju, er í þínu ranni ég naut. Vlst er hann él eitt sá skilnaðarskuggi unz skin okkur ljósheima svið, og ástríkur faðirinn annist og hug-gi þína ástvini í jarðlífsins bið. Helga Jónsdóttir írá Öxl. var ræðismaðurinn þá hrókur alls fagnaðar. Sem mörgum mun kunnugt, er 17. júní sorgardagur í Þýzka- landi. Er þá minnst uppreisnar- tilraunar í Austur-Þýzkalandi árið 1959 og hinna árangurslausu tilrauna til sameiningar landa- ins. Á þessum degi hefur þvf tíðkazt meðal íslendinga í Þýzka landi að halda þjóðhátíð með stúdentaglamrL En Bossert ræðismaður sá, hvernig sam- ræma mætti þennan tvíþætta til- gagn hátíðardagsins. Á þeim degi bauð hann okkur ávallt 1 ferðalag um Bæjaraland og vand aði mjög til þeirra ferða. Var oft fenginn kunnugur leiðsögumað- ur með í för og skoðaðir menn- ingar- og sögustaðir hins fagra Bæjaralands. Þessar ferðir á 17. júní eru okkur ógleymanlegar. Margir fslendingar, sem aldrel hafa til Múnchen komið, munu þó kannast við rödd hr. Bossert, en hann hafði þann ánægjulega sið að flytja jólakveðjur í út- varp á íslandi með öðrum kveðj- um frá Múnchen. Við hér í Múnchen minnumst frá jólum einnig hinna ánægjulegu jóla- boða hjá ræðismanninum og hinni glæsilegu konu hans, frú Helene Bossert. Sem fasteignamiðlari var iir. Bossert vel kunnugt um hin miklu húsnæðisvandræði í Mún- chen, sem bitna ekki síður á ís- lendingum þar en öðrum. Hafði hann oft sýnt hug á að bæta úr þeim vanda. Þá er forseti ís- lands, herra, herra Ásgeir Ás- geirsson var á ferð í Múnchen haustið 1965, lýsti ræðismaður- inn yfir þvi i boði, að hann hefði í hyggja að bæta varanlega úr húsnæðisvandamálum ísflenzkra stúdenta, með því að kaupa eða reisa hús og reka þar íslenzkan stúdentagarð. Lét hann ekki þar við sitja en festi skömmu síðar kaup á húsi í þessum tilgangL En m.a. vegna strangra laga- ákvæða um ráðstöfun íbúðarhús- næðis hefur dregizt að koma málinu í höfn, og fór svo að hr. Bossert entist ekki aldur til að sjá þennan draum sinn rætast. Fyrir hin fórnfúsu störf sím i þágu íslendinga var hr. Bossert ræðismaður sæmdur riddara- krossi hinnar íslenzku fálka- orðu á sl. hausti. Hr. Bossert og kona hanis komu einu sinni til íslands; sumarið 1960. Önnur íslandsferð var í undirbúningi, en hr. Bossert var kallaður á brott. Við íslendingar í Múnchen syrgjum ræðismann okkar. Félag fslendinga í Múnchen. AUGLYSINGAR SÍMI 22»4*8D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.