Morgunblaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MUÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1967. —ALLSHERJARÞING Framhald af bls. 1. stuittorður og vísaði á bug árásum Sovétríkjanna á Bandarfkin og kvað Kosygin hafa umiturnað heimssögunni í málflutningi sínum, en kvaðst annars myndu svara sovézka forsætisráðherranum á næsta fundi Allsherjar- þdngsins á þriðjudag. — Lauik fundi Allsherjar- þingsins skömmu síðar eða kltukkan 17.15 að ísl. tírna og var þá ákveðið að næsti fund ur þess yr ði á morgun, þriðju dag, kl. 14.30 að ísl. tíma. Var Kosygin langorður nokk- uð, talaði í þrjá stundiarfjórð- unga og var harðorður í garð Bandaríkjamamna og ísraels og taldi ísraelsmenn eiga alla sök é því hvern veg nú vaeri komið miáluan í löndunum fyrir botni Miðjarðarfhafs. í lok mélis síns lagði sovézki forsætisráðherrann fram ályktunartillögu um vít- ur á ísrael og fylgdi þar sú krafa að flutt yrði brott allt ísraelsikt herlið af landssvæðum þeim sem ísraeliamenn unnu af Aröbum í átökunum fyrstu viku júnímánaðar. Einnig var í álykt- unartillögunni ísraelsmönnum gert að greiða skaðabætur and- stæðingum sínum og skila aft- ur öllu herfangi er þeir hetfðu tekið í styrjöldinni. Ályktunar- tillaga þessi er sögS sem næst samhljóða þeirri er Sovétríkin lögðu áður fram í öryggisráð- inu en fékk þar ekki hljóm- grunn. Abba Eban, utanríkisráðherra Israels, varð fyrir svöruim af bálfu lands síns og vildi að Ar- abar og ísraelismenn semdu með sér um réttláta og varanlega lauisn deilumála sinn.a, en sagði að fráleitt væri að fsrael gengi að þeim kiostum að allt yrði sem var áður en áitökin hófust 5. júní sl. Eban hallmælti mjög Swétríkjunum í ræðu sinni.og kvað þau hafa sta-ðið að baki sögusö.gnunum um árésarf'yrir- ætlanir fsraelsmanna, sem gemg- ið hefðu í löndum Araba. Kosy- gin hafði í ræðu sinni gert að umtalsefni eitt og annað sem hann kvað vera líkt með fsraol og Þýatoalandi Hitlers. Eban svaraði því til að slíkt tal væri fjarri lagj og kvað þjóð sína aldrei hafa fyllt flokk Hitlens. „Aldrei undirrituðuim við samn- ing við Hit'ler eins og Sovét- ríkin gerðu“ sagði Elban. Er leið að lokum ræðu Abba Eban stóð Kooygin á faetur og gekk út úr ■salnuim og í fylgd með honum Gromyko. Þótti sumum sem það Tnyndi gert í mótmælaskyni, en SÍðuB'tu fregnir herma að það fnyndi ekki verið hafa, heldur hefði Kcisygin orðrið fré að hiverfa vegna annriikis annars staðar. Ræða Johnsons Eins og áður sagði flutti John *om Bandaríkjaforseti sjónvarps og útvarpsræðu skömimu áður en settur var fundur Alisherj- arþingsins í morgun. Lagði Bandarí'kjaforseti þar hart að ísrael og Arabaríkjunuim að setja miiður deilur sínar með samningum og reyna að komia á varanlegum friði í Austurlönd- um nær. Joihnson beindi méli sínu til Araba og sagði að ísrael bæri tilveruréttur sem öðrum en tal- aði jafnframt til ísraelsmanna Og bað þá að minnasf þess að négrannaríkiin ættu sér einnig réttdndi og hagsmuni sem hern- aðarlegir yfirburðir ísrael mættu ekki glepj.a þeim sýn á. Sagði Johnson sitefnu siína og stjórnar sinnar vera þá að stuðla eftir megni að friði í löndunum fyrir botni Miðjarðar Ixafs, friði sem byggðSst á fimm grundvallarreglum: tilverurétti 'rikjan.na fyrir botni Miðjarðar- haÆsins, réttlátri lausn flótta- mannavandamálsins, frjálsum 'sigíingum uim Súezskurð og Ak- abaflóa, takmörkunum á vopna- búnaði ísraels og Arabaríkj- 'anna og loks stjórnmálalegu 'sjállstæðj og viðurkenndum landamæruim til handa öllum ríkjum. Forsetinn sagði að 'Bandarálkjin myndu styðja af fremsta megni aLlar tilraunir til að koma á varnlegum friði í Ausiturlöndum nær, hvort heldur á vettvangi S. Þ. eða utan sam- takanna. Johnson forseti ræddí ýmds heirnismál önnur í ræðu sinni p. á. m. ástandið í Suður-Amieríku, Víetnam og Afríku og sagði að Bandaríkin hefðu reynt allit sem hægit hefði venið til að koma á samningaviðræðum við N-Viet namstjórn eða draga úr hern- aðarétökium austur þar, en und- irtektir yfirvalda í Hanoi hefðu ekki verið málum til framdrátt- ar. Forsetinn lagði áherzlu á hug þann er Bandaríkin hefðu á bættri sambúð við Sovétrí'kin og Austur-Evrópu og kvað slíkt ekki gent á einum degi, um aðra leið væri ekkii að velja. Hætta á stórstyrjöld. Kosygin, forsætiisrðherra Sov étríkjanna kom til S.Þ. klukkan tæplega hálf ellefu í morgun og hafðí þá að því er hann sagði aðspuirður, horft á Jobnson Bandaríkjaiforseta ffytja ræðu sína, sem áður sagði frá í sjón- varpi. Kosygin var harðorður í garð ísraelsmanna eins Og frá var skýrt í upphafi fréttarinn- ar og kivað þá eiga alla sö>k á styrjöld þeiss og Arabaríkjanna en einnig á öllu ástandinu í löndunum fyrir botni Miðjarðar hafsins og spennu þeirri sem þar hefði rí'kt um árabil. Einnig sakaði Kosygin Banda- ríkin og Bretland um stuðning við ísrael og var miklu hvass- yrtari en við var búizt með til- liti til þess hve hófsamlegum orðum Johnson fonseti fór um mél landanma fyrir botrni Mið- Ijarðarhafs og hlut Sovétríkj- anna að þróun mála þar í sjón varpsræðu sinni skömmu áður, sem Kosygin kvaðst hafa séð. Kosygin þakkaði þar öryggis- ráði S. þ. að vopnahlé hefði ver- ið kiomdð á milli fsraels og Ar- abairíkjanna, en kvaðst harma að Öryggiisráðið hefði ekki tek- ið afleiðingunum af ábyrgð þeirri sem stofns'krá S. þ. legði því á herðar. Sagði forsætisráð- herrann að enn væri ísraelskt herlið á ara/bísku landi, bæði í Egyptalandi, Sýrlandi og Jór- daníu og meðian svo væri hlyti sfifellt að vera hætta á áitökum. Kosygfin réðst einnig í ræðu •sinnfi harðlega á stefn/u Banda- rikjanna í Kúhu, Vietnam og Aueturlöndum nær og bar það á V-Þjóðverja að þedr hefðu á prjónunum fáránleg áform um land.vinnin.ga. Var fsrael eitt í ráðum? Hussein Jórdaníukonungur hólt fund með fréttamönnum í 'Amman í Jórdianíu í dag og 1kvað®t þar ekki myndu ásaka neina eina þjóð um að hún 'hefði veitt ísrael í átökum fsra- elsrákis og Araba en sagðfi að Uordanir hefðu mikinn hug á að vita hversu allt hefði fram far- ið og hvwt ísraelsmenn hefðu verið einir í ráðum eða notið aSistoðar. Sagði konungur, að á ratsjém Jórdana hefðu sézt fleiri 'vélar en svo að telja hefði mátt 'allar ísraelskar og bættfi því við ■að flugvélarnar hefðu getað 'komið hvort heldur væri frá tfluigstöðvum í ísrael eða utan laf Miðjarðarlhafi. Sagði konung- iut sendinefnd Jórdaníu á Alls- (herjarþinginu myndu vekja tmélis á þesisu á þeirn vettvangi. - ------------------- ? - GEISLAVIRKNI Fram.hald af bls. 1. búna. Til þessa hafa Kínverjar jafn- an sagt frá tilraunum sínum með nokkrum fyrirvara. Hefur Pek- ingútvarpið skýrt frá því að von væri á „mikilsverðri til- kynningu" áður en fréttin um tilraunina befur verið lesin. Svo var ekki að þessu sinni, heldur var fréttatilkynningin lesin á nokkurs formála. Segj- ast Kínverjar þar vera komnir inn á nýjar brautir í kjarnorku- tilraunum. „Kínverska þjóðin er hreykin af þessu afreki, og byltingarþjóðir um heim allan mun.u einnig hneykjast," sagði þulurinn. „Við hyllum enn einn sigur hu.glsjóna Maos Tse-tungs formanns og enn einn glæsiLeg- an árangur mennin.garbyltingar- innar.“ Fylgdu tilkynningunni áranaðaróskir til kínrverskra verkamanna, hermanna, tækn*- fræð.iniga og vísindamanna, og laiuk svo tilkynningunni með þessum orðum: „Vetnissprengju- tilraun Kímverja mun reynast hvatning og stuðningur við þjóðina í Víetnam í baráttu hennar gegn Bandaríkjunum, og við Araba, sem verjast árás- um fsraelsmanna." Ohou En-lai, forsætisráðherra Kína, ræddi við fréttamenn frá ýmsum ríkjum Afríku og Asiu á laugardagsfcvöld, og lagði á- herzlu á að einofcun Bandaríkj- anna, Sovétríkjanna og Bret- lands á vetninssprengjunni væri lokið. Sagði hann að sprenging- in væri sameiginlegur sigur allra byltingarþjóða heims, og að Kírwerjar m.undu aldrei, ekki undir neinum kringumstæðum, verða fyrstir til að beita kjarn- orkuvopnum. HÁTÍÐAHÖLD f PEKING Mikið var um dýrðir í Pek- ing eftir að tilkynningin um sprenginguna hafði verið lesin í útvarpið. íbúarnir þyrptuet út á göturnar, sprenigdu þar „púður- kerlin.gar", börðu trumbur og hrópuðu: „Lengi lifi leiðtoginn okkar mikli, Mao formaður, megi hann eiga langt, langt líf. Lengi lifi menningarbyltingin." Mikill mannfjöldi safmaðist sam an í hópgöngu til aðseturs mið- stjórnar kammúnfetaflokksins, og afihentu þar þakkarávarp til Maos og flokksins. Ekki er þess getið hvort Mao hafi sjálfur komið fram til að veita þakkar- ávarpinu móttöku. Aukaútgáfa af málgagni kín- venskra kommúnista, „Dagblaði alþýðunnar" kom út á Iaugar- dagsfcvöld með frásögn af sprengingunni. Var frésögnin prentuð með rauðu letri, og blað imu útbýtt ófceypis til þeirra, sem hafa vildu. Á sunmudag .om blaðið síðan út eins og venju- lega, en allar fréttir á foreíðu prentaðar með rauðu letri ásamt mymd af aukablaðinu. UGGUR f JAPAN Kimversk blöð minnast ekkert á hættuna á aukinni geisla- virkni í andrúmsloftimu í Jap- an, en vísindamenn í Tókíó telja að geislavirknin muni aukast verulegu næstu daga. Flugvélar frá japanska flugttiernum eru nú í stöðu.guim eftirlitsferðum til að mæla geislavinknina, sem búizt er við að verði mesit yfir Ky- uisíhu. Við fyrri tilraunir Kin- verja hefur geislavirkni aukizt yfir Japan, en ekki orðið hættu- leg. Á mánudag hafði geisla- virkndn a.u’kizt úr 0,09 micro- micro curies í rúmsentknetra rigningarvatns í 1,185 micro- micno curies, en á eftir að auk- aist mikið enn, eftir því sem vis- mdamenn við Iwate héskólann segja. Bandaríska kj arnorkustofnun- in A.E.C. skýrði frá kínversfcu sprengingunni strax á laugardag og taldi rétt að hér væri um vetnisspnengju að ræða eins og haldið var fram í Peking. Sagði talsmaður stofnunarinnar, að styrlkleiki sprengjunar hafi verið „mörg megatonn", það er að hún hafi verið á við margar milljón- ir lesta af TNT-sprengiefni. Síð- asta kjarnorkusprengja Kín- verja, sem sprengd var í des- ernber si., var á við 200.000— 300.000 tonn af TNT. Brezka stjórnin gaf eniga yfir- lýsingu varðandi sprenginguna ifyrr en í dag, mánudag, en sagði þé í opinberri yfirlýsingu: ,jELns og við höfum margsinnis tekið skýrt fram er samningur- inn um bann við tilraunum með kjarnorfcuisprengjur óbvíreeð sönnun þess að yfirgnæfandi meirihluti þjóða heims óskar þess að tilraunir verði eficki gierð ar. Tilraun Kiniverja brýtur einn ig í bága við aiþjóðaóskir um að hindra útbreiðslu kjarnorku- vopna.“ í Mosöwu var skýrt stuttlega fré tilrauninni og atihugasemda- laust. Tass fréttastofan sendi að- ems fré sér 26 orða frétt, þar sem það er haflt eftir fréttastof- unni „Nýja Kina“ að sprengjan hafi verið siprengd yfir vestur- héruðum landsins. Tvö nágrannaríki Kína, Ind- land og Nepal, hafa látið í Ijós átayggjur vegna áframhaldandi tilrauna. Frú Indira Gand'tai, forsætisráðttierra Indlands, sa.gði í Nýju Dalhi á sunnudag, að Indverjax hafi aldrei getað fall- izt á, að kjarnorka yrði notuð í þeim tilgangi, að smíða sprengjuT. Sagði frúin að Kín- verjar sýndu það með þessari nýjiuistu tilraum sinni, að þeir mætu einskis skoðanir almenn- ings um heim allan. í Katmandu fiordæmdi talsmaður utanríkis- réðuneytis Nepal tilraun Kín- verja og sagði, að banna bæri all ar kjamorkutUraunir hvar sem væri í beiminum. Aðrar urðu undirtektirnar í Norður Víetnam. Ho Ghii Minh fiorseti og Pttiam Von Dong for- sætisráðherra fögnuðu tUraun Kinverja og sögðu hana mikla hvatningu í baráttunni gegn Bandaríkjamönnum. Sendu leið- togarnir Mao Tse-tun.g og mið- stjóm kínverska kommúnista- flokiksins árnaðaróskir, þar sem þeir fognuðu þessum „glæsilega sigri bræðraþjóðarinnax í Kdna.“ ----- - INDLAND Framhald af bls. 1. átökunum í Nýju Delhi. Óeirðirnar við sendiráð Kína í Nýju Delhi hófust með þ vi, að stúdentarnir ráku asnahóp inn í sendiráðsgarðinn, og báru asnarnir spjöld með áletruninni „Hugsjónir Maos“. Braut mann- fjöldinn rúður 1 sendiráðinu, kveikti í bílum og lét hendur skipta við sendiráðsstarfsmeni* þá, sem til náðist. Særðust sjð sendiráðsstarfsmienn og sjö stú- dentar í átökunum. f Pekin.g söfnuðust Rauðir varðliðar umhverfis sendiráð Indverja og höfðu í firammi hót- anir um að ryðjast inn og mis- þyrma konum og börnum starfs- mannanna. Fulltrúar ýmissa vest rænna ríkja reyndu að komast inn í indverska sendiráðið og færa Indverjunum matvæli og aðrar nauðsynjar, en var vísað firá. Héldu varðliðarnir uppi grjótkasti að sendiráðinu, sér- staklega að húsinu þar sem for-; stöðumaður sendiráðsins, Ram Sathe, sendifulltrúi, býr. Var það bersýnilega tilgangur varðlið- anna, að reyna að brjóta ýmsa muni þar inni. Indverjar kröfð- ust þess á sunnudag, að umisátrf Rauðu varðliðanna um sendiráð ið yrði hætt innan sólarhrings, og hótuðu að grípa til gaignráð- stafana væri kröfu þeirra ekkf sinnt. Umsátrinu var haldið áfram og á mánudag umkringdu vopnaðar sveitir indversku lög- reglunnar sendiráð Kínverja f Nýju Delhi. Lokaði lögreglan hliðinu að garði sendiráðsins og bannaði allar ferðir til sendiráða ins eða frá því. Einn ai starfs- mönnum sendiráðsins kom þá út til að spyrja hver hefði lokað hliðinu, en hann var ekki virtur svars. Fréttamönum var þó leyft að koma að hliðinu og ræddu þeir við fulltrúa sendl ráðsins. Sagði fulltrúinn, að að- gerðir lögreglunnar væru brot & mannréttindum og mótmælti hann þeim harðlega. Peking-útvarpið skýrði frá því í dag, að kínvensk yfirvöld hefðu óskað eftir að fá að senda flugvél til Nýju Delhi til að sækja þá starfsmenn sendiráðs- ins, sem særðust í átökunum á laugardag. Var orðsending þess efnis afhent Sathe sendifulltrúa á sunnudag meS ósk um skjót svör. Frú Indira Gandhi forsæt- isráðherra svaraði þessari ósk Kínverja í indverska þinginu 1 dag. Sagði hún að engin kín- versk flugvél fengi að koma til Indlands til að sækja sendiráðs- starfsmenn fyrr en heimilt væri að flytja konur og börn ind- verskra sendiráðsstarfsmanna frá Peking. Háværar raddir heyrast nú í indverska þinginu u.m að slíta beri stjórnmálasam- bandi við Kína. Undir þessar kröfur tók á sunnudag C. Raja- gopalachari, fyrrum landstjóri, og einn af stofnendum Swa- tantra-flokksins. Sagði hann að slíta ætti stjórnmálasambandi við Kína þráitt fyrir „sprengj- una“, og átti hann þá við ný- gerða tilraun Kínverja með _l fyrstu vetnissprengju sína. JAMES BOND - ~ rJames Bond BY IAN FLEMIN6 DRAWING BY JOHN McLUSKY -k— — Áé- IAN FLEMING Otal minningar þyrluðust upp í huga Bonds. Spilavítið, grænaborðið og sig- ur hans yfir Le Chiffre. Dn Pont hafði verið sessunautur hans við BaccaratborC J. Já, nú man ég — það var stórkostleg nótt. Ég gleymi hennl aldrei. En má ekki bjóða vkur upp á drykk, hr. Bond? Ég frétti eftir á, að þér væruð hm — mjög snjall náungi. Hr. Bond, ég þarf ákveðið á hjálp yðar að halda ...... og mér væri það mikill hedður að fá að vera gestgjafi yðar á meðan þér dvelj- ið í Miami. Sjáið þér til, hr. Bond, ég er í standandi vandræðum .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.